Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. janúar 1990 Tíminn 3 Kostaöi bjórinn heimilin í landinu um 1.300 milljóna kr. viðbótarútgjöld? Um 10 milljarðar í áfengi og tóbak Bjórinn innihélt rúmlega þriðjunginn (34%) af öllu seldu alkóhóli frá ÁTVR á s.I. ári. Bæði á þriðja og síðasta fjórðungi ársins var hlutfall bjórsins 33% alkóhólsölunnar, sem bendir til að hlutur bjórsins í heildar áfengissölunni sé þar kominn nokkuð fast form. Sala sterkra vína dróst að vísu verulega saman (20%) miðað við síðasta árið „fyrir bjór“. Hins vegar seldi ÁTVR þó engu minna af sterku áfengi á mann (15 ára og eldri) heldur en á fyrri helmingi þessa áratugar að meðaltali. Salan var þá um 7,3 lítrar á mann á ári, eða sú sama og á s.I. ári. Árið 1988 var hún hins vegar komin upp í 9,1 iítra. Sala á léttum vínum hefur minnk- að stöðugt ár frá ári í fimm ár, mest þó á s.l. ári. Eigi að síður bendir 23% söluaukning á áfengi á mann (mælt í hreinu alkóhóli) til þess að bjórinn hafi að stórum/stærstum hluta komið sem hrein viðbót við aðra áfengissölu. Árið 1988 hafði áfengisala á mann minnkað frá árinu 1987, eins raunar oft hefur gerst þegar að hefur kreppt í pyngjum landsmanna. Er því ekki ólíklegt að í bjórlausu landi hefði áfengissala enn minnkað 1989 í stað þess að aukast um nærri því fjórðung sem fyrr segir. Bjórinn =10% skattahækkun Ætla má að bjórinn hafi aukið heimilisútgjöld margra umtalsvert. Áfengissala ÁTVR var 6.464 millj- ónir kr. á síðasta ári, sem var 52% aukning frá árinu áður. Gróflega má áætla að um 1.300 m. kr. þeirri söluaukningu megi rekja beint til 23% aukinnar sölu alkóhóls sem varð með komu bjórsins. Með öðr- um orðum, að þrátt fyrir versnandi efnahag almennings hafi þjóðin eytt um 1,3 milljörðum meira í áfengis- kaup á árinu heldur en hún hefði gert bjórlaus. Til að átta sig betur á upphæðinni má benda á að hún samsvarar t.d. meira en 10% inn- heimtra tekjuskatta á árinu. Úr 4,3 í 5,5 lítra á mann Áfengissala mæld í lítrum hreins ákóhóls á mann 15 ára og eldri var 4,33 lítrar í upphafi áratugarins (og aftur 1985). Minnst fór hún niður í 4,25 lítra árið 1982, en var 4,48 lítrar síðasta bjórlausa árið. Fyrir B-dag voru breytingar því tiltölulega litlar frá ári til árs. Á nýliðni ári óx meðalsala hins vegar um meira en heilann lítra, upp í 5,51 lítra á hvern 15 ár og eldri. Þar af voru 1,9 lítrar í seldum bjór, eða um 34,5% af öllu seldu alkóhóli. Eldur í fjölbýlishúsi við Smárahlíð á Akureyri: TÍU MANNS BJARGAÐ ÚT ÚR REYKJARKÓFI F.ldur kom upp í íbúð á jarðhæð fjölbýlishúss við Smárahlíð á Akureyri um kl. 03.30 aðfara- nótt laugardags. íbúðin er stór- skemmd og sömuleiðis íbúða á næstu hæð fyrir ofan, en þangað komst eldurinn í gegnum glugga. Stigauppgangur hússins er mikið skemmdur af reyk og sóti. Samkvæmt upplýsingum lögreglu gekk slökkvistarf greiðlega, og sömuleiðis að bjarga íbúum hússins út, en þeir lokuðust flestir inni í íbúðum sínum þar sem stigahúsið fylltist af reyk. Ibúar á jarðhæð komust þó út af sjálfsdáðum, og sömuleiðis stukku nokkrir niður af svölum á annarri hæð. Slökkviliðið þurfti hins vegar að ná 10 manns niður af efri hæðum hússins. Tvennt var flutt á sjúkrahús, annað vegna gruns um reykeitrun, og ein kona sem stökk niður af svölum var færð til skoðunar, en meiðsli hennar reyndust ekki alvarleg. Allir íbúar hússins urðu að útvega sér húsnæði annars staðar, þar sem húsið er óíbúðarhæft eftir brunann. Sumir fluttu til ættingja og vina en öðrum voru látnar í té til bráða- birgða íbúðir í eigu Akureyrarbæjar. Smárahlíð er 10 íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum í eigu Akureyrar- bæjar og eru