Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 30. janúar 1990 Tíminn 13 Guðrún Alda Matarspjallsfundur Landssamband framsóknarkvenna veröur meö matarspjallsfund í Lækjarbrekku, miövikudaginn 31. janúar nk. kl. 19.30, þar sem Guðrún Alda Harðardóttir fóstra kynnir drög að frumvarpi til laga um leikskóla. Allir velkomnir. LFK. Akureyrarferð FUF félaga Akureyrarferð FUF félaga verður farin helgina 9. til 11. febrúar. FUF á Akureyri mun taka á móti FUF félögum að sunnan til skrafs, skemmtunar og ráðagerða. Allir FUF félagar velkomnir. Haldið verður frá skrifstofum Framsóknarflokksins Nóatúni 21 síðla dags föstudaginn 9. febrúar og komið til Reykjavíkur að nýju sunnudagskvöldið 11. febrúar. FUF félagar á Vesturlandi og í Norðurlandskjördæmi vestra eru hvattir til að slást í hópinn. Farog gisting í svefnpokaplássi mun kostatvötil þrjú þúsund krónur. Nánari upplýsingar og skráning: Þórunn á skrifstofu Framsóknarflokksins s. 24480 á daginn. Guðmundur Birgir í síma 77044 á kvöldin. FUF félagar á höfuðborgarsvæðinu. m Elín R. Líndal Viðtalstími LFK Elín R. Líndal, varaþingmaður á Norðurlandi vestra, verðurtil viðtals, þriðjudaginn 30. janúar nk. kl. 17-19 í Nóatúni 21, sími 24480. Allir velkomnir. LFK. Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir Hreppamenn Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími verður á Flúðum, þriðjudags- kvöldið 30. janúar nk. kl. 21.00 Fundarboðendur. Staðan tekin Stjóm SUF og stjórnir FUF félaganna efna tll skrafs og ráðagerða- funda á næstu vikum sem hér segir: Fyrstu fundir: Hafnarfjörður, þriðjud. 30. janúar kl. 20 Keflavík, þriðjud. 6. febrúar kl. 20 Selfoss, fimmtud. 15. febrúar, kl. 20. Allir velkomnir. Stjórnin Framsóknarfólk Norðuriandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. SPEGILL DALLAS í upplausn? „Ewing-bræður“ rífast um nýju leikkonurnar í Dallas - bæði í sjónvarpinu og raunveruleikanum Nú er það fullyrt, að farið sé að síga á ógæfuhliðina hjá hinum lífsseigu DALLAS-þáttum. Þeir hafa gengið á annan áratug, en nú upp á síðkastið hafa ýmsir vinsælir leikarar í þáttunum sagt skilið við þá. Það á einkum við um kvenfólk- ið. Margar frægustu Dallas-konurn- ar eru nú hættar eða að hætta. Má t.d. nefna Victoriu Principal (sem lék Pamelu Ewing). Hún er hætt fyrir nokkru. Linda Gray (Sue Ellen, kona J.R.) hefur lengi talað um að hætta, og nú látið verða af því og sömuleiðis Priscilla Presley (Jenna). Áður höfðu hætt í Dallas þær Charlene Tilton (Lucy Ewing), Susan Howard (Donna Krebbs) og Jenilee Harrison (Jamie Ewing). Nýjar konur koma tii sögunnar En nú koma nýjar konur til sögunnar, og þá er það sem hefur kastast í kekki milli þeirra Ewing- bræðra, J.R. ogBobby,eða leikar- anna Larry Hagmans og Patricks Duffy. Larry Hagman er orðinn stjórn- andi í fyrirtækinu. Hann vill fyrir alla muni halda sjónvarps-þáttun- um gangandi og leggur sig í líma við að halda hópnum saman. Patr- ick Duffy hefur einu sinni hætt, - en kom aftur fyrir þrábeiðni Hagmans. Nú er talað um að Duffy sé mikið að hugsa um að hætta fyrir fullt og allt. Patrick Duffy segir að hinar nýju leikkonur, þær Cathy Podewell og Sheree J. Wilson, geti ekki komið í stað þeirra Lindu Gray og Victor- iu Principal, - en Cathy leikur Cally, nýja eiginkonu J.R. Ewing og Sheree J. Wilson leikur April, sem Bobby fellur fyrir og þau verða par. Þeir Patrick og Larry eru mjög ósammála um hlutverk þessara kvenna í þáttunum og er mikil togstreita milli þeirra. Nýlega heyrðist til þeirra að þeir hnakkrif- ust við upptöku á einum þættinum, og þá heyrðu viðstaddir, að Larry 'Hagman æpti fjúkandi vondur: „Staðreyndin er sú, - að ég er yfirmaður hér, og því ræð ég og þú verður bara að sætta þig við það.“ Það varð fátt um svör hjá Patrick Duffy. Cathy Podewell leikur nýju konuna hans J.R. Hún er hin glæsilegasta kona, en margir eru hræddir um að henni takist ekki að feta í fótspor Lindu Gray Patrick Duffy (t.v.) og Larry Hagman í hlutverkum sínum sem Bobby og J.R. Þarna er ósamkomulag milli Ewing- bræðra á döfinni, - en nú er líka úti vinskapurinn milli þeirra i raunveruleikanum Sheree J. Wiison hafa áhorfend- ur hér á landi séð í Dallas-þátt- um í hlutverki einhverrar „lausa- konu“ sem kemst yfir peninga vegna þess að hún var gift inn í Ewing-ættina (?) og nú kemur Bobby Ewing til skjalanna sem elskhugi hennar Þessar vinsælu leikkonur eru allar hættar: Linda Gray (t.v.) Priscilla Presley og Victoria Principal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.