Tíminn - 26.01.1990, Síða 13
Föstudagur 26. janúar 1990
Tíminn 13
rkvrrvi\^ i Mnr
Þorrablót framsóknarfélaganna
í Reykjavík
Hið árlega þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldið
laugardaginn 27. janúar n.k. í Norðurljósasal Danshallarinnar (Þórs-
cafe) og hefst kl. 19.30.
Heiðursgestir verða frú Edda Guðmundsdóttir og Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra, sem jafnframt flytur ræðu kvöldsins.
Aðgöngumiða- og borðapantanir eru í síma 24480 (Þórunn).
Verð aðgöngumiða kr. 2.500,-. (Greiðslukortaþjónusta)
Framsóknarfélag Reykjavíkur.
Framsóknarkonur
Við hvetjum ykkur eindregið til þess að taka sæti á framboðslistum
Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vorog hafa með
því áhrif á starf og stefnu ykkar sveitarfélags. Stjórn LFK.
Staðan tekin
Stjórn SUF og stjórnir FUF félaganna efna til skrafs og ráðagerða-
funda á næstu vikum sem hér segir:
Fyrstu fundir: Hafnarfjörður, þriðjud. 30. janúar kl. 20
Keflavík, þriðjud. 6. febrúar kl. 20
Selfoss, fimmtud. 15. febrúar, kl. 20.
Allir velkomnir. Stjórnin
Akureyrarferð FUF féiaga
Akureyrarferð FUF félaga verður farin helgina 9. til 11. febrúar. FUF
á Akureyri mun taka á móti FUF félögum að sunnan til skrafs,
skemmtunar og ráðagerða. Allir FUF félagar velkomnir.
Haldið verður frá skrifstofum Framsóknarflokksins Nóatúni 21 síðla
dags föstudaginn 9. febrúar og komið til Reykjavíkur að nýju
sunnudagskvöldið 11. febrúar.
FUF félagar á Vesturlandi og í Norðurlandskjördæmi vestra eru
hvattir til að slást í hópinn.
Farog gisting í svefnpokaplássi mun kostatvötil þrjú þúsund krónur.
Nánari upplýsingar og skráning:
Þórunn á skrifstofu Framsóknarflokksins s. 24480 á daginn.
Guðmundur Birgir i síma 77044 á kvöldin.
FUF félagar á höfuðborgarsvæðinu.
Selfoss og nágrenni
Spiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi þriðjudagskvöldin
16., 23. og 30. janúar, kl. 20.30.
Kvöldverðlaun, 1. og 2. verðlaun fyrir öll þrjú kvöldin.
Allir velkomnir
Framsóknarfélag Selfoss
Selfoss
Framsóknarfélag Selfoss heldur félagsfund mánudagskvöldið 29.
janúar kl. 20.30 að Eyrarvegi 15.
Fundarefni: Framboðsmál.
Mætum öll stundvíslega.
Framsóknarfélag Selfoss.
illllllllllllllllllilllllllll SPEGILL lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Melissa Gilbert er
óánægð í hjónabandinu
- Melissa, eða „Lára litla úr Húsinu á Sléttunni“,
flýr með barn sitt um nótt undan eiginmanninum
Rob Lowe og Melissa (á bak við hann) ekki löngu áður en hún gekk í
hjónaband með Bo Brinkman, - en þá hafði Rob flengst á milli
skemmtistaðanna með prinsessunni frá Mónakó (t.h.) og píu eins og Fawn
Hall (t.v.), en nú velta vinir þeirra því fyrir sér hvort möguleiki sé fyrir
því, að þau Rob Lowe og Melissa nái kannski aftur saman
Melissa Gilbert var ekki gömul
þegar hún varð fræg sem Lára í
sjónvarpsþáttunum vinsælu „Hús-
ið á Sléttunni". Þegar þeim þáttum
lauk var hún orðin stór stúlka. Þá
var ástin komin til sögunnar hjá
Láru.
En um líkt leyti og það var, þá
var Melissa mjög upptekin af
æskuvini sínum, leikaranum Rob
Lowe. Þar blómstraði unglingaást-
in og þau voru saman öllum stund-
um sem þau gátu við komið. Vinnu
þeirra var þannig háttað að það gat
verið erfitt fyrir þau að finna stund
þegar þau ættu bæði frí í einu og
gætu verið saman.
Allir töldu víst að Melissa og
Rob yrðu par og þau voru oftast
nefnd í sama orðinu. En þau voru
svo ung að engin alvara var með í
spilinu. Þau voru bæði ákveðin í að
koma sér áfram á framabrautinni,
og Rob fannst það ómögulegt að
hugsa til að binda sig við eina
stúlku, - þó hún væri góð vinkona
hans. Það varð til þess að slitnaði
upp úr sambandinu um tíma.
Melissa giftist
Um þetta leyti var mikið kvenna-
stúss á Rob Lowe. Hann var mynd-
aður með einni í dag og annarri á
morgun, og kærusturnar hans voru
margar heimsþekktar konur, svo
sem Stefanía Mónakóprinsessa,
Fawn Hall, einkaritarinn frægi frá
Washington leikkonurnar Demi
Moore og Jennifer Grey o.fl.
Lítið heyrðist þá af Melissu, en
allt í einu fréttist, að hún ætlaði
fljótlega að giftast Bo Brinkman,
sem var bæði handritahöfundur og
leikari. Þau gengu í hjónaband
fyrir tæpum tveimur árum og Mel-
issa fæddi son, sem er nú um 8
mánaða.
Sagt er að Rob Lowe hafi fengið
hálfgert taugaáfall við fréttina um
giftingu Melissu og Brinkmans.
Það hafði oft slitnað upp úr vin-
skapnum hjá Rob og Melissu, - en
hann getað fengið hana til að
fyrirgefa sér öll víxlsporin, en nú
var ekki um það að ræða lengur,
Melissa var gift öðrum manni.
Það fór ekki neinum sögum af
sambúð Melissu og manns hennar,
en Brinkman var þó sagður vín-
hneigður í meira lagi.
Þau voru stödd í Hong Kong,
þar sem Melissa lék í myndinni
„Nætur í Kína“. Þau bjuggu á
hóteli og barnið var með jteim.
Þá var það nótt eina að Brink-
man var drukkinn og réðst á konu
sína og hótaði henni og barninu
öllu illu. Hann var afbrýðisamur
og ofsafenginn, svo hún greip barn-
ið og lagði á flótta ásamt barnfóstr-
unni, sem var með þeim á hótelinu.
Brinkman hvarf af hótelinu, en
öryggisverðir fundu hann eftir
fjóra daga og sendu hann heim til
Ameríku. Hann var lagður inn á
stofnun fyrir eiturlyfj a- og drykkju-
sjúklinga, og þaðan hringdi hann
svo nokkru seinna til konu sinnar
og „bað um gott veður“, en kunn-
ugir halda að Melissa leggi ekki
upp í frekari sambúð með honum.
„Það er sorgleg staðreynd, að
hjónabandi okkar er lokið,“ sagði
'Melissa við samstarfsfólkið. Hún
bætti því við, að hún ætlaði að
einbeita sér að því að hugsa um
hvað barninu og henni sjálfri væri
fyrir bestu.
Funm ara gömul mynd af þeim Rob Lowe og Melissu
Gilbert. Þau náðu alltaf saman aftur eftir hliðarspor
Robs í kvennamálunum.
Bo Brínkman og Melissa höfðu aðeins verið 22 mánuði
í hjónabandi þegar ósköpin dundu yfir.