Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminrt Laugardagur 20. janúar 1990 Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gagnrýnir fjárhagsáætlun RVK: Davíð hundsar tilmæli garendurskoðanda Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, hefur margt að athuga við málflutning Davíðs Oddssonar vegna fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Telur hún að hann hafi farið með rangt mál varðandi útgjöld til félagsmála, auk þess sé ýmislegt athugavert við þær tölur sem borgarstjór- inn hefur nefnt varðandi byggingu ráðhússins og hússins í Öskjuhlíð, allt bendí til þess að mikið vanti á að borgarstjór- inn geti talist talnaglöggur. í samtali við Tímann benti Sigrún á ákveðna þversögn í máli borgar- stjórans á fréttamannafundi þegar áætlunin var kynnt. Borgarstjóri hafi einum stað haldið því fram að borgin verði þrisvar sinnum meira fjár- magni til félagsmála og umferðar- mála á hvern íbúa en gerist í öðrum sveitarfélögum. Á öðrum stað hafi borgarstjórinn sagt að þessi upphæð væri um það bil tvisvar sinnum hærri en framlag nokkurs annars sveitar- félags til þessara málaflokka. Sagði Sigrún að báðar þessar fullyrðingar væru alrangar. f skýrslu Sambands sveitarfélaga fyrir árið 1988 komi fram að framlög til almannatrygg- inga og félagshjálpar á íbúa, væru aðeins tæplega þriðjungi hærri hjá Reykjavík. „Og þetta er nú dálítið mikið annað en þrisvar eða tvisvar sinnum meira. Þetta finnst mér veigamikið atriði og sýnir að borg- arstjórinn er nú ekki eins talnagiögg- ur og hann telur sig vera." Sjálfshól Sigrún sagði jafnframt að þetta væri lengsta fjárhagsáætlun sem sést hefur, 165 blaðsíður. „Hana hefði mátt stytta verulega ef borgarstjór- inn hefði sleppt áróðrinum gegn ríkisstjórninni og sjálfshólinu. Þessi umfjöllun er ekki málefnaleg að neinu leyti. „Sjálfshólið hefur til dæmis birst í því þegar borgarstjórinn talar um dagvistarmálin og umskipti í borg- inni hvað þau varðar meðan hann hefur verið borgarstjóri. Á einum stað segir hann orðrétt: „Á þessum tíma hafa verið tekin í notkun 20 ný dagvistarheimili á sama tíma og mörg hinna gömlu hafa verið endur- bætt, stækkuð og starfsfólki gert auðveldara að sinna störfum sínum. Er nú svo komið að engin höfuðborg á Norðurlöndunum, að Kaup- mannahöfn undanskilinni, getur boðið foreldrum fleiri dagvistar- heimili og jafn skjótvirka þjónustu og Reykjavíkurborg gerir og eru þó Norðurlöndin lengst komin í þessum efnum allra landa í veröldinni. Reykjavíkurborg er því í forystu- sveit hvað varðar úrræði fyrír fjöl- skyldur hvað dagvistun snertir ef litið er til alls hins vestræna heims." - Davíð Oddsson telur sig því vera í forystusveit hins vestræna heims! Ég held að borgarbúar taki ekki undir þetta. Það hefur meðal annars kom- ið í ljós að helsta ástæðan sem gefin er upp af fólki sem flytur út á land er sú að skortur sé á dagvistarplássi í borginni." Ekkert stenst „Borgarstjórinn heldur því fram að kostnaður við byggingu ráðhúss- ins sé innan eðlilegra skekkjumarka. Málið er að þrátt fyrir aukafjárveit- ingu er niðurstaðan sú að farið er 60 milljónir fram yfir. Svo er talað um að það verði gerðar enduráætlanir og þá auðvitað