Tíminn - 26.01.1990, Page 7

Tíminn - 26.01.1990, Page 7
Föstudagur 26. janúar 1990 Tíminn 7 llllllllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllB.......................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... Stefán Hörður Grímsson tckur við hamingjuóskum, eftir að honum voru veitt fslensku bókmenntaverðlaunin í gær, á Kjarvalsstöðum. ORÐAMÚSfK Um nýjustu Ijóðabók Stefáns Harðar Grímssonar Nafnið Stefán Hörður Grímsson kveikir óhjákvæmilega þægilega til- hugsun í hugum þeirra sem með Ijóðagerð fylgjast. Langt er síðan hann sendi fyrst frá sér ljóð sem voru þeirrar tegundar sem ekki fór hjá að létu einlæga ljóðalesendur líkt og finna einhverja þægilega vellíðunar- kennd hríslast eftir öllum taugum sínum. í>ar er ég til dæmis að tala um ljóð eins og Halló litli villikötturinn minn, Þegar undir skörðum mána og Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðr- inu, sem fyrir svona á að giska þremur til fjórum áratugum voru meðal þeirra verka sem ungt áhuga- fólk um skáldskap gat endalaust setið og skeggrætt um, rifist um og máski deilt. Seinna bætti hann svo fleiru við, svo sem ljóðinu Síðdegi, einu hvassasta og baneitraðasta ádeiluljóði á styrjaldir sem til er á íslensku. í nýjustu ljóðabók hans, YFir hciðan morgun, sem kom út núna fyrir jólin á forlagi Máls og menning- ar, kveður þó að ýmsu leyti við annan tón hjá honum heldur var hér á árum áður. Og gildir þar raunar hið sama og segja mátti um ljóða- bókina Tengsl, sem hann sendi frá sér 1987. Þar er ekki lengur jafn markvisst og fyrrum stílað á þann einfaldleika, þá orðheppni og þá hnitmiðun óvæntra hugsanatengsla sem var aðall hans hér á árum áður. Þar eru heldur ekki á ferðinni jafn hvassar ádeilur og sú sem menn sjá í ljóðinu Síðdegi. í þessum tveim síðustu bókum hans er áherslan þvert á móti fyrst og fremst á forminu, samspili orðanna og hvers konar tengingum á milli þeirra. Þar er í rauninni fyrst og fremst einhvers konar orðamúsík á ferðinni, en boð- skapur eða meginstefna af fátæk- legra taginu. Þetta verður hverjum lesanda fljótlega ljóst þegar hann blaðar í gegnum bókina. Þar fer ekki mikið fyrir efnisríkum ljóðum í hefð- bundnum skilningi; þvert á móti verður í rauninni ekki annað sagt en að flest séu ljóðin heldur efnislítil. Sums staðar eru þó orðaleikir og máski eins konar boðskapur á ferð- inni; ég nefni sem dæmi lítið ljóð sem þarna er og heitir Samleikur: Sannleikur er landamæralaus eins og lygi Hún er sennilegrí en bæði hafa geðfelldan tón Hér má vissulega bæði túlka og leggja út af: menn geta sagt satt eða ósatt, og vissulega getur svo sem ýmislegt verið jákvætt við það að segja einstaka sinnum ósatt, og jafn- vel geta komið þær aðstæður að slíkt sé bæði rétt og nauðsynlegt. Og vissulega er það líka jafnrétt og hitt að sannleikurinn og lygin geta spilað saman í eins konar samleik. Annað dæmi má nefna sem er ljóðið Sýnd, sem hefur undirtitilinn Þjóðstef: Maður í regnkápu kann að vera rígningarlegur en hann er ekki regn Hann er ekki regn handa gróindum Hann er með hettu sem hnýtt er undir kverk Hér er óneitanlega hætt við að jafnvel lærðum bókmenntarýnend- um vefjist tunga um höfuð. Og jafnhætt er við að hér standi flest hefðbundin vinnuhugtök bók- menntafræðinnar ráðþrota. Hér er vitaskuld mynd á ferðinni, en af hverju? Manni í rigningu vitaskuld, en hver er meiningin? Er það ekki sjálfsagt mál að maður verði ekki að rigningu þó svo að hann fari í regnkápu? Og hvað er þá verið að segja okkur með þessu, og hver er boðskapurinn, ef hann er einhver? Hér er þannig síður en svo nokkur bitur ádeila á ferðinni, og því síður óvænt orðatengsl sem koma lesanda tiltakanlega á óvart, og