Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Föstudagur 19. janúar 1990
Auglýsing
um óskilahross
Eftirtalin hross sem eru í vörslu hestamannafé-
lagsins Fáks og ekki er vitað um eigendur að,
verða seld á opinberu uppboði fyrir áföllnum
kostnaði að liðnum 14 dögum, verði réttir eigendur
ekki búnir að vitja þeirra fyrir þann tíma og greiða
af þeim áfallinn kostnað.
1. Brúnn hestur, aldur ca. 9 v. mark - fjöður aftan
vinstra.
2. Rauðstjörnóttur hestur, aldur ca. 10 v. mark -
stíft hægra.
3. Brúnn hestur, aldur ca. 10-11 v. ómarkaður.
Uppboðið verður auglýst síðar. Nánari upplýsingar
um hrossin verða veittar á skrifstofu Fáks í síma
672166 á milli kl. 14.00-18.00 virka daga.
Hestamannafélagið Fákur.
rtvnngg i Mnr
Jólahappdrætti
Framsóknarflokksins
Eftirtalin vinningsnúmer komu upp í jólahappdrætti Framsóknar-
flokksins:
Fyrsti vinningur kom á miöa nr. 7428, 2. vinn. nr. 4104, 3 vinn. nr.
2145, 4. vinn. nr. 5677, 5. vinn. nr. 3774, 6. vinn. nr. 1304, 7. vinn.
nr. 6227.
Vinninga skal vitja á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21,
Fteykjavík, innan árs frá útdráttardegi.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða í síma
91-24480.
Framsóknarflokkurinn.
Framsóknarfólk Norðurlandi vestra
Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár-
króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga
og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757.
Kópavogur - Opið hús
Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19.
Alltaf heitt á könnunni.
Framsóknarfélögin.
Kópavogur - Þorrablót
REYKJAVIK
Létt spjall á laugardegi
Laugardaginn 20. janúar kynnir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi,
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1990 á léttspjallsfundi í
Nóatúni 21 kl. 10.30.
Fulltrúaráðið
Hið landsfræga þorrablót framsóknarfélaganna í Kópavogi verður
haldið í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 20. janúar og hefst kl.
20.00.
Hátíðarræða: Jóhann Einvarðsson alþing-
ismaður.
Bæjarlistamaður Kópavogs, Sigurður Braga-
son skemmtir með söng.
Matinn frá Sveinbirni i Veislustöðinni þekkja
allir og Lúdósextett og Stefán sjá um fjörið
fram undir morgun.
Miðapantanir: Einar í síma 43420 og 41590,
Guðrún í síma 641512 og hjá formönnum
Jóhann Einvarðsson félaganna.
Tryggið ykkur miða tímanlega á þessa glæsi-
legu skemmtun.
Nefndin.
DAGBÓK
Þjóðleikhúsið um helgina:
ÓVITAR, barnaleikrit eftir Guðrúnu
Helgadóttur er sýnt í síðasta sinn sunnud.
21. jan. kl. 14:00.
HEIMILI VERNHÓRÐU ALBA,
leikverk eftir Federico Garcia Lorca, er
sýnt á stóra sviðinu á laugardagskvöld kl.
20:00. Prjársýningarerueftir. Guðbergur
Bergsson þýddi leikritið, en leikstjóri er
María Kristjánsdóttir. Hjálmar H. Ragn-
arsson samdi tónlist við verkið. Leikmynd
hannaði Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir,
búninga Sigríður Guðjónsdóttir og lýs-
ingu Ásmundur Karlsson.
Á þriðja tug kvenleikara taka þátt í
Útivist um helgina:
Leirá-ölver
- Á slóðir Bauka-Jóns
Sunnud. 21. jan. efnir Útivist til
skoðunar- og gönguferða um Leirár- og
Melasveit í Borgarfjarðarsýslu. Farið
verður sjóleiðina upp á Akranes með
Akraborginni og lagt af stað kl. 12:30 frá
Grófarbryggju. Frá Akranesi verður ekið
um Leirársveit að Leirá, kirkjan skoðuð
og fjallað um örnefni og sagnir sem minna
á Jón Vigfússon, sýslumann og Hóla-
biskup. Síðan verður gengið frá Leirár-
laug eftir Katlavegi, gamalli þjóðleið yfir
í Ölver. Fróður heimamaður verður með
í för og vísar veginn. Komið verður til
baka með Akraborginni til Reykjavíkur
kl. 18:00. Verð kr. 1200.
Hafnaitorg:
„Det Grónne Mörke“
Sýning á verkum
fimm norskra málara
1 Hafnarborg, menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, verður
kl. 14:00 á morgun, laugard. 20. janúar
opnuð sýning á verkum fimm norskrar
málara. Listamennirnir eru: Anne Katr-
ine Dolven, Erik Annar Evensen, Olav
Christopher Jenssen, Jon Arne Mogstad
og Björn Sigurd Tufta.
