Tíminn - 20.01.1990, Síða 8

Tíminn - 20.01.1990, Síða 8
8 Tímirm Laugardagur 20. janúar 1990 FERÐAMÁLARÁÐSTEFNA 1990 Ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs íslands verður haldin á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum dagana 16. og 17. febrúar n.k. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar. Þátttaka tilkynnist til Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, hótelstjóra, Hótel Valaskjálf, sími (97) 11500, fyrir 10. febrúar. Feróamálaráð íslands Selfoss miðbær - Hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Bæjarstjórn Selfosskaupstaðar hefur ákveðið í samráði við skipulagsstjórn ríkisins að efna til samkeppni um deiliskipulag miðbæjar á Selfossi. Um framkvæmd samkeppninnar fer eftir sam- keppnisreglum Arkitektafélags íslands. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um uppbyggingu heilsteyptari miðbæjarkjarna sem þjónar ekki aðeins Selfossi heldur öllum byggðasvæðum í Árnessýslu og um leið að skapa aðlaðandi umhverfi. Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar pg erlendir ríkisborgarar með fasta búsetu á íslandi. Trúnaðarmaður dómnefndar afhendir samkeppn- isgögn frá kl. 13.00 mánudaginn 22. janúar, gegn skilatryggingu að upphæð kr. 2.000,-. Skilatrygg- ing verður ekki endurgreidd eftir skiladag. Frestur til að skila tillögum er til 11. apríl 1990. Heildarupphæð verðlauna verður kr. 1.500.000,- og verða 1. verðlaun ekki lægri en kr. 800.000,-. Trúnaðarmaður dómnefndar er: Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunni Hallveigarstíg 1, 121 Reykjavík Pósthólf 1191 DAGVI8T BAKNA Forstöðumaður óskast Dagvist barna auglýsir stöðu forstöðumanns við dagheimilið Fálkaborg lausa til umsóknar. Staðan veitist frá 1. mrs. Umsóknarfrestur er til 31. janúar. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur í sima 27277. Jörð til sölu Tilboð óskast í jörðina Hvassafell í Eyjafirði. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Áhöfn og vélar geta fylgt. Upplýsingar gefur Einar Benediktsson í síma 96-26077 eftir kl. 19. Lögmannsstofa Hef opnað lögmannsstofu að Laugavegi 18A 5. hæð, sími 91 -11003. Símatími frá kl. 11 til 15. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. Matthías Eggertsson: Gunnar Bjarnason, Hólar í Hjaltadal og útvarpsráð Seint á nýliðnu ári greindu sum dagblaðanna frá því að nokkrir starfsmenn Búnaðarfélags íslands hefðu sent útvarpsráði fyrirspurn vegna viðtals við Gunnar Bjarnason í þættinum „Fólkið í landinu“ í Sjónvarpinu 18. nóvember sl. Fram kom í þessum fréttum að útvarpsráð hefði ekkert talið athugavert við þáttinn og umsagnir einstakra útvarps- ráðsmanna voru á þá leið að þarna hefði einstaklingur einungis sagt skoðanir sínar sem honum væri frjálst að gera. Ég var einn af þeim sem beindi áðurnefndri fyrirspurn til útvarp- sráðs. Ég taldi og tel að Sjónvarp- inu hafi ekki verið sæmandi að birta ýmislegt sem fram kom í þessum þætti. Persónulega fundust mér lágkúruleg ummæli Gunnars Bjarnasonar um skólastjóraferil hans við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Það skal útskýrt nánar. