Tíminn - 06.02.1990, Side 15

Tíminn - 06.02.1990, Side 15
Þriðjudagur 6. febrúar 1990 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR úr TBR. Önnur úrslit á mótinu urðu þessi: A-flokkur: Einliðaleikur karla: Kristján Kristjánsson Yíkingi. Einliðaleikur kvenna: Alda Niel- sen TBR. Tvíliðaleikur karla: Friðrík Arn- grímsson og Steinar Petersen TBR. Tvíliðaleikur kvenna: Hanna Lára Köhler og Lovísa Sigurðardóttir TBR. Tvenndarleikur: Sigríður M. Jóns- dóttir og Skarphéðinn Garðarsson TBR. Öðlingaflokkur, einliðaleikur: Eysteinn Björnsson TBR. Tvfliðaleikur: Eysteinn Björnsson og Þorsteinn Þórðarson TBR. Æðstiflokkur, einliðaleikur: Frið- leifur Stefánsson KR. Tvíliðaleikur: Friðleifur Stefáns- son og Óskar Guðmundsson KR. BL í einliðaleik kvenna lék Guðrún Júlíusdóttir gegn Þórdísi Edwald. Þórdís þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum eins og Broddi, en ekki kom þó til oddaleiks. Þórdís sigraði 11-8 og 11-9. í tvfliðaleik karla urðu þeir Broddi og Þorsteinn íslandsmeist- arar með því að sigra þá Árna Þór Hallgrímsson og Ármann Þor- valdsson 13-15, 15-9 og 15-9. Guðrún Júlíusdóttir og Birna Petersen urðu íslandsmeistarar í tvfliðaleik kvenna. Þær sigruðu þær Þórdísi Edwald og Elísabetu Þórðardóttur 15-12 og 18-5. Broddi og Þórdís léku gegn Guð- mundi Adolfssyni og Guðrúnu Júl- Broddi Krístjánsson varð í 9. sinn Íslandsmeistari í einliðaleik karla í badminton. Badminton: Naumt h já Brodda en metið féll þó - Þórdís sigraöi í einliöaleik kvenna á íslandsmótinu Broddi Kristjánsson varð um helgina Islands- meistari í einliðaleik karla á íslandsmótinu í badminton, sem fram fór í Laugardalshöll. Hér var um 9. sigur Brodda að ræða, sem er met, en Óskar Guðmundsson varð á sínum tíma 8 sinnum íslandsmeistari. Broddi mætti Þorsteini Páli Hængssyni í úrslitaleiknum og var viðureignin mjög spenn- andi. I fyrstu lotu hafði Þorsteinn sigur í annars jafnri lotu 15-10, en Broddi jafnaði 15-12 í næstu lotu. í oddaleik var hart barist, Þorsteinn náði 5-6 stiga forskoti en Broddi gafst ekki upp. Honum tókst með harðfylgi að jafna 13-13 og var leikurinn þá framlengdur um 5 stig. Þá tókst Brodda að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn með 18-16 sigri. íusdóttur í úrslitaleiknum í tvennd- sigruðu nokkuð örugglega 15-4 og arleik. Guðmundur og Guðrún 15-11. Allt þetta badmintonfólk er Körfuknattleikur-Úrvalsdeild: Relef ord sá um Þórsara Frá Jóhannesi Bjamasyni íþróttafréttaritara Tímans á Akureyri: Njarðvíkingar unnu fremur auð- vcldan sigur á Þórsurum er liðin áttust við nyrðra á sunnudagskvöld. Þegar upp var staðið höfðu bikar- meistararnir skorað 103 gegn 98, en enginn skyldi láta blekkjast af loka- tölum því forysta Suðurnesjamanna var örugg allan síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og skiptust liðin á um að leiða viður- eignina. Gestimir höfðu'4 stig yfir þegar blásið var til leikhlés 47-51, en útslagið gerði síðan góður kafli þeirra í upphafi síðari hálfleiks, þá breyttist staðan í 49-62 og gerðu Þórsarar þá aðeins 2 stig á tæplega 5 mínútna kafla. Mestur var munurinn 21 stig 77- 98, en Þórsarar saumuðu síðan kröftuglega að Njarðvíkingum í lokin. Fór þar fremstur gamla brýnið Eiríkur Sigurðsson, átti glæsilegan lokasprett og verður það að teljast undarlegt hve lítið hann fékk að spila því allan fyrri hálfleik sat hann á bekknum. Patrik Releford var algjörlega óstöðvandi í leiknum og eru þau teljandi á fingrum annarrar handar skot hans sem ekki hittu. Jóhannes Kristbjörnsson átti einnig afbragðs- leik og aðrir leikmenn stóðu fyrir sínu. Hjá Þór var Jón Örn bestur, en Eiríks þáttur Sigurðssonar var áður nefndur. Þórsarar lenda sennilega í neðsta sæti síns riðils og leika því annað árið í röð við annað lið 1. deildar um laust úrvalsdeildarsæti að ári. Erþað spá mín þær viðureignir verði ójafn- ar og Þór muni tryggja sér öruggt sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Stigin Njarðvík: Releford 38, Jó- hannes 18, Teitur 13, Friðrik Ragnars. 