Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 31. janúar 1990 Verðmæti milljónar á bankabók minnkaði í 888 þús.kr. í fyrra: Fé á bankabók skrapp saman um 11,2% 1989 Vextir á almennum sparísjóðsbókum voru að meðaltali 11,2% yfir áríð 1989 þegar verðbólga (hækkun framfærsluvísitölu) var 25,2%. Raunvextir á peningum á þessum bókum voru þvi 11,2% minni en engir. Svo dæmi sé tekið af einni milljón kr. á „ávöxtun“ slíkri bók í upphafi síðasta árs þá rýrnaði þús.kr. í vörslu bankanna. Fara verður allt aftur til óðaverð- bólguársins 1983 til að sjá svo háa neikvæða vexti á þessu „sparnaðar- formi“ banka og sparisjóða. Jafnvel þótt raungildið sé miðað við láns- kjaravísitölu, sem Seðlabankinn gerir ekki lengur, rýrnuðu fjármunir á sparisjóðsbók um 8,55% á þessu nýliðna ári frjálsra vaxta, borið sam- an við 2% rýrnun árið áður. verðgildi hennar í kringum 112 Um 13 milljarðar kr. voru inni á sparisjóðsbókum í lok nóvember s.l. (um 51.400 kr. á hvern landsmann). Rýrnun þeirrar upphæðar um 11,2% þýðir um einn og hálfann milljarð króna, sem bankarnir hafa tekið í „geymslukostnað". Að vísu eru það ekki nýjar fréttir að neikvæð ávöxtun peninga á spari- sjóðsbókunum hefur lengi verið Billiardborðið verður sett upp á billiardstofu sem verslunin Virkið rekur. Tímamynd: Ægir Meistaraborð á förum til Rifs Frá Ægi Þórðarsyni fréttaritara Tímans á Hellissandi: Mikill snókeráhugi hefur verið undanfarið á Rifi, Snæfellsnesi. Þar hefur verið starfrækt billiard- stofa sem verslunin Virkið hefur rekið sl. ár. Vegnaplássleysishefur aðeins eitt tíu feta borð verið í notkun, en það annar engan vegin eftirspum og hefur þurft að panta tíma með nokkrum fyrirvara til að tryggja sér notkun á því. Úr þessu verður bætt hið bráðasta, því til Rifs er von á einu frægasta borði sem til er hér á landi. Þessi mikli áhugi vaknaði eftir að heimsmeistaramót unglinga í snóker var haldið hér á landi sl. vetur og í framhaldi af því var fest kaup á borðinu. Verslunin Virkið hefur staðið fyrir þremur snóker- mótum á þessum tíma, en vegna þrengsla í salnum hafa áhorfendur getað fylgst með þeim í beinni útsendingu á sjónvarpsskermi sem komið var fyrir í sjoppu verslunar- innar. Nú er annar stórviðburður fram- undan, þar sem þeir Steve Davis og Alex Higgins munu hefja einvígi í snóker í Valshúsinu að Hlíðar- enda nk. miðvikudagskvöld og víst er að áhugamenn um þessa íþrótt munu fylgjast spenntir með einvíg- inu. Steve Davis hefur unnið heimsmeistaratitilinn sex sinnum, en Alex Higgins tvisvar og verður gaman að sjá hvort Higgins tekst að leggja núverandi heimsmeistara að velli, en Steve Davis hefur unnið það afrek að vinna andstæð- inga sína þrisvar sinnum með tíu römmum gegn engum, á stórmót- um. Það er ekki að ástæðulausu sem menn á Hellissandi og Rifi hafa sérstakan áhug á þessu einvígi þar sem borðið sem þeir leika á er nú í eigu verslunarinnar Virkisins, en eigendur hennar hafa lánað það til einvígisins að ósk Billiardbúðar- innar, en borðið var keypt hjá