kannski líkt og slá hann þægilega utan undir. En eigi að síður verður því ekki neitað með rökum að það er bæði hlýlegur og fagmannlegur blær yfir þessum ljóðum. Það dylst engum, sem eftir vill horfa, að hér yrkir skáld sem hefur næma tilfinningu fyrir orðum, vægi þeirra hvers um sig og hvers gagnvart öðrum. Og það fer, að ég held, ekki á milli mála að það er í þessu síðast nefnda atriði sem gildi þessara nýju Ijóða Stefáns Harðar Grímssonar felst fyrst og fremst. Ef menn eru að leita að gamaldags byltingar- eða ádeilu- ljóðupi þá eiga þeir að láta þessa bók liggja milli hluta. Sækist menn eftir hávaða, látum og skömmum, þá fara þeir í geitarhús að leita ullar með því að lesa þessa bók. Hér er með öðrum orðum enginn hasar á ferð- inni. En vilji menn eignast litla ljóða- bók, sem hægt er að lesa mikið og lengi, með það eitt að markmiði að njóta orðanna og samleiks þeirra, þá er hún hér. Og hér verða menn að lesa með opnum huga. Ég nefni enn sem dæmi lítið ljóð sem þarna er og nefnist Morgunljóð: Pegar morgnar koma geislar Þú ert ekki draumur Pegar morgnar koma geislar Ekki getur þetta kallast fyrirferð- armikið eða hávært. Þvert á móti er þetta eitt þeirra Ijóða sem líkt og læðast um og láta lítið yfir sér. En sé grannt eftir leitað leynist þarna býsna öflugt jafnvægi á milli orð- anna, sem mörgum getur vafalaust veitt ánægju að skoða. Og það sama má raunar segja um fleiri verk þarna, svo sem Ijóðið Helgistef: Af fegurð blóma verður aldrei sagt aldrei sagt með orðum né þinni með neinum orðum Sé grannt eftir leitað og af velvilja fer, held ég, ekki á milli mála að hér er trúarljóð á ferðinni. Og sem slíkt felur það í einfaldleika sínum kannski ekki minni bænarhita í sér er margur stórsálmurinn sem meira hefur verið gert með. Og vilji menn leita eftir gildi þessarar síðustu ljóðabókar Stefáns Harðar Grímssonar þá sýnist mér að það velti á öllu að þeir séu þá reiðubúnir til að gefa sér góðan tíma og lesa hana með velvilja og opnum huga. Það eru gömul og ný sannindi að skáldskapur, sem og önnur lista- verk, getur verið með hinu margvís- legasta móti. Sum skáldverk eru líkt og hávaðasöm, en önnur eru hógvær. Sum skáldverk eru raunsæ, en önnur höfða fremur til tilfinninga- lífsins. Ljóðin hér eru að mínu viti bæði hógvær og höfða inn á við. Og það eru líka bæði gömul og ný sannindi að smekkur fólks er misjafn, því að á meðan sumir vilja hávaðasöm skáldverk vilja aðrir þau hógværu. Það fer, held ég, ekki á milli mála að ljóðin hér höfða fyrst og fremst til þeirra sem fylla síðar nefnda flokkinn. Eysteinn Sigurðsson. VEGGIR Arnmundur Backman Hermann Skáldsaga 1989 Útgefandi Frjálst framtak 224 bls. í blokkinni þar sem Hermann býr í Reykjavík er óvenju mikill sam- gangur meðal íbúanna, alltént í því stigahúsi. Sagan af honum er ýkju- kennd um fleira enda háðsaga úr íslensku þjóðlífi á líðandi stund, vel heppnuð, margmál, fyndin, ágeng og því miður sönn þrátt fyrir ýkjur. Lesendur fylgja Hermanni og fólki hans jólamánuðinn. Hann er miðaldra, giftur þriggja barna faðir og stendur í stórræðum þennan síð- asta mánuð ársins því að verklag Hermanns eins og annarra venju- legra íslendinga er að setja undir sig hausinn á síðustu stundu og djöfla af verki sínu. Bókin er síbylja frásagna af háttalagi venjulegra íslendinga, í þeim mæli að út úr flóir stundum og samhengið verður óljóst ef nokkurt. Lipurlega er skrifað og litlu máli skiptir því þótt ekki sé allt efnið jafnfast í forminu. Enda meginefnið varla stórmæli í sjálfu sér, tilefni þessara mann- og samfélagslýsinga er endurnýjun Hermanns á stofum sínum, íbú.