Tíminn - 26.01.1990, Page 14

Tíminn - 26.01.1990, Page 14
14 Tíminn Föstudagur 26. janúar 1990 ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur - Úrvalsdeild: Haukar höfðu betur - í baráttuleik gegn ÍR í Seljaskóla Það var mikill sviti og talsvert blóð sem rann í Seljaskóla í gær- kvöld þegar ÍR-ingar tóku á mótum Haukum f úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. Sigurður Einarsson varð að fara á slysadeild vegna áverka í munni, en hann kom afturog kláraði leikinn. Þegar upp var staðið höfðu Haukarnir sigur 65-83. Baráttan var mikil eins og áður segir, ÍR-ingar höfðu betur framan af og leiddu, en Haukar vöknuðu til lífsins og voru yfir í hálfleik 29- 40. ÍR-inga minnkuðu muninn í 3 stig 53-56 í síðari hálfleik, en eftir að Thomas Lee varð að fara af leikvelli með 5 villur þegar 9 mín. voru til leiksloka, riðlaðist leikur ÍR-inga. Haukar tryggðu sér öruggan sigur þrátt fyrir baráttu ÍR-inga og í lokin munaði 18 stigum 65-83. Stigin ÍR: Jóhannes 22, Lee 19, Björn St. 14, Márus 3, Kristján 2, Sigurður 2 og Eggert 2. Haukar: Webster 19, Bow 19, Jón Arnar 18, ívar 11, Pálmar5, Henning4, Reynir 4 og Ingimar 3. BL Jonathan Bow sækir að körfu ÍR-inga í leiknum í gærkvöld. Til varnar eru þeir Björn Steffensen og Thomas Lee. Lee er til vinstri á myndinni. Tímamynd: Pjefur Körfuknattleikur: Stórsigur Þórs Þórsarar gjörsigruðu Reynis- Þór 31, en Dan Kebbard gerði 22. menn nyrðra í gærkvöld 107-59. Fyrir Reyni skoraði David Gnssom Yfírburðir Þorsara voru miklir og 27 stig og Einar Þór Gíslason 12. i leikhleinu var staðan 46-25. Kon- ráð Óskarsson gerði flest stig fyrir Körfuknattleikur-Úrvalsdeild: Keflvíkingar í ham Frá Margréti Sanders íþróttafréttamanni Tímans á Suðumesjum: Keflvíkingar sigruðu nágranna sína úr Njarðvík 108-96 í Keflavík í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 62-56. Áhorfendur sem fjölmenntu á leikinn fengu að sjá skemmtilegan körfuknattleik í fyrri hálfleik. Jafnt varáfyrstu mínútum, lítiðskorað og virtist taka tíma fyrir leikmenn að finna sig. Eftir fjögurra mín. leik var staðan 4-4, en þá fóru liðin í gang, hittu frábærlega en spiluðu að sama skapi slaka vörn. Njarðvíkingar höfðu yfirhöndina framan af 15-10 en síðan skiptust liðin á forystu. Jafnt var 46-46, síðan komust Kefl- víkingar yfir og héldu forystunni allan leikinn. Körfuknattleikur: Afmælisleikur á Sauðárkróki í kvöld verður stórleikur í körfu- knattleik á Sauðárkróki, en þá mætir úrvalslið íslenskra körfu- knattleiksmanna úrvalsdeildarliði Tindastóls. Leikurinn er í tilefni af 25 ára afmæli körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Eftirtaldir leikmenn skipa lið gestanna: ísak Tómasson og Teitur Örlygsson Njarðvík. Guðjón Skúlason og Sigurður Ingi- mundarson Keflavík. Guðmundur Bragason Grindavík. Henning Henningsson Pálmar Sigurðsson og ívar Ásgrímsson Haukum. Páll Kolbeinsson og Axel Nikulásson KR. Það voru áhorfendur á leik Tindastóls og Hauka sem fram fór á Króknum fyrir skömmu sem völdu þetta lið. Lið heimamanna verður skipað sömu leikmönnum og í undanförnum leikjum. Gestur á leiknum verður Kolbeinn Pálsson formaður KKÍ. í hálfleik mun koma fram á völlinn fyrsta lið sem Tindastóll tefldi fram í körfubolta fyrir 25 árum. Eins og áður sagði er leikurinn nokkurskonar afmælisleikur Tindastólsmanna en hann er jafn- framt háður til