þeim. Eigendur Virkisins eru að fara að taka í notkun nýjan sal á efri hæð verslunarinnar og verða bæði boðin flutt þangað eftir að einvíg- inu lýkur. Þess má geta að þetta snókerborð var síðast notað í heimsmeistaramóti unglinga sl. vetur og eru menn að vonum stoltir yfir því að fá þetta fræga snóker- borð hingað til Rifs. Það er Bill- iardbúðin sem sér um uppsetningu og stillingu á borðinu. Séð yfir höfnina á Hvammstanga, eins og i mörgum byggðarlögum á landsbyggðinni er hún lífæð staðarins. Mynd öþ. Hvammstangi: Atvinnulíf á uppleið á ný regla fremur en undantekning. Rýmun um 11,2% á einu ári er hins vegar grófasta dæmið síðan bönkun- um var heimilað að ráða vöxtum sínum sjálfir. Þeirra svar hefur löng- um verið að þessar bækur séu að mestu notaðar sem veltureikningar og alþekkt sé að erlendir bankar borgi litla sem enga vexti á veltu- reikninga. í þeim löndum sem ís- lendingar hvað helst vilja miða sig við er verðbólga hins vegar gjarnan á bilinu 2-6%. Jafnvel þótt vextir væru þar 0% geta peningarnir ekki rýrnað meira en verðbólgunni nemur, þ.e. margfalt minna en í íslenskum bönkum. Tíminn spurði Eirík Guðnason aðstoðarbankastjóra Seðlabankans hvort honum væri kunnugt um við- líka rýrnun peninga á bankareikn- ingum í þeim heimshluta sem íslend- ingar kenna sig við? „Þetta er ekki þekkt, svo ég viti til nema þar sem verðbólga er mikil og hún er hvergi neitt þessu lík í námunda við okkur“. Eiríkur sagðist vel geta tekið undir að það mætti kallast ósiðlegt af bönkum að „ávaxta" fé almennings á þennan hátt. Nýjasta hefti Hagtíðinda sýnir þróun vaxta frá árinu 1983. Þar má m.a. sjá, að hafi einhver verið svo óheppinn að geyma 500 þús.kr. óhreyfðar á almennri sparisjóðsbók frá ársbyrjun 1983 væru nú 1.620 þús.kr. inni á bókinni. Sama upphæð á verðtryggðum reikningi bankanna væri hins vegar komin rúmlega 3,5 milljónir kr., eða meira en helmingi hærri. „Geymslugjald“ bankans fyrir slíka sparisjóðsbók - sem óefað er í eigu einhvers hluta eldri kynslóðar- innara.m.k. -erþví um l,9milljónir króna fyrir síðustu sjö ár. - HEI „Staðan hér á Hvammstanga er gerólík því sem hún var á sama tíma í fyrra en þá var útlitið verulega ótryggt þannig að maður vissi ekki hvort sum fyrirtækin héldu velli“ sagði Þórður Skúlason sveitarsjóri á Hvammstanga þegar fréttaritari hafði tal af honum fyrir skömmu. „Það var einkum fjárhagsleg endur- skipulagning hjá rækjuverksmiðj- unni Meleyri sem fram fór s.l. vor sem gerbreytti atvinnuástandinu á staðnum. Með tilkomu nýrra eig- enda í fyrirtækinu komu einnig ný skip sem hafa landað hér afla þannig að vinnsla í rækjustöðinni hefur stóraukist. Þá hefur einnig orðið mikil breyting til batnaðar hjá saumastofunni Drífu, en fjárhags- staða hennar var mjög erfið fyrri- hluta síðasta árs. Þarna tel ég að þær björgunaraðgerðir sem gripið var til með stofnun Atvinnutryggingasjóðs á sínum tíma hafi vissulega borið árangur.