Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 23. janúar 1990 Þriðjudagur 23. jánúar 1990 Tíminn 9 Menntamálaráðuneyti og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur með athyglisvert átak í starfsfræðslu: Skólinn út á vinnumarkaðinn Síöastliðið haust var ákveðið að gera átak í náms- og starfsfræðslu grunnskóla- nema í Reykjavík. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur sér um skipulagningu fræðslunnar og hafa viðtökur fyrirtækja, skóla og ekki hvað síst nemenda verið mjög góðar. í framtíðinni má gera ráð fyrir að slík fræðsla verði fastur liður í námi barna allt frá 10 ára aldri. Síðastliðið vor lagði menntamálaráðu- neytið til að sérstakt átak yrði gert til að efla námsráðgjöf og starfsfræðslu í skólum. í framhaldi af því réð Fræðslu- skrifstofa Reykjavíkur sérstakan aðila, Guðrúnu Þórsdóttir, til að sinna starfs- fræðslu fyrir grunnskóla Reykjavíkur hefur hún haft veg og vanda að skipu- lagningu og framkvæmd starfsfræðslunn- ar. krakkarnir eru upp til hópa mjög ánægð og vilja gjarnan fá meiri fræðslu. Starfsfræðsla frá 10 ára aldri „Þetta er ákveðinn hlekkur í því að hjálpa nemendum að ákveða sitt náms- og starfsval. Ég miða að því að náms- og starfsfræðslan byrji í tíu ára bekk og verði alltaf einhver á hverju ári þar sem verða teknir fyrir ákveðnir þættir. Á þennan hátt ættu nemendur að vera búnir að fá töluverða vitneskju þegar þeir endanlega velja námsbraut í lok níunda bekkjar. Hlutverk skólans vegur mun þyngra í dag vegna þess að þjóðfélagið verður stöðugt flóknara. Það er ekki á valdi eins kennara eða foreldra að uppfræða nem- endur um það val sem stendur þeim til boða, hvaða eiginleika þeir þurfa að hafa og hvaða kröfur eru í gangi. Ég lít á þetta sem þjóðþrifamál því það er mikilvægt að það veljist í atvinnugrein- arnar fólk sem er ánægt í starfi sínu og þar af leiðandi væntanlega bestu starfs- kraftarnir á hverjum stað.“ Skólaskógar Þegar er komið í gang það skipulag að náms- og starfsfræðslan verði frá og með tíu ára aldri. Tíu ára bekkir fá að fylgjast með skógrækt og störfum skógræktar- manna. Hverjum skóla er boðið að gróðursetja tré í einn hektara lands fyrir norðan Rauðavatn, svokallaða Skóla- skóga. Áður en nemendurnir gróður- setja fá þeir fræðslu hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sem einnig aðstoðar við gróðursetninguna. í ellefu ára bekk fá krakkarnir að kynnast siglingatækjum og veiðarfærum á kennsluskipinu Hafrúnu. Á vettvangi rannsaka þau sjávardýr og lífverur úr sjó og er það í samræmi við námsefni þeirra. Einnig kynnast þau því hvað þarf til að veiða fisk úr sjó. í tólf ára bekk er nemendunum kynnt á skipulegan hátt allt sem snýr að umferð og umferðarslysum. Farið er yfir ákveðið fræðsluefni og síðan liggur leiðin á lögreglustöðina þar sem frekari kynning fer fram. í lokin er prófað og veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Ákveðnar hugmyndir eru í gangi varð- andi sjöunda bekk sem ekki er hægt að greina frá að svo stöddu. í áttunda bekk er gert ráð fyrir að fræðslan snúist fyrst og fremst um hinar ýmsu iðngreinar og störf sem þeim tengjast. Stendur til að nemendur fari á eins dags námskeið sem Landsamband iðnaðarmana kemur til með að skipuleggja. Fræðslan í níunda bekk byggir á vettvangsferðum