Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 20. janúar 1990 FRETTAYFIRLIT HAAG - Boris Jeltsin varað við því að blóðug bylting vofi yfir í Sovétríkjunum og að ástæðan sé sú að umbóta- stefna Gorbatsjofs hafi brugðist. Segir Jeltsin að eina von Gorbatsjofs sé að koma á hröðum róttækum efnahags- umbótum í Sovétríkjunum, tíminn sé að renna út. Jeltsin fullyrðir að róttækar breytingar verði einnig að gera á sambandi æðstu yfirvalda Sovétríkjanna og yfirvalda í sovétlýðveldunum eigi að koma í veg fyrir blóðbað og byltingu. Fyrsta skrefið sé aö afnema valdaeinokun komm- únistaflokksins, hún sé megin- orsök vandans. MOSKVA - Þrátt fyrir að nánast ríki borgarastyrjöld milli Azera og Armena og að Þjóð- fylking Azera hafi nú tögl og hagldir í Azerbajdzhan, þátelja fréttaskýrendur stöðu Gorba- tsjofs enn sterka og ekki hættu á byltingu gegn honum á næst- unni. Gorbatsjof hefur haft all- an stuðning stjórnarnefndar- innar í aðgerðunum í Kákas- uslýðveldunum, en hann hér í gær að koma á röð og reglu hvað sem tautar. SIDON - ísraelskar orrustu- þotur gerðu árás á tvær stöðv- ar Palestfnumanna í suður- hluta Líbanon. Útvarpsstöð sem studd hefur við bak upp- reisnar Palestínumanna á hernumdu svæðunum var eyðilögð í árásinni. Fjórirmenn létust og þrettán særðust á árásinni, þar ámeðal nokkur börn. Þá herma freqnir frá höfuðstöðvum PLO að lsraelar hafi handtekið rúmlega 200 Palestfnumenn á hernumdu svæðunum, þar af tvo áhrifa- mikla leiðtoga, Faisal Husseini og Radwan Abu Ayash. KHARTOUM - Starfs- menn hjálparstofnana segja að hungursneyð sé enn einu sinni að brjótast út í suðurhluta Súd- an vegna þess að herstjórnin f landinu hafi tafið fyrir flutningi matvæla á neyðarsvæðin. DAVAO - Tveir svissneskir starfsmenn Alþjóðadeildar Bauðakrossins voru drepnir í ,fyrirsát á eyjunni Mindanao á Filipseyjum. AUSTUR-BERLÍN Stjómvöld í Mongóliu eru að velta fyrir sér að leyfa fólki utan kommúnistaflokksins að bjóða sig fram til þingkosninga líktog nu tíðkast í Sovétríkjunum. WASHINGTON - Marion Barry borgarstjóri Washington var handtekinn á hóteli í fýrri- nótt af eiturlyfjalögreglunni og mun vera til myndbandsupp- taka þar sem borgarstjórinn blakki er að reykja krakk-kóka- ín. ÚTLÖND 1 Azera hefur náð völdum Þjóðfylking Azera segist hafa tögl og hagldir í Azerbajd- zhan og að kommúnistaflokkurinn ráði þar engu lengur. Azerbajdzhan eigi í stríði við Armeníu og að vopnaðar sveitir Azera haldi herliði innanríkisráðuneytis Sovétríkjanna í Azerbajdzhan jafnt sem sveitum sovéska hersins í skefjum. Þó hafi ekki hafi komið til beinna átaka þjóðernissinnaðra Azera og sovéska hersveita sem sendar voru til Azerbajdzhan og Armeníu til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld. „Við stjórnum ástandinu allstaðar sem þeir hóta að verja af fullri hörku í lýðveldinu. Varðstöðvar okkar eru virkar á öllum vegum___Allur þorri fólks fylgja skipunum Þjóðarfylking- arinnar," sagði Fuad Agayev tals- maður Þjóðfylkingarinnar, þjóðern- ishreyfingar Azera. Tugþúsundir Azera hafa umkringt höfuðstöðvar kommúnistaflokksins í Bakú, höfuðborgar Azerbajdzhan, þriðja daginn í röð og krefjast af- sagnar forystu kommúnistaflokksins í sovétlýðveldinu og að sovéska hersveitir verði tafalaust kallaðar frá Azerbajdzhan. Hersveitir þær sem sendar hafa verið til Azerbajdzhan hafa ekki enn náð að komast inn í miðborg Bakú þar sem