Tíminn - 06.02.1990, Síða 6

Tíminn - 06.02.1990, Síða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 6. febrúar 1990 Tíininn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 ,0rð Halldórs Ásgrímssonar Ástæða er til að vekja af alvöru athygli á þeirri staðreynd að við gerð nýrra kjarasamninga hefur ríkt annað hugarfar en oft hefur þótt einkenna umræður um kaup og kjör hér á landi. Ekki hefur áður komið skýrar í Ijós en nú að aðilar vinnumark- aðarins viðurkenna að almennir kaupgjaldssamn- ingar séu svo mikilvægur hluti af efnahagskerfinu að þá verður að sníða að öðrum þáttum þess. Allt ósamræmi efnahagsstærða leiðir til einskis nema jafnvægisleysis í atvinnu- og efnahagslífi. Þessi viðhorfsbreyting er sérstaklega mikilvæg fyrir þá nauðsyn sem það er að koma á stöðugri verðlagsþróun, útrýma hinni landlægu íslensku verðbólgu. Þess er að geta að þrátt fyrir langdregna efnahagserfiðleika, sem mjög eru hafðir á orði, hefur efnahagskerfið verið að jafna sig, m.a. þannig að raungengi krónunnar hefur aðlagast útflutnings- skilyrðum og bætt stöðu útflutnings- og samkeppnis- greina. Á þetta benti Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra mjög skýrt í ágætri yfirlitsræðu um efnahagsmál á fundi Stjórnunarfélags íslands fyrir tveimur mánuðum, um það bil sem alvara var að komast í samningaviðræður um kaup og kjör. í þessari ræðu hélt Halldór Ásgrímsson því fram að með samstilltu átaki ráðamanna þjóðarinnar utan þings og innan væri unnt að koma verðbólgu niður á 5% stigið á þessu ári og tryggja með því varanlegan stöðugleika í efnahagslífinu, halda uppi fullri atvinnu og treysta kaupmátt launa. Með þessu var sjávarútvegsráðherra m.a. að sýna fram á að þróun efnahagsmála á tíma núverandi stjórnarsamstarfs frá haustinu 1988 hefur verið hagstæð og skapað skilyrði fyrir varanlegar efna- hagsúrbætur. í ræðu sinni tók Halldór Ásgrímsson það fram, að nauðsynleg, forsenda þess að bætt efnahagsskilyrði fengju notið sín væri að við almenna kjarasamninga yrði tekið mið af þeim efnahagslega veruleika sem þjóðin byggi við. Þessi orð sjávarútvegsráðherra voru tímabær áminning fyrir tveimur mánuðum þegar aðilar vinnumarkaðarins voru að hefja viðræður sínar. Að sjálfsögðu átti málflutningur Halldórs Ásgrímsson- ar víða hljómgrunn, þ.á m. hjá ýmsum forystu- mönnum launþega og verkafólks eins og vel hefur komið í ljós að undanförnu og einkennir nýgerða kjarasamninga. Þess vegna tala menn nú um við- horfsbreytingu í kaupgjaldsmálum. Þess vegna gera menn sér vonir um að nýju kjarasamningarnir séu í raun tímamótasamningar. Ef um tímamót er að ræða felst það ekki síst í því að nú á að ná fram kaupmáttartryggingu með því að forðast verðbólgu, og ekki aðeins það heldur koma verðbólgu niður á viðráðanlegt stig til frambúðar. Þótt þetta sé yfirlýst markmið eru orð Halldórs Ásgrímssonar í fullu gildi: Samstaða áhrifaafla þjóðfélagsins um efna- hagsþróun má ekki bresta. GARRI I öðrum kirkjugarði Yfirkirkjugarðsvörður landsins, Bjöm Th. Bjömsson, hefur undan- farið þulið landsmönnum ýmislegt frá Kaupmannahöfn í sjónvarpi um helgar og hefur sumt af því verið skemmtilegt, þótt leiðigjarnt hafi verið að hlusta á hvar fslend- ingar drakku á knæpurápi sínu, enda er drykkjuskapur íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn lítt frásagnarverður. Frægðarsögur af þessu tagi fengu þau eftirmæli á þessari öid að einn síðasti þrásetu- gesturínn á dönskum knæpum hafi ekki orðið annað en flöskubrot á öskuhaug borgarínnar, þótt hann hafi haldið að hann væri full