íbúðirnar leigðar út til kennara og á vegum félagsmála- stofnunar. Að sögn Einars Jóhanns- sonar fulltrúa húsameistara Akur- eyrarbæjar er íbúðin þar sem eldur- inn kom upp mjög illa farin, og nánast allt brunnið sem brunnið gat. Þá er næsta íbúð fyrir ofan stórskemmd. Stigahúsið fylltist allt af reyk og sóti og þar þarf að mála allt upp á nýtt, skipta um teppi og endurnýja allar hurðir inn í íbúðirn- ar. Einnig urðu einhverjar skemmdir í hinum íbúðunum af völdum reyks. Á laugardaginn var stigahúsið hreinsað lauslega, en frekari hreins- anir og viðgerðir verða að bíða uns mat á tjóninu liggur fyrir. Einar sagði að reykna mætti með að fljót- lega yrði hægt að flytja inn í átta af tíu íbúðum hússins, en miklar endur- bætur yrði að gera á íbúðunum tveimur sem urðu eldinum að bráð þannig að þær yrðu vart íbúðarhæfar á næstunni. Hiá-Akureyri 110 sígarettupakkar ámann Alls seldu ÁTVR áfengi og tóbak fyrir tæplega 10 milljarða kr. á árinu, eða sem svarar nær 160.000 kr. á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu í landinu (og svipuð upphæð en komin var í ríkiskassann í tekju- og eignasköttum í nóvemberlok). Þar af var sala á tóbaki um 3.480 millj.kr., sem var 16% hærri upphæð en árið áður. Sala á sígarettum á mann minnkaði um nær 5% frá árinu áður. Miðað við 15 ár og ejdri nam salan 110 pökkum ámann, sem er hið minnsta á öllurn áratugnum. Mest varð hún 127 pakkar á mann árið 1984 og hefur því dregist saman um 13% síðan. - HEI Atvinnumálanefnd Skýrsla í haust Atvinnumálanefndin, sem forsætisráðherra skipaði í fyrra- haust, hefur á undanförnum vik- um unnið að því að afla upplýs- inga um ýmsa þætti efnahags- og atvinnumála. Nefndin hefureink- um beint sjónum sínum að því umhverfi sem atvinnulífið mun búa við á næstu árum. Þorsteinn Ólafsson formaður nefndarinnar sagði að nefndinni væri fyrst og fremst ætlað að marka stefnu til lengri tíma en ætti ekki að koma með tillögur um skammtíma- lausnir í atvinnumálum. Mark- miðið væri að treysta forsendur atvinnulífsins til langs tíma. Nefndin hefur sérstaklega skoðað hluti eins og framleiðni og hvernig hún mun þróast, gildi hlutabréfamarkaðs fyrir atvinnu- lífið, rannsóknar og þróunar- starfsemi í atvinnulífinu og menntunarmál atvinnulífsins. Ýmsir sérfróðir menn hafa mætt á fundi nefndarinnar og veitt upplýsingar um þessa mál. í>á hefur nefndin skoðað lög um starfsemi erlendra fyrirtækja á íslandi. f erindisbréfi nefndarinnar var talað um að hún ætti að Ijúka störfum um mitt ár 1990, en Þorsteinn Ólafsson segist búast við að það dragist fram á haustið. Starf nefndarinnar hefur að rr.estu legið niðri að undanförnu vegna kjarasamninganna, en margir nefndarmenn eru í for- svari atvinnulífs og verkalýðs- hreyfingar. Nefndin hefur annars komið saman á tveggja til þriggja vikna fresti. -EÓ Hollensk heimsókn Hans van den Broek utanríkis- ráðherra Hollands heimsækir fs- land ásamt eiginkonu sinni í boði utanríkisráðherra 30.-31. janúar næstkomandi. Hann mun eiga viðræður við utanríkisráðherra um samskipti ríkjanna og viðræður EFTA og EB. Jafnframt mun van den Bro- ek eiga fundi með forseta íslands, forsætisráðherra og iðnaðarráð- herra. ER1. FEBRÚAR INNI í MYNDINNI HJÁ ÞÉR? Nœsti gjalddagi húsnœðislána er 1. febrúar. Gerðu ráð fyrirhonum í tœka tíð. 16. febrúar leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 1. mars leggjast dráttarvextir á lán með byggingam'sitölu. Gjalddagar húsnœðislána eru: 1. febrúar- 1. maí - 1. ágúst- 1. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM OG HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI. ♦ A HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.