herskáir Azerar myrtu fjölda Armena í ofsóknum sínum um síðustu helgi. Vopnaðar sveitir Azera hafa komið upp vegatálmum reyni sovéski herinn að komast í gegn. Þrátt fyrir að sovéskum her- sveitum og KGB liðum hafi verið gefin heimild tit að verja hendur sínar af fullri hörku, þá hafa þær ekki fengið skipun til að láta til skarar skríða gegn vopnuðum Azer- um við Bakú né Armenum í Nag- orno-Karabakh. Blóðugir bardagar urðu við arm- enska bæinn Jeratskh sem liggur rétt við landamærin að Azerbajdzhan. Um þrjúhundruð vel vopnaðir Azer- ar héldu yfir landamærin og réðust að bænum. Þá er ljóst að fjöldi slíkra vopnaðra sveita Azera eru reiðubún- ar að ráðast á armensk þorp á landamærunum. Sama er upp á ten- ingnum í Nagorno-Karabakh, en þar eru það vopnaðar sveitir Arm- ena sem undirbúa árásir á þorp Azera. Félagar í Þjóðrylkingu Azera kveikja í landamæragirðingunni að íran, þar sem fjöldi Azera búa. Þjóðarfylkingin segist nú hafa öll völd í Azerbajdzhan og eigi í stríði við Armeníu. Saga samskiptaArmenaog Azera blóði drifin „Það voru of margir drepnir til að mætti skrá þá, og of margir til að þessir miskunnarlausu fjendur gætu gleymt þeim," skrifaði sjónarvottur um bardaga niilli Armena og Azera í hafnarborginni Bakú við Kaspíahaf. Að undanförnu, eins og svo oft áður, hefur umheimurinn orðið vitni að blóðugum bardögum milli Azera og Armena í höfuðborg Azerbaijans þar sem fjöldi fólks hefur látið lífið, og hefur nú kveðið svo rammt að fjandskapnum milli þessara tveggja þjóðarbrota að 11,000 manna herlið hefur verið sent á vettvang til að kveða niður óeirðirnar. En lýsingin hér að ofan segir frá atburðum fyrir 85 árum þegar þúsundir manna féllu í tveggja vikna löngu ofbeldissvalli á logandi olíusvæðum. Aldagömul beiskja Sagan er að endurtaka sjálfa sig í suðurhluta Sovétríkjanna þar sem aldagömul beiskja, alin á kynþátta- og trúarlegum fjandskap, hefur enn einu sinni brotist út í blóðsúthelling- um milli Armena, sem að mestum hluta eru kristnir og Azera, en þeir eru múslímar. Hvað eftir annað - 1818, 1905, 1918, 1988 og nú 1990 - hafa þessir fornu fjendur gripið til ofbeldis til að Ieysa deilumál. En óendanlegur fjandskapur þeirra á milli hefur hindrað nokkurt samkomulag, jafn- vel hinn snjalli maður vandamála- lausnanna Míkhail Gorbatsjov er þar ráðalaus. Armeníu og Azerbaijan skipt milli stórríkja Hvorki Armenía né Azerbaijan, sem liggja hlið við hlið í Kákasus- fjöllum á suðurlandamærum Sovét- ríkjanna við Tyrkland og íran hefur átt sjálfstætt ríki til lengdar í nútíma- sögunni. Á 19. öld var fornum löndum beggja þessara þjóða skipt milli tveggja stórríkja. Armenar eru oft sagðír elsta kristna þjóð Evrópu en landi þeirra var skipt milli Rússlands og Tyrklands. Azerar hafa verið músl- ímar síðan á sjöundu öld. Þeirra landi var skipt milli Rússlands og írans. En innan landamæra, fyrst rúss- neska keisaradæmisins og síðar Sov- étríkjanna, héldu báðar þjóðirnar áfram að gera tilkall til margra sömu landsvæðanna. Bestþekkt af þessum umdeildu svæðum er Nagorno-Kar- abakh, svæði byggt Armenum innan Azerbaijan, en um það snýst núver- andi barátta. Azerar og Armenar hafa oft lifað í sama samfélaginu, einkum í höfuð- borg Azerbaijans, Bakú, eftir að hún varð mikilvæg olíuborg á alþjóðleg- an mælikvarða um aldamótin. En báðar þjóðirnar hafa alltaf gætt þess vandlega að halda sínum siðum út af fyrir sig og