Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 23. janúar 1990 PÓST OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Útboð Tilboð óskast í fullnaðarfrágang á nýbyggingu Pósts og síma í Gufunesi. Um er að ræða 370 m2 viðbyggingu við núverandi fjarskiptastöð. Húsið er nú fokhelt og nær útboð þetta til fullnaðarfrágangs að utan og innan. Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fasteigna- deildar Pósts og síma, Pósthússtræti 5, 3. hæð, gegn skilatryggingu kr. 20.000,-. Tilboð verða opnuð á skrifstofu umsýsludeildar Pósts og síma, Landssímahúsinu v/Austurvöll, fimmtudaginn 8. febrúar 1990 kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastofnunin. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Starfslaun handa listamönnum árið 1990 Hér meö erj auglýst til umsóknar starfslaun til handa íslenskum listamönnum árið 1990. Umsóknir skulu hafa borist úthlutunarnefnd starfslauna, Menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu, 150 Reykjavík, fyrir 25. febrúar n.k. Umsóknir skulu auðkenndar: Starfslaun listamanna. I umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn og heimilisfang, ásamt kennitölu. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni, sem liggur umsókn til grundvall- ar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta, en eins árs hið lengsta, og nema sem næst byrjunarlaunum menntaskólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1989. 6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækjandi sé ekki í föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur verkefni sínu. 7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfslauna til úthlutunarnefndar. Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1989 gilda ekki í ár. Menntamálaráðuneytið 18. janúar 1990. A mölinni mætumsí með bros á vör — ef bensíngjöfin er tempruð. _____ J VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 1.878.568 2. aTM 12 46.926 3. 4 af5 174 5.582 4. 3af 5 6.039 375 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.434.709 kr. WÆmfi UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur - Úrvalsdeild: Bo Heiden rekinn frá Tindastólum - Tindastóll vann þó lið ÍR 64-63 Óánægja með áhuga og viðhorf Bandaríkjamannsins Bo Heiden sem leikið hefur með Hði Tindastóls í vetur, varð til þess að um helgina ákvað stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastól að láta Heiden fara frá liðinu. Hann lék því ekki með liðinu er það lagði iR-inga að velli 64-63 á sunnudaginn, en fylgdist með félög- um sínum frá áhorfendabekkjum. Óvíst er hvort Tindastólsmenn ráða annan Bandaríkjamann til sín á þessu keppnistímabili, en liðið á 7 leikjum ólokið á íslandsmótinu. Valur Ingimundarson þjálfari „Stólanna" lék heldur ekki með, þar sem hann var í leikbanni. Lið IR- inga var heldur ekki full mannað þar sem þeir Sigurður Einarsson og Björn Bollason voru meiddir. Tindastólsmenn með Sturlu Ör- lygsson í fararbroddi leiddu framan af, en um miðjan hálfleikinn náðu ÍR-ingar að jafna og komast yfir. Eftir það var leikurinn í járnum, liðin skiptust á um að hafa nauma forystu og í leikhléinu voru það ÍR-ingar sem leiddu 36-37. í síðari hálfleik var allt í járnum sem fyrr, en gestirnir virtust þó líklegir til þess að tryggja sér sigur. Það háði þó ÍR-ingum nokkuð að Thomas Lee lék með 4 villur allan hálfleikinn, eða þar til tæpar 2 mín. voru til leiksloka að hann fékk sína 5. villu. ÍR-ingar höfðu yfir 62-63 þegar tæp mínúta var til leiksloka, en Sverrir Sverrisson komst í hraða- upphlaup og skoraði sigurkörfu Tindastóls þegar um hálf mínúta var eftir. í síðustu sókn sinni brenndu ÍR-ingar þrívegis af undir körfu Tindastóls og heimamenn héldu knettinum síðustu sek. og tryggðu sér sigur 64-63. Sturla Örlygsson og Björn Sig- tryggsson léku vel fyrir Tindastól í þessum leik, en leikmenn liðsins börðust vel og uppskáru samkvæmt því. Hjá ÍR-ingum léku allir undir getu, nema ef vera skyldi Kristján Einarsson. Thomas Lee átti fjöl- mörg fráköst, en fann sig ekki í sókninni. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ólafsson og Kristinn Óskarsson. Stigin TindastóII: Sturla 22, Björn 17, Sverrir 10, Stefán 6, Ólafur 4, Pétur 3 og Karl 2. ÍR: Jóhannes 19, Kristján 19. Thomas Lee 9, Björn S. 8, Pétur4, Björn L. 2 ogBrynjar2. BL Staðan í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik A-riðiil: Keflavík .. 19 14 5 1890-1587 +301 28 Grindavík . 19 12 7 1595-1572 +32 24 ÍR ........ 20 7 13 1547-1687 -140 14 Valur .... 20 7 13 1627-1677 -50 14 Reynir .... 20 1 19 1358-1878 -520 2 B-riðill: KR......... 20 18 2 1575-1353 +222 36 Njarðvík .. 19 16 3 1735-1541 +194 32 Haukar ... 20 10 10 1776-1633 +143 20 Tindast. ... 19 9 10 1587-1564 +23 18 Þór........ 19 4 15 1574-1772 +198 8 í kvöld verða tveir leikir í deildinni, ÍR og Haukar mætast í Seljaskóla og Tindastóll og Grindavík leika á Sauðárkróki Leikirnir heQast báðir kl. 20.00. Bo Heiden hefur verið látinn hætta sem leikmaður með liði Tindastóls. Á myndinni að ofan sækir hann að körfu IR inga framhjáTommy Lee, í fyrri leik liðanna í Seljaskóla fyrir áramót. Heiden lék ekki með Tindastól um helgina. Tímamynd Pjetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.