flaska. Þessi setning var seint fyrirgefin af þeim sem hún átti við og öllum hinum sem héldu sig mikla menn í brennivínsþokunni. Rótast í kirkjugörðum Undir lok þáttanna brá Björn Th. Björnsson sér í gamla Hjástoð- ar kirkjugarðinn í Höfn og lét meðal annars reisa við stein Kon- ráðs Gíslasonar „live“ í sjónvarp- inu. Er langt frá því að þar hafi veríð um að ræða fyrsta kirkju- garðinn, sem Björn hefur afskipti af. Hann hefur ritað bók um kirkjugarðinn við Suðurgötu, og rakst þá á leiði Þorleifs Repps og kom á athöfn við það leiði, þótt ekki værí Þorleifur grafinn aftur. Átti þessi athöfn að byggjast á þeirri hæpnu sagnfræði, að Þorleifi hefði ekki verið nægur sómi sýndur þegar hann var grafinn. Segir þó Benedikt Gröndal, að andlát og jarðarför Ófeigs í Fjalli hafi fallið í skuggann af jarðarför Þorleifs Repp, svo mikla viðhöfn sýndu menn Þorleifi. Var þó Ófeigur einn af kunnustu íslendingum á sinni tíð. En það hefur svo sem engan skaðað að sýna Þorleifi Repp sóma. En þessi kirkjugarða árátta er undarleg, einkum vegna þess að hún virðist sérstaklega íþyngja áhangendum sérstakra pólitískra sjónarmiða, eins og nokkurskonar forboði um að ekki sé nóg grafið. Danskur bakari Þegar jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar vora fluttar heim nokkru eftir stríðslok og jarðsettar að nýju í þjóðargrafreitnum á Þing- völlum, bar það að með óvirðuleg- um hætti og miklum þeytingi norð- ur í Öxnadal og síðan suður aftur. Heimflutningurínn á líkamslcifum Jónasar varð fyrir tilstiUi Sigurjóns á Álafossi, og hið opinbera greip - ekki inn í fyrr en kom að jarðsetn- ingunni á Þingvöllum, þar sem Einar Benediktsson hvíldi fyrir. Nokkrír helstu ríthöfundar og skáld voru fengnir til að bera. En sá sem er talinn mestur rithöfundur samtímans var ekki fenginn til að halda undir horn á kistunni. Hann var hins vegar viðstaddur á Þing- völlum þennan dag og vissi hvað fram fór. Seinna skrífaði hann um „beinin“ í skáldsögu sem út kom árí síðar eða svo. Þá gekk sú saga að beinin væru alls ekki af Jónasi, heldur hefðu uppgrafarar lent á beinum dansks bakara. En þótt samneyti okkar við Dani hafi veríð langt og mörg ölkrúsin hafi veríð tæmd á því tímabUi, fannst ýmsum óþarfi að búa dönskum bakara leg á Þingvöllum. Leiði Jónasar fundið? Söguburður af þessu tagi er í nánum tengslum við það pólitíska andrúmsloft sem ríkti á íslandi um það leyti sem beinin voru flutt heim. Vel má gera sér í hugarlund, að betra hefði verið ef stjóravöld hefðu haft frumkvæði að heim- flutningnum. Það hefði þó varla breytt miklu um söguburðinn, en móttakan hefði orðið virðulegri. Síðan hefur þessi söguburður um danska bakarann eða jafnvel konu hans lifað góðu lífi. Og enn kemur maður til sögunnar, Björa Th. Björasson, og lýsir því yfir í sjón- varpi, staddur í Hjástoðar kirkju- garði, að fyrir augum hans sé leiði Jónasar Hallgrímssonar, og það hafi aldrei veríð hreyft við því. Sagan um danska bakarann er því í fullu gildi enn, því samkvæmt Bimi liggur Jónas í öðrum kirkju- garði en við ætlum. Þá er ekki úr vegi að benda á, að enn eru það bræður í ákveðinni pólitískrí trú, sem halda þessum efasemdum á lofti. Rannsókn á beinaþrugli En nú verður ekki við þetta unað lengur. Einhvern tíma verða menn að standa við það, sem þeir segja. Komið er á fimmta tug ára frá því byrjað var að draga í efa að ' um líkamsleifar Jónasar væri að ræða í þjóðargrafreitnum á Þing- völlum. Jónas á ekki þennan vafa skUinn. Það er hneyksU, að af knæpurápi í Kaupmannahöfn skuli spretta að nýju sögusögn um að Jónas hvíli