Tíminn - 11.01.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.01.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 11. janúar 1990 AÐUTAN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Ekkert var til sparað við byggingu hallar Sinfóníuhljómsveitar Dallas. stýrðum ómunarhjálmi, sem svífur eins og fljúgandi diskur með ótal ónyxlömpum yfir hljómsveitinni. Eftir opnunarhljómleikana, þar sem píanóleikarinn Van Cliburn bar sigurorð af hljómsveitinni, felldi Pei þann dóm yfir Johnson að það væri allt í lagi með eyrun á honum, en „hann hefði ekki augu í höfðinu". Um sínar eigin tilslak- anir varðandi útlit byggingarinnar sagði hann: „Mies hefði aldrei gert svona nokkuð". Það hefur Pei sjálfur heldur aldrei gert, þar til kom að hljóm- leikahöllinni í Dallas. Það kemur ekki á óvart að Pei vísaði einmitt til ósveigjanlegasta lærimeistara módernismans, Þjóðverjans Lud- wig Mies van der Rohe (og trúar- setningar hans: „Minna er meira“), Pei er sjálfur óbifanlegur módern- isti. „Einfaldur byggingastíli er bestur“ Þegar ungi kínverski banka- stjórasonurinn kom til Bandaríkj- anna um miðjan fjórða áratuginn fylltist hann hrifningu þegar hann heyrði um „Esprit Nouveau" Le Corbusiers. Hann stundaði nám við Massachusetts Institute of Technology og hjá Walter Gropius og Marcel Breuer við Harvard-há- skóla. Síðan hefur arkitektastofan hans við Madison Avenue í New York, þar sem nú vinna 250 arki- tektar, hönnuðir og bygginga- meistarar, teiknað 150 stórbygg- ingar af öllum gerðum. Pei sjálfur er höfundur yfir 50 þeirra og meira en helmingur þeirra, fyrst og fremst safnbyggingar hans, hafa hlotið viðurkenningu af ýmsu tagi. 1988 voru á teikniborðum á stofu hans byggingar sem kosta 2,3 millj- arða dollara. „Einfaldur byggingastíll er bestur,“ segir Pei og þessa skoðun hafði þessi tryggi vörður sígilda módernismans að leiðarljósi líka á öfgatímabili eftir-módernismans, rétt eins og slungna skýrgreiningu hans á byggingarlistinni yfirleitt. Hann segir arkitektúr „list hins mögulega". Hans eigin möguleikar virðast svo sannarlega ekki eiga sér nein takmörk. Áhrif Jackie Kennedy á feril Peis Hin miklu umskipti á ferli hans komu 1964 í fylgd með Jackie Kennedy. Ekkja hins myrta Bandaríkjaforseta var þá að leita að heppilegum arkitekt að áætlaðri byggingu Kennedy-bókasafns. Meðal ótalmargra sem komu til greina voru t.d. Mies van der Rohe, Louis Kahn og Philip Johnson, sem þegar hafði getið sér „Það á að vera skemmtilegt að skoða listaverk,“ segir Pei og það andrúmsloft hefur honum tekist að skapa í National Gallery í Wash- ington. - en Pei er vonsvikinn Byggingin er líkusf vita. Glampandi skagar hún upp úr skýjakljúfafrumskógi Hong Kong - einn glerþríhyrningur- inn ofan á öðrum á rönd, 315 metra hár, hæsta bygging utan Bandaríkjanna. Þetta er hinn nýi Kínabanki. En arkitektinn gleöst ekki yfir byggingunni sinni. Hann hefur nú nýlega lokið við verk sitt sem hann hófst handa um svo fullur tilhlökkunar fyrir 7 árum, og engin hátíðahöld hafa fylgt lúkningu verksins. Utibú kínverska utanríkisvið- skiptabankans er voldugt tákn um nærveru yfirvalda í Peking í Hong Kong, og það þegar áður en árið 1997 rennur upp þegar þessi ný- lenda bresku krúnunnar á að sam- einast alþýðulýðveldinu Kína. Arkitektinn leoh Ming Pei - sem fæddist fyrir 72 