Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. janúar 1990 Tíminn / VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Hernaðarbandalög í Evrópu hafa enn hlutverki að gegna Óneitanlega hafa vonir manna um friðvænlegt ástand í heiminum styrkst verulega að undanförnu. Þar valda mestu breyttar kringumstæður í Austur-Evrópu sem orðið hafa fyrir frumkvæði Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna. Má segja að það gangi kraftaverki næst sem hann hefur áorkað í þessum efnum. Fyrir frumkvæði hans hefur enn fremur orðið nokkur árangur í afvopnunarmálum og standa vonir til að nýir áfangar náist á því sviði á þessu ári, bæði í samdrætti svokallaðra hefðbundinna vopna í Evrópu og takmörkun langdrægra kjarnorkuvopna. Enn getur þó liðið talsverður tími þangað til afvopnunarmálum verður komið í það horf að ekki verði áfram sérstakrar aðgæslu þörf. Pess vegna er ekki kominn tími til að leggja hernaðarbandalög niður þótt menn líti á það sem takmark víðtækrar afvopnunar. Það erstaðreynd, sem ekki verð- ur litið fram hjá, að tilvist hernað- arbandalaganna tveggja í Evrópu, Atlantshafsbandalagsins og Var- sjárbandalagsins, hefur tryggt það jafnvægi í álfunni að friður hefur haldist, þrátt fyrir uggvænlegt ástand á tíðum. Enn er ástandið svo ótryggt að nauðsynlegt er að viðhalda þessum bandalögum ef ekki eiga að skapast að nýju svip- aðar aðstæður í álfunni og ríktu áður en þau komu til sögunnar. Bandalögin tvö hafa því enn mikilvægum hlutverkum að gegna sem þau þurfa að leysa sameigin- lega, eigi það ástand að skapast sem geti gert tilvist þeirra ónauð- synlega. Þessi hlutverk bandalaganna eru einkum tvö. í fyrsta lagi að halda áfram þeirri þróun í afvopnunar- málum sem leitt getur til öruggrar afvopnunar. Þetta getur tekið verulegan tíma því komast þarf yfir ýmsar torfærur bæði tæknilegs og stjórnmálalegs eðlis, en á þeim verður tæpast sigrast nema banda- lögin vinni saman að lausn þeirra af heilum hug. Það er næsta auðvelt að gera sér í hugarlund þann glundroða sem skapast gæti ef annað hvort bandalagið eða þau bæði hyrfu nú úr sögunni. Því er nauðsynlegt að þau starfi áfram og vinni saman, uns fullri afvopnun er náð. Annað verkefni bandalaganna, sem ekki er síður mikilvægt, er að semja um það samstarf eða þá skipan mála sem á að taka við af bandalögunum og tryggja friðinn í framtíðinni. Fyrr en slíku sam- komulagi er náð er ekki ráðlegt að leggja þau niður. Enn eru miklar torfærur á vegin- um til öruggrar afvopnunar. Sú stærsta og torleysanlegasta er víg- búnaðurinn á höfunum sem enn heldur áfram af miklum krafti. Bandaríkin hafa tvívegis orðið að koma Evrópu til hjálpar með því að senda þangað mikinn herafla. Þau óttast að Rússar geti með öflugum vígbúnaði á höfunum lok- að leiðum til Evrópu. Þess vegna leggja þau mikla áherslu á að þeirri leið verði ekki lokað. Á sama hátt óttast Rússar að með vígbúnaði sínum á höfunum geti Bandaríkja- menn gert kjarnorkuárásir frá skip- um á herstöðvar og borgir í Sovét- ríkjunum. Frá sjónarmiði beggja risaveldanna hlýtur vígbúnaðurinn á höfunum að vera einn vandleyst- asti þáttur afvopnunarmálanna. Hvorugur aðilinn mun vilja hætta honum einhliða. Því er nauðsyn- legt að semja um þetta mál. Það er hlutverk Átlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins að Ijúka slíkum samningum ef þau ætla ekki að eiga á hættu að allur árangur sem þegar hefur náðst í afvopnunarmálum verði unninn fyrir gýg, komi nýr Stalín eða Hitler til sögu. Vonandi tekst að ná samkomu- lagi hernaðarbandalaganna um af- vopnun á höfunum og Ijúka með því heildarsamkomulagi um raun- hæfa afvopnun. Þá má segja að Það er staðreynd, sem ekki verður litið fram hjá, að tilvist hernaðar- bandalaganna tveggja í Evrópu, Atlantshafs- bandalagsins og Var- sjárbandalagsins, hef- ur tryggt það jafnvægi íálfunniaðfriðurhefur haldist, þrátt fyrir ugg- vænlegt ástand á tíðum. Ennerástandið svo ótryggt að nauð- synlegt er að viðhalda þessum bandalögum ef ekki eiga að skapast að nýju svipaðar að- stæður í álfunni og ríktu áður en þau komu til sögunnar. hernaðarbandalaga væri ekki leng- ur þörf en eftir stendur sú spurning hvað á að taka við af þeim til að tryggja