Tíminn - 06.02.1990, Page 7
Þriðjudagur 6. febrúar 1990
Tíminn 7
jlllll AÐ UTAN lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll[|||||[llllllll[|||||llllllllllllllllllillllllllllllllllll|||[||||||lillllllllllllllll||||||||||||[[[|||||||||||||||||||||||||||l[|||[|[||[llll[ll|||l|||||||||||||||||||||[||ll||||||||ll|||l||l|||||||||||Tl
KAMBODIA
Rauðir khmerar ákveðnir í að ná völdum á ný
Enn er Kambódía í heimsfréttunum og eins og verið hefur síðustu áratugi eru
fréttirnar þaðan ófriðvœniegar. Það er ekki svo ýkja langt síðan Vesturlanda-
búar sem þangað komu voru á einu máli um að landið vœri sérlega fagurt og
frítt og íbúarnir einstaklega elskulegir. En þá hófu stórveldi heimsins að
skipta sér af málum þar, ýmist beint eða óbeint, með hroðalegum afleiðing-
um. Hámarki náði blóðbaðið og skelfingin á valdaárum Rauðu khmeranna,
sem Kínverjar styðja að málum, frá því í apríl 1975 til janúar 1979, þegar
a.m.k. ein milljón manna var drepin og þjóðskipulag allt lagt í rúst. Þá gerði
víetnamski herinn innrás í landið og síðan hafa stórveldin verið að ráðskast
með hvernig málum skyldi háttað í landinu í framtíðinni. Víetnamar yfirgáfu
landið í september sl. skv. samningum og síðan hefur verið reynt að búa svo
um hnútana að samsteypustjórn andspyrnuafla taki sameiginlega að sér
stjórn landsins. En Rauðu khmerarnir eru þegar farnir að láta til sín taka og
íbúum Kambódíu hrýs hugur við ef þeir eiga enn eftir að ná völdum. Blaða-
maður The Sunday Times var á ferð í Kambódíu skömmu áður en víet-
nömsku hermennirnir fóru og komst alla leið að landamœrum Thailands.
Hann segir hér á eftir frá því sem hann varð vísari. Og þó að nokkuð sé um
liðið er ástandið jafnótryggt og fyrr.
Ungir hermenn Rauðu khmeranna eru kannskl ekki óttalega vígalegir að s]á en íbúum Kambódíu stendur skelfilegur
stugguraf þelm.
Bræður Pols Pot hata
hann
Bróðir Pols Pot sat á hœkjum
sér á tekkgólfinu í húsi sínu og
dreypti á tei. Eftir u.þ.b. eina
klukkustund sagði hann af óvœnt-
um ákafa: „Eg vildi aö bróðir minn
liíði í öðrum heimi“.
„Ég hef orðið fyrir miklum von-
brigðum með hann. Ef hann kemur
nokkurn líma aflur til œttarþorpsins
síns œtti að bjóða hverjum einasta
Khmera á lífi að skera hann meö
rakvélarblaði."
Pol Pot gerði land sitt að einum
allsherjarvígvelli og sú hœtta vofir
yfir landi hans nú, að sagan endur-
taki sig. Pol Pot er orðinn 61 árs
og nafn hans vekur enn ákaft hatur
í brjósti manna. Upphaflegt nafn
hans var Saloth Sar. Saloth Seng,
76 ára, og Saloth Nhep, 63 ára, eru
þeir tveir eldri brœður hans sem
enn eru á lífi. Þeir liðu eins miklar
þjáningar og allir aðrir á þeim tíma
sem Rauðu khmerarnir réðu lögum
og lofum í landinu og myrtu a.m.k.
eina milljón manns. Seng gleymir
því aldrei þegar menn Pols Pot
drápu son hans, þá 13 ára gamlan,
meö því að slá hann fast í hnakkann
meö landbúnaðarverkfœri.
