Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 23. janúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT • SÞ - Sameinuð þjóðirnar hafa boðist til að taka tímabundið viö stjórn Kambódíu á meðan þjóðin velur sér eigin stjórn eða að samsteypustjórn stríð- andi fylkinga verði komið á fót. WASHINGTON - Marion Barry borgarstjóri Washington sem handtekinn var í síðustu viku eftir að eiturlyfjalögreglan hafði náð myndbandsupptöku af honum þar sem hann sam- rekkti fyrirsætu og reikti'.krakk- kókaíns á eftir, fór í sérstaka meðferð til að losna við eitur- lyfjaf íknina. BÚKAREST - Leiðtogar Þjóðfrelsisfylkingar Rúmeníu eru að velta fyrir sér þann möguleika að breyta hreyfing- unni í sérstakan stjórnmála- flokk sem myndi taka þátt í kosningunum sem fram fara í vor. Hingað til hafa liðsmenn fylkingarinnar sagst einungis ætla að starfa til bráðabirgöa. Ef af þessum hugrenningum leiðtoganna verður þá getur það sett strik í reikning þeirra stjórnmálasamtaka sem stofn- uð hafa verið að undanförnu. SOFIA - Stjórnarandstaðan í Búlgaríu settist að nýju niður með ríkisstjórn kommúnista til að ræða framtíð landsins og hvernig haga skuli hinum frjálsu kosningum sem fram eiga að far í maímánuði. Vika er liðin frá því viðræðurnar stöðvuðust vegna þess að stjórnarandstaðan fékk ekki húsnæði undir starfsemi sína. BONN - Helmut Haussmann efnahagsmálaráðherra Vest- ur-Þýskaland segir að sósíal- isminn sé dauður sem efna- hagsstefna og að tilraunir Austur-Þjóðverja til að reyna að endurbæta sósíalismann þar eystra séu eins vonlausar og tilraunir til að blása nýju lífi í lík. Þetta sagði Haussmann rétt áður en Vestur-Þjóðverjar og Austur-Þjóðverjar hófu við- ræður um efnahagsaðstoð Vestur-Þýskalands við Austur- Þýskaland. Ekki eru allir þó á sama máli og Haussmann. Otlönd ijji Blóðbaö í Bakú um helgina er sovéskir hermenn tóku miðborgina herskyldi eftir bardaga við vopnaða þjóðernissinnaða Azera: Þing Azerbajdzhan hótar úrsögn úr Sovétríkjunum Blóðbað varð í Bakú höfuðstað Azerbajdzhan á laugardaginn þeg- ar sovéskar hersveitir brutu á bak aftur mótstöðu vopnaðra sveita þjóðernissinnaðra Azera sem höfðu borgina á sínu valdi. Þing Azerbajdzhan krafðist þess í gær að sovéska herliðið yrði þegar kallað á brott frá sovétlýðveldinu og hótaði úrsögn úr Sovétríkjunum ella. Nú þegarhefurhéraðsstjórnin í sjálfstjórnarhéraðinu Nakítsjev- an sagt skilið við Sovétríkin og heitið á Sameinuðu þjóðirnar, Tyrki og írana að tryggja sjálfstæði sitt. Þrettán hundruð þúsund Azerar fylgdu 60 Azerum sem féllu fyrir kúlum sovéska hersins til grafar í gær þrátt fyrir að útgöngubann gilti. Samkvæmt opinberum tölum féllu 83 manns í Bakú um helgina. Eftir að hinir föllnu Azerar höfðu verið lagðir í fjöldagröf hélt mann- fjöldinn til miðborgar Bakú þar sem hann krafðist brottfarar sov- éska hersins og úrsögn úr Sovét- ríkjunum auk sem líkneski af Len- ín voru eyðilögð. Þjóðfylking Azera sem fyrir helgi sagðist hafa tögl og hagldir í Azerbajdzhan staðhæfir að mun fleiri hafi fallið í átökunum þegar sovéskir skriðdrekar óku gegnum vegatálma vopnaðra sveita Azera og sovéskir hermenn svöruðu skothríð herskárra Azera af fullri hörku. Segja talsmenn Þjóðfylk- ingarinnar að minnsta kosti fimm- hundruð manns hafi fallið, jafnvel þúsund. Þúsundir Azera sem áður voru í kommúnistaflokknum hefur brennt flokkskírteini