Tíminn - 26.01.1990, Side 5
Föstudagur 26. janúar 1990
Tíminn 5
Ólafur Ragnar Grímsson segir að fjögurra milljarða hagnaður Landsvirkjunar komi sér á óvart:
Væntum 250milljóna
Fáum tvo milljarða?
„Það er merkilegur árangur sem þetta frumvarp hefur
þegar skilað við að vera lagt fram á Alþingi; að forstjóri
Landsvirkjunar hefur nú í fyrsta sinn reitt fram þær tölur að
sitji Landsvirkjun við sama borð og öll fyrirtæki verða að sitja
við á íslandi, þá reynist það hafa fjögurra milljarða hagnað
á s.l. ári,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra í
gær.
Halldór Jónatansson forstjóri
Landsvirkjunar sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að tekjuskattur
á orkufyrirtæki sem fyrirhugaður er
samkvæmt stjórnarfrumvarpi á Al-
þingi, muni þýða 46% hækkun á
verði Landsvirkjunar til almennings-
veitna. Samkvæmt frumvarpinu
verði Landsvirkjun að greiða tvo
milljarða í tekjuskatt miðað við
tekjur síðasta árs.
Verði frumvarpið að lögum muni
verða að hækka orkuverð til almenn-
ings, eigi að takast að uppfylla
arðsemiskröfur laga um Landsvirkj-
un.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði að
á Halldóri Jónatanssyni mætti skilja
að vegna þess að Landsvirkjun hafi
til þessa búið við allt aðrar reglur og
skattalög en önnur fyrirtæki í land-
inu, hafi það getað falið hagnað upp
á fjóra milljarða. Frumvarpið gerði
ráð fyrir því að framkvæmd yrði sú
almenna jafnréttisregla að sömu lög
giltu um öll fyrirtæki og atvinnu-
greinar.
Ráðuneytið hefði nú óskað eftir
gögnum frá Landsvirkjun um fjár-
mál stofnunarinnar og gerð yrði
úttekt á stöðu hennar í samræmi við
lög og reglur sem giltu um almenn
fyrirtæki í landinu.
f tekjuáætlun vegna þessa frum-
varps hefði ekki verið reiknað með
nema 250 milljón kr. skattheimtu frá
öllum orkufyrirtækjum landsins og
að aldrei hefði staðið til að taka tvo
milljarða í tekjuskatt frá Landsvirkj-
un á einu ári.
-En hefði ekki verið réttara að
athuga stöðu Landsvirkjunar á fyrr-
nefndan hátt áður en frumvarpið var
samið og lagt fram og þekkja ekki
fyrrverandi stjómarmenn hag henn-
ar sæmilega?
„t>að var alltaf verið að með-
höndla þetta eftir sérstökum reglum.
Það kom aldrei upp að menn bæðu
um samskonar úttekt eins og Lands-
virkjun væri hvert annað fyrirtæki
eins og t.d. Eimskip, Flugleiðir eða
Hagkaup," sagði Olafur Ragnar.
-En eru orkufyrirtækin ekki hugs-
uð sem þjónustufyrirtæki sem ekki
hagnist í krafti einokunaraðstöðu
umfram brýnustu þarfir og rekstur-
inn raunar stilltur af við núllið?
Ólafur Ragnar sagði að hámarks-
hagnaður Landsvirkjunar væri ekki
ákveðinn í lögum um stofnunina.
Stjórnin gæti ákvarðað hver hann
ætti að verða frá ári til árs. Svipað
væri með rekstur rafveitna. T.d.
hefði Sjálfstæðismeirihlutinn í
Reykjavík ákveðið að hita- og raf-
magnsveitur borgarinnar skiluðu 1,3
milljörðum króna á þrem árum í
rekstrarhít borgarsjóðs.
Fyrirtækin tvö væru því notuð
sem skattlagningartæki. Ef það væri
ekki gert þyrfti útsvarsprósentan í
Reykjavík í ár að vera 7,3%. Orku-
veitur borgarinnar væru því notuð
sem skattlagningartæki til að geta
sýnt lægri útsvarsprósentu á papp-
ímum með því að taka hluta af
rekstrartekjum borgarinnar með
hærra orkuverði.
Eiríkur Þorbjörnsson fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
rafveitna sagði í gær að orkuveiturn-
ar litu mjög alvarlegum augum á
skattlagningaráform fj ármálaráðu-
neytisins og væri með frumvarpinu
verið að fara inn á háskalega braut
sem leiða myndi til hækkaðs orku-
verðs.
í annan stað myndi markaðsstaða
veitnanna gagnvart innfluttri orku
breytast og það hafa áhrif á sam-
keppnisiðnaðinn meðal annars.
Þá væri frumvarpið í sinni núver-
andi mynd illframkvæmanlegt vegna
þess að orkufyrirtækin væru öðruvísi
uppbyggð en venjuleg fyrirtæki hvað
varðar afskriftareglur og fleira í þá
veru.
