Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 10
18 Tíminn Laugardagur 20. janúar 1990 DAGBÓK Guðsþjónustur í Reykjavíkurpróf astsdæmi Árbæjarprestakall. Barnasamkoma kl. 11 árdegiis. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- leikari Jón Mýrdal. Fyrirbænastund mið- vikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Áskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Munið kirkjubílinn. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daníel Jónasson. Kaffisala kirkjukórsins að guðsþjónustu lokinni. Bænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Þorvaldur Björnsson. Sr. Pálmi Matthíasson. Digranesprestakall. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dúmkirkjan. Laugardag 20. jan.: Barna- samkoma kl. 10.30. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Sunnudag 21. jan.: Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson. Sam- kirkjuleg guðsþjónusta kl. 14. Hafliði Kristinsson, forstöðumaður Hvítasunnu- safnaðarins, prédikar. Ritníngarlestur annast: Ingibjörg Jónsdóttir frá Hjálp- ræðishernum, Jóna Bjarnadóttir frá Að- ventkirkjunni og sr. Jakob Rolland frá Kaþólsku kirkjunni. Dómkirkjuprestarn- ir þjóna fyrir altari. Dómkórinn synguT. Organleikari Marteinn Hunger Friðriks- son. EUiheimilið Grnnd. Messa kl. 14. Sr. Árelíus Níelsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Miðvikudag kl. 20: Guðsþjónusta með léttum söng sem Þorvaldur Halldórsson stjórnar. Sóknar- prestar. riivrvrvgg ¦ »*rtr Kópavogur - Þorrablót Hið landsfræga þorrablót framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldið í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 20. janúar og hefst kl. 20.00. Hátíðarræða: Jóhann Einvarðsson alþing- ismaður. Bæjarlistamaður Kópavogs, Sigurður Braga- son skemmtir með söng. Matinn frá Sveinbirni í Veislustöðinni þekkja allir og Lúdósextett og Stefán sjá um fjörið fram undir morgun. Miðapantanir: Einar í síma 43420 og 41590, Guðrún í síma 641512 og hjá formönnum félaganna. Tryggið ykkur miða tímanlega á þessa glæsi- legu skemmtun. Nefndin. Jóhann Einvar&sson Hll REYKJAVÍK Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 20. janúar kynnir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi, fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1990 á lértspjallsfundi í Nóatúni21 kl. 10.30. Fulltrúaráðið UM Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Eftirtalin vinningsnúmer komu upp í jólahappdrætti Framsóknar- flokksins: Fyrsti vinningur kom á miða nr. 7428, 2. vinn. nr. 4104, 3 vinn. nr. 2145, 4. vinn. nr. 5677, 5. vinn. nr. 3774, 6. vinn. nr. 1304, 7. vinn. nr. 6227. Vinninga skal vitja á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, Reykjavík, innan árs frá útdráttardegi. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða í síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn. Akranes - Opinn fundur Fundur um skipulagsmál í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut, miðvikudaginn 24. janúar kl. 20.30. Rætt verður um deiliskipulag Akratorgssvæðis. Frummælandi: Ingólfur Hrólfsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í skipulagsnefnd. AHir velkomnir. Framsóknarfétögin Akranesi Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Grafarvogsprestakall. Messuheimilið Félagsmiðstöðinni Fjörgyn við Folda- skóla. Barnamessa kl. 11. Sunnudags- póstur - söngvar. Aðstoðarfólk Guðrún, Valgerður og Hjörtur. Skólabíll fer frá Hamrahverfi kl. 10.45. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Fermingarbörn og for- eldrar þeirra hvött til þátttöku. Kirkjukór Grafarvogssóknar syngur. Organisti Sig- ríður Jónsdóttir. Sr. VigfúsÞór Arnason. Grensáskirkja. Barnasamkoma kl. 11. Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Messa með altarisgöngu kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnarson. Helgistund með öldruðum miðvikudag kl. 11. Biblíulestur og bænastund laugar- ' dag kl. 10. Prestarnir. HaUgrímskirkja. Laugardag: Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudag: Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Karl Sigur- björnsson. Kvöldmessa kl. 17. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkju í síma 10745 eða 621475. Þriðjudag 23. jan.: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudag 24. jan.: Opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja. Morgunmessa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðarnar fyrir og eftir barnaguðsþjónustuna. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. Hjallaprestakall. Messusalur Hjallasókn- ar í Digranesskóla. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvarðar- son. Kársnesprestakall. Guðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11. Kór Kársnesskólans syngur. Stjórnandi Þórunn Björnsdóttir. Sr. Arni Pálsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Þórhallur Heim- isson. Laugarneskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Fermingarbörn aðstoða. Foreldrar og forráðamenn ferm- ingarbarna hvattir til að koma. Kaffisopi í safnaðarheimilinu að guðsþjónustunni lokinni. Helgistund þriðjudagskvöld kl. 22. Kyrrðarstund í hádeginu fimmtudag. Orgelleikur, fyrirbænir, altarisganga. Soknarprestur. Neskirkja. Laugardag 20. jan.: Samveru- stund aldraðra kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Sunnudag 21. jan.: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón Sigríður Óla- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Munið kirkju- bílinn. Orgelleikur og kórstjórn Reynir Jónasson. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Seljakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sóknarprestur. Seltjarnameskirkja. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdótt- ir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Barnastarf á sama tíma. Umsjón Adda Steina, Sigríður og Hannes. Óháði söfnuðurinn. Barnamessa kl. 11. Hreyfisöngvar, sögur, föndur, léttar veit- ingar. Hver á afmæli? Biblíusögur og bænir. Safnaðarprestur. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir. Einar Eyjóífsson. Eyrarbakkakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Sóknarprestur. Stokkseyrarkirkja. Messa kl. 14. Sóknar- prestur. Fríkirkjan í Reykjavík Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðs- þjónusta kl. 14:00. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík er með félagsvist laugardaginn 20. janúarog hefst hún kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Verðlaun ogveitingar. Allirvelkomn- ir. Kvöldvaka félagsins „Ljóð og saga" Kvöldvökufélagið Ljóð og saga heldur kvöldvöku, sem hefst á félags-vist laugar- daginn 20. janúar kl. 20:30 í Skeifunni 17. Þorrablót „burtfluttra Saurbæinga" Þorrablót burtfluttra Saurbæinga verð- ur haldið í Breiðfirðingabúð laugardagin 20. janúar kl. 20:00. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun, sunnudaginn 21. janúar. Kl. 14:00 frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 er dansað. Árshátíð Snæfellingafélagsins Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík heldur árshátíð sína laugar- daginn 10. febrúar n.k. í Goðheimum, Sigtúni 3. JL Æ ..•if*ft Karlakórinn STEFNIR 50 ára Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að Karlakórinn Stefnir var stofnaður. Af því tilefni verður opið hús í Hlégarði í Mosfellsbæ sunnudaginn 21. janúar kl. 15:00-18:00. Þar verður boðið upp á kaffiveitingar og Stefnir og Sigrún Hjálm- týsdóttir óperusöngkona munu syngja nokkur lög. AUir eru velkomnir, einkum styrktarfélagar kórsins og gamlir söngfé- lagar. Stöngstjóri Stefnis er Lárus Svéinsson og Guðrún Guðmundsdóttir er undirleik- ari Fræðslufundur Fuglavemdarfélagsins: „Fuglar hafs og nætur" Fuglaverndarfélag íslands heldur fræðslufund mánudaginn 22. janúar kl. 20:30 í stofu 101 í Odda, húsi hugvísinda- deildar Háskólans. Þá munu þeir Erpur Snær Hansen og Jóhann Óli Hilmarsson svifta hulunni af hinum leyndardómsfullu fuglum hafs og nætur, sæsvölum og skrofu, er þeir hafa athugað undanfarin ár. Fyrirlesarar munu ræða um útbreiðslu, kjörlendi og ferðir fuglanna, segja frá sérkennilegum lífsháttum þeirra og leika hljóð þeirra af segulbandi, jafnframt því að sýna litskyggnur úr ferðum sínum á varpstöðvarnar. Kammertónleikar á Kjarvalsstððum Sunnud. 