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra skipaði Gunnar Bjarna- son skólastjóra á Hólum vorið 1961. Hann tók þar við starfi af Kristjáni Karlssyni sem verið hafði skólastjóri frá 1935 og notið virð- ingar og vinsælda í starfi, auk þess sem hann naut mikils trausts Skag- fírðinga sem kusu hann til setu á Búnaðarþingi um áratuga skeið. Þá var hann lengi formaður Búnað- arsambands Skagfirðinga. Ég var nemandi við Hólaskóla veturinn 1957-1958 og kynntist þá Kristjáni vel og naut vináttu hans og heimilis hans upp frá því. Fljótlega eftir að Gunnar Bjarnason tók við skólastjórn á Hólum kom í ljós að honum lét hvorki að stjórna né fara með fjármuni. Það verkefni sem hann tók við óx honum í augum og í stað þess að ganga skipulega að verki fór stjórn hans á skólanum í handa- skolum. Má þar nefna að verulegur hluti nemenda sagði sig úr skóla á miðjum vetri það eina ár sem hann var skólastjóri. Þegar kom fram á vorið 1962 og Ingólfur Jónsson ráðherra hafði sannfærst um að Gunnar réð ekki við starfið bauð hann honum að segja upp eða verða ella vikið úr starfi. Sagði Gunnar þá upp. Að sjálfsögðu átti hann þá þann kost að láta víkja sér úr starfi, fara í mál og freista þess að fá sér dæntdar miskabætur en það gerði hann ekki. Eftirleikur skólastjóra- ferils Gunnars Bjamasonar Þegar hér var komið var það von allra velviljaðra manna að þetta millispil í lífi Gunnars Bjarnasonar mætti fyrnast og gleymast sem mest og hann mætti snúa aftur til þeirra starfa þar sem hæfileikar hans nytu sín, svo sem að kynna íslenska hestinn erlendis og ýmis- iegt fleira. Hólavera Gunnars yrði eins konar feilnóta í fimmtu sinfón- íu lífs hans sem liði hjá eins og aðrar feilnótur og athyglin fengi að beinast að því jákvæða í hæfileik- um hans og störfum. Þannig fékk það ekki að fara. Gunnar kaus að halda skipbroti sínu á Hólum sem mest á lofti og reyna að hefja sjálfan sig til vegs með því að vanvirða forvera sinn í starfi, Kristján Karlsson. Þetta gerði hann með því að mála með sem dekkstum litum ástand Hóla- staðar þegar hann tók við honum og kenna þar forvera sínum um. Víst var ástandi Hólastaðar ábóta- vant þegar Gunnar Bjarnason tók þar við en þar var um fleirþættar ástæður að ræða þar sem þáttur fjárveitingavaldsins var ótvíræður. Kristján Karlsson var auk þess þeirrar gerðar að eyða ekki meira en hann aflaði. Á flestum tímum íslandsbyggðar hefur það verið talið mönnum til lofs en í viðleitni Gunnars Bjarnasonar við að rétt- læta sjálfan sig varð það Kristjáni eingöngu til lasts og fordæmingar. Nú er liðinn meira en aldarfjórð- ungur síðan þessir atburðir gerðust. Allan þennan tíma hefur Gunnar Bjarnason hamrað á því í ræðu og riti að hann hafi verið rekinn frá Hólum af þvf að hann átti þar slæman forvera. Hann hefur gefið út bók, Líkaböng hringir, og við hann hafa verið tekin viðtöl og um hann hafa verið skrifaðar greinar þar sem þessum sjónarmiðum hefur verið haldið fram. Allir sem þekkja til mála vita að þessi málflutningur Gunnars og áhangenda hans er rangur. Slíkt liggur reyndar í augum uppi. Það stenst enga heilbrigða skynsemi að opinberum starfsmanni sé vikið úr starfi fyrir það að eiga sér slærnan forvera. Lengi hafa menn vonast til að þessu færi að linna. Menn hafa í lengstu lög reynt að leiða hjá sér að svara þessu og hafa sagt sem svo að Líkaböng þurfi menn ekki að lesa frekar en þeir vilja og viðtöl í DV vegi ekki þungt. Hins vegar svaraði ég grein sem Anders Hansen, þá blaðamaður við Morg- unblaðið, skrifaði í blaðið 24. febrúar 1982. Svar mitt birtist í Mbl. 5. mars sama ár. Ábyrgð Sjónvarpsins Þegar Gunnar hins vegar nú, 27 árum eftir að skólastjóraferli hans lauk á Hólum, gafst kostur í Sjón- varpinu að réttlæta skipbrot sitt á Hólum með því að vanvirða for- vera sinn, fannst mér og fleirum mælirinn fullur. Þar við bættust allar aðrar hnútur sem hann sendi í umræddu viðtali, þar sem þeir sem hnúturnar fengu gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þetta