árum í Kanton en hefur verið bandarískur ríkisborg- ari undanfarin 35 ár - hafði litið á bygginguna sem stiklu milli gömlu heimkynnanna sinna og þeirra nýju, sem tákn um að Kína væri að opna dyr sínar til vesturs. Eftir fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar er Pei ekki reiðu- búinn að segja ákveðið til um hvort hann verður nokkurn tíma reiðu- búinn til að vinna aftur fyrir Kína. Hins vegar álítur hann að þetta gamla föðurland hans verði „aldrei aftur eins“ og það var fyrir blóð- baðið 4. júní sl. Sá atburður var hörmulegur en ekki sá eini sem snart arkitektinn djúpt á þessu ári. Sigur hafðist í baráttunni um Louvre í Evrópu var loks bundinn endi á deilu, dæmalaust taugastríð, sem Pei og vinnuveitandi hans Francois Mitterrand Frakklandsforseti þurftu að heyja í sex ár. Þeirri deilu lauk með sigri þeirra beggja. Það sem í augum annarra jarðar- búa leit frekar út sem frönsk kóm- edía verður í borgarsögu Parísar þekkt sem „orrustan um pýramíd- ann“. Deilan stóð nefnilega um þá fífldjörfu hugmynd Peis að byggja pýramída úr gleri yfir innganginn að Louvre-safninu þegar átti að gera breytingar þar. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar var þessari hugmynd ógnað, sérstaklega þegar hægri menn gerðu pýramídann að tilefni pólitískra innanríkisdeilna. En eftir að aðalmálsvari and- stæðinga pýramídans, íhaldsblaðið Figaro, breytti afstöðu sinni úr „tvisvar sinnum nei“ í „já“ fyrir byltingarafmælishátíðahöldin og lýsti því yfir að hann væri mjög fallegur og glampandi glerbygging- in væri svo sannarlega nýtt tákn frönsku höfuðborgarinnar, er það viðtekin skoðun í París að óviðeig- andi sé annað en að finnast pýra- mídinn glæsilegur, hann sé nú ómissandi í götumyndina og nú dregur hann að sér fleiri áhorfend- ur en Móna Lísa. Tónlistarhóllin í Dallas Núna fagna Bandaríkjamenn Ieoh Ming Pei sem manni nútímans og fremsta húsagerðarmanni ársins, einhvers konar alheims- herra byggingarlistarinnar, og er hreinskilnislega viðurkennt að ástæðuna sé að finna í glæsibygg- ingum hans í Hong Kong og París. í haust lauk arkitektinn við þriðja stórverk sitt, í Dallas, „Morton H. Meyerson Symphony Center", sem Texasbúar álíta að verði um aldur og ævi fremsta bygging heims. Morton Meyerson, viðskiptajöfur- inn sem byggingin er kennd við, hefur haft þau afskipti af bygging- unni að hann hefur lagt til hennar 10 milljónir dollara. Og framlag Peis er byggingin sjálf að svo miklu leyti sem hljómburðarsérfræðingar hafa gefið samþykki sitt til. Dallas-borg, sem fór illa út úr olíukreppunni en hefur auðgast á ný með rafeindaiðnaði, vildi ekki bara gefa sinfóníuhljómsveitinni sinni einhvern hljómleikasal, held- ur hljómleikasalinn - þar sem hljómburðurinn gæfi ekki eftir hin- um víðfræga Musikvereinssaal í Vín. Á áttunda áratugnum hafði Pei hannað fyrir Texasbúa geggjað ráðhús og tvö skrifstofuháhýsi. í sinfóníuhljómsveitarbyggingunni byggði hann útveggina, salarskel sem umlukin er hálfkúlu úr gleri sem fordyri. Hljómburðarsérfræð- ingurinn Russell Johnson ákvað innréttingarnar, allt að endur- hljómsklefa undir loftinu, velúr- tjöldum og 42 tonna þungum tölvu- Pýramídinn við Louvre-safnið í París hefur loks fengið viðurkenn- ingu. Byggingu Kínabanka í Hong Kong lokið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.