ðá næstefstu hæð í sex hæða blokk, það hefur .taðið til að fjarlægja vegg milli stofanna. Áður en lýkur hefur lesandinn verið kynntur rækilega fyrir flestum íbúanna í stigahúsinu. Nokkrir heimilisfeðranna halda vikuleg skrafþing hjá einum þeirra, sötra kaffi úr glösum (ekki á kránni yfir bjór eins og víða erlendis). Þeir viðra með séríslenskum hætti stjóm- málaskoðanir sínar þessar stundir, hafa uppi palladóma og stóryrðafár um fáránlega lifnaðarhætti í löngum einræðum hver framan í öðrum og þá samkvæmt reglunni að hrakfarir eru alltaf sögulegar, úrræðaleysi því hreint og klárt aukaatriði. Þess í milli stunda húsfeður vinnu, þusa yfir krökkum, verja flestir kvöld- stundum fyrir framan sjónvarpstæk- ið á heimili sínu. Hermann lifir sem þolandi jafnt í orði sem verki þótt hann vilji öðru trúa, heldur frá sér armóði með hörku samfara þjóðerniskennd sem orðin er honum einkum virðing fyrir ákveðinni tegund mataræðis en hlýt- ur þó að éta sína skötu í blóra við meirihlutavilja á heimilinu og í stiga- húsinu. Bernsku hans og fleiri sögu- persóna er ágætlega lýst, höfundur nær að sýna með raunsönnum hætti einfaldlega þess lífs í samanburði við líðandi stundar; þessa einfald- leika saknar Hermann. Samfelldust saga aukapersónu er af Gísla, eins af nábýlingum Hermanns. Gísli þessi hefur ekki fundið tilfinningum sínum farveg, enda síst vanur því í bernsku að tilfinningum væri flíkað á heimili hans. Þar ríkti rammíslensk þver- móðska í einu og öllu, fálæti og þumbaraháttur. Gísli lendir upp á kant við konu sína sem hann grunar um ótryggð við sig en getur þó ekkert sagt né sýnt. Hann er kominn að suðumarki þegar hann tekur til hendi með Hermanni við að brjóta niður stofuvegginn. Sprengir þá, ef að líkum lætur, eigin sálarmúr með afdrifaríkum afleiðingum. Saga Gísla þessa er hinn alvarlegi undir- tónn sögunnar af Hermanni. Þjóðleg kergja og skeytingarleysi venjulegra fslendinga gagnvart tilfinningum hvers annars og hinna óvenjulegri hefur áreiðanlega leikið hina við- kvæmari af okkur svo sem það gerir Gísla. Hinir harðgerðari meðal okk- ar bíta frá sér og viðhalda þar með ósköpunum eða koma sér upp enn Aramundur Backman. þykkari brynju og þá með einhverj- um afarkostum fyrir þá sjálfa. Bókin er uppfull af fáránlegum uppákomum, s.s. þeirri þegar brugð- ið var út af vana á heimili Hermanns og jólagæsin plokkuð heima, fiðrinu blásið út um gluggann en þar með ofan í jólakrásirnar á hæðinni fyrir neðan sem geymdar voru á svölun- um. Eða lýsingin á tjaldútilegu Her- manns og fjölskyldu í Skaftafelíi sem er ótrúleg og afkáraleg sé miðað við heilbrigða skynsemi en hversdagsleg og látlaus með miði af daglegu fjölmiðlalífi landans og höfundur lætur hinum fréttaþyrsta Hermanni (hlustar á fréttir útvarps kl. 7, Stöð tvö hálfátta, ríkissjónvarps kl. 8) öðru hverju í té fréttir af innlendum vettvangi ársins 1988 af gengisfell- ingaumræðu og þ.u.l. Og þar með enn lygilegri fullyrðingar en þær um einkalíf Hermanns og sem lesendur geta sannreynt á sjálfum sér, s.s. fréttir af því þegar bankarnir stálu gengisfellingunni. Ekkert er ofsagt hjá höfundinum, Arnmundi Back- man, af vettvangi þjóðmála og er bókin þó blessunarlega laus við allan „pólitískan realisma". Óþarft að hafa fleiri orð um og ekki annað eftir en óska lesanda góðrar skemmtunar og nokkurrar biðlundar framan af meðan persónur eru að taka á sig mynd svo margar sem þær eru. Og höfundi óska ég til hamingju með ágætlega jafnvægt skáldverk milli gamans og alvöru, sitt fyrsta. Þvílíkur hörgull sem er á slíkum verkum í allri tilgerð og tildri íslenskrar sagnagerðar á líðandi stund leyfi ég mér að óska eftir smásagnasafni í þessum sama gam- ansama anda. María Anna Þorsteinsdóttir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.