Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 20. janúar 1990 Tímiiin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉUGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Byggðastefna Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur það á stefnuskrá sinni eins og margar fleiri ríkisstjórnir fyrr og síðar að vinna að jafnvægi í þróun byggðar í landinu. Ekki er efamál að í öllum stjórnmálaflokkum er meiri eða minni vilji til þess að stuðla að því að byggð haldist í eðlilegu horfi hvar sem er á landinu. Pó er því ekki að leyna að áhugi stjórnmálaflokka er mis-mikill, og fjarri fer því að til sé ein og algild skilgreining á byggðastefnu, hvert inntak hennar sé. Reyndar ber svo mikið á milli í skilningi ráðandi manna og áhrifaafla í þjóðfélaginu á byggðamálum, að þar sýnist vera heilt haf á milli. Þetta haf skoðanaágreinings um byggðamál er m.a. til staðar innan núverandi ríkisstjórnar, því að viðhorf Alþýðuflokksins og Framsóknarflokks- ins í þeim efnum - svo dæmi sé tekið - eru gjörólík í reynd og eiga sér langa pólitíska sögu, sem ekki verður auðveldlega strikuð út. í Alþýðubandalaginu eru uppi margar skoðanir í byggðamálum eins og flestum öðrum málum og hlýtur að verða í flokki af þeirri tegund sem Alþýðubandalagið er, sem leitast við að rúma undir einni regnhlíf sósíalistaskoðanir frá ystu jöðrum gegnum allt litrófið inn að miðju stjórnmál- anna. Pað hlýtur að vera erfitt viðfangsefni að skilgreina byggðastefnu í slíkum flokki. Það hlýtur líka að taka á taugarnar að ætla að móta sameigin- lega byggðastefnu í fjölflokkastjórn þegar viðhorf- in eru jafn sundurleit og raun ber vitni. Ekki svo að skilja að betra taki við, þegar farið er að kanna ástandið í stærsta stjórnmálaflokki landsins, þeim fræga stjórnarandstöðuflokki Sjálf- stæðisflokknum. Eins og Alþýðubandalagið, er Sjálfstæðisflokkurinn regnhlífarsamtök, en gerir ekki bara út á hægri öflin, heldur fer talsvert yfir miðjuna til vinstri, enda berst hann undir því slagorði að hann sé „flokkur allra stétta". Geta menn rétt ímyndað sér hvernig gengur að semja stefnuskrá fyrir slíkan flokk, hvort sem er í byggðamálum eða öðru. Framsóknarflokkurinn hefur með réttu fengið á sig það orð að vera „byggðastefnuflokkur". Byggðastefnumenn í öðrum flokkum öfunda Framsóknarflokkinn af þessum heiðri en hinn fjölmenni hópur andstæðinga byggðastefnu hér og þar hamast á Framsóknarflokknum út af fastheldni flokksins í byggðamálum og kalla hana afturhald og úrelta pólitík. Það er sem sé ein kúnstin við það að vera framsóknarmaður að standa af sér upp- nefni af líku tagi. Og það þurfa Framsóknarmenn að gera. Þeim ber pólitísk skylda til þess að hafa forystu um endurskoðun byggðastefnu og fá byggðastefnumenn í öllum flokkum til liðs við sig. Því ber að fagna að forsætisráðherra hefur skipað tvær nefndir til þess að vinna að endurskoðun byggðastefnu og hlutverks Byggðastofnunar. Á þessum sviðum er mikið verk að vinna. E, 'KKI LINNIR fréttum af atburðunum í Sovétríkjunum og Austur- og Mið-Evrópulöndum. Um það munu menn yfirleitt sammála að stjórnskipulag og stjórnarfar alþýðulýðveldanna sé hrunið eins og það hefur verið í meira en 40 ár. Fáir virðast gera ráð fyrir að stjórnarhættir stalinismans verði endurreistir, þar sem reynslan hafi fellt sinn dóm yfir efnahagslegri og stjórn- málaíegri vangetu þeirra, mann- úðarleysi og ófrelsi í öllum myndum og ekki síst svikum þessa stjórnkerfis gagnvart jafn- réttishugsjónum ogafnámi rang- látrar stéttaskiptingar. Krafa um þjóðfrelsi Þótt flestir virðist vera á einu máli um að stjórnskipulag al- þýðulýðveldanna sem slíkt heyri sögunni til, er ekki þar með sagt að menn séu á eitt sáttir um hvers konar stjórnkerfi tekur við eða kemur til með að festast í sessi til langframa í Austur- Evrópu