Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 30. janúar 1990 Þriðjudagur 30. janúar 1990 Tíminn 9 Samningar líklega undirritaðir i dag: Kaupmáttur tryggður -Verðbólgan husluð? Flest bendir nú til að samningar séu að takast milli aðila vinnumarkaðarins en að auki muni samningar takast með BSRB og ríkinu á svipuðum nótum en fulltrúar bandalagsins settust á samn- ingafund með samninganefnd ríkisins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Tímans í gær- kvöldi höfðu samningar tekist um að launahækkanir verði 1,5% við gildistöku samninganna en auk þess hækki laun um 2% í haust en kjarasamningurinn gildi næstu 20 mánuði. Gert er ráð fyrir rauðu striki í samn- ingnum. Fari vísitala framfærslukostnað- ar upp fyrir það skal sérstök launanefnd úrskurða um samsvarandi hækkun launa. í þessari launanefnd sem aðilar vinnumarkaðarins eru ásáttir um að verði skipuð skulu launþegar eiga odda- atkvæði. í stað umtalsverðra krónutöluhækk- ana er gert ráð fyrir að kaupmáttur haldist óbreyttur á samningstímanum eða því sem næst og hækkanir verði ekki aðrar en þær tvær sem nefndar eru hér að ofan. Þá er gert ráð fyrir að útlánavextir viðskiptabankanna lækki í takt við i minnkandi verðbólgu og til að herða enn frekar á þeirri þróun þá hafa viðskipta- bankarnir sæst á að lækka vextina strax og samningar taka gildi. Þannig lækki vextir af almennum skuldabréfum strax þann 1. febrúar úr 29,3% í 22,3% eða um-7%. Þessi lækkun og frekari lækkanir eru þó háðar því að kjarasamningar takist. Ef að markmið kjarasamninganna nást telja bankarnir að líklegt sé að lækka megi nafnvexti um allt að helming á árinu. Samið um stöðugleika Óvenju margir aðilar tengjast að þessu sinni samningum enda er á öðrum þræði verið að semja um stöðugleika í efna- hagslífinu svipað og gerist hjá nágranna- þjóðunum í stað þeirra stórsveiflna sem tíðkast hafa hér. Inn í viðræður aðila koma því bankarnir, ríkisvaldið, bænda- samtökin og fleiri. Geta má þess að orðið hefur að samkomulagi að fulltrúi ASÍ taki á ný sæti í sexmannanefndinni sem ákveður verð á landbúnaðarafurð- um. Væntanlegir samningar byggja á grunni vísitölu síðustu mánaða og verð- bólgu- og efnahagsspám fyrir yfirstand- andi ár. Forsendur eru þó að þessu sinni sóttar skemmra aftur í tímann en þess meir byggt á spám. Þetta þýðir að gerð er krafa um að spár séu traustar og unnar af kostgæfni. Stefán Pálsson er formaður samstarfs- nefndar viðskiptabankanna sem tekið hefur þátt í kjaraviðræðunum fyrir þeirra hönd. Hann sagði í gær að því væri spáð að vísitalan muni hægja mjög á sér ef samið verður um mjög hóflegar eða engar krónuhækkanir launa. Verði sam- ið þannig þá muni útlánavextir lækka mjög fljótt og þetta atriði hafi bankarnir staðfest við samninganefndir aðila vinnumarkaðarins. Helmings nafnvaxtalækkun? Stefán sagði að hér væri eingöngú verið að tala um nafnvexti og að þeir skuli lækka í takt við minnkandi verð- bólgu í stað þess að liggja eftir í einn til tvo mánuði eins og hefur verið þegar vextir eru ákveðnir út frá meðaltali þriggja síðustu mánaða á undan. Ekki væri verið að ræða um lækkaða raunvexti enda væri öllum ljóst að raunvextir á íslandi væru orðnir í lægri kantinum miðað við helstu viðskiptalönd þjóðar- innar. „Við höfum lýst því yfir að við munum færa vextina niður núna strax og þá lækkar verðbólgan jafnframt. Ef verð- bólgan fer ekki niður þá fara vextirnir upp aftur, það er alveg ljóst. Við erum ekki að binda okkur neitt. Við erum að hjálpa til. Ef að það gengur eftir að verðbólgunni verði náð niður á tveim til þrem mánuðum, þá er því heitið að vextir bankanna muni fylgja því,“ sagði Stefán Pálsson bankastjóri. í gærkvöldi hófust samningaviðræður BSRB og samninganefndar ríkisins en náið samband hefur verið milli forystu BSRB og ASÍ að undanförnu og líklegt að samið verði við ríkið á svipuðum nótum og þeim sem ASÍ VSÍ og VMS eru að sættast á. Raunvextir lækki líka Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagði fyrir fundinn með samninganefnd ríkisins að samstarf hefði verið að undan- förnu milli BSRB og ASÍ um þau meginmarkmið að tryggja kaupmátt launa og ná niður verðbólgu og vöxtum. „Okkar krafa hér er að hvað sem bankakerfið kann að gera núna þá höfum við ekki sagt okkar síðasta orð. Við viljum fá raunvexti niður,“ sagði Ögmundur. - En er raunhæft að telja að raunvextir geti orðið lægri en í nágrannalöndunum? „Það er eflaust hægt að finna óhóf víða um heim og okur. Það er engin skylda út af fyrir sig þótt að einhversstað- ar finnist háir raunvextir að þess vegna skuli þeir líka vera háir hér. Fyrir örfáum árum voru raunvextir 1-2% og þótti rýmilegt og það var kallað okur þegar þeir fóru upp í 4-5%. Nú er eins og þetta sé orðið nátturu- lögmál og menn skírskota til