21. jan. kl. 20:30 verðahaldnir kammertónleikar á Kjarvalsstöðum. Flytjendur á þessum tónleikum eru: Snorri S. Birgisson, Óskar Ingólfsson, Þórhallur Birgisson, Kathleen Bearden, Helga Þórarinsdóttir ogNora Kornblueh. A efnisskránni eru tvö verk eftir Jo- hannes Brahms: Píanókvintett op. 34 í f-moll og klarinettukvintett op. 115 í h-moll. Nýhafnarklúbburinn starfar á ný Nýhafnarklúbburinn tekur aftur til starfa 5. febrúar nk. Þetta er annað árið sem hann starfar, en starfsemi klúbbsins byggist á fyrirlestrum um myndlist og verða fjórir fyrirlestrar á vorönn og fjórir á haustönn. 23. júlí verður svo Jóns- messuhátíð eins og sl. ár. Ætlunin er að fara í listskoðunarferð til Madrid í fylgd sérfróðra manna um miðjan marsmánuð. Sú ferð er á vegum ¦ ferðaskrifstofunnar Lands og Sögu í Bankastræri, sem veitir allar upplýsingar. Fjöldi þátttakenda í klúbbnum er tak- markaður og ganga meðlimir síðasta árs fyrir, en þeir sem hefðu áhuga á að bætast í hópinn geta látið skrá sig í listasalnum Nýliöfn, Hafnarstræri 18, sírni 12230, fyrir 1. febrúar. O.A.SAMTÖKINáísiandi (Overeaters Anonymous): Samtokfólkssemávið átvandamál að stríða. O.A. samtökin starfa í formi funda, þar sem fólk hittist og deilir reynslu sinni, styrk og vonum til að losna undan áþján ofáts. Um áramótin fluttust allir O.A. fundir, sem haldnir hafa verið í Þverholti 20, á nýjar slóðir. Mánudagsdeild flytur í Árbæjarkirkju. Þar verða fundir kl. 21:00 öll mánudags- kvöld. Miðvikudagsdeild flytur á Bar- ónsstíg 20, þar verða fundir kl. 21:00 á miðv.d.kvöldum. Byrjendafundir flytjast einnig á Bar- ónsstíg 20og verða nú á miðvikudags- kvöldum kl. 20:30. Sporadeild, sem haldið hefur fundi á laugardagsmorgnum kl. 11:00 flyst sömu- leiðis á Barónsstíg 20 og verður áfram á sama tíma. Aðrar deildir eru óbreyttar sem hér segir: I safnaðarheimili kaþólskra, Hávallag. 16, alia laugard. kl. 15:00. Í bókasafni Mýrarhúsaskóla Seltjarnarnesi alla föstud. kl. 21:00. í sarnaðarheimili Hrepphólakirkju alla miðvikudaga kl. 21:00. Á skrifstofu verkalýðsfélagsins á Hólmavfk, alla þriðjudaga kl. 21:00. í Glerárkirkju, Akureyri, alla mánud. kl. 20:30. f Snælandi við Argötu 12, Húsavfk, alla mánudaga kl. 20:00.1 félagsheimilinu Melsgili, Sauðárkróki, alla fimmtud. kl. 21:30. Þessir fundir eru öllum opnir sem löngun hafa til að hætta ofáti. Sunnudagsferð F.í. 21. jan.: Árstíðaferð i Heiðmórk Ferðafélag íslands fer í vetrarferð í Heiðmörk sunnud. 21. jan. kl. 13:00. Létt og skemmtileg ganga. M.a. farið að Hólmsborg og skógarreit Ferðafélagsins. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni aust- anmegin. Farmiðar við bíl (600 kr.) Frétt er fyrir börn með fullorðnum. Þorrablótsferð í Þórsmörk 2.-4. febrúar Þorrablót að þjóðlegum sið og kvöld- vaka á laugardagskvöld. Skipulagðar gönguferðir. Fararstjórar: Kristján M. Baldursson. Siðamaður: Árni Björnsson. Gist er í Skagfjörðsskála í Langadal. Pantið tímanlega. BÆKUR Óxecx: (bGauhh Ný teikni- myndasaga um Samma Iðunn hefur gefið út nýja teiknimyndasögu um Samma og Kobba vin hans, og nefnist hún Fröken Krútt fer á kreik. Hin dularfulla fröken Krútt hefur lagt undir sig alla sprúttsöluna í borginni með skipulögðum samtökum og bellibrögðum. Lögreglan leitar á náðir Samma og Kobba til að hafa hendur í hári hennar. En þá fyrst gerist málið verulega flókið. Allt um drauma Prenthúsið hefur tekið til útgáfu á islensku bókaflokkinn Líf sspeki Edgars Cayce sem gefinn hefur verið út erlendis í stórum upplögum. Dármðillinn Edgar Cayce er löngu orðinn kunnur hér á landi fyrir hæfileika sína og ómetanlega hjálp sem hann hefur veitt þúsundum manna. Edgar Cayce-stomunin í Bandaríkjunum gefur út þennan flokk bóka sem samdar eru á grundvelli þeirrar þekkingar sem Cayce lagði til. Bækumar eru ætlaðar almenningi til upplýsingar og til leiðsagnar við að uppgötva og stjórna dulrænum hæfileikum sem búa í öllum mönnum. Ritstjóri bókaflokksins er Charles Thomas Cayce.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.