Iáta ekki hefðir andstæð- ingsins hafa minnstu áhrif þar á. f þessari löngu sambúðarsögu hef- ur hvað eftir annað brotist út ofbeldi þar sem hvor aðilinn kennir hinum um að hafa hrint því af stað. Nagorno-Karabakh hefur lengi verið þrætuepli „Það er á einskis manns færi að flokka eða skilgreina þann aragrúa af útgáfum á upphafinu á þessum fjöldamorðum," skrifaði J.D. Henry, blaðamaður um aldamótin en hann ritaði bók um blóðbaðið 1905 í Bakú. „Hiklaust fullyrði ég að enginn getur lagt fram kenningu sem almennt yrði viðurkennd sem sann- leikanum samkvæm. Bakú er gróðr- arstía taumlausra kenninga, rang- færslna og lyga," skrifaði hann. Hann tiltók m.a. annarra atriða óróa verkamanna og efnahagslega öfundsýki. Flestir óbreyttu verka- mennirnir í olíuvinnslunni voru Az- erar en í hópi hinna auðugu yfir- manna olíufélagsins voru margir Armenar. í tómarúminu eftir hrun rússneska keisasaradæmisins, 1918, fengubáð- ar þjóðirnar sjálfstæði um skeið og börðust um yfirráð í Nagorno- Kar- abakh, eftirsóknarverðu landbúnað- arhéraði í fjöllunum, u.þ.b. 4,400 ferkm að stærð, því sem næst miðja vegu milli Bakú og Jerevan, höfu- ðborgar Armeníu. Þetta sama landsvæði, þar sem eru gróskumiklar vínekrur og blómleg þorp hangandi utan í fjallshlíðum, var vettvangur blóðsúthellinga milli þjóðanna tveggja frá 1818 til 1820. Yfirvöld í Moskvu afhentu Azer- baijan Nagorno-Karabakh 1924 en enn er fullveldi héraðsins tilefni deilumála. Tveggja ára herferð armensku íbúanna, sem eru í meirihluta, fyrir því að sameinast Armeníu hefur hrint af stað átökum þar sem yfir 150 manns hafa látið lífið, skv. opinber- um tölum. En rétt eins og í átökun- um 1905 hafa opinberir embættis- menn líklega ekki haft tök á að kasta tölu á þá látnu. Báðirvelvopnaðir - vopnin frá sovéskum öryggissveitum Þar til síðustu bardagar hófust höfðu verstu fregnir af ofbeldi borist frá Sumgait, iðnaðarmiðstöð norður af Bakú, þar sem 32 manns, flestir Armenar, voru drepnir í febrúar 1988. En síðustu óeirðir í Bakú, sem brutust út eftir fjöldafund þjóðern- issinnaðra Azera sem snerist upp í ofsóknír á hendur Armenum, hafa krafist mun fleiri mannslífa. Þar hafa bæði Azerar og Armenar gripið til vopna, þyrla og brynvarinna bif- reiða, sem tekin hafa verið herskildi af sovéskum öryggissveitum og bar- ist er í fjöllunum umhverfis Nag- orno-Karabakh. Borgarastyrjöldin sem nú hefur brotist út kemur í kjölfar þess að yfirstjórn svæðisins hefur verið í höndum yfirvalda í Kreml í heilt ár. Síðast brutust út blóðugar óeirðir í desember sl. þegar Kremlverjar gerðu tilraun til að skila flestum stjórnartaumum í hendur Azerbaij- an. Hvorugur aðilinn var sáttur við þá lausn og gripið var til vopnanna sem báðir höfðu hamstrað mánuðum saman. Sendimenn yfirvalda l Moskvu í Stepanakert, höfuðborg Nagorno-Karabakh, urðu fyrir skothríð leyniskytta á leiðinni til borgarinnar. Hreyfing nýrrar Alþýðufylkingar kynti undir þjóðernisæsingi her- skárra Azera, sem brutu gegn vilja Moskvuverja með því að rífa niður landamæragirðingar, sem skildu þá frá Azerum, búsettum í íran. Nú hafa stjórnvöld Sovétríkjanna gripið til þess ráðs að lýsa yfir neyð- arástandi í Nagorno-Karabakh og á nærliggjandi svæðum. Neyðarást- andi hefur hins vegar ekki verið lýst yfir í Bakú, e.t.v. af ótta við að æsa enn meira upp þjóðerniskennd Az- era.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.