þ. á m. Sovétríkjunum. Lýðræðissinnar á Vesturlöndum og þó aðallega stjórnmálamenn virðast ganga út frá því að austur-evrópska byltingin leiði til þingræðisstjórnar og lýðræð- is, enda flest sem bendir til þess að byltingarmennirnir, þeir sem veltu hinu fyrra stjórnskipulagi, ætli sér það, þeir tala a.m.k. þannig að beir séu að undirbúa almennar kosningar til þjóð-, þinga sem byggist á framboðum frjálsra stjórnmálaflokka eftir að búið er að afnema einflokks- kerfið. Vonandi reynist það svo að þarna hafi átt sér stað lýðræð- is- og þingræðisbylting. Þó eru til fréttaskýrendur sem hafa ýmsar efasemdir uppi um að lýðræðis- og þingræðisþróun- in eigi sér óhindraða leið þegar til alvörunnar kemur. Slíkt kann að fara eftir löndum, ríkjum og þjóðfélögum, því að aðstæður eru mismunandi í þeim ef að er gætt, þau eru ekki öll eins, m.a. að því leyti að flest þessara ríkja eru sundurleitar menningar- og þjóðernisheildir. Einn þeirra fréttaskýrenda sem hefur leitt hugann að þeim væntingum, sem fólkið í kommúnistaríkjun- um hefur um breytingar á að- stöðu sinni í kjölfar stjórnlaga- rofanna og byltinganna, er Simon Jenkins sem ritar í breska blaðið Sunday Times. Hann ger- ir þessum málum athyglisverð skil í grein í blaði sínu, þar sem viðfangsefni hans er að sýna fram á að vonir margra þegna umræddra ríkja snúist ekki endi- lega um þingræði og lýðræði í venjulegum skilningi, heldur þjóðfrelsi í skilningi þjóðernis- og þjóðræknisstefnu, þeirri hug- sjón að þjóðir eignist sjálfstæði og fullveldi, séu óháðar erlendu valdi, hafi þ. á m. frelsi til þess að standa utan við ríkjabanda- lög. Þarna er lifandi komin kraf- an um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, réttinn til að vera frjáls þjóð í frjálsu landi. Slík stefna er íslendingum auðskilin og á hljómgrunn hjá metnaðarfullum þjóðum, stórum ogsmáum, ekki síst eftir langvarandi undirokun eða yfirráð erlendra ríkja. í grein sinni bendir Jenkins á að Gorbatsjov boði sovétþjóð- unum lýðræði og mannréttindi, málfrelsi og fundafrelsi og nýja stjórnarhætti í lýðræðisanda. Þetta er augljós breyting frá stjórnkerfi Leníns og Stalíns. Hins vegar hefur h'tið verið sagt um þjóðfrelsi hinna mörgu og gerólíku þjóða sem standa að Sovétbandalaginu og hvernig háttað verður í framtíðinni stöðu þjóðarbrota og minni- hlutaþjóða, sem þrengt hefur verið að hér og þar út um öll Sovétríkin. Þess vegna segir Simon Jenkins, að hvernig svo sem allt veltur, þá þori hann að ábyrgjast að það verði ekki lýð- ræðishugsjónin sem ráði á hinu pólitíska sviði og taki upp hugi manna í Sovétríkjunum. Hvað það snertir býst hann við öðru, þ.e. að þjóðernismálin setji mestan svip á frelsis- og mann- réttindaumræðuna. Vanmat á þjóðernishyggju Jenkins segir svo í lauslegri þýðingu: „Um alla Austur-Evrópu hef- ur „lýðræði" aðeins verið slagorð, leið að takmarki. Pól- verjar, Ungverjar, Tékkar og Búlgarar eru ekki endilega að biðja um kosningarétt. Þeir yilja sjálfstæði, endalok þess að lúta valdhöfum í fjarlægum höfuð- borgum, verða lausir undan yfir- ráðum þjóða sem tala til þeirra á framandi tungum. Þetta þráðu þessar þjóðir löngu áður en þeim datt lýðræði í hug sem eftirsóknarverður hlutur. Þessar þjóðir munu krefjast sjálfstæðis, jafnvel þótt lýðræðið bregðist. Hver veit nema það verði her- foringjastjórnir sem fara að ráða yfir þeim áður en lýkur, og það mun þeim þykja skárra en að láta Rússa stjórna sér." Og greinarhöfundur heldur áfram: „Úr því að búið er að losa um hömlurnar á þjóðernishyggj- unni, þá verður hún ekki auð- veldlega bæld niður. Sjálfstætt Pólland, Rúmenía, Búlgaría og Júgóslavía munu eiga í höggi við þjóðernishyggju minnihlutanna í ríkjunum, því að þjóðarbrotin munu krefjast þess að geta rækt tungur sínar og menningararf. Þau munu gera kröfu um ný landamæri