Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. janúar 1990 Tíminn 7 LAUGARDAGURINN 20. JANUAR 1990 Sjálfstæðiskröfum mætt með vopnavaldi. lokaða múra eiturlyfjaglæpa og mannsmorða. í vikunni sem leið var því spáð í bandarískum blöðum samkvæmt skoðana- könnunum og að bestu manna yfirsýn að á næsta áratug yrði þjóðin vitni að því, að íbúar þessara lokuðu borgarhverfa, haldnir firringu og búnir vopnum, gerðu útrás úr her- kvínni. Það er til lítils að ætla að leita til Jeffersons og annarra landsfeðra um ráð til að klára sig af því máli. Herra Gorbatsjov getur brosað í kampinn." Að endurreisa Babelturninn Og enn heldur Simon Jenkins áfram ritgerð sinni: „Vel má vera að þjóðernishyggja sé „vit- leysishugmynd" frá Bernharði Russel. En hún hefur sitt afl fyrir því og sínar hættur. Víst felur hún í sér ógnir kynþátta- haturs, blóðhefndir og uppi- vöðslusemi innan vissra lands- hluta. Svona hughrif eru að brjótast út í Austur-Þýskalandi. Þjóðflutningar fólks í leit að atvinnu munu auka á þessar kenndir. Þegar landamærin þurrkast út gæti urmull af „minnihlutahópum" streymt vestur á bóginn í leit að vinnu og viðurværi, rétt eins og var á níunda og tíunda áratug fyrri aldar. Brátt gæti komið að því að milljónir fátækra útlendinga færu að ögra velmegandi verka- fólki á Vesturlöndum svo að lífskjörum þess væri ógnað. Ég held að nýtt járntjald eigi eftir að falla, e.t.v. austar en það sem nú er, og verði kænlega dulbúið sem „innfly t j endaeftirlit". Sovétkommúnisminn bjó sér til stjórnkerfi úr skrifstofubákni Rússakeisara og embættisveldi austurrík-ungverska keisara- dæmisins. Þetta sovéska stjórn- kerfi hafði það sér til „ágætis" að halda niðri þjóðernishyggju. Bandaríska stjórnkerfið, sem augljóslega er valkostur til við- miðunar, átti ekki í sömu úti- stöðum af landfræðilegum ástæðum, en það sem það var - við Indíána - voru aðferðirnar svakalegar." Simon Jenkins heldur áfram að senda skot í allar áttir um skammsýni stjórnmálakenninga og pólitískra foringja af ýmsu tagi að því er varðar skilning á þjóðerniskennd minnihluta- hópa. Hitler flaskaði á þessu, af því að hann var sjálfur uppfullur af stórþýskum þjóðrembingi, og nú standa valdamenn Sovétríkj- anna frammi fyrir því að þurfa að gerbreyta stefnu sinni í þjóð- ernismálum, taka tillit til hinna fjölþættu menningar- og mál- svæða í Ráðstjórnarríkjunum. Marxistar og Lenínistar verða að gjöra svo vel að „endurreisa Babelturninn", eins og Simon Jenkins orðar það. „Ég þori að veðja um það," heldur greinarhöfundur áfram, „að á næsta áratug stöndum við Vesturlandamenn frammi fyrir samskonar áreitni og ásókn. Ýmsar þjóðir sem eiga yfir höfði sér að festast í feninu vegna nýrra þjóðflutninga, ásóknar er- lendra tungumála og vegna formengaðra stórborga, - þessar þjóðir munu krefjast lagaréttar sér til handa og berjast fyrir málstað sinn. Ný þjóðernis- stefna smáþjóðanna mun koma fram. Úr því að íslendingar halda sínum sjálfstæðismálum fast fram, hví skyldu þá ekki Skotar gera það? Úr því að Möltumenn vilja vera sjálfstæð- ir, hví þá ekki Galisíubúar, Moldavar, Austur-Prússar eða Bæheimsbúar?" Simon Jenkins segir í fram- haldi af þessu, að brátt verði farið að grafa upp úr ritverkum löngu liðinna hugsuða rökstuðn- ing fyrir því að smáþjóðir og þjóðabrot verði að fá uppfyll- ingu vona sinna um að geta haldið þjóðareinkennum sínum í heimi sem sífellt er að dragast saman. Með þessu bendir Jenk- ins á að þjóðernisstefna er göm- ul og á sér djúpar rætur í vitund smáþjóðanna. Hins vegar hefur hún ekki alltaf fengið að njóta sín. Skrifum sínum lýkur greinar- höfundur Sunday Times með þessum orðum: „En nú skulum við viðurkenna með stjórnskip- un og að lögum að allar þjóðir æskja þess að geta treyst þau bönd sem tengja þær sögu sinni, menningu og tungu, lönd sín vilja þær eiga óskert. Þessar óskir birtast í þjóðernisstefn- unni, hún er pólitísk tjáning þessara vona. I heila öld hafa valdhafar í austri og vestri af- neitað þessari stefnu með pólit- ísku þrasi, manndrápum, ósann- indum og fjáraustri úr ríkissjóð- um. Ég vona að slíkt endurtaki sig ekki." Heimska tæknikrata Þannig lýkur þessari endur- sögn á grein Simon Jenkins í breska blaðinu Sunday Times. Greinin ber