Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RttQSSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS ;t40,B,LAsr0i ÞRðSTIIR 685060 VANIR MENN Tíiniiin ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 Mikið fannfergi víðast hvar á Vestfjörðum: nn iæ i t uásl land Iveg na snjóflóða á Flateyri Almannavarnanefnd Flateyrar hefur enn ekki treyst sér til að aflýsa hættuástandi þar vegna snjóflóðahættu, en effir könnunarferð í gær kom í Ijós að nýtt snjóflóð hafði fallið úr fjallinu fyrir ofan bæinn og niður fyrir snjóflóða- varnirnar. Gífurleg snjókoma var á Vest- fjörðum um helgina og skapaðist af þeim sökum mikil snjóflóða- hætta í Hnífsdal og á Flateyri. Snjóþykktin mældist víða vel á annan metra sem þykir óvenju mikið eftir einn byl. Illa hefur gengið að ryðja snjó af vegum vegna nær stöðugs skafrennings. í dag og næstu daga er búist við áframhaldandi snjókomu og norð- austan 8-9 vindstigum. í gær unnu vegagerðarmenn á Vestfjörðum við að ýta út ruðning- um sem hlaðist höfðu upp eftir mokstur frá þvf um helgina. Aðal- áherslan var lögð á að halda vegin- um frá Súðavík til Bolungarvíkur opnum, en ekki var reynt að ryðja á fjallvegum eins og Breiðadals- heiði eða Botnsheiði. í dag og næstu daga er spáð sterkri norðaustanátt og snjó- komu. Vegagerðarmenn reiknuðu ekki með að geta átt við sjómokst- ur í dag ef þessi spá gengur eftir. Eftir ailt fannfergið um helgina skapaðist mikil snjóflóðahætta á Flateyri og í Hnífsdal. Fjórtán hús voru yfirgefin í Hnífsdal og níu á Flateyri. Almannavarnanefndir þar hafa stöðugt fylgst með snjón- um fyrir ofan bæina. Snjórinn er að þéttast en við það dregur úr flóða- hættu. Síðdegis í gær kom al- mannavarnanefnd ísafjarðar sam- an og ákvað að aflýsa hættuástandi. Hins vegar hefur slíkt ekki verið gert á Flateyri eins og áður segir og fólk sem yfirgefið hefur hús sín ekki fengið að snúa þangað aftur. Á Flateyri er notast við rafmagn úr varaaflstöð og horfur á að svo verði í nokkra daga. Snjóflóð féll á Hnífsdalsveg á Eyrarhlíð um klukkan níu á laugar- dagsmorguninn. Flóðið féll á snjó- ruðningsbíl sem var að ryðja veg- inn og hreif hann með sér út í sjó. Ökumaður bílsins, Jakob Þor- steinsson, komst við illan leik út úr bíinum og í land. Hann varð síðan að ganga illa klæddur og skólaus rúmlega tveggja kílómetra leið að hraðfrystihúsi í Hnífsdal. Mjög var dregið af Jakobi þegar hann komst hús því hann var illa til fara og þurfti að ganga á móti veðrinu. Þá féll snjóflóð á raflínuna milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Bol- víkingar þurfa því að notast við rafmagn frá varaaflsstöð. - EÓ Frá vinstri: Hjalti Zóphóníasson, Sigurður Helgason, Óli H. Þórðarson og Sigrún Óiafsdóttir. Tímaraynd Árni Bjarna Á síðasta ári urðu 828 umferðarslys á íslandi, þar af 28 dauðaslys: Bifhjólaslysum hefur fjölgað um helming A síðasta ári urðu 28 dauðaslys í umferðinni á íslandi, en 1988 létust 29. Heldur færri umferðar- slys urðu í fyrra en í hittiðfyrra eða 828 í stað 940. Hins vegar fjölgaði bifhjólaslysum um helming sem skýrist fyrst og fremst af stóraukn- um innflutningi á stórum og kraft- miklum bifhjólum. Margir virðast ekki hafa fullt vald á þessum