Engin þjóð í heiminum hefur
orðið að líða viðlíka þjáningar síð-
ustu tvo áratugina og sú kambód-
íska. Undir forystu Pols Pot drápu
Rauðu khmerarnir yfir eina milljón
af íbúum Kambódíu á þrem valda-
árum, frá apríl 1975 lil janúar 1979.
íbúar borga voru neyddir lil að yftr-
gefa heimili sín, sérhver vottur af
mannrétlindum var afmáður, fjöl-
skyldur voru skildar að og fólk
þvingað til að dveljast í sveitahér-
uðum viö fangabúöavist.
I janúar 1979 gerði víetnamski
herinn innrás í Kambódíu og rak
þessa harðstjórn frá völdum. En
hreyfing Rauðu khmeranna hefur
gengið í endurnýjun lífdaganna,
endurvopnuð á kostnað Kínverja,
sem hafa skuldbundið sig til að
heyja þreytistríð gegn Víetnömum,
sem njóta stuönings Sovétmanna,
allt til „síðasta khmera“. Enginn
forystumanna Rauðu khmeranna,
og síst af öllum Pol Pot sem sagður
er hafa dvalist á landamœrum Thai-
lands og Kambódíu með nýrri eig-
inkonu og þrem börnum, hefur ver-
ið látinn gjalda glœpa sinna.
Nú eru 30.000 Rauðir
khmerar undir vopnum
Rauöu khmerarnir hafa á sínum
snœrum a.m.k. 30.000 vopnaða
menn og eru þar af leiðandi öflug-
astir þeirra þriggja andspymuhreyf-
inga sem hafa barist gegn stjórn-
völdunum sem Víetnamar komu á
fót. Andspyrnu“stjómin“ þar sem
Rauðu khmerarnir hafa töglin og
hagldirnar, nýtur viðurkenningar
Sameinuðu þjóðanna.
En nú eru Rauðu khmerarnir
reiðubúnir að hrifsa völdin aftur í
sínar hendur. Pol Pot afsalaði sér
sínu síðasta embœtti í júní sl., en
erlendir stjórnarerindrekar segja að
það sé aðeins í þeim tilgangi að
fegra þá mynd sem Rauðu khmer-
arnir hafa í augum umheimsins.
Brœður hans, sem aldrei höfðu
talað við Vesturlandabúa fyrr en
blaðamann The Sunday Times bar
að dyrum þeirra, eyða efri árunum í
rólegu þorpi á árbakka þar sem Pol
Pot átti sín bernskuár, í grennd við
Kompong Thom, 80 mílur norður
af Phnom Penh. Foreldrar þeirra
voru smábœndur sem rœktuðu hrís-
grjón.
Staðurinn er fallegur og frið-
sœll. Sen-áin, sem rennur um miðja
Kompong Thom líður um grœnt
landslagið þar sem greina má hrís-
grjónaakra, hús úr tekk-viði, endur-
reist Búddhamusteri og hávaxin
pálmatré.
„Ég get aldrei skilið hvað gerð-
ist í höfði bróður míns,“ segir
Nhep, sem líkist Pol Pot mjög.
„Allir hér eru sammála um að hann
hafi verið yndislegur drengur, mjög
blíður.“
Nhep hefur ekki litið bróður
sinn augum í um 30 ár en þá kom
hann til aö vera viðstaddur jarðar-
för föður þeirra frá Phnom Penh,
þar sem hann bjó í leyni. A sjöunda
áratugnum varð hann smám saman
einn aðalforystusauður kommún-
istahreyfingarinnar í Kambódíu. En
dulnefnið Pol Pot tók hann sér ekki
fyrr en 1976.
Þrem árum síðar gerði Nhep sér
grein fyrir aö það vœri bróðir hans
sem var Pol Pot. Þegar hann vann í
nauðungarvinnu í fjarlœgu sveita-
héraði þekkti hann búlduleitt and-
litið á opinberri ljósmynd sem hékk
uppi í matsalnum og varð skelfingu
lostinn.