„Reksturskostnaður orkufyrir-
tækjanna er að verulegu leyti fjár-
magnskostnaður vegna erlendra
lána. Þaö þýðir að gífurlegar sveiflur
eru í afkomu þeirra og misvægi milli
gengisskráningar og innlends verð-
lags gefur oft einskonar ímyndaðan
hagnað eða pappírshagnað sem á að
fara að skattleggja," sagði Eiríkur.
Ólafur Ragnar vildi ekki tjá sig
um það hvort ætlunin væri að skatt-
leggja gervihagnað sem yrði til á
pappírnum vegna misræmis gengis-
skráningar og innlends verðlags.
Umbeðin gögn frá Landsvirkjun
yrðu nú athuguð. Stefnan í frum-
varpinu væri að koma á jafnrétti í
skattamálum.
Eiríkur Þorbjörnsson benti á að
frumvarpið stangaðist á við lög,
beint eða óbeint, um Landsvirkjun
sem segja að samningar um orkusölu
til stóriðju mætti ekki hækka orku-
verð til almenningsveitna.
Ólafur Ragnar Grímsson:
„Það gerir það nú ekki. Þetta
frumvarp sem ríkisstjórnin hefur
lagt fram felur það í sér að orkufyr-
irtækin eigi að lúta sömu bókhalds-
og skattareglum eins og öll önnur
fyrirtæki á íslandi.“
Fjármálaráðherra sagðist ekki
telja að frumvarpið stangaðist á við
lög um Landsvirkjun og orkuveitur.
Athyglisvert væri að forstjóri Lands-
virkjunar hefði upplýst nú að ef
sömu bókhaldsreglum og beitt er á
öll önnur fyrirtæki væri beitt á
Landsvirkjun, reyndist hún vera
með fjögurra milljarða gróða á einu
ári.
Ráðherra sagðist hafa setið í
stjórn Landsvirkjunar um nokkurra
ára skeið en ekki hefði forstjórinn
venð að reiða þessar upplýsingar
fram þá.
„Ég held að almenningi, einkum
úti um land sem hefur verið að borga
síhækkandi orkuverð undanfarin ár
þyki það ærin tíðindi að ef Lands-
virkjun er meðhöndluð eins og önn-
ur fyrirtæki á íslandi bókhaldslega
og skattalega þá reynist það vera
með fjögurra milljarða hagnað,“
sagði Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra. -sá
Tákn heimsmeistaramótsins í hand-
knattleik 1995 sem haldið verður hér
á landi.
MERKI
HM ’95
í gær var tilkynnt um úrslit í
samkeppni HSÍ um myndrænt tákn
fyrir heimsmeistaramótið í hand-
knattleik sem haldið verður hér á
landi 1995. Verðlaunin, 300 þúsund
krónur, hlaut Garðar Pétursson
auglýsingateiknari. Auk þess fengu
tvær aðrar tillögur sérstaka viður-
kenningu, 50 þúsund krónur.
Alls bárust 124 tillögur til keppn-
innar. Keppendur höfðu frjálsar
hendur um efnisval, en þó var farið
fram á að táknið tengdist á einhvern
hátt handknattleik.
í niðurstöðum dómnefndarinnar
segir að merki Garðars Péturssonar
sé einfalt myndrænt tákn og flétti
skemmtilega saman ártalið 1995,
handknattleiksmann í sókn og kraft
leiksins. SSH
Leiðrétting
í afmælisgrein í gær misritaðist
nafn Sveinbjargar Sigríðar Ás-
mundsdóttur. Tíminn biðst vel-
virðingar á þessum mistökum.
(slensku bókmenntaverðlaunin:
Stefán Hörður Grímsson
hlaut bókmenntaverðlaun
Stefán Hörður Grímsson Ijóð-
skáld hlaut í gær íslensku bók-
menntaverðlaunin og voru þau veitt
í fyrsta sinn. Verðlaunin hlaut hann
fyrir bók sína „Yfirheiðan morgun“.
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, afhenti Stefáni Herði verð-
launin við hátíðlega athöfn á Kjar-
valsstöðum. Verðlaunaféð er ein
milljón króna.
í byrjun desember valdi
dómnefnd, með þátttöku almenn-
ings, tíu athyglisverðustu bækur árs-
ins 1989, fimm manna dómnefnd
valdi síðan verðlaunabókina.
Tilgangur verðlaunanna er að
styrkja stöðu frumsaminna íslenskra
bóka, efla bókaútgáfu, auka umfjöll-
un um bókmenntir í fjölmiðlum og
hvetja almenna lesendur til um-
ræðna um bókmenntir.
í dómnefndinni sem endanlega
valdi bók ársins 1989 sátu: Gylfi Þ.
Gíslason, formaður nefndarinnar,
Pétur Gunnarsson, Snorri Jónsson,
Einar Bjarnason og Ástráður Ey-
steinsson.
Við athöfnina afhenti mennta-
málaráðherra fimmtán ungmennum
verðlaun í samkeppni sem haldin
var meðal grunnskólabarna í tilefni
Málræktarátaksins sem nýlega lauk.
Höfðu börnin ýmist sent inn ljóð,
sögur eða ritgerðir. SSH
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, afhenti Stefáni Herði Gríms-
syni Íslensku bókmenntaverðlaunin.
Tímamynd Pjetur