minningar um Helga Rafn Traustason fyrrverandi kaupfélagsstjóra en hann varfrum- kvöðull körfuknattleiksiðkunar á Sauðárkróki á sínum tíma. öÞ. Síðari hálfleikur var mun daufari en sá fyrri og hafði það áhrif að fljótlega fengu liðin skotrétt svo mikið var um flakk milli karfanna. Leikmenn fóru hver af öðrum út af með 5 villur, 8 leikmenn áður en yfir lauk. Síðustu 4 mín. ætluðu aldrei að líða, leikmenn voru í vítakeppni. Keflvíkingar áttu sigurinn skilið, ef frá eru taldar fyrstu mín. leiksins voru þeir betri aðilinn, voru með meiri breidd og liðsheildin stóð sig vel. Guðjón Skúlason og Sandy Anderson voru bestir, Magnús Guð- finnsson var góður í fyrri hálfleik og Sigurður Ingimundarson og Einar Einarsson stóðu fyrir sínu. Nökkvi Jónsson var góður í vörninni. Njarðvíkingar spiluðu án Friðriks Ragnarssonar og Kristins Einarsson- ar en fengu Helga Rafnsson í þennan leik og stóð hann sig mjög vel. Teitur Örlygsson var ágætur í fyrri hálfleik en dapur í þeim síðari, Patrik Releford skoraði mikið en stóð sig ekki í vörninni, Friðrik Rúnarsson spilaði of lítið en stóð sig ágætlega. Jóhannes Kristbjörnsson var þokkalegur, en ísak Tómasson náði sér ekki á strik. Dómarar voru Leifur Garðarsson og Jón Otti Ólafsson og voru helst til flautuglaðir. Stigin UMFN: Releford 30, Teitur 17, Jóhannes 13, Friðrik 13, Helgi 11, Ástþór 6, Agnar 4 og Isak 2. ÍBK: Guðjón 29, Anderson 20, Magnús 16, Sigurður 12, Falur 10, Nökkvi 7, Einar 6, Kristinn 6 og Ingólfur 2. MS/BL 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Get-raunir!!!0 Það var bara annar hver maður með 11 eða 12 rétta um síðustu helgi í 3. leikviku íslenskra Getrauna, eða með öðrum orðum allir nema ég. Sjö réttir hér á bæ þykir bara nokkuð gott og því er ekki rétt að vera að kvarta. Það voru sem sé 50 manns með 12 rétta um síðustu helgi, þegar sprengipottur- inn gaus rúmlega þremur milljónum. Fyrir hverja röð fengu þeir heppnu 45.666 kr. Alls komu 807 raðir ! fram með 11 réttum og fyrir ' hverja röð greiða Getraunir | 1.212 kr í vinning. Þess má geta að á öllu síðasta reikningsári ís- i lenskra Getrauna, sem er frá 1. júlí-30. júní ár hver, komu alls fram 6.067 raðir með vinning, en í síðustu viku einni voru þær 857. Þessar rúmlega 6 þúsund raðir skiptust þannig að 308 voru með 12 réttum og 5.759 með 11 réttum. Fylkir seldi flestar raðir í síðustu viku og skaust því upp fyrir Fram. KR-ingar voru í þriðja sætinu að vanda og valsmenn í því 4. ÍR-ingar eru á topp 10 list- anum aðra vikuna í röð, nú í 9. sæti með 10.646 seldar raðir. Hinn nýi hópleikur, VORLEIKUR er mjög spennandi og jafn. Fimm hópar hafa forystu með 31 stig, en 10 hópar fylgja í kjölfarið með 30 stig. Alls voru 16 hópar með 12 rétta um sfðustu helgi. Fjölmiðlarnir voru get- | spakir sem aðrir um síðustu ‘ helgi, Morgunblaðið, DV og Alþýðublaðið voru með 1 8 rétta, en aðrir miðlar að Degi undanskildum voru með 7 rétta. Dagur var með 6 rétta. Staðan í keppni fjölmiðlanna er nú þessi: DV, Stöð 2 og Alþýðublað- ið 19 stig, Þjóðviljinn 18, Lukkulína og Bylgjan 17 stig, Morgunblaðið og RÚV 16, Tíminn 15 og Dagur 14. Leikirnir um helgina eru allir nema sá 12. úr 4. um- ferð ensku bikarkeppninn- ar. Ríkissjónvarpið verður með beina útsendingu frá leik Bristol City og Chelsea og hefst leikurinn kl. 15.00. En lítum á leikina og líkurnar. Arsenal-QPR: 1 Allt