Horft yfir landamœri
Thailands
Síðustu sjö árin hafa yfirvöld
meinað Vesturlandabúum aðgang
að œttarhéraði Pols Pot og öðrum
afskekktari hlulum landsins. En þar
sem þau þykjast hafa styrkt stöðu
sína leyföu þau blaöamanninum að
fara um Kompong Thom til Prean
Vihear, forns musteris sem gnœfir
yfir þverhnípi á landamœrum Thai-
lands.
Á þessu vikulanga ferðalagi
segist blaðamaðurinn hafa sann-
fœrst um að Rauðu khmerarnir séu
vissulega að undirbúa að berjast
fyrir því að ná völdum á ný. Á
hverjum degi var komiö með nýjan
hóp manna sem á vantaði lim eftir
að hafa lent á sprengju eða í fyrirsát
til sjúkraskýlanna. En bœndurnir
voru ákveðnir í að verja fjölskyldur
sínar, heimili og bústofn. Og blaða-
manninum þótti eins mikið til koma
að verða var við að ríkisstjórnin
hefur teygt anga sína lil jafnvel af-
skekktustu héraða og heldur þar
stjómsýslu gangandi. Höf-
uðborgin Pnom Penh þarf nú að
berjast fyrir tilveru sinni á eigin
spýtur og margir vestrœnir svart-
sýnismenn spá því að hún falli inn-
an tíöar vegna skorts á hernaðar-
þekkingu. Blaðamaðurinn er varkár
í spádómum en hefur trú á því að
kambódíski herinn sé í sœmilegu
ástandi. Vopnaðir lögreglumenn,
sem starfa í því sem nœst hverju
jxtrpi, hafa sýnt fram á í átökum, að
þeir eru fremri og áhugasamari bar-
dagamenn en Rauðu khmerarnir.
íbúunum órótt
Eins og við mátti búast hefur
brottflutningur Víetnama leitt til
þess að íbúum Pnom Penh er nokk-
uð órótt. Gull hefur hœkkað í verði
framyfir heimsmarkaðsverð. En
óvissan hefur ekki dregið úr við-
skiptagleði borgarbúa. Phnom Penh
er nú paradís einkaframtaksins og
sívaxandi spillingar. Ríkisstjórnin,
sem er undir forsœti Hun Sen, fyrr-
um liðsforingja í Rauðu khmerun-
um sem snerist gegn Pol Pot, hefur
fyrir löngu sagt skilið við hina
ósveigjanlegu marxisku stefnu sem
víetnömsku ábyrgðarmennirnir
hafa aðhyllsl. Nú er afskiptaleysis-
stefna í heiðri höfð.
Göturnar eru fullar af ungum
mönnum á mólorhjólum, sem
smyglað er yfir landamœrin frá
Thailandi, og stúlkurnar þeirra sitja
fyrir aftan þá í söðulselu. Gamla
franska sendiráðsbyggingin hýsir
nú myndbandabíó. Á veitingahús-
unum er gnótt áfengis og hláturs.
Ekið á jarðsprengju á
sveitavegi
Blaöamaður fékk á lilfinning- •
una er hann ferðaðist um sveitir
landsins, þar sem örbirgð og árstíð-
irnar stjórna lífinu, að fólki vœri
sœmilega rótl. 1 KompongThom er
ekkert útgöngubann. Þar má á eina
veitingahúsinu í bocnum dansa til
dagrenningar en þar skemmtir
hljómsveit vinsœlasla karlsöngvar-
ans í Kambódíu.
Fylgdarmaður hans var Khieu
Kanarith, ritstjóri vikulegs opin-
bers málgagns sljórnarinnar í Pnom
Penh og þingmaður. Þeim til föru-
neytis voru um 10 hermenn undir
alls kyns vopnabúnaði. Ritsljórinn
var vopnaður tveim skammbyssum
og árásarriffli. Þegar útlitið gerðist
ískyggilegt sáust ekki á honuni nein
hrœðslumerki.
Ekkerl bar til tíðinda fyrsta dag-
inn. En á öðrum degi feröarinnar,
þegar ekið hafði verið í 4 klst. norð-
ur af Kompong Thom, rakst farar-
tœkið á sprengju sem grafin haföi
verið niður við vegarbrúnina.
