Tíminn - 11.01.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.01.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur ií. jánuár 19*90 Tíminn 5 Skýrsla Hafnamálastofnunar frá 1984, um landbrots- og flóöavarnir segir að Eyrarbakki eigi Iíf sitt undir traustum sjóvarnargörðum : Eina ráðið til viðhalds byggðar eru vamargarðar í ljós hefur komið að nýir sjóvarnargarðar við Eyrarbakka og Stokkseyri stóðu af sér brimið, en þeir gömlu brustu á stöku stað, í fárviðrinu sem gekk yfir landið fyrr í vikunni. Afleiðingar þess að sjóvarnargarðar gáfu sig á stöku stað hafa vakið upp spurningar um öryggi íbúa m.a. á Stokkseyri og Eyrarbakka. í grein sem Jón Jónsson jarðfræð- ingur tók saman fyrir Hafnamála- stofnun, 1984, um landbrots- og flóðavarnir við Stokkseyri, Eyrar- bakka, Þorlákshöfn og Selvog segir að til þess að vernda byggð á Eyrar- bakka verði að byggja öfluga sjó- varnargarða. Ennfremur segir Jón að Eyrarbakki hafi lengi átt í vök að verjast fyrir ágangi hafsins og sé það án efa vegna stöðugt hækkandi sjáv- arstöðu á umliðnum öldum. Jón bendir á að þó aðstæður við strönd Stokkseyrar séu betri, þá gildi hið sama um breytingar á sjávarstöðu á báðum stöðum. í grein Jóns kemur fram að fyrri útreikningar hans á landsigi á þess- um slóðum, 4 til 5 mm á ári séu lágmarkstala, miðað við síðari at- huganir. „Ekki er þess að vænta að breytingar verði til hins betra hvað þetta varðar fyrst um sinn og mun Eyrarbakki sem og önnur viðkvæm svæði eiga nokkuð í vök að verjast framvegis. Þar eð byggðin stendur svo nálægt sjó og land bak við hana svo lágt, verða ekki önnur ráð séð til verndar byggðinni en gerð öflugra varnargarða," segir Jón í grein sinni. Flóðið sem hafði mikla eyðilegg- ingu f för með sér á Eyrarbakka og Stokkseyri aðfaranótt 9. janúar sl. er það langmesta sem orðið hefur á þessari öld og er því helst líkt við Básendaflóðið 9. janúar 1799. Á þessari öld hafa orðið fimm önnur flóð á þessu svæðið, þann 21. janúar 1925, 16. september 1936 og 19. nóvember sama ár, þá 3. nóvember 1975 og 14. desember 1977. Lægðir sem komu þessum flóðum af stað eiga það sameiginlegt að koma all- hratt að landinu úr suðsuðvestri og í flestum tilfellum mjög djúpar eða um 950 millibör á tíma í lægðar- miðju. 10 til 12 vindstig hafa verið á sunnan og austan við lægðirnar í nokkurn tíma áður en þær bar upp að landinu. Loftþrýstingurhefuroft- ast verið lægstur um eða rétt fyrir háflóð, þó með undantekningu. Þrátt fyrir að flóðið nú sé það mesta sem orðið hefur á þessari öld, þá var sjávarstaðan ekki sú mesta sem verið hefur. Hins vegar er ölduhæðin sú mesta sem mælst hefur. Mælir er suður af Surtsey og annar vestur af Garðskaga. Hæsta viðmiðunaralda sem mæld hefur verið hér við land er rúmir 13 metrar, en nú mældist meðalaldan 14 til 15 metrar. í áðurnefndri skýrslu Hafnamála- stofnunar frá 1984, sem tekin var saman með aðstoð Fjarhitunar hf. koma m.a. fram tillögur um úrbætur til að hindra megi flóð sem þessi á svæðinu. Samkvæmt þessum tillög- um hafa varnargarðar verið byggðir. Gísli Viggósson verkfræðingur hjá Hafnamálastofnun sagði í samtali við Tímann að þeir sjóvarnargarðar sem byggðir hefðu verið nýlega frá grunni hefðu staðist átökin. Sam- kvæmt skýrslunni voru fleiri sjóvarn- argarðar fyrirhugaðir og velta því frekari framkvæmdir á fjárveiting- um. Hins vegar brustu gömlu sjó- Sjóvamagarður á Eyrarbakka sem rofnaði. Þá er lítil fyrirstaða og byggðin berskjölduð fyrir ágangi sjávar Tíniumynd: Árni Bjurnu varnargarðarnir á stöku stað með þeim afleiðingum að sjór átti greiða leið inn í þorpin. Hafnamálastofnun mun nú skoða það tjón sem var á stöðunum og bjóst Gísli við því að þeir yrðu beðnir um að leggja til tillögur að vörnum og yðru þá tillög- urnar sem fram koma í skýrslunni frá 1984 lagðar til grundvallar. Mjög sérstakar aðstæður eru fyrir utan Eyrarbakka og Stokkseyri. Hraun rann þar í sjó fram, um einn og hálfan km frá núverandi strönd. Þar er stallur á um 10 metra dýpi og alveg niður á 20 metra. Páll Bergþórsson veðurfræðingur sagðist aðspurður ekki telja að svo- kölluð gróðurhúsaáhrif hafi einhver áhrif á að svona flóð verði. Á þessari öld má reikna með að gróðurhúsa- áhrifin hafi haft þau áhrif að hækkað hafi um 15 sm í sjónum, eða 1 til 2 sm á áratug. „Þetta getur ekki haft nein útslitaáhrif,“ sagði