hjólum. Þetta kom fram á blaða- mannafundi Umferðarráðs í gær. Undanfarin ár hafa að meðaltali farist 24 í umferðarslysum á íslandi sem þýðir tvö dauðaslys á mánuði. Dauðaslys á síðasta ári eru því yfir meðaltali. Af þessum 28 létust 2 ökumenn bifhjóla, 14 ökumenn bifreiða, 7 farþegar í framsæti, 4 farþegar í aftursæti og einn gang- andi vegfarandi. Af þeim 828 sem slösuðust á síðasta ári urðu alvarleg meiðsl í 310 tilvikum, en það er heldur meira en árið 1988. Slösuðum far- þegum í aftursæti fjölgaði úr 130 í 160. Slysum á gangandi vegfarendum fækkaði um þriðjung eða úr 136 í 96. Þessu vilja menn þakka að nú eru ökumenn skyldugir til að nota ökuljós. Bifhjólaslysum fjölgaði hins veg- ar um helming, úr 21 í 41. Megin ástæðan fyrir þessu er stóraukinn innflutningur á stórum og kraft- miklum bifhjólum. Hjörtur Jónsson, meðlimur í Sniglunum, segir að hvergi í heiminum aki menn á eins kraftmiklum hjólum og á íslandi. Hann segir að menn sækist stöðugt eftir stærri hjólum, hjólum sem þeir ráði hreinlega ekki við. Tveir ökumenn bifhjóla létust á árinu, en þeir höfðu báðir átt hjól sín í skamman tíma. Sum þessara kraftmiklu hjóla eru vel á annað hundrað hestöfl en venjuleg skellinaðra er um 2,5 hestöfl. Slysum í Reykjavík og á Reykja- nesi fækkaði verulega á síðasta ári. Hins vegar fjölgaði þeim talsvert mikið á Norðurlandi. Óli H. Þórð- arson, framkvæmdastjóri Umferð- arráðs, segir erfitt að skýra þetta en telur þó hugsanlegt að umferð- arhraði hafi aukist samhliða vega- bótum. -EÓ Akureyri: Tíminn opnar skrifstofu Tíminn hefur nú opnað ritstjóm- ar- og umboðsskrifstofu á Akureyri. Einn maður, Halldór Ingi Ásgeirs- son, starfar þar og gegnir hann bæði hlutverki umboðsmanns blaðsins og fréttamanns. Skrifstofan er til húsa við Skipagötu 13 (gengið inn að austan) og síminn þar er (96)-27890. Halldór mun hafa fasta viðveru á skrifstofunni fyrir hádegi virka daga til að byrja með en annars verður hann við eftir því sem tilefni gefa til. Er það von okkar að með opnun skrifstofunnar batni þjónusta við lesendur norðanlands til muna. íslenskir aöalverktakar: Rætt um eignar- aðild ríkisins Samningaviðræður milli ríkisins, Regins hf. og Sameinaðra verktaka sf. um aukinn eignarhlut ríkisins í íslenskum aðalverktökum eru hafnar. Samkvæmt samkomulagi viðræðuaðila er stefnt að því að samningum verði lokið fyrir aðal- fund íslenskra aðalverktaka á þessu ári. Eigendur hafa skipað fulltrúa í samninganefnd. Fyrir hönd ríkisins sitja í nefndinni þeir Stefán Frið- finnsson, Sighvatur Björgvinsson og Guðmundur Karl Jónsson. Frá Reg- in hf. Guðjón B. Ólafsson, Axel Gíslason og Sigurður Markússon. Frá Sameinuðum verktökum sf. Halldór H. Jónsson, Thor Ó. Thors og Snorri Tómasson. Auk þess verða kvaddir til sér- fræðingar eftir því sem þörf er á. SSH ENGIN ÁRÁS Komið hefur í ljós að saga ungu stúlkunnar frá Grindavík, um að leðurklæddur maður hefði sparkað í kviðinn á sér, á ekki við rök að styðjast. Þetta kom í ljós þegar stúlkan var yfirheyrð um helgina. Fjölmiðlar hafa skrifað um þetta mál á síðustu dögum og mikið er búið að leita að manninum sem átti að hafa ráðist á stúlkuna. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.