“ sagði Þórður. Mjög dauft var yfir atvinnulífinu á Hvamms- tanga s.l. vetur og atvinnuleysi meira en um langt árabil, nú er hinsvagar annað upp á teningnum enda hafa rækjuveiðar í haust gengið vel. Mikil vinna hefur verið hjá Meleyri þar sem um 50 manns starfa að jafnaði, síðari hluta ársins var þar unnið í tíu tíma á dag sex daga í viku. Auk Meleyrar eru Kaupfélag V-Hún- vetninga og Heisugæslustöðin stórir vinnuveitendur á Hvammstanga. - ÖÞ. Efnafræðin notuð í megrunarfræðunum Nýjasta bylgjan í megrunarfræöunum er megrunaráætlanir sem virka gegnum efnafræðilegt niðurbrot að mati höfunda þeirra. Ganga slíkir kúrar manna á milli og Iáta margir vel af slíku. Rétt er þó að minna á að næringarfræðingar mæla með að fólk borði hóflega af fjölbreyttu fæði en minnki fitu og sykurát. Tíminn birtir hér án ábyrgðar, til fróðleiks kannski frekar en gagns, „efnafræði-megrunarkúr“ sem geng- ið hefur manna á milli. Kúrnum má ekki breyta eða skipta um fæðuteg- undir. Ekkert má borða á milli mála. Nota má salt og pipar en ekki annað krydd. Sykurlausa gosdrykki getur maður drukkið í hófi á meðan á megrunarkúrnum stendur. Þar sem ekki eru gefnar nákvæmar upplýs- ingar um magn eða vigt ræður heil- brigð skynsemi. Borða á samkvæmt eftirfarandi áætlun þrjá daga í senn. Eftir þessa þrjá daga má aftur borða venjulegan mat í fjóra daga en samt ekki of mikið og sykur og fitu verður auðvit- að að takmarka. Eftir fjóra daga á venjulegu fæði má endurtaka þriggja daga áætlunina. Með öllum málsverðunum á að drekka svart kaffi, te eða vatn. 1. DAGUR: 1/2 greipávöxtur 1 ristuð franskbrauðsneið 2 tsk. hnetusmjör 1/2 bolli af túnfiski 1 ristuð franskbrauðsneið 2 sneiðar af kjöti, 85 grömm (sama hvaða tegund) 1 bolli af grænum löngum baunum 1 bolli af rauðrófum 1 lítið epli 1 bolli vanilluís 2. DAGUR: 1 harðsoðið egg 1 ristuð franskbrauðsneið 1/2 banani 1 bolli af kotasælu 5 stk. saltkex 2 pylsur 1/2 bolli gulrætur 1 bolli broccoli Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir heldur fund í kvöld og hefst hann kl. 20:30 í Skólabæ, Suðurgötu 26. Á fundinum mun Guðrún Ólafs- dóttir, dósent í landafræði, segja frá fundi sem hún sótti í Hollandi í desember hjá áhugahópi um 1/2 banani 1/2 bolli vanilluís 3. DAGUR 1 harðsoðið egg 1 ristuð franskbrauðsneið 2-3 sneiðar ostur (Cheddar) 5 stk. saltkex 1 lítið epli 1 bolli túnfiskur 1 bolli rauðrófur 1 bolli blómkál 1/2 hunangsmelóna 1/2 bolli af vanilluís Eins og sjá má er samsetningin nokkuð frumleg en vanilluís og hnetusmjör hafa hingað til ekki talist megrunarfæða. Vafalaust er þarna verið að ná fram þeirri efna- fræðilegu verkun sem veldur töfrum megrunarkúrsins og talað er um í skýringartexta sem fylgir blaðinu sem fjölmargir Reykvíkingar hafa nú undir höndum. SSH kvennarannsóknir í Evrópu. Einnig mun verða rætt um það markverð- asta sem er á döfinni í kvennarann- sóknum í hinum ýmsu greinum. Kristín Bjömsdóttir, lektor í hjúkmnarfræði, opnar umræðuna með því að fjalla um tengsl kvenna- rannsókna og hjúkrunarfræði. Kvennarannsóknir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.