sín á götum úti undanfarna daga og mátti sjá marga votta andúð sína á aðgerð- um stjórnvalda í Mosvkvu á þenn- an máta við jarðarförina í Bakú í gær. Skærur urðu annars staðar í Azerbajdzhan, í Nakítsjevan og í Armeníu unt helgina, en þó virðist sem sovéski herinn hafi náð að halda herskáum Azerum og Arm- enum nokkuð niðri. Hins vegar hvarflar ekki að neinum að átökum Azera og Armena sé lokið, enda hatrið aukist dag frá degi. Opinber- lega hafa nú 180 manns failið í átökum þessara kynþátta síðastlið- in tvö ár. Sovéskir herflokkar hafa nú al- gerlega lokað landamærunum að Iran, en í sovéskum blöðum hefur verið fullyrt að Azerar í íran hafi sent mikið magn vopna og skotfæra 1300 þúsund Azerar fylgdu fórnarlömbum sovéska hersins í Bakú til grafar í gær og eyðulögðu síðan líkneski af Lenín. til Þjóðfylkingar Azera í Azer- bajdzhan. Azerar eru af trúflokki Shítamúslíma eins og flestir íranar. Nýtur Þjóðfylking Azera í Azer- bajdzhan mikillar samúðar í íran, enda telja margir Shítar að Azerar eigi í heilögu stríði við hina kristnu Armena, sem eru réttdræpir heið- ingjar í augum Shítamúslíma. Hassan konungur Marokkó á leiöogafundi Maghreb-bandalagsins: Maghreb verði gert að stórveldi Araba Hassan konungur Marokkó lagði það til í opnunarræðu sinna á leið- togafundi Maghreb bandalagsins í gær að aðildarríkin fimm, Marokkó, Alsír, Líbýa, Márítanía og Túnis, myndi nýtt stórt bandlagsríki. - Markmið okkar er að gera hið arabíska Maghreb að einu ríki, með sama vegabréf, ... sama ríkisfang og sömu mynt, sagði Hassan. Ríkin fimm komu Maghreb bandalaginu á fót í febrúarmánuði síðastliðnum og var markmiðið að mynda mótvægi við Evrópubanda- lagið, en ríkin eiga mikil samskipti við aðildarríki EB hinum megin við Miðjarðarhafið. Á leiðtogafundin- um sem hófst í gær, eftir að hafa verið frestað í tvígang, á að ganga endanlega frá stofnsamningi Ma- hgreb svo hægt verði að hefja sam- hæfingu á efnahagssviði aðildarríkj- anna. Zine al-Abidine Ben Ali forseti Túnis, sem tók við formannsembætti Mahgreb bandalagsins af Hassan konungi, sagði að bandalagið ætti á næstunni að mynda sameiginlegan heimamarkað, svipaðan og heima- markaður Evrópubandalagsins mun verða eftir árið 1992. - Við verðum... að skapa Ma- hgreb án landamæra, þar sem fólk getur ferðast og tekið sér bólfestu hvar sem er á svæðinu, sagði Ben Ali eftir að hafa tekið við formannssæt- inu af Hassan við hátíðlega athöfn í Chartege höllinni í Túnis. Auk þessara leiðtoga taka þeir Muammar Gaddafi leiðtogi Líbýu og Chadli Benjedid forseti Alsír þátt í fundinum. Utanríkisráðherra Már- ítaníu tekur þátt leiðtogafundinum fyrir hönd Maaouiya Ould Sid'Ahmed Taya forseta landsins, en hann missti eiginkonu sína í síðustu viku. Júgóslavía: Einokun lokið Kommúnistaflokkur Júgó- slavíu hefur numið úr gildi þá klásúlu er tryggir flokknum ein- ræðisvöld í ríkjasambandinu og hyggst leyfa fjölflokkakerfi í Júgóslavíu. Því er 45 ára ófé- fengdu valdaforræði kommún- istaflokksins lokið. - Kommúnistabandalagið af- nemur það stjómarskrárákvæði sem kveður á um forræði flokks- ins í þjóðfélaginu, sagði Momie Mulatovic, formaður laganefndar kommúnistaflokksins og leiðtogi kommúnistaflokksins í Monten- egro sem er eitt lýðveldið í ríkja- sambandinu Júgóslavíu. - Flokkurinn beinir því til júgó- slavneska þingsins að það sam- þykki lög um fjölhyggju