heims- byggðarinnar. Við skírskotum til budd- unnar og þurfum rauntekjur til að borga af raunvaxtalánunum. Nauðsynlegar fjárskuldbindingar almennings eru í tengslum við húsnæðismál og það gengur ekki að bankakerfið hér sé orðinn einn stærsti skattlagningaraðili landsins,“ sagði Ögmundur. Félagsleg tilraun Hann sagði jafnframt að í samningun- um nú væri verið að gera ákveðna þjóðfélagslega tilraun. Reyna ætti áð ná niður verðbólgu, tryggja kaupmátt launa og vonandi næðust raunvextir einnig niður þegar stundir Iíða fram. Trygging kaupmáttar væri höfuðatriði enda væri fólk orðið uppgefið á því að semja æ ofan í æ um krónur sem það aldrei fengi í raun. Fundir stóðu í Karphúsinu frá því kl. 10 í gærmorgun milli aðila vinnumarkað- arins. Þá var fundur milli aðila og ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar bændasamtakanna og fulltrúar launþega hittust í gær við lokafrágang tillagna um verðlagsmál landbunaðarafurða sem Stéttarsambandsins. Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur er næstur Guðmundi J. Guðmundssyni fyrir borðsendanum. Vinstra lagðar voru fyrir rfldsstjómina í gær. Fulltrúar bænda sitja vinstra megin borðsins og fremstur er Haukur HaUdórsson formaður megin sitja fulltrúar BSRB og ASÍ. Fremstur er Björn Arnórsson hagfræðingur BSRB og Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. límamynd Árni Bjarna. í Tjarnargötunni sem hófst eftir hádegið og lengi dags. í þeim fundi tóku þátt fulltrúar bændasamtakanna og bank- anna enda var fjallað um niðurgreiðslur og verðlagningu landbúnaðarafurða, en ein forsenda samninga er að verði þeirra verði haldið í skefjum. Þá var á fundinum rætt við ríkisstjórn- ina um vaxtamáj og lífeyrismál, tekju- tryggingu og að ríkið ábyrgist laun til fólks sem unnið hefur hjá fyrirtækjum sem fara á hausinn. Rætt var einnig á hvern hátt mætti koma því fyrir að launþegar nytu meir af lífeyrisgreiðslum sínum þannig að jöfnuður skapaðist milli opinberra starfsmanna og almennra launþega. Einnig var rætt um að hækka skattleysismörk. Samningarnir munu því kosta ríkis- sjóð talsvert fé og tekjutap og fram hefur komið hjá landbúnaðarráðherra að eigi að halda verði landbúnaðarafurða óbreyttu á samningstímanum muni það kosta ríkissjóð um einn milljarð króna á árinu. Eftir fundinn mgð ríkisstjórninni í gærkvöldi gengu samningsaðilar frá ýms- um lausum endum auk þess að bíða eftir svörum ríkisstjórnarinnar. Hún kom saman kl. 8 í gærkvöldi til að fara yfir málin en á miðnætti hófst svo fundur hennar og aðila vinnumarkaðarins en sá fundur var í raun lokasprettur samninga- lotunnar að þessu sinni. Undirritað í dag? Áhrifamaður í samtökum launþega sagði í gærkvöldi að sér sýndist allt benda til að samningar yrðu undirritaðir í dag. Samningum væri í raun lokið en framhaldið væri komið undir viðbrögð- um ríkisvaldsins og á hvern hátt það hygðist tryggja kjarasamningana. Forystumenn launþega sem rætt var við í gær sögðu að af þeirra hálfu hefði aldrei komið til greina annað en semja um verðtryggð laun. Forystumenn at- vinnulífsins væru í raun sama sinnis enda gerðu þeir sér grein fyrir að efnahagsleg- ur stöðugleiki og lægri vextir væru ekki síður í þeirra eigin þágu en launþega. Um þetta væri því eining, þó með þeirri undantekningu að atvinnurekstur sem verslaði með peninga hefði ekki sama skilning á málinu. Sá rekstur teldi hag sínum best borgið með sem hæstum vöxtum. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar sagði í gær meðan fundur ASÍ/VSÍ, VMS stóð yfir, að grundvöllur hugsanlegra kjarasamninga nú hvíldi á ákveðnum upplýsingum um efnahags- horfur hvað varðaði verðlag, viðskipta- kjör og landsframleiðslu og talsvert verk væri að ganga frá þeim þáttum sem að ríkinu sneru. í takt við nágrannana? Hann sagði að ljóst væri þó að megin- markmið samninganna nú væri að verja kaupmátt launa en um leið að ná veruleg- um árangri í þá átt að lækka verðbólgu. Það gæti hugsanlega tekist nú þar sem jafnvægi væri að skapast milli tekna og útgjalda þjóðarinnar. Hlutfall þar í milli væri nú hagstæðara en verið hefði um skeið og því líklegra nú en áður að stöðugleiki gæti skapast í efnahagslífinu. Þórður Friðjónsson sagði að ýmislegt benti nú til að betri almennur skilningur væri nú á nauðsyn þess að ná verðbólg- unni niður. Þetta stafaði hugsanlega af tvennu: Aðstæðum í efnahagslífinu og því að forsenda fyrir virkri þátttöku Islendinga í samstarfi við aðrar þjóðir á efnahags- og atvinnusviðinu væri að verðbólgan næðist niður á svipað stig og gerist í öðrum löndum. Líklegt væri að menn gerðu sér almennt betri og betri grein fyrir því að það gæti orðið þjóðinni dýrkeypt að haga efnahagsmálum sínum á verulega annan veg en nágrannaþjóð- irnar gera. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.