Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 31. janúar 1990 Tíminn 13 Guðrún Alda Matarspjallsfundur Landssamband framsóknarkvenna veröur meö matarspjallsfund í Lækjarbrekku, miðvikudaginn 31. janúar nk. kl. 19.30, þar sem Guðrún Alda Harðardóttir fóstra kynnir drög að frumvarpi til laga um leikskóla. Allir velkomnir. LFK. Akureyrarferð FUF félaga Akureyrarferð FUF félaga verður farin helgina 9. til 11. febrúar. FUF á Akureyri mun taka á móti FUF félögum að sunnan til skrafs, skemmtunar og ráðagerða. Allir FUF félagar velkomnir. Haldið verður frá skrifstofum Framsóknarflokksins Nóatúni 21 síðla dags föstudaginn 9. febrúar og komið til Reykjavíkur að nýju sunnudagskvöldið 11. febrúar. FUF félagar á Vesturlandi og í Norðurlandskjördæmi vestra eru hvattir til að slást í hópinn. Farog gisting í svefnpokaplássi mun kosta tvö til þrjú þúsund krónur. Nánari upplýsingar og skráning: Þórunn á skrifstofu Framsóknarflokksins s. 24480 á daginn. Guðmundur Birgir í síma 77044 á kvöldin. FUF félagar á höfuðborgarsvæðinu. Staðan tekin Stjórn SUF og stjórnir FUF félaganna efna til skrafs og ráðagerða- funda á næstu vikum sem hér segir: Fyrstu fundir: Keflavík, þriðjud. 6. febrúar kl. 20 Selfoss, fimmtud. 15. febrúar, kl. 20. Allir velkomnir. Stjómin Steingrímur Guðmundur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Félagsheimili Húsavíkur miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20.30. Frummælendur: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Guð- mundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Að framsöguræðum loknum, fyrirspumir og frjálsar umræður. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Husavíkur Við hvetjum ykkur eindregið til þess að taka sæti á framboðslistum Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor og hafa með því áhrif á starf og stefnu ykkar sveitarfélags. stjórn LFK. Húsvíkingar - Þingeyingar Framsóknarkonur Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. SPEGILL Féll á ökuprófi 47 sinnum á 15 árum Hinn bitri sannleikur er hins vegar svona. Git Kaur Randhawa féll svo oft á ökuprófi að hún komst í metabók Guinness fyrir vikið. Á fimmtán ára þrautagöngu gerði hún allar vitleysur sem hægt var að hugsa sér, allt frá því að aka of hratt til þess að vera nær búin að aka yfir gangandi vegfaranda. Reyndar var augnvottorðið það eina sem var í lagi. Hún hefur eytt sem svarar 240 þúsund krónum í ökukennslu og bæði prófdómarar og kennarar eru búnir að fá sig fullsadda á frúnni. Þegar hún reyndi við prófið í 48. sinn tókst henni loksins að ná og fékk skírteinið í hendurnar. Frú Randhawa býr í Middlesex í Englandi og ekur nú eftirlitslaus þar um götur. Þetta er sett hér fram þeim til viðvörunar sem hyggja á ferðalög á þær slóðir. Git Randhawa með langþráð öku- skírteini. Hver vill ekki Iíta svona út 73 ára? Frank Sinatra gerður Ellibelgurinn Frank Sinatra lítur út eins og kjúklingur á myndum í auglýsingu frá Revlon. Þetta hefur vakið mikla athygli og allt hefur verið reynt til að komast að leyndarmálinu. En þeir hjá Revlon eru ekki á ' því að gefa upp hvernig hægt er að láta fólk líta út fyrir að vera 25 árum yngra en það raunverulega er. Að sögn er þetta gert með því að stífmála vikomandi, nota rétta birtu og hressa síðan upp á mynd- irnar með nýjustu tækni. En árangurinn er góður eins og sést á myndum sem hér fylgja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.