Tíminn - 11.01.1990, Síða 4

Tíminn - 11.01.1990, Síða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 11. janúar 1990 rnfPTE Sjórínn braut varnargarð bak við hús Eyrarfisks á Stokkseyri, rauf vegginn, braut gluggann og ruddist inn í húsið og eyðilagði það og allt sem í því var. Grjótið úr varnargarðinum liggur við vegginn og fyrír innan hann. Vegurinn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar stórskemmdist af völdum storms og sjávargangs. Slitlagið flettist af veginum víða og dreifðist um allar tríssur. Þar sem áður voru tún og engi er nú sem yfir sjó, vötn og úfið liraun að líta. Að Gamla-Hrauni braut sjórinn sér leið inn í hesthús Einars Magnússonar, fyllti það og sprengdi sér síðan leið út í gegn um húsið. Það er nú ónýtt en hangir enn uppi. Mildi var að hestarnir lifðu af. Svona var umhorfs eftir hamfarirnar. Einar Magnússon bóndi að Gamla-Hrauni stendur við skarð sem sjórínn rauf í mikinn og vand- aðan sjóvarnargarð. Hann heldur hér á löngu sem barst á land, en auk hennar barst mikið j land af smákarfa og öðrum sjávardýrum, þar á meðal sel. ^ Guðleif Steingrímsdóttir, annar eigenda Eyrarfisks á Stokkseyri lítur inn á gluggann á skrifstofu fyrirtækisins sem reiður og rjúk- andi sær lagði í rúst í ofviðrinu aðfararnótt þriðjudagsins. Tímamyndir: Árni Bjarna ,-9 1 'mp ÍÍK&Ílll' -s?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.