getur gerst í bikarleikj- um eins og allir vita, en Englandsmeistarar Arsenal ætti ekki að vera í mikilli hættu á heimavelli gegn QPR. Aston Villa-Port Vale: 1 Topplið 1. deildar gegn ný- liðum 2. deildar. Port Vale hefur komið á óvart í 2. deildinni, en ekki hef ég trú á að liðið nái að ógna Aston Villa, þótt hart verði barist. Barnsley-Ipswich: x Ekkert öruggt í þessum leik, allt getur í raun gerst. Bæði liðin leika í 2. deild, Ipswich skammt frá toppnum, en Barnsley í næst neðsta sætinu. Heima- völlurinn og bikarmóðurinn gefur Bamsley annan leik. Blackpool-Torquay: 1 Hér mætast 3. deildarlið Blackpool á heimavelli og 4. deildarlið Torquay. Það ætti ekki að þurfa að spyrja að leikslokum í þessum leik. Bristol City-Chelsea: 2 2. deildarlið Bristol City á heimavelli gegn Chelsea úr þeirri fyrstu. Heimaliðið berst áreiðanlega af krafti í þessum leik og Chelsea- menn verða að taka á öllu sem þeir eiga til þess að herja sigur. Gaman verður að fylgjast með framvindu máli í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Crystal Palace- Huddersfield: x Palace hefur ekki gengið sem best í deildarkeppn- inni, en þar er liðið í þeirri fyrstu en neðarlega þó. Huddersfield úr 3. deild nær að knýja fram aukaleik, en liðið gefst ekki auðveldlega j upp þótt á útivelli sé. Oldham-Brighton: 1 Tvö 2. deildarlið kljást. Oldham er í 4. sæti deildar- innar en Brighton er í því 5. neðsta. Þar að auki er Old- j ham á heimavelli og það ætti ekki að minnka mögu- ) leika liðsins á sigri. Reading-Newcastle: 2 Þriðjudeildarlið Reading ræður ekki við liðið í 6. sæti | í 2. deild, Newcastle, sem kemst í 5. umferð bikar- keppninnar. Rochdale- Northampton: x Tvö utandeildalið eigast hér við og um þau er lítið vitað. Allt getur gerst og best fyrir þá sem hafa undir höndum kerfisseðla að þrítryggja þennan leik. Ég set jafntefl- ismerki á þennan erfiða leik. Southampton-Oxford: 1 Miklar líkur eru á því að 1. deildarlið Dýrlinganna, sem reyndar er þar í fremstu röð, sigri miðlungslið Ox- ford úr 2. deildinni. WBA-Charlton: x Þessi lið eiga það sameigin- legt að vera bæði í mikilli fallhættu, WBA í 2. deild, en Charlton í 1. deild. Möguleikar liðanna í vetur geta verið bundnir við bik- arkeppnina, en hvorugt lið- ið nær að tryggja sig í 5. umferðina í þessum leik. Birmingham- Shrewsbury: 1 Gamla 1. deildarliðið Birm- ingham leikur nú í 3. deild og etur hér kappi við Shrewsbury. Heimaliðið ætti að vera sigurstrang- legra. BL FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 27. JAN. '90 J m 5 s' Z Z 2 F z z 3 > § 2 DAGUR RÍKISÚTVARPIÐ BYLGJAN CN s fc ALÞÝÐUBLAÐIÐ LUKKULÍNA SAMTALS 1 X 2 Arsenal - Q.P.R. 1 1 1 1 11 1 1 1 1 10 0 0 Aston Villa - Port Vale 1 ,1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 Barnsley - Ipswich X 2 X 2 X X 2 1 2 2 1 4 5 Blackpool - Torquay 1 1 1 1 ■ 1 2 1 1 1 1 9 0 1 Bristol City - Chelsea X 2 2 2 2 X 2 2 2 2 0 2 8 C. Palace - Huddersfield 1 1 x 1 ÍTT 1 1 1 1 9 1 0 Oldham - Brighton X 1 1 1 1ll 1 7 1 1 8 2 0 Reading - Newcastle X 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 1 9 Rochdale - Northampton X 2 X X 2 1 1 1 2 X 3 4 3 Southampton - Oxford 1 1 1 1 11 X 1 1 1 1 9 1 0 W.B.A. - Charlton X 2 X 2 1] 2 1 1 1 1 5 2 3 Birmingham - Shrewsbury’ 1 1 1 1 XX 1 JL 1 X 6 4 0 x2 1x2 1x2 1x2 1x2

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.