og stuðning sér til handa, jafnvel að stofnað verði til þjóðflutninga sér í hag. Minnihlutaþjóðirnar munu hrjá ríkisstjórnir í Prag, Varsjá og Búkarest rétt eins og umræddar ríkisstjórnir hafa gert Moskvu- valdinu lífið leitt. Slíkur þjóð- ernislegur þrýstingur er ekkert frábrugðinn þeim sem Gorbat- sjov á við að stríða innan Sovét- ríkjanna. Hvers virði er lýðræði og kosningaréttur í augum Eist- lendings og Georgíumanns í ríkjasambandi þar sem múslim- ar kunna að ná meirihluta einn fóðan veðurdag? Þessar þjóðir refjast sjálfsákvörðunarréttar og munu sækja hann með vopn- um ef ekki vill betur.til." Simon Jenkins segir síðan: „Vaclav Havel (forseti Tékkó- slóvakíu) mæltist til þess við þegna sína í innsetningarræðu sinni að þeir létu af sundrungar- hugarfarinu. Eins og fréttaskiln- ingi er háttað á Vesturlöndum mætti halda að forsetinn hafi verið að tala um sundrung milli kommúnista og and-kommún- ista. En það er liðin tíð. Havel var að beina máli sínu til tveggja þjóða, Tékka og Slóvaka, að þær settu niður sundrungarátök sín í milli sem búast má við að upp kæmu síðar. Havel veit að lýðræði er aðeins „rjómaskreyt- ing á sjálfsstjórnartertunni". Stöðugleiki hins fyrra sovét- veldis mun framvegis ráðast af því hvernig til tekst um mynd- un ríkjasambands þar sem valddreifing er virt, en slíkt er vandmeðfarið viðkvæmnismál. Aldrei hafa menn staðið frammi fyrir umdeilanlegri stjórnlaga- gerð en í þessu tilviki, þar sem taka verður tillit til endurfæddr- ar þjóðernishyggju án þess að ýfa upp óánægju minnihlutanna með niðurstöðuna. Ef til vill ættum við að veita Gorbatsjov lögfræðiþjónustu í stað efna- hagsaðstoðar. Og þó ekki! Vest- rænir frjálshyggjumenn hafa verið aldir upp í að vanmeta þjóðernishyggju nema þá til þess eins að nota hana sem keyri á örmagna heimsveldi, þegar það hefur átt við. Þjóðernishyggja hefur verið úthrópuð sem kuln- andi glóð frá svartagaldri, gegn- sósa af ættflokkahatri, kynþátta- órum og einstrengingshætti. Menntað fólk hefur fyrirlitið þjóðrembu eins og hvern annan ruddaskap." Það er hægt að kalla þjóðern- ishugsunina öllum illum nöfnum, segir Simon Jenkins. „En þið skulið reyna að koma Armenum, Georgíumönnum, Lettum og Pólverjum í skilning um það. Og áður en við Vestur- landamenn gerumst of sigurviss- ir, förum þá af stað með að kenna katólsku fólki í Ulster þessa speki (eða mótmælendum þar), eða Flæmingjum og Kata- lóníumönnum. Vera má að þjóðernishyggju sé haldið í skefjum á Vesturlöndum með fyrirgreiðslu og fríðindum, en tilfinningahitinn sýður undir allt fyrir það. Þess er að minnast, eins og Simon Jenkins orðar það og beinir skeytum að sínu eigin landi: „Sá eini múr í Evrópu, sem enn er uppistandandi og skilur að fólk frá fólki í sömu borg, sker sig gegnum útlimi þróaðasta lýðræðisríkis álfunn- ar: hlykkjast eins og ormur gegnum innstu hverfi Belfast- borgar. Jafnvel Bandaríkin hafa lítið fram að færa til þess að sefa áhyggjur þeirra sem eru að reyna að halda straumi þjóðern- ishyggjunnar í föstum farvegi, hvað þá að stöðva hann. Sú var tíðin að de Tocqueville (fransk- ur rithöfundur sem ferðaðist um Bandaríkin á 19. öld) lofaði þá umburðarlyndu stjórnarskrá Bandaríkjanna sem gæfi öllum þjóðarbrotum tækifæri til þess að „anda rólega" undir stjórn meirihlutans. En nú eru Banda- ríkjamenn að gera umburðar- lyndi sitt í þjóoernismálum að engu út af fíkniefnafaraldrinum, fordjarfa svo stefnu sína í innan- lands- og utanríkismálum að harla fáar Evrópuþjóðir geta mælt henni bót. Eftir að hafa barist í áratugi fyrir því að sjá „ameríska drauminn" rætast fyr- ir.sig, er svo komið fyrir svert- ingjum og hispanjólum úr Vest- ur-Indíum að þeim er smalað saman í afmörkuð borgarhverfi handa aðskotaþjóðum bak við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.