Til sýningarinnar er stofnað af hálfu
Norrænu listamiðstöðvarinnar í Sveaborg
í Finnlandi og hefur hún verið sett upp í
Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og nú
síðast í Noregi. Verk eftirþessalistamenn
hafa ekki verið sýnd hér á landi áður,
utan sýningar á verkum Björn Sigurd
Tufta í Norræna húsinu árið 1987.
Formáli í sýningarskrá er skrifaður af
Maaretta Taukkuri, sýningarstjóra Nor-
rænu Listamiðstöðvarinnar í Sveaborg.
Sýningin í Hafnarborg stendur til 4.
febr. n.k. Opnunartími erkl. 14:00-19:00
alla daga nema þriðjudaga.
Sýningar á Kjarvalsstöðum
Nú standa yfir á Kjarvalsstöðum þrjár
sýningar:
í austursal er sýningin „Kjarval og
landið“, verk í eigu Reykjavíkurborgar.
í vestursal sýnir Margrét Jónsdóttir
olíumálverk. Sýningin stendur til 21.
janúar.
1 vesturforsal sýna Helgi Þorgils
Friðjónsson og Hallgrímur Helgason
Portrett. Sýningin stendur til 21. janúar.
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl.
11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á
sama tíma.
MÁLVERKAUPPBOÐ 1. febrúar
Gallerí Borg heldur málverkauppboð
fimmtudaginn 1. febrúar. Málverkaupp-
boðið fer fram að Hótel Sögu og hefst kl.
20:30. Tekið verður á móti verkum á
uppboðið fimmtudaginn 25., föstud. 26.
og mánudaginn 29. jan. í Gallerf Borg,
Pósthússtræti 9.
Kvóldvaka félagsins
„Ljóð og saga“
Kvöldvökufélagið Ljóð og saga heldur
kvöldvöku, sem hefst á félags-vist laugar-
daginn20. janúarkl. 20:30 í Skeifunni 17.
Sunnudagsferð F.Í. 21. jan.:
Árstíðaferð í Heiðmörk
Ferðafétag íslands fer í vetrarferð í
Heiðmörk sunnud. 21. jan. kl. 13:00.
Létt og skemmtileg ganga. M.a. farið að
Hólmsborg og skógarreit Ferðafélagsins.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni aust-
anmegin. Farmiðar við bíl (600 kr.) Frétt
er fyrir börn með fullorðnum.
Signý Sæmundsdóttir sópran
Anton Steingruber tenór
Peter Guth hljómsveitarstjóri
Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Lang-
holtskirkju
Vínartónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar:
ÁSHN ER HIMNESK!
Árlegir Vínartónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar (slands eru haldnir um þessar
mundir.
í kvöld, föstudagskvöldið 19. janúar
kl. 20:30 verða tónleikar í Háskólabíói og
einnig laugard. 20. jan. kl. 16:30.
Auk hljómsveitarinnar taka einsöngv-
ararnir Signý Sæmundsdóttir sópransöng-
kona og Anton Steingruber tenór, þátt í
flutningnum ásamt kór Langholtskirkju.
Kórstjóri er Jón Stefánsson, en hljóm-
sveitarstjóri Peter Guth, sem hefur
stjórnað á Vínartónleikum hér undanfar-
in ár. Hann hefur valið tónleikunum
yfirskriftina „Ástin er himnesk“. Flutt
verða aríur og þættir úr óperettunum
Leðurblökunnil Sígaunabaróninum og
Nótt í Feneyjum eftir Jóhann Strauss,
Guidittu, Paganini og Evu eftir Franz
Lehár, Valsadraumnum eftir Oscar
Strauss og Greifynjunni Marizu eftir
Kálmán.
Miðasala á tónleikana í Reykjavík fer
fram í Gimli við Lækjargötu á skrifstofu-
tíma og við innganginn við upphaf tón-
leika.
Þorrablótsf erð í Þórsmórk
2.4. febrúar
Þorrablót að þjóðlegum sið og kvöld-
vaka á laugardagskvöld. Skipulagðar
gönguferðir. Fararstjórar: Kristján M.
Baldursson. Siðamaður: Ámi Bjömsson.
Gist er í Skagfjörðsskála í Langadal.
Pantið tímanlega.
symngunni. Kristbjörg Kjeld leikur titil-
hlutverkið, ekkjuna Vernhörðu Alba.
LfTIÐ FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI,
eftir breska leikritahöfundinn Alan Ayck-
bourn, er sýnt á föstudags- og sunnudags-
kvöld kl. 20:00. Árni Ibsen staðfærði og
þýddi leikinn, Andrés Sigurvinsson leik-
stýrir, Hilmar Örn Hilmarsson samdi
tónlist og áhrifshljóð, Karl Aspelund
hannaði leikmynd, Rósberg R. Snædal
búninga og Páll Ragnarsson lýsingu.
