Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. janúar 1990 Tíminn 5 Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ segir fjölnota sýningarhús í Laugardal geta skilað þjóðarbúinu 3-400 milljónum í gjaldeyristekjur á ári: Sýningarhús kostar um hálfan milljarð Æfinga- og keppnisaðstaða fyrir frjálsar íþróttir og almennings- íþróttir. Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ segir að hægt sé að byggja Ijölnota sýningarhús í Laugardal l'yrir 470 milljónir króna. Slíkt hús muni draga að sér fjöldann allan af ferðamönnum, bæta verulega aðstöðu til vörusýninga, popptónleikahalds og til íþróttaiðkana bæði l'yrir almenn- ing og keppnisfólk. Sýningarhúsið verði fíjótt að borga sig upp, þar sem útreikningar Jóns sýna að gjaldeyristekjur af slíku húsi vegna komu erlendra sýningar- og ráðstefnugesta gætu verið á bilinu 3-400 milljónir á ári. Flestum mun vera ljóst að sýn- húsi sem uppfyllir öll skilyrði og ingarhúsið er forsenda þess að ísland og Handknattleikssamband- ið geti staðið við fyrirætlanir sínar um að vera gestgjafar A-heims- meistarakeppninnar í handknatt- leik árið 1995. Samkvæmt nýlegri reglugerð Alþjóða handknattleiks- sambandsins verður höllin sem úr- slitaleikirnir eru spilaðir í að rúma 7000 áhorfendur (ekki 8000 eins oftast hefur nefnt). Jón Hjaltalín segir af viðtölum sínum við erlenda sendiherra og aðila á sviði ferða- þjónustu að okkur setji veruleg niður á alþjóðavettvangi ef við munum ekki standa við gefin lof- orð og halda keppnina 1995. Flest öll umræða sem verið hefur um byggingu sýningahússins hefur gengið út á að húsið komi til með að kosta um einn milljarð króna. HSÍ hefur hinsvegar ávallt gert ráð fyrir hagkvæmu fjölnota sýningar- kostar um 470 milljónir króna, þar af eru opinber gjöld, eins og virðis- aukaskattur og aðflutningsgjöld um 90 milljónir króna. Er um að ræða nokkurskonar „vöruskála," með steyptu gólfi, lýsingu, loftræst- ingu ofl. Sjálfur skálinn kostar samkvæmt útreikningum verktaka 395 milljónir. Bekkir fyrir áhorf- endur kosta 40 til 50 milljónir og fer verðið eftir því hvort talað er um bólstruð sæti eða trébekki. Rúmar 20 milljónir reiknar Jón með að fari í ófyrirséð, þar sem eftir er að taka ákvarðanir um gólfefni og fleira. Útreikningar þeir er Jón hefur gert á mögulegum rekstrartekjum, hljóða upp á 85 milljónir. í þeim útreikningum gerir Jón ráð fyrir að íþróttafélög, skólar og fyrirtæki leigi hina átta íþróttavelli í samtals um 2000 klukkustundir á ári og í kassann komi rúm 31 milljón. Al- þjóðleg íþróttamót geti skilað 11 milljónum, popptónleikar 12 millj- ónum, vörusýningar um 20 milljón- um, ráðstefnur um 4 milljónum, stórsamkomur skili um 4 milljón- um og aðrar tekjur verði rúmar 3 milljónir. Samtals gera þetta um 85 milljónir. Á móti reiknar Jón Hjaltalín með að rekstrarkostnað- ur verði um 50 milljónir á ári. Stærstu liðirnir eru launakostnaður 10 manna, rafmagn, hiti, auka- kostnaður vegna sýninga, viðhald og endurbætur. Pá standa eftir 35 milljónir í árlegan rekstrarhagnað. Jón telur ávinning þjóðarbúsins geta verið mikinn af fjölnota sýn- ingarhúsi af þessari stærðargráðu. Enn er Jón bjartsýnn í útreikning- um. Hann áætlar að ferðamenn sem húsið og sú aðstaða sem hún býður upp á, verði um fimm þús- und á ári. Gjaldeyristekjur í tengsl- um við húsið verði 3-400 milljónir á ári vegna alþjóðlegra vörusýn- inga, ráðstefna og íþróttamótum. En hvað miðar málinu af hálfu hins opinbera? Jón Hjaltalín segir það skoðun sína að fyrir löngu hefði átt að vera búið að taka á þessu máli af hálfu hins opinbera. „HSÍ hefur fylgt þessu máli eftir og átt fund með ráðherrum og borgarstjóra Reykjavíkur. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra hefur verið jákvæður allan tímann og haft fullan skilning á þessu máli allt frá því sótt var um keppnina. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra hefur verið jákvæður en varkár. Við áttum í gær fund með Steingrími J. Sigfússyni samgöngu- ráðherra ogBirgi Þorgilssyni ferða- málastjóra og ráðherra leyst, að því er mér fannst, mjög vel á þessa hugmynd um fjölnota sýningarhús sem við lögðum fyrir hann." sagði Jón Hjaltalín formaður HSÍ í sam- tali við Tímann í gær. Rætt hefur verið við Davíð Oddsson borgarstjóra og voru svör hans til HSÍ þau að hann biði einungis eftir boði frá ríkisstjórn- inni um viðræður um málið. Komið mun hafa til tals að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu komi öll inn í myndina ásamt fyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu og að sama skapi muni þá hlutur ríkis minnka í fjárframlögum til sýningahallar- innar. Jón Hjaltalín áætlar að út- gjöld ríkisins gætu orðið um 30 milljónir á næstu fimm árin. Búast má við því að ákvörðun um framkvæmdir verði tekin á næstunni og þá ættu aðrir þættir þessa máls að skírast fljótlega. -ES Góð æfingaaðstaða fyrír margar íþróttagreinar samtimis í þrísldpt- um sal. Samkoma með 8.000 manns í sæti. dijpar Jóhannes Nordal, hagfræðingur og bakari í nýjustu útgáfu af bókinni „Who's Who", sem er æviskrá merkismanna alls staðar úr heimin- um, er sagt frá Jóhannesi Nordal Seðlabankastjóra. Jóhannes er kynntur sem, „Icelandic economist and baker", sem þýðir, íslenskur hagfræðingur og bakari. Jóhannes Nordal er m.a. kunnur fyrir setu í mörgum nefndum og stjórnum ýmissa fyrirtækja. Dropateljara er hius vegar ókunn- ugt um að hann hefði fengist við bakaraiðn sambliða öðrum störfum. Smyglarirm Halidór Asgrímsson Það eru fleiri merkismenn sem í erlendum rítum hafa getið sér orð fyrir hluti sem okkur íslendingum er ókunnugt um. í nýjust útgáfu af bókinni „Hvem Hvad Hvor" segir frá því að hæstaréttardómarinn Halldor Ásgrímsson hafi í embætt- is síns nafhi smyglað til landsins ríflega þúsund flöskum af áfengi. Eitthvað hefur þetta skolast til hjá Dönunum, þvi eins og landsmenn hafa margoft veríð minntir á var það Magnús Thoroddsen sem tók til sín rúmlega 1000 flöskur af áfengi. Það var hins vegar dóms- málaráðherra Halldór Ásgrímsson sem vék Magnúsi úr embætti. Brjósið Útsýnishúsið í Öskjuhlíðinni hefur að undanfömu gengið undii hinuin ýmsu nöfnum. Frægt er orðið nafnið „Perlan" sem Morg- unblaðið hefur gefið húsinu og er þessu nafni augljóslega beint gegn öðrum nöfnum s.s. „Auðkúlan" eða „Skopparakringlan". Þá kom Hallgrímur Helgason pistlahöf- undur á Rás 2 hjá RÚV með hugmynd að nafhinu „Askjan" og sagði húsið vera eins og öskju á hvolfi og taldi við hæfi slíkt nafn á húsi í Öskjuhlíð. Dropateljari hef- ur nú heyrt enn eina útgáfu af nafni en það er „Brjóstið". Einhverjum þykir húsið líkjast fallegu kon- ubrjósti, ekki síst eftir að hnúður- inn á toppi þess kom í Ijós, en hann lítur út eins og geirvarta á brjóst- inu. Kunnugt er hversu sólaríjóstið speglast af útsýishúsinu og kalla sömu menn þá birtu „brjóstbirtu". Skattman og Robin Það kom fram í ræðu Bjama P. Magnússonar á borgarstjórnar- fundi í fyrrakvöld að Davíð Odd- son hefur lagt á borgarbúa stór auknar skattaálögur undanfarin ár. Sagði Bjami að sjálfur Ólafur Ragnar Grímsson, kæmist rétt með tæmar þar sem Davíð hefur hælana í nýrrí skattheimtu. Nú leggur dropateljari til að úr því fundinn er slíkur skattadúett, þar sem annar gengur undir nafninu Skattman hljóti hinn að vera sá kunní aðstoð- armaður hans „the boy wonder" eða undrabamið Robin sem nú sé uppkominn og hafi tekið iæriföður sínum fram. Opel Vectra kynntur Um helgina verður Bflvangur með bflasýningu í húsakynnum sínum að Höfðabakka 9. Þar verðnr kynntur nýjasti bfllinn frá Opel, Opel Vectra. Þessi nýja gerð hetur vakið verðskuldaða athygli erlendis og er nú með söluhæstu bflum á Evrópumarkaði. Opel Vectra er finun manna fjölskyldubfll í hæsta gæðaflokki, rúmgóður og tæknilega mjög fullkominn. Bflasýningin verður opin laugardag og sunnudag mílli kl. 13 og 17. Tfmamynd Ami Bjama Eg heiti SISSA ] Ég er sauður — ég meína hrÚtUr ^^ Frumsýning á laugardag SjÁUMST 1DANSHÖLLINNIÁ IAUGfMGINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.