í stjórn- máium og fjölflokkakerfi, sagði Mulatovic. Aðeins 28 fulltrúar af þeim 1654 sem sæti eiga á sérstöku þingi kommúnistaflokksins greiddi atkvæði gegn tillögum þessa efnis. Á fjórða tug manna falia um helgina: Heilagt stríð í Kasmír Austur-Þýskaland: Öfgafullir múslímar í Kasmtr- héraði hafa lýst yfir jihad, heilögu stríði, gegn Indverjum. Að minnsta kosti þrjátíu og tveir menn féllu í átökum í héraðinu um helgina og á sjötta tug manna særðist. Þúsundir indverskra her- manna stjórna nú strætum Srinag- ar, gráir fyrir járnum, en útgöngu- bann ríkir í borginni eftir átök helgarinnar. Yaqub Khan utanríkisráðherra Pakistan átti í gær viðræður við hina nýju ríkisstjórn Indlands vegna ástandsins í Kasmír, en kröfur hinna öfgafullu múslíma eru ýmist stofnun sjálfstæðs ríkis í Kasmír og Jammuhéraði, eða þá sameining við Pakistan þar sem flestir íbúarnir eru múslímar og lögin að miklu leiti byggð á Kóran- inum. Átökin brutust út í Srinagar þegar indverskar öryggissveitir gerðu húsleitir víða um borgina og handtók fjölda múslíma sem taldir voru tengjast skæruliðahreyfingu múslíma, Frelsishreyfingu Jammu og Kamsír. Hafa hermenn fengið skipun um að skjóta á alla þá er brjóta útgöngubann það er ríkir í borginni. Indverja telja Jammu og Kasmír vera hluta Indlands á meðan Pak- istanar og Sameinuðu þjóðirnar telja að íbúarnir eigi að ákveða sjálfir hvaða stjórnarfyrirkomuleg ríkir í héraðinu, sem er það eina á Indlandi þar sem múslímar eru í meirihluta. Pakistanar og Indverjar hafa tvívegis átt í styrjöld út af Kasmír- héraði frá því ríkin fengu sjálfstæði árið 1947. Óttast menn nú að slegið gæti í brýnu milli ríkjanna að nýju vegna Kasmír, en skærulið- ar hafa náð að skapa nær algert stjórnleysi í héraðinu með aðgerð- um sínum. För Khans til Indlands er einmitt hugsuð til að slaka á spennu milli ríkjanna vegna Kasmír. Ráðherra fýkur Uta Nickel fjármálaráðherra Austur-Þýskalands sagði af sér í gær vegna opinberra ásakanna um að hann hafi fyrirskipað ólöglegar greiðslur úr ríkissjóði. Frá þessu skýrði Hans Modrow forsætisráð- herra Austur-Þýskalands í gær, en sagði að Nickel væri ekki sökuð um að hafa fyrirskipað hinar ólöglegu greiðslu í eigin auðgunarskyni, en vildi ekki segja í hverju ásakanirnar nákvæmlega fælust. - Frú Nickel hefur farið sagt af sér og ég hef samþykkt afsögn hennar, sagði Modrow í byrjun fundar með stjórnarandstöðunni í gær. Afsögn Utu Nickel er enn eitt áfallið fyrir ríkisstjórn Modrows og kommúnistaflokk Austurr-Þýska- lands, því á sunnudaginn sagði Wolf- gang Berghofer borgarstjóri Dres- den sig úr kommúnistaflokknum og með honum þrjátíu og níu meðlimir miðstjórnarinnar. Berghofer er mik- ill umbótasinni var einn af fáum meðlimum kommúnistaflokksins sem nýtur mikilla vinsæla í Austur- Þýskalandi. Það var ekki eina fækkunin í kommúnistaflokknum um helgina, því á sunnudaginn var Egon Krenz fyrrum formaður flokksins og upp- hafsmaður umbótastefnu kommún- ista og þrettán félagar hans reknir úr flokknum. Krenz tók brottrekstri sínum illa og sagði hann óréttlátan. Hans Modrow forsætisráðherra hefur ekki tilnefnt nýjan fjármála- ráðherra, en hvatti stjórnarandstöð- una til þess að útnefna fólk í sínum röðum til að taka sæti í ríkisstjórn- inni og taka þannig beinan þátt í umbótum í Austur-Þýskalandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.