Áhrifin voru líkust því að högg
kœmi á bak ferðalanganna en sem
betur fer var hún ekki sterkari en
svo að þó að hún hefði sprengt fót-
inn undan bónda sem heföi stigið á
hana gerði hún bílnum engan
skaða, utan að rífa í tœllur hjól-
barða vinstra aflurhjóls. Ferða-
mönnunum brá en voru óskaddaðir.
Þá óltuðust menn að fyrirsát
vœri framundan. Á slíkum stundum
er hvötin til að bjarga eigin lífi yfir-
þyrmandi. En hermennirnir stukku
strax af bílnum og skriðu áfram
meðfram veginum í varnarstöður.
1 ljós kom að aöeins tveini dög-
um fyrr höfðu Rauðu khmerarnir
veitt fararlœki óbreylts borgara fyr-
irsát og var það í fyrsla sinn síðan
1985 að vart var við aðgerðir þeirra
á þessum fáfarna vegi. Tveir fórust.
Herinn tók skömmu síðar Rauðan
khmera til fanga. Hann sagði að
þeir hefðu komið fyrir 8 sprengju-
gildrum á veginum. Hermennirnir
fundu 7 þeirra, breski blaöamaður-
inn og ferðafélagar hans höfðu ekið
á þá áttundu.
Nœr landamœrunum hittu þeir
22ja ára gamla hjúkrunarkonu, Bot
Sonneary, sem ekki hafði verið eins
heppin. Hún haföi lent í fyrirsál
þegar hún var á leið til brúðkaups
síns og varö fyrir B-41 eldflaug
Rauðu khmeranna. Það varð að
taka af henni hœgri fótlegg við
mjöðm.
Dœmigerð harmsaga
Kambódíukonu
Ævisaga Sonnearys er dœmi-
gerð fyrir harma þessarar þjóðar.
Hún var átta ára gömul 1975 jíegar
Rauðu khmerarnir gengu í fylkingu
inn í þorpiö hennar og neyddu fjöl-
skyldu hennar til að vinna nauð-
ungarvinnu í margra kílómetra fjar-
lœgð.
Þegar hún var 12 ára hröktu Ví-
elnamar khmerana upp í fjöllin og
frumskóginn meðfram landamœr-
um Thailands. En hún komst aö því
að hún álli ekkert heimili lengur til
aö hverfa aflur til. Móðir hennar,
faðir, vinir, allir voru látnir. Aðeins
ein systir haföi komist af. Rélt eins
og tugir þúsunda annarra sem
höföu verið fluttir frá heimilum sín-
um, byggði Sonneary upp nýtt líf,
kynnlist ungum manni og var í
þann veginn að giflasl honum þeg-
ar hún lenti í eldflaugaárásinni sem
kostaði hana fólinn.
Allt stóð þá til reiöu fyrir brúð-
kaupið, allt frá kirjandi Búddha-
prestinum til girnilegra kambód-
ískra hátíðarétta og socta Bayon
vínsins,
En það sá blaðamaöur síðast til
hennar að tvísýnt var um hvort hún
héldi lífi þar sem hún beið þess að
þyrla kœmi lil að flytja hana til
Pnom Penh. Unnusti hennar slrauk
hönd hennar og reyndi að láta henni
líða sem best þar sem hún lá náföl á
sjúkrabörunum.
Yfirvöld í Peking,
Moskvu, Washington
og Hanoi keppa um
völdin
Það er snertingin við svona at-
burði sem kemur aökomumönnum
í skilning um að stríð geisar á þess-
um slóðum. Kambódíska þjóðin
sveiflast enn milli lilhugsunarinnar
um skelfilega fortíð og ólrygga
framtíð. Keppnin um völdin sem
yfirvöld í Peking, Moskvu, Wash-
ington og Hanoi heyja í Kambódíu
virðist tryggja að stríðsátök í land-
inu eigi sér engin endalok.