í fyrirtæki og stofnanir. Er unnið að því að tilboðin sem nemend- um er boðið upp verði úr öllum greinum atvinnulífsins. í vetur hafa nemendur yfirleitt komist í kynningu til eins eða tveggja fyrirtækja en í framtíðinni er gert ráð fyrir að vettvangsferðirnar verði fleiri. fyrir slíkri fræðslu í viðmiðunarstunda- skrá skólanna. Margir skólar hafa þó gert slíka fræðslu að föstum lið í skóla- starfinu í gegnum tíðina, en aðrir hafa ekki gert slíkt. Ein ástæðan fyrir því að Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur hefur tekið skipulag fræðslunnar að sér er sú að fræðsluyfirvöldum fannst nemendum mismunað hvað þetta varðar. Jákvæð viðbrögð Á bilinu 50-60 fyrirtæki og stofnanir hafa tekið þátt í fræðslunni. Guðrún sagði að viðbrögð atvinnulífsins hefðu verið mjög jákvæð og í rauninni mun Jákvæð viðbrögð Guðrún sagði í samtali við Tímann að hið nýja skipulag starfsfræðslunnar hefði í rauninni virkað eins og sprengja og gengið mun hraðar fyrir sig en hana óraði fyrir í upphafi. „Það sýnir bara það hvað aðilar í atvinnulífinu er jákvæðir fyrir að taka þátt í þessu með okkur.“ Guðrún sagði að fyrirkomulag starfs- fræðslunnar væri ekki hvað síst sniðið til þess að auðvelda fjölmennum skólum að bjóða nemendum sínum upp á slíka fræðslu. Hingað til hafi kennarar verið kikna undir því að skipuleggja starfs- fræðsluna og þreyta hafi verið komin í atvinnulífið vegna þess að heimsóknir skólakrakkanna voru óskipulagðar. Fyrirtækjum og stofnunum hafi fundist þetta eilíft kvabb og í rauninni mikil plága. Nú færu þessi mál alfarið gegnum Fræðsluskrifstofuna og viðbrögðin hefðu verið mjög jákvæð sem fyrr segir. Lægri menntunarkostnaður Guðrún sagði að til þess að fræðslan tækist sem best þyrftu að vera til gögn þar sem nemendur gætu aflað sér upplýs- inga um hvaða störf væru til í þjóðfélag- inu og hver áherslan hafi verið á viðkom- andi starf þannig að þeir gætu undirbúið sig. Einnig þyrfti að vera til spá þar sem kæmi fram eftirspurn eftir tilteknu vinnuafli, ef nemendur kysu að fara eftir slíku við val á framtíðarstarfinu. „Það skiptir miklu máli fyrir okkur íslendinga að menntunarkostnaðurinn sé ekki hár. í dag er fólk stöðugt að skipta um námsgreinar, til dæmis þegar það kemur í Háskóla. Það sem við erum að vinna að er einn liður í að fyrirbyggja slíkt. “ Iðnnám litið hornauga Guðrún sagði að það væri staðréýnd að flestir veldu þá leið að fara í almennt bóknám og verða einhver stúdent með engum formerkjum. „Það er mjög baga- legt hvað iðnnám hefur verið litið horn- auga, bæði af foreldrum og nemendum. Viðkvæðið er: „Ef þú ferð ekki í þetta nám þá getur svo sem bara farið í iðnnám.“ Þessu viðhorfi þarf að breyta Samráð við heildarsamtök Guðrún fór þá leið að hafa samráð við heildarsamtök í atvinnulífinu þannig að þeim var falið að afla tilboða og fá samþykki fyrirtækjaog stofnana. „Þessir aðilar urðu miklu jákvæðari gagnvart starfsfræðslunni þegar þeir komust að því að þeir þurftu ekki að ræða við nema einn aðila og að þetta væri á ábyrgð Fræðsluskrifstofunnar. Áherslan hefur verið sú að þetta væri ekki síður námsfræðsla en starfsfræðsla. Reynt hefur verið að fá fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið þetta að sér til að sundurgreina starfsmenn í starfsstéttir sem nemendur geta spurt og fengið upplýsingar frá þeim er vinna við það sem þeir hafa mestan áhuga á.