spyr maður sig hvað eigi að taka mikið mark á þessum áætlunum. Skekkjumörk hljóta að miðast við áætlun sérhvers árs en ekki framkvæmdirnar í heild sinni." Sigrún benti einnig á að Davíð Oddsson hefði verið formaður bygg- inganefndar Borgarleikhússins og ár eftir ár hefði kostnaðurinn farið fram úr áætlun. Þessi aukakostnaður hefði verið langt umfram eðlileg skekkjumörk og hafi ekki farið fyrir borgarráð til samþykktar. „Borgar- endurskoðandi hefur lagt á það ríka áherslu að þegar farið er fram úr fjárveitingum að þá á eigi slík má að fara fyrir borgarráð. Þessi tilmæli hefur borgarstjórinn ekki virt." Sigrún sagði að ef kostnaður við Ráðhúsið væri framreiknaður komi í ljós að kostnaðurinn verður orðinn 1.7 milljarðar í lok þessa árs. Þá verður einungis búið að glerja húsið og ganga frá utanhúss. Borgarstjór- inn hafi aftur á móti sagt að heildar- kostnaðurinn yrði 1,6 milljarðar. Sigrún sagði jafnframt að fram- reiknað væri kostnaður við húsið í Öskjuhlíð kominn í tæpan 1 milljarð. Þá hafi rúmur milljarður í Borgarleikhúsið bara á þessu kjör- tímabili. Sigrún Magnúsdóttir. „í þessar byggingar eru komnir fjórir milljarðar og þetta er auðvitað fyrir utan skylduverkefnin. Það er eðlilegt að borgin byggi hús af þessu tagi. En það er dálítið mikill munur á því hvort menn fara varlega í þessum málum eða hvort þeir rjúka til og eyða fjórum milljörðum eins og ekkert sé. Það er ekki rokið á sama hátt til og byggt eða keypt öldrunarhús. Maður sér að ráðhúsið er orðið þetta dýrt af því áð það var anað út í byggingu þess strax, og teikning- arnar voru ekki einu sinni tilbúnar. Það sýnir hvar áherslurnar liggja að á sama tíma voru okkur sýndar teikningar af öldrunarhúsinu við Skúlagötu. Þar er ekki farið grafa grunninn því það þurfti allan þennan tíma til að ljúka teikningunum. Hundruð milljóna mega fjúka til vissra verkefna en ef málin snúa að þjónustu við borgarbúa þá afstaðan aílt önnur. Til dæmis er það hlægilegt að í áætluninni er gert ráð fyrir 3 milljónum til æskulýðsmála." Að lokum sagði Sigrún: „Megin- línur fjárhagsáætlunarinnar eru þessar: „í fyrsta lagi eru rekstrar- gjöld borgarinnar eins að krónutölu. I öðru lagi hækka tekjurnar um 11%. í þriðja lagi er fara 40% til eignabreytinga, sem eru bygginga- framkvæmdir og annað. Þetta þýðir að gjöldunum er haldið niðri og það kemur meðal annars niður á viðhaldi húsa. Til dæmis eru skólabyggingar bókstaflega að hrynja og í áætluninni er veitt 40 milljónum til þeirra hluta sem er einungis 10% af því sem talið hefur verið brýnusta nauðsyn. SÁ/SSH Símsmiðir snúa aflur til starfa 76 símsmiðir sem höfðu sagt upp störfurri koma aftur til starfa hjá Pósti og síma á mánudaginn. Sím- smiðirnir tóku þessa ákvörðun eftir að þeir höfðu fundað með forráða- mönnum stofnunarinnar í gær. Sem kunnugt er sögðu símsmið- irnir upp störfum eftir að hafa stofn- að Félag símsmiða og gengið í Rafiðnaðarsambandið. Hefur bar- átta þeirra staðið um að fá ríkið til að viðurkenna sem samningsaðila. Hafa þeir verið í verkfalli frá því á mánudaginn en ríkið hefur ekki viðurkennt lögmæti þess. Símsmiðir eru staðráðnir í því að fá úrskurð um lögmæti verkfallsins. Til þess