Fjórtán leikarar koma fram í sýning-
unni, Arnar Jónsson fer með aðalhlut-
verkið, Borgar Jónsson framkvæmda-
stjóra, en Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
leikur Lillu. eieinkonu hans
Stríð og friður og
Hvítur hrafn í MÍR
f bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, verða
sýndar tvær kvikmyndir um næstu helgi.
Á laugardag, 20. janúar, verður stór-
myndin „Stríð og friður", mynd S.
Bondartsjúks, byggð á skáldsögu
Tolstojs, sýnd í heild sinni. Hefst sýningin
kl. 10 árdegis og lýkur, með matar- og
kaffihléum um kvöldmatarleyti.
Aðgangur að þessari sýningu aðeins
gegn framvísun aðgöngumiða.
Hin kvikmyndin, „Hvítur hrafn“ verð-
ur sýnd sunnudaginn 21. janúar á venju-
legum sýningartíma MÍR kl. 16:00.
Báðar myndirnar eru talsettar á ensku.
Aðgangur að sunnudagssýningum MÍR
er ókeypis og öllum heimill meðan hús-
rúm leyfir.
Þorrablót
„burtfluttra Saurbæinga“
Þorrablót burtfluttra Saurbæinga verð-
ur haldið í Breiðfírðingabúð laugardagin
20. janúar kl. 20:00.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg Laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun 2o. janúar.
Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00.
„Á vetrarmorgnum eru veður válynd
og færðin misjöfn. Göngufólk þarf að
huga að þessu og búa sig eftir veðrinu og
sérstaklega að nota skaflajárn í hálku og
búa sig vel til fótanna. Þetta tryggir aukna
ánægju í bæjarröltinu, en veður hafa
aldrei truflað göngufólk og skemmtileg-
ustu göngurnar eru oft í verstu veðrunum.
Setjum vekjaraklukkuna. Mætum upp úr
hálf tíu í molakaífiö." segir forsvarsmað-
ur Frístundahópsins Hana nú í Kópavogi
í bréfi til blaðsins.
Leikfélag Reykjavíkur:
BORGARLEIKHÚSID
Töfrasprotinn - barna- og fjölskyldu-
sýningin á stóra sviði Borgarleikhússins
nýtur mikilla vinsælda og er uppselt á
báðar sýningarnar um helgina, laugard.
og sunnud. kl. 14:00.
Höll sumarlandsins er á stóra sviðinu
og er 30. sýning um næstu helgi, og sú 45.
á Ljósi heimsins á litla sviðinu. Sýningar
á báðum þessum leikritum verða kl. 20:00
á föstudag, laugardag og sunnudag.
Síðustu æfingar á „Kjöti“ Ólafs Hauks
Símonarsonar standa nú yfir, en frumsýn-
ing er fyrirhuguð föstudaginn 26. janúar.
Verkið gerist í Vesturbænum í Reykjavík
árið 1963 - bakatil í virðulegri kjötverslun
og ber margt á góma hjá verslunarstjóran-
um og starfsmönnum hans.
Nomena húsið:
Málþing um dægurmenningu
Laugard. 20. jan. kl. 14:00 hefst í
fundarsal Norræna hússins málþing um
dægurmcnningu. Það er Ríkisútvarpið
sem stendur að málþinginu í samvinnu
við Norræna húsið.
Dagskráin er eftirfarandi:
1. Hvað er dægurmenning? Bo Reimer,
dósent við Gautaborgarháskóla, flytur
erindi.
2. Umræður undir stjórn Lars-Ake
Engblom, forstjóra Norræna hússins.
3. Að skemmta sér til ólífis. Sigurður A.
Magnússon rithöfundur talar um kenn-
ingar Neil Postman o.fl.
4. Menningarleg nýsköpun ■ íslensku
rokki. Gestur Guðmundsson félags-
fræðingur flytur erindi.
5. Dægurmenning og fjölmiðlar. Stefán
Jón Hafstein, dagskrárstjóri Rásar 2,
flytur erindi.
6. Umræður með þátttöku frummælenda
og þinggesta. Stjómandi Þorgeir Ólafs-
son.
Málþingið er öllum opið.
Sýningar í Norræna húsinu:
f anddyri: sýning Bruno Ehrs á ljós-
myndum af höggmyndum.
Sýningarsalur: Sýning Péturs Halldórs-
sonar á málverkum.
Opin daglega kl. 14:00-19:00 til 28. janú-
ar.
Selfoss og nágrenni
Spiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi þriðjudagskvöldin
16., 23. og 30. janúar, kl. 20.30.
Kvöldverðlaun, 1. og 2. verðlaun fyrir öll þrjú kvöldin.
Allir velkomnir
Framsóknarfélag Selfoss