Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 16
AUOLVSINQASÍMAR: 680001 — 636300 m SAMVINNUBANKINN | í BYGGDUM LANDSINS | PÓSTFAX TIMANS 687691 ÞRttSTUR 685060 VANIR MENN RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hofnorhúsinu v/Tryggvogötu, g 28822_________ Tíminn MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990 Ríkisstjómin tryggir að kjarasamningar takist. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Sl Úll iing u r á verc Ibc ►Igi u- fá rir me r fagnaí iar efi ni „Samningaviðræðurnar að þessu sinni hafa sýnt glöggt almennan skilning á nauðsyn þess að ná verðbólgunni niður. Ég hef lagt áherslu á þetta um langt skeið. Það ástand sem ríkt hefur gengur ekki lengur. Við verðum að brjóta blað og leggja áherslu á að verðbólga hér verði sambærileg og erlendis. Ég get því ekki annað en fagnað þeim sjónarmiðum sem hafa komið fram hjá samningsaðilum í kjara- samningunum að undanförnu," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í gærkvöldi. Eftir fund forystumanna aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar- innar í gær varð ljóst að ríkisstjórn- in mun tryggja kjarasamninga þá sem aðilar hafa orðið ásáttir um í aðalatriðum. Tilgátur eru um að kjarasamn- ingarnir gætu kostað ríkissjóð 1,2- 1,3 milljarða. Forsætisráðherra sagði að það gæti látið nærri en vildi þó ekki nefna ákveðnar tölur í þessu sambandi. Það væri þó ljóst að um helmingur útgjalda ríkisins vegna þeirra yrði vegna niður- greiðslna landbúnaðarafurða. Forsætisráðherra sagði að hækk- un niðurgreiðslna á síðasta ári hefði átt að gilda tímabundið og draga hefði átt úr þeim aftur. Það yrði nú ekki gert. Ríkisstjórnin hefði í raun teygt sig eins langt og unnt var til að samningar tækjust. Auk óbreyttra niðurgreiðslna verður svonefnt frítckjumark hækkað þannig að lífeyrisgreiðslur munu lækka seinna greiðslur ellilíf- eyris en nú er. Þetta mun kosta ríkissjóð um 300 milljónir. Eftir fundinn með ríkisstjórninni sem fram fór í Stjórnarráðinu héldu samningsaðilar aftur til Karphússins til að leggja síðustu hönd á væntanlega samninga í samningsdrögum þeim sem voru á borðinu þá var gert ráð fyrir að laun hækkuðu 1. febrúar og 1. júní n.k. um 1,5% og um 2% 1. des. kaupið verði lagað 1. maí og 1. september fari verðlag yfir rauð strik. Þann 1. nóvember er samningur- inn uppsegjanlegur af beggja hálfu ef forsendur hans riðlast. Gerist ekkert slíkt skal samningurinn gilda til 1. sept. 1991 og bjuggust þeir við að samningar yrðu undir- ritaðir nú í morgunsárið eða í dag kæmi ekkert óvænt upp. Forsætisráðherra sagði í gær- kvöldi að ríkisstjórnin væri mjög ánægð með markmið þessara samningsdraga og vildi stuðla að því að þeir tækjust. Hún væri reiðubúin til að vinna með samn- ingsaðilum í framhaldi af samning- unum að því að tryggja að mark- mið þeirra næðust. -sá Steingrímur Hermannsson. Arnarflug: Öllum hefur verið sagt upp Öllum starfsmönnum Arnarílugs samningum og lögum. Ástæðan sem mun hafa verulegar breytingar í för hf. hefur nú verið sagt upp störfum forráðamenn fyrirtækisins hafa gefið með sér, en einhverjum hluta starfs- frá og með morgundeginum 1. upp fyrir uppsögunum er fyrirhuguð fólks sem nú hefur verið sagt upp febrúar og miðast uppsagnirnar við endurskipulagning í rekstri fyrir- verður boðin endurráðning. þann uppsagnarfrest sem starfs- tækisins. M.a. er nú unnið að því að mennirnir hafa samkvæmt kjara- fá nýja aðila inn í reksturinn sem Utanríkisráðherra Hollands, Hans van der Broek, er í opinberri heimsókn hér á landi. í gær ræddi hann við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra íslands í ráðherrabústaðnum. Á fundi ráðherranna var rætt um samskipti ríkjanna á breiðum grundvelli. I*á var málefni Evrópubandalagsins ofarlega á baugi. í dag mun hollenski utanríkisráðherrann hitta Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, Steingrím Hermannsson, forsætis- ráðherra og Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra. ríniamynd Arni Bjama Tilraun til manndráps, rán, þjófnaðir og skjalafais: Sex ára fangelsi Ung kona hefur verið dæmd í sex ára fangelsi fyrir rán, þjófnaði, skjalafals og tilraun til manndráps. Konan stakk mann lífshættulega í kviðinn á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur, aðfaranótt 26. ágúst sl. og þurfti að flytja hann á sjúkra- hús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Tíminn hafði ítarlegt viðtal við manninn er stunginn var, eftir að hann kom heim af spítalanum. Hann heitir Sigurjón Þór Friðþjófsson. í viðtalinu sagði Sigurjón svo frá að hann hefði ásamt kunningja sínum farið út að skemmta sér og lá leið þeirra m.a. á Gullið í Austurstræti. Þar sátu þeir og spjölluðu saman. „Allt í einu tók ég eftir því að ryskingar voru í uppsiglingu skammt frá okkur. Ég er maður friðarins og algerlega mótfallinn ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Því stóð ég upp og hugðist stilla til friðar. Þegar ég var staðinn upp úr sófan- um, og hafði tekið tvö til þrjú skref fannst mér sem ég hefði verið kýldur í síðuna. Ég hneig strax í gólfið,“ sagði Sigurjón í viðtalinu. Hann var fluttur í hendingskasti á Borgarspítalann þar sem fram- kvæmd var bráðaaðgerð og varð m.a. að fjarlægja miltað úr honum. Stúlkan sem verknaðinn framdi og nú hefur verið dæmd, hefur oft komist í kast við lögin. Sama dag og hún stakk Sigurjón hafði hún losnað úr gæsluvarðhaldsvist. Hún var varla búin að vera laus í 16 tíma er hún Sigurjón Þór Friðþjófsson á heimili sínu skömmu eftir að hann kom heim af spítalanum. Timamynd Pjetur veitti Sigurjóni lífshættulega stungu, algerlega að tilefnislausu að því er virðist. - ABÓ 11 handteknir Síðdegis í gær handtók fíkni- efnalögreglan ellefu manns vegna gruns um fíkniefnamisferli. Fólk- ið var statt í húsi við Hverfisgöt- una í Reykjavík þegar það var handtekið. Rannsókn málsins og yfirheyrslur stóðu yfir í gærkvöldi og var engar nánari upplýsingar að fá hjá fíkniefnalögreglunni að svo stöddu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.