gerðist í þeim fjölmiðli sem mests álits nýtur fyrir traustan fréttaflutning, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun, og ég tel að það traust eigi við um aðra dagskrár- gerð sem á vegum hans er unnin. Með því að veita rúm fyrir áðurnefndan málflutning er Sjón- varpið að gefa honum þá upp- áskrift að hér sé rétt með farið, þ.e. að sú söguskoðun sé rétt að slæm frammistaða Kristjáns Karls- sonar á Hólum í starfi sé hin eina sanna ástæða þess að Gunnari Bjarnasyni hafi verið vikið úr skólastjórastarfi. Eða kærir Sjón- varpið sig kollótt um það hvort þar er hallað réttu máli? Þetta var m.a. það sem við, sem skrifuðum útvarpsráði, vildum að ráðið legði mat á út frá starfsregl- um sínum, skrifuðum eða óskrifuð- um. Útvarpsráð getur ekki komið á eftir og sagt að það hafi ekki skilið þetta svo, það leitaði einung- is til gagnaðilans, stjórnanda þátt- arins, og bað hann um álit. Þessi málsmeðferð olli mér von- brigðum. Ríkisútvarpið, sjónvarp og útvarp, er kostað að verulegu leyti þannig að hverju heimili á landinu er með valdboði gert að greiða mánaðarlegan skatt til þess, án þess að komið verði við nokk- urri mælingu á því hvernig fólk nýtir þjónustu þess; mikið, lítið eðaekki. Stofnunsemerfjármögn- uð að verulegu leyti með þessum hætti þarf að gæta fóta sinna og troða ekki á saklausu fólki, að- standendum þess og vinum. Um rekstur hennar þarf að ríkja sæmi- leg sátt. Um það sem fram kom í viðtali við Gunnar Bjarnason í þættinum „Fólkið í landinu" hinn 18. nóvember sl. getur ekki orðið sátt. Til þess vita of margir sann- leikann um Hólamál Gunnars Bjarnasonar. Athugasemd frá Búvörudeild SÍS í tilefni af grein Hjartar E. Þórar- inssonar í Tímanum 12. desember 1989, þar sem hann gerir athuga- semd vegna viðtals við Gunnar Bjarnason, vill Búvörudeild Sam- bandsins að eftirfarandi komi fram: Um árabil annaðist Búvörudeild Sambandsins kynningu og útflutning reiðhrossa í náinni samvinnu við Gunnar Bjarnason ráðunaut. Sam- starfið var í því fólgið að Gunnar annaðist margskonar leiðbeiningar um útflutninginrr; annaðist kynning- arstarfsemi erlendis og kom á fram- færi upplýsingagreinum um íslenska hestinn í erlend tímarit og mætti sem fulltrúi íslands á fjölmarga fundi og hestamannamót erlendis. Eins og fram kemur í bókun Búnaðarfélags íslands, dags. 13. maí 1965, skulu útflytjendur hrossa greiða Gunnari Bjarnasyni ferða- kostnað hans og annan kostnað í sambandi við aðstoð hans við út- flutninginn, enda starfi hann að þessum málum í samráði við útflytj- endur. Gunnar hefur gefið út ættbókar- vottorð sem fylgja hverjum útflutt- um reiðhesti og var gjaldtakan síð- ustu árin 50 þýsk mörk fyrir hvert vottorð og skyldi upphæðinni varið til að kosta útgáfustarf og kynningu erlendis. Á þessu tímabili var mun meira kostað til í kynningar en tókst að afla með nefndri gjaldtöku. Búvöru- deild Sambandsins lagði verulegar upphæðir til viðbótar í kynningar og greiddi það sem á vantaði í kynning- arferðum Gunnars Bjarnasonar ásamt því að kosta fjölmarga aðila sem kynntu íslenska hesta erlendis sem fulltrúar deildarinnar. Á þess- um árum var unnið brautryðjenda- starf í kynningu á íslenskum reið- hestum sem nú eru orðnir vel þekktir og eftirsóttir og fluttir út til fjöi- margra staða í Evrópu og Ameríku. Jafnframt er ástæða að geta þess, að Landbúnaðarráðuneytið hefur ávallt stutt og styrkt þessa starfsemi. 10. janúar 1990, Jóhann Steinsson, forstöðum. útflutnings Slys gera ekki boð á undan sér! ss5 yUMFERÐAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.