enn ytra. Það er líka hneyksli að þeirri sögu skuli enda- laust haldið við af mönnum sem aðhyUast ákveðna hugmynda- fræði. Af þeim ástæðum er ekki um annað að gera en hið opinbera láti fara fram rannsókn á þessu máli nú þegar svo gengið verði úr skugga um það, í eitt skipti fyrír öll, hvar Jónas Uggur, ef það mætti verða til þess að kirkjugarðafræði þessara manna og beinaþrugl flyttist á aðra staði, þar sem meira er af þeim, eins og í austurblokkinni. Garrí VÍTT OG BREITT Að lifa á íslandi Ekki hefur verið meira um ann- að rætt að undanförnu en snjóana á norðanverðum Vestfjörðum, ísa- firði og Hnífsdal, Flateyri og Suðureyri og nálægum byggðum. Fjölmiðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af snjóþyngslunum, snjóflóðahættunni og raunveruleg- um snjóflóðum sem fallið hafa. Snjóflóð og skíðasnjór Síst er ástæða til að hafa gegn því að fréttir séu fluttar af veður- farsástandinu í landinu og sagt frá því hvernig veðrin leika landsbúa. Því verður heldur ekki haldið fram hér að snjóafréttirnar af Vestfjörð- um hafi ekki verið eðlilegt frétta- efni eins og á stóð, að nokkru leyti vegna þess að það sem af er þessum vetri hafa ekki verið nein tiltakanleg snjóþyngsli í landinu, varla meiri en við er að búast. Önfirðingur sagði t.d. í viðtali við Tímann að fram yfir jól hefði tíðin verið svo mild að sauðfé hefði rásað upp um fjallshlíðar og ekki verið fúst til að yfirgefa beitina þar, en snjóakaflinn hefði byrjað mjög skyndilega og óneitanlega orðið langur og erfiður. Á Vest- fjörðum hefur fólkið á orði, að brátt fari þessum veðraham að ljúka en eftir verði ágætur skíða- snjór sem ungir og gamlir kunna vel að meta. Því er það að þótt auðvitað séu veður og fannfergi fréttnæmt efni, þá er eigi að síður ástæða til að varast að ofgera frásagnir af slíkum fyrirbærum. Fréttamenn verða að kunna þá list að beita eðlilegum samanburði á því sem er að gerast og því sem hefur gerst og setja atburði í rétt náttúrlegt og sögulegt samhengi. Að öðrum kosti eru þeir að opinbera fáfræði sína gagnvart þeim sem betur vita. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er ekkert eðlilegra en að heilu landshlutarnir fyllist af snjó á þorranum. Slíkt á ekki að koma neinum á óvart. Menn geta sagt að það sé einn af „áhættuþáttunum" við að búa á íslandi. En það mætti alveg eins snúa þeirri hugsun við og segja að snjóþyngsli séu árviss á íslandi, þ.e.a.s. eðlilegur þáttur í íslensku náttúrufari, sem allir verði að gera sér grein fyrr og láta sér aldrei koma á óvart. Fræpöntun á þorranum Og það er þannig sem fólk, sem er rótgróið í snjóbyggðum, hugsar. Því koma snjóþyngslin ekki á óvart. Það er undir þau búið. Nýlega heyrði sá sem þessar línur ritar starfsmann í blómabúð í Reykjavík segja frá því - eftir að útvarpið hafði þulið óveðursfréttir úr Önundarfirði og Hnífsdal með greinargóðum lýsingum á hættum sem vofðu yfir mannabyggð og samgönguleiðum - að í búðina hefði hringt þennan sama dag kona frá Flateyri til þess að panta sér blómafræ. Þessi kona hafði ekki látið þorraveðrin trufla sig í því að búa sig undir vorverkin í blóma- garðinum sínum. Hún vissi áreið- anlega eins vel og frekast er hægt, hvernig veður og snjóar léku ýmsa Vestfirðinga þá stundina, enda var hún ein af þeim og sjálf á kafi í snjó. En hún lét eins og ekkert amaði að sér og hélt áfram að búverka, gera nauðsynlegar ráð- stafanir í ræktunarmálum sínum tímanlega og af fyrirhyggju. Það er þetta fólk sem veit hvernig á að lifa á íslandi. I.G.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.