friðinn. Um það efni þarf þegar að fara að ræða og semja. Eðlilegast væri að fjalla um það á ráðstefnu leiðtoga ríkja sem nú eru í bandalögunum tveimur, ásamt þeim Evrópuríkjum sem eru utan þeirra. Þetta yrði ráðstefna í lík- ingu við Helsinkifundinn, þar sem leiðtogar allra Evrópuþjóða ann- arra en Albana komu saman, ásamt leiðtogum Bandaríkjanna og Kanada. Verkefni slíkrar ráðstefnu væri ekki aðeins að finna lausn á því hvernig tryggja ætti friðinn í þess- um heimshluta, þegar ekki væri lengur þörf fyrir Atlantshafsbanda- lagið og Varsjárbandalagið, heldur ætti hún einnig að fjalla um efna- hagslegt, viðskiptalegt og menn- ingarlegt samstarf þessara ríkja. Þeir atburðir kunna að eiga eftir að gerast í Asíu eða Afríku að bandalag þjóða í Evrópu og Norð- ur-Ameríku reynist óhjákvæmileg nauðsyn. Þetta málefni er svo mikilvægt að brýnt getur reynst að kalla slíka ráðstefnu saman strax á þessu ári og fresta því ekki til næstu ára þegar aðstæður gætu reynst óhag- stæðari. Um þessar mundir virðast skilyrði hagstæðari fyrir viðræður um þetta mál. Hér gildir að hamra járnið meðan heitt er. Eins og er eiga bandalögin, Atl- antshafsbandalagið og Varsjár- bandalagið, hlutverkum að gegna; að ljúka viðræðum um afvopnunar- málin og undirbúa það samstarf ríkja sem á að leysa hernaðar- bandalög af hólmi. LESENDUR SKRIFA Mannvirkin fornu sem enn eru óútskýrð Norðurálfumenn hinir fornu reistu stóra steina víðsvegar um norðanverða Evrópu. Þessi mann- virki vekja að vonum mikla athygli nútímamanna, ekki sfst vegna þess, að þessir jötunsteinar hafa oft verið sóttir langar leiðir. Það er eins og þessir löngu flutningar, stundum yfir mýrlendi, skóga og fjöll, hafi ekki verið þessum fomu mönnum sá þymir í augum, sem ætla mætti, því talið er alveg víst, að ekki hafi þeir haft við að styðjast þá þróuðu tækni sem nú á tímum er alveg nauðsynleg til þess að slík verk geti orðið unnin, en fyrir þúsundum ára mun ekki hafa verið öðmm verkfærum til að dreifa en þeim, sem úr steini vom gerð eða tré eða beini. Það lítur helst út fyrir sem þessir fornu menn hafi haft yfir að ráða einhverju því afli, sem okkar kynslóð kann ekki lengur tökin á, en rennir óljóst gmn í hvert kynni að hafa verið. Hin nýja lífaflfræði dr. Helga Pjeturss kynni hér að opna leiðina til skilnings: Það sem kalla mætti krafta- verk getur gerst fyrir tilstilli mikils fjölda samstilltra einstakhnga. Et tn vill væri hér að finna skýringu á hinum furðulegu langflutningum jötunsteinanna, sem þúsundum sam- an er að finna um norðanverða Evrópu, einkum í Englandi og Frakklandi. Sú spuming vaknar hvort þessir fomu menn hafi kunnað að beita svo samstilltum hugarkrafti sínum, að jafnvel stórbjörg hafi getað svifið í lofti um langa vegu og verið reistir upp á endann á þar til undirbúnum áfangastöðum. Hin nýju fræði segja okkur að slík fyrir- bæri kunni að vera framkvæmanleg, en þá ávallt og aðeins með tilstilli hinna lengra komnu, sem aðrar stjömur byggja og veitt geta hingað af orku sinni, ef nægum samhug og samstillingu er hér að mæta. Ýmsar fregnir benda til að hafning efnis og svif í lofti muni gerast enn í dag, þótt heldur hljótt fari. Austan úr Tíbet hafa t.d. fregnir borist fyrir fáeinum árnrn um framkvæmd klausturbyggingar einnar með þess- um hætti. Ef hin nýja lífsambandsfræði, hin íslenska heimspeki, færi að ná verð- ugri útbreiðslu, yrði auðveld fram- kvæmd ýmissa stórvirkja eitt af því, sem af slíkum stjörnusamböndum mundi leiða. Segja mætti raunar að með slíku skrefi til sambands íbúa stjarnanna, væri því stigi náð, sem dugað geti til algjörrar stefnubreyt- ingar í lífi jarðarbúa. Hér er það markmið, sem vinna verður að, og hér er það hlutverk sem íslenskri þjóð ber að sinna. Fmmkvöðull að vitandi og vísindalegu sambandi við lengra komna íbúa stjamanna, verð- ur hún að verða, ef framtíð hennar og heimsins alls á að verða borgið. Ingvar Agnarsson. Hér sést einn þeirra jötunsteina er Keltar hinir fomu fluttu (oft um langan veg) og reistu á fyrirfram ákveðnum stöðum í hringlaga hvirf- ingum eða í beinum röðum eftir vissu skipulagi. Enginn veit með vissu um tilgang þessara mann virkja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.