“ Fyrirkomulagið er í stuttu máli þannig að Guorún útbýr lista yfir hvaða tilboð eru í gangi og sendir til skólanna. Viðkomandi kennarar dreifa þeim til krakkanna og þau setja fram óskir sínar. Að því loknu eru plöggin aftur send til Guðrúnar sem raðar krökkunum niður á fyrirtæki. Umsóknirnar eru settar í töflu- reikni, þannig að ef færri komast að en vilja ræður tilviljun hver fær og hver ekki. Guðrún útbýr síðan aðgöngumiða fyrir krakkana þar sem kemur fram hvert og hvenær þau eigi að mæta, þannig að ekkert fari á milli mála. Að lokum skila krakkarnir inn greinargerð um ferðina og fyrirtækin fylla út spurn- ingalista varðandi mat þeirra á starfs- frtéðslunni. Krakkarnir eru yfirleitt tvo tíma í fyrirtækjunum og er gert ráð fyrir að þau fái svör við ákveðnum grunnspurning- um. Hefur verið útbúinn spurningalisti til að hjálpa þeirn að glöggva sig á aðalatriðunum. Komið hefur í ljós að Her má sjá nemendur úr 9. bekk fyrr í vetur meðtaka upplýsingar um fiskveiðar og fískvinnslu frá Einari Jóhannssyni hjá Ríkismati sjávarafurða. Það hefur mælst vel fyrir í náms- og starfsfræðsluátaki Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur að skipulagningin fer m.a. fram í gegnum heildarsamtök í atvinnulífínu þeim falið að hafa samband við fyrirtæki og stofnanir. Slíkt hefur til muna auöveldað skipulagningu. i.inamvnd pjetur Einungis á íslandi Guðrún sagði að sér væri ekki kunnugt um að nemendum væri boðið upp á slíka fræðslu í nágrannalöndunum. Hún sagði jafnframt að ástæðan fyrir því að slík fræðsla teldist eðlilegur hlutur áf náminu væri vafalaust sú sérstaða íslenskra krakka að tengjast atvinnulífinu miklu fyrr en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum, þar sem þau hefðu tækifæri á að vinna launaða vinnu frá unga aldri. Það er ekki kveðið á um það í grunnskólalögum að skólar eigi að bjóða nemendum sínum upp á náms- eða starfsfræðslu. Ekki er heldur gert ráð jákvæðari en hún bjóst við Fupphafi. „Ég hef ekki fengið önnur svör en þau að menn séu mjög ánægðir og hafi áður fundist vanta skipulag á þessi mál. Með tilkomu nýja skipulagsins fannst þeim þeir geta gert þetta almennilega, því viljinn er mikill hjá þessum aðilum til að koma fræðslu áleiðis. Mér hefur fundist stórkostlegt hvað aðilar í atvinnulífinu, sem hafa tekið þátt í þessu með okkur, hafa verulega viljað vanda sig og leggja sig fram til þess að gera þetta sem best úr garði þegar þeir finna að þeir eru að vinna markvisst. Þeir eru að vinna með krökkum sem hafa áhuga og þeim finnst það uppbyggilegt.“ —.......................wmvm'mmmi veru gott og raun því okkur vantar iðnðaðarfólk. Guðrún bætti við: „íslendingar eru ekki enn komnir út úr latínukerfinu. Við erum enn á því stigi að telja lögfræðinga, lækna og presta einu menntamenn þjóð- arinnar. Við breytum þessu viðhorfi ekki nema að hafa fræðsluna sem mesta og besta. Til dæmis hef ég hugsað mér varðandi iðnfræðsluna í áttunda bekk að útbúinn yrði sérstakur bæklingur fyrir foreldra krakkanna. Við getum ekki breytt fólki eða viðhorfum þess nema það fái tækifæri á að fá nýjar hugmyndir gegnum fræðslu." —.—— . !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.