með sér að höf- undurinn er að vísu stórþjóðar- maður og alls enginn „þjóðern- issinni", en hann er víðsýnn og vel lesinn menntamaður og á allt öðru þroskastigi en þessir þröng- sýnu postular gervialþjóða- hyggju tæknikrata og nýkapital- ista, sem ráðið hafa stefnumótun í alþjóðasamvinnu svo einhliða og af svo miklu þekkingarleysi á þjóðrækniskennd og sjálfsvirð- ingu smáþjóða, að varla er ein- leikið. Jafnvel á íslandi má heita að umræður um alþjóðamál hafi verið undirlagðar af heimsku þeirra sem hafa allt sitt vit úr hagfræðibókum alþjóðlegra auohringa og skýrslum fram- kvæmdastjórnar Évrópubanda- lagsins. Ræður af líkum hversu uppbyggilegur sá lestur er. Þeg- ar svo þar við bætist að fjöl- miðlaheimurinn, þ. á m. Ríkis- útvarpið íslenska sinnir naumast öðru en pólitískum viðhorfum auðugra stórþjóða og heims- veldisdraumum þeirra, þá er varla von á góðu og ekki við því að búast að rúm sé fyrir almenn- an skilning á þeim skoðunum sem umræddur dálkahöfundur Sunday Times vekur máls á og við Tímamenn viljum halda fram. En í vissu þess að enn sé nokkur hljómgrunnur hér á landi fyrir efasemdir um ágæti hinnar nýju kapitalísku alþjóða- hyggju tæknikratanna, og af því að við Tímamenn viljum vara við því, að öllu sé fórnandi fyrir hana, jafnvel fullveldi Iandsins og sjálfstæði þjóðarinnar, þá er það ómaksins vert að kynna fyrir lesendum viðhorf bresks fréttaskýranda sem dregur dár aðstjórnmáiamönnum, dauðum og lifandi, fyrir þekkingarleysi á pólitískum krafti þjóðræknis- og þjóðerniskenndar og þeim stjórnmálaafglöpum sem það hefur í för með sér að þrengja að frelsi smáþjóða, beita þær jafn- vel menningarkúgun, sem öll stórveldi hafa gert sig sek um, svo lengi sem sögur greina. Reyndar jaðrar við að telja megi það til fastra einkenna heims- velda og ríkjabandalaga að þau bæta menningarkúgun ofan á pólitíska undirokun. Sovétríki stalínismans eru ekki ein um það. Hins vegar rifjast þetta undirokunareðli heimsveldanna og ríkjabandalaganna upp við þá atburði sem nú eru að gerast í Sovétríkjunum í kjölfar „lýð- ræðisstefnu" Gorbatsjovs, sem hann hugsaði sér sem almenna mannréttindastefnu í óbreyttu ríkjasambandi, en er nú að snú- ast í þjóðfrelsisbaráttu og and- stöðu gegn miðstjórnarvaldi Sovétríkjanna eins og gerst má sjá af þróun í Eystrasaltsríkjun- um, eða baráttu þjóðarbrota og minnihlutahópa eins og er í Aserbædsjan og reyndar víðar. ísland og Litháen Nú hlýtur sú spurning að vakna og ætti að vera íslending- um sérstakt umhugsunarefni, hvort ekki sé hægt að draga ákveðnar ályktanir af þjóðfrels- isbaráttu Eystrasaltsþjóðanna í þá átt að sjálfstæðri og fullvalda smáþjóð sé það lítið gæfuefni að verða fylki („ríki") í einhverjum bandaríkium eða á einhvern hátt bundin yfirþjóðlegu valdi í öðrum ríkjasamtökum. Slíka spurningu er ekki hægt að af- greiða með því að segja að staða Eystrasaltsþjóðanna sé ósam- bærileg við allt sem gerst hefur í vestrænum lýðræðisheimi. Formlegur munur á stjórnskipu- lagi Sovétríkjanna, þ.e. ríkja- bandalags Rússaveldis, og ann- arra ríkjabandalaga er ekki merkjanlegur. Öll ríkjabanda- lög lúta yfirþjóðlegu valdi, alrík- isvaldi. Þótt skylt sé að gera greinarmun á mannréttinda- ástandi í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, þá er enginn reginmunur á stöðu einstakra „ríkja" eða „lýðvelda" gagnvart alríkinu. Slík „ríki,, eða „lýð- veldi" eru hvorki sjálfstæð né fullvalda, hafa aðeins afmark- aða sjálfsstjórn inn á við, eru ófullveðja í utanríkismálum og eiga undir högg að sækja hjá alríkinu. Það er því meiriháttar hræsni, þegar sumir menn þykjast vera að fagna frelsisbaráttu Litháa, en boða á sama tíma nauðsyn þess að íslendingar afsali sér fullveldi og sjálfstæði til þess að búa í haginn fyrir framtíð sína. Áhrifamenn um skoðanamynd- un í landinu og stefnumótun í stjórnmálum ættu að láta af hræsninni í þessum efnum, en draga í þess stað réttar ályktanir af því sem er að gerast og gæti gerst, ef gáleysislega er farið með íslensk þjóðréttindi, sjálf- stæði og fullveldi landsins. Dag- ar sjálfstæðisbaráttu smáþjóð- anna eru ekki taldir. Því trúir enginn íslendingur nema hann sé heimskur tæknikrati og ný- kapitalisti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.