12, Helgi 10, ísak 6, Frið- rik Rúnars. 4, Ástþór 2. Þór: Kenn- ard 24, Jón Örn 18, Konráð 16, Eiríkur 16, Jóhann 12, Björn 5, Guðmundur 3, Stefán 2 og Davíð 2. JB/BL Keflavík enn á toppnum - í A-riðli úrvalsdeildarinnar Frá Margrétí Sanders íþróttafréítaritara Tímans á Suðumesjum: ÍBK sigraði Tindastól 92-73 í Keflavík á sunnudagskvöld í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Staðan í hálfleik var 40-33. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, Tindastóll var yfir 4-7 en Keflvíkingar komust í 14-7 og höfðu ávallt frumkvæðið það sem eftir lifði af hálfleiknum. Tindastóll jafnaði þó 30-30, en komst ekki yfir. Tindastólsmenn vilja örugglega gleyma síðari hálfleik sem fyrst, svo dapur var hann hjá þeim. Keflvík- ingar þurftu því ekki að hafa mikið fyrir því að sigra þá örugglega 92-73. Magnús Guðfinnsson átti góðan leik hjá Keflvíkingum, Sandy og Guðjón stóðu líka vel fyrir sínu. Tindastólsliðið var slakt í þessum leik, Sturla Örlygsson átti ágætan síðari hálfleik. Hinn nýi leikmaður Tindastóls James Lee var ekki sann- færandi. Dómarar voru Kristján Möller og Leifur Garðarsson. 1 fyrri hálfleik gleymdist að skrá eitt stig Tindastóls og eru hvimleið svoleiðis mistök, því á þessum tíma í leiknum var hann mjög jafn og eitt stig gat skipt sköpum. Þó skal tekið fram að um vana menn var að ræða á ritaraborði og er því spurning hvort ekki sé ástæða til að hafa eftirlitsmann á leikjum. Stigin Keflavík: Guðjón 22, Magnús 20, Anderson 18, Sigurður 12, Ingólfur 6, Nökkvi 4, Einar 4, Júlíus 4 og Kristinn 3. Tindastóll: Sturla 26, James Lee 22, Valur 9, Sverrir 5, Ólafur 4, Björn 3, Kristinn 2 og Stefán 2. MS/BL Staðan í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik A-riðill: Keflavik... 21 16 5 2090-1756 +334 32 Grindavik .. 21 13 8 1657-1627 +30 26 ÍR....... 21 7 14 1612-1770 -158 14 Valur.... 21 7 14 1692-1746 -54 14 Reynir ... 21 1 19 1417-1985 -568 2 B-riðill: KR ....... 21 19 2 1644-1418 +226 38 Njarðvík... 21 17 4 1934-1747 +187 34 Haukar .... 21 11 10 1859-1698 +161 22 Tindast .... 21 9 12 1715-1718 -3 18 Þór....... 21 5 16 1779-1934 -155 10 í kvöld verða þrír leikir í deildinni, Njarðvík og ÍR mætast í Njarðvík, Valsmenn fá Þórsara í heimsókn á Hlíðarenda og Grindvíkingar leika gegn Haukum í Grindavík. Leikimir hefjast allir kl. 20.00. Körfuknattleikur: Slagsmál á Akranesi Þegar 1 sekúnda var eftir af leik Skagamanna og Bolvíkinga í 1. deildinni í körfuknattleik á föstudaginn brutust út slagsmál meðal leikmanna. Fljótlega tókst þó að róa menn niður en Kristján Oddsson leikmaður Bolvíkinga var rek- inn af leikvelli. Hann á yfir höfði sér leikbann eins og Pétur Sigurðsson Skaga- maður, sem farinn var af leikvelli með 2 tæknivillur. Það verða því tveir eða fleiri leikmenn sem fá dæmt á sig leikbann eftir þennan leik sem Bolvíkingar sigruðu í 72-66. Úrslit 1. deild: UBK-Léttir 85-62, UMFL-Snæfell 61-80, fS-Bolungarvík 104-78, Víkverji-UMSB 75-65. Bikarkeppnin: fBK b-UMFG 91-107, Tindastóll-Þór 92-80, UMFN b-UBK 97- 72, Víkverji-ÍR 71-90. BL Vinningstölur laugardaginn 3. feb. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 5.768.571 2. 2 302.076 3. 4af5 159 6.554 4. 3af 5 4.919 494 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.844.795 kr. I ^ UPPLÝSINGAR: SIMSVARI 681511 LUKKULINA ÍNA 991002

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.