að hægt verði að fá úrskurð félagsdóms verður annar hvor aðil- inn að leggja fram kæru eða þá vera sammála um að vísa til málinu til dómsins. Hefur ríkið hafnað þessum möguleika. Lögfræðingur Rafiðnað- arsambandsins athugar nú mögu- leika símsmiða í stöðunni. SSH Eins og sést á myndinni getur hver sem vill átt greiðan aðgang inn á ReykjavíkurflugVÖU. Tfmamynd: Ámi BJarna Miðar hægt að girða Samkvæmt alþjóðasamþykktum eiga flugvellir að vera girtir mann- heldum girðingum en Reykjavík- urflugvöllur uppfyllir ekki þetta skilyrði. í dag er helmingur svæðis- ins afgirtur og með sama áfram- haldi verður verkinu lokið eftir fjögur og hálft ár. Pétur Einarsson flugmálastjóri sagði í samtali við Tímann að samtals þyrfti að girða 9 kílómetra og það verk væri nú hálfnað. Verið væri að endurnýja gömlu girðing- una og koma fyrir tveggja metra mannheldri girðíngu umhverfis völlinn, en verkinu miðaði hægt vegna takmarkaðs fjármagns. Kostnaður við að girða hvern kílómetra er um ein milljón króna og hefur það verið ársframlag til verksins undanfarin ár. Þanníg að með sama áframhaldi verður verk- inu lokið eftir fjögur og hálft ár. Eigendur einkaflugvéla hafa áhyggjur af því að óviðkomandi geti valsað um flugvallarsvæðið og unnið spellvirki á vélunum. Að- spurður sagði Pétur Einarsson að kvartanir vegna slíks ágangs hafi ekki borist nýlega. SSH Davíð hættir Davíð Björnsson deildarstjóri Landsbréfa hefur ákveðið að segja af sér sem varamaður í bankaráði Seðlabanka Islands. Ástæðan er sú að Davíð vill koma í veg fyrir að störf hans veki tortryggni. Ákvörðun Davíðs kemur í kjölfar umræðna um hugsanlegt vanhæfi fulltrúa Kvennalistans til að sitja í bankaráði Laridsbankans. Davíð er fulltrúi Alþýðuflokks í bankaráðinu og Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings mun fara fram á það við Alþýðuflokkinn að tilnefndur verði nýr fulltrúi og kosið verði á ný. Bílar f uku í gær Gríðarlegt hvassveður var á Kjal- arnesi í gær og fuku tveir bílar út af veginum. Engin slys urðu á fólki. I gærmorgun fauk flutningabíll út af veginum í Brynjudal og valt. Síðdegis fauk bíll út af veginum við Móa. Má telja mikið mildi að ekki urðu slys á fólki. Lögreglan vísaði fólki frá sem ætlaði að keyra fyrir Hvalfjörðinn. Veðrið var gengið niður í gærkvöldi. Tekur 8 mánuði að svara bréf i Tómas Gunnarsson hæstaréttar- lögmaður birti opið bréf til dóms- málaráðherra í Tímanum í vikunni. Þar vekur Tómas m.a. athygli á því heíti DODDI Frumsýning á laugardag Eg er meyja SJÁUMST í DANSHÖLLINNI að kæra vegna meints fjárdráttar starfsmanns Ojrkubús Vestfjarða hafi ekki enn hkrtið lögmæta með- ferð hjá embíétti Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknara barst kæra vegna meints fjárdráttar starfsmanns Orkubús Vestfjarða í apríl 1989. Málið var síðan sent iðnaðarráðu- neytinu til umsagnar í byrjun maí- mánaðar og beðið um skilgreiningu á því hvort ákærði teldist opinber starfsmaður. Ráðuneytið hefur enn ekki svarað bréfinu en lögfræðingur ráðuneytisins mun vera að skoða málið. Von er á svari á næstu vikum. Ákærði hefur þegar greitt til baka það fé sem hann dró sér. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.