Páll. Ástæð- an fyrir hækkun yfirborðs sjávar er hlýnandi sjór, en það cr eðli sjávar að þenjast út við hita. Einnig má rekja þetta til bráðnunar jökla að einhverju leiti. Páll sagði að hlýrra loftslag, sem verið hefur nokkuð áberandi þennan áratug kunni að hafa aukið lítið eitt tíðni fellibylja, vegna hlýnandi sjávar. „í vetur hafa verið áberandi djúpar lægðir hér, en ég held að of snemmt sé að tengja þetta saman,“ sagði Páll. Frekar er skýringa að leita í því að svo virðist sem tvenns konar öldu- kerfi hafi átt þátt í því hversu mikill ósjór varð, með stórum hnútum og hálfgerðum öldufjöllum fyrir Suðurlandi. Fyrra kerfið myndaðist í suðaustanáttinni, sem var á undan ög var mjög hvöss, og síðan kemur sterk suðvestan átt. Þegar þessi tvö öldukerfi sem myndast hafa lenda saman, myndast óreglulegur sjór með stórum hnútum og öldufjöllum. Þetta staðfesta öldumælingar sem sýndu að um óvenju mikla ölduhæð hafi verið að ræða. Erfitt er að segja til um hvað gerst hefði ef fárviðrið sem gekk yfir landið þann 9. janúar, hefði komið þann 12. janúar, því þá er háflóð. Munar þar talsverðu um, því þá verður um hálfum metra hærra í sjó en þegar fárviðrið gekk yfir. -ABÓ Arnarflug berst fyrir lífi sínu. stjórnendurfélagsinsgengu á fund samgönguráðherra í gær: Krefjast jafnræðis á við Flugleiðir „Við höfum undanfarin þrjú ár rætt við núverandi samgöngu- ráðherra og forvera hans um hina óréttlátu svæðaskiptingu í millilandaflugi og að hún sé félaginu gersamlega ófullnægjandi. Því miður hefur ekkert enn gerst. Við gerum okkur þó nú vonir um að eitthvað muni nú gerast. Þau höft sem verið hafa á flugi allt í kring um okkur eru sem óðast að losna. Við vonumst til að sama raun verði á hér, enda er jafnrétti milli íslensku flugfélaganna Arnarflugi alger lífsnauð- syn, sagði Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri Arnarflugs.“ Arnarflug heyr nú harða baráttu fyrir lífi sínu, - jafnvel dauðastríð sitt, enda eru skuldir þess ekki einskorðaðar við margnefnda 150 milljóna skuld viðríkissjóð, heldur munu þær vera mun meiri bæði innanlands og erlendis, eða milli 600 og 700 milljónir. Á hluthafafundi félagsins í fyrra- kvöld var samþykkt ályktun þar sem segir m.a. að Arnarflug hafi borið skarðan hlut frá borði í samgöngum til og frá landinu og við það verði ekki lengur unað. Félagið þoli ekki lengur það mis- rétti sem viðgengist hefur milli þess og Flugleiða og krefjist nú fulls jafnræðis. En hvað með 150 milljón króna skuldina við ríkissjóð? Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: „Að sjálfsögðu verður staðið við samþykkt ríkisstjórnarinnarfrá 17. mars. Samkvæmt henni verður þessi 150milljónaskuld Arnarflugs gerð upp, annað hvort með því að breyta henni í víkjandi lán eða fella hana niður og aðrar skuldir félagsins gerðar upp með sölu svokallaðrar þjóðarþotu. Eins og segir í samþykktinni þá verða þeir síðan á eigin vegum, enda hlýtur það að teljast hollast fyrir báða aðila,“ sagði forsætisráðherra. -sá Utanríkisráðuneytiö og sjávarútvegs- ráðuneyti vinna að því að fá veiðileyfi fyrir Islenska úthafsútgerðarfélagið: Grænt Ijós f rá Alaska 22. janúar Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að knýja á um að íslenska úthafsútgerðarfélagið, er hyggst gera út verksmiðjuskip úti fyrir Alaska, fái tilskilin leyfi til starfa. Samtök fiskveiðiráða á staðnum, sem tekur ákvörðun um úthlutun aflakvóta við strendur Al- aska, kemur saman næst þann 22. þessa mánaðar og binda rnenn þá vonir við að ákvörðun verði tekin varðandi málefni Islenska úthafsút- gerðarfélagsins. Unnið er að framgang málsins, bæði innan utanríkisráðuneytisins og sjávarútvegsráðuneytisins. Út- gerðarfélagið hefur þegar fengið leyfi til að vinna afla um borð í verksmiðjuskipi því sem það hefur fest kaup á og einnig hafa þeir aðilar sem standa að félaginu samið við útgerðarmenn í Alaska um að veiða það magn sem til vinnslunar þarf. Það sem á strandar er að leyfi fyrir kvóta úr svo kölluðum „samvinnu- verkefnakvóta", sem er viðbót við veiðiheimildir heimamanna. Erlend- um aðilum er ekki heimilt að vinna annan afla en þann sem fæst úr samvinnuverkefnakvótanum. Það sem um er rætt nú, á milli stjórnvalda vestra og hér, er gerð rammasamn- ings um vinnslu afla og gildi samn- ingurinn til fimm ára. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.