Tíminn - 10.02.1990, Page 15

Tíminn - 10.02.1990, Page 15
Laugardagur 10. febrúar 1990 Tíminn 27 ÁSJÓ A SVIÐI - Árni Tryggvason í helgarspjalli Árni Tryggvason, leikari og trillukarl með meiru, er fslending- um að góðu kunnur. Hann á að baki áratuga leikferil hjá Þjóð- Ieikhúsinu og víðar, m.a. sem gestaleikari hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Árni er enn í eldlínunni, þar sem hann leikur aðalhlutverkið í sýningunni „Heill sé þér, þorskur" sem frumsýnd verður hjá Leikfé- lagi Akureyrar í kvöld. En lífið hjá Árna snýst ekki eingöngu um leik- list. Á hverju vori þegar ströngu leikári er lokið hverfur hann ásamt eiginkonu sinni til Hríseyjar og stundar trilluútgerð yfir sumartím- ann. Til að forvitnast aðeins um sýninguna og lífið og tilveruna almennt var Árni fenginn í stutt spjall. Segðu mér svolítið frá sýning- unni og þessum karli sem þú átt að leika. Þetta leikrit fjallar um sjómenn og sjómennsku og pínulítið um dauðann því þetta gerist í kirkju- garði. Rauði þráðurinn er barátta litla karlsins við þann stóra eins og svo algengt er. En þetta er létt og skemmtilegt verk. mikið sungið og meira að segja slegið upp dansleik í garðinum. Þarna þvælist saman dautt og lifandi svo ég trúi ekki öðru en fólk hafi gaman af þessu og eigi skemmtilega kvöldstund með okkur. Karlinn, sem ég leik, er svolítið sérkennilegur náungi, fyrrverandi sjómaður sem hrökklaðist í land út af meini í fæti. Hann er bitur út í útgerðarmanninn sem hann var hjá og kemur það fram í því að hann vill vera stærri í dauðanum. Þetta verk gerist í kirkjugarði og þar er grafhýsi útgerðarmannsins. Honum finnst hann eiga útgerðar- manninum grátt að gjalda frá því þeir voru saman fyrir þrjátíu árum. Karlinn segir að hann hafi haldið niðri laununum þeirra og jafnvel stolið af þeim fiskinum. Minn mað- ur vill nú ná sér niðri á útgerðar- manninum með því að byggja sér stærra grafhýsi en útgerðarmaður- inn en auðvitað fær hann það ekki því hann er ekki nógu stór. Þessi útgerðarmaður hefur verið einn af þessum gömlu sem áttu heilu þorp- in og réðu bókstaflega hvað fólk fékk. Þetta þekkjum við úr sög- unni. Þessi beiskja ristir nú ekkert voðalega djúpt. Hann er t.d. alltaf tilbúinn að leika sér við krakka sem koma þarna í garðinn og virðist vera ósköp góður svona inn við beinið, hrekklaus og góð sál. Kannski hefur hann verið allt of meinlaus við útgerðarmanninn á sínum tíma. En hver réð við þessa stóru karla? En þetta er ósköp skemmtilegur karl og mér finnst gaman að leika hann. Nú hefur þú stundað sjóinn, þekkirðu þennan karl og þetta líf hans? Margt af þessu er náttúrlega kunnuglegt. Þegar hann er að spjalla um sjóinn sem slíkan, fiski- miðin og aflann. Hann segir t.d. að fiskurinn hafi verið svo mikill, eins og kekkþykkur grautur í kringum bátinn, svo næstum hafi verið hægt að grípa hann með höndunum. Eg hef reyndar ekki séð jafnmikla gengd og hann lýsir en ég hef séð þorsk vaða. Við vorum staddir við Gjögur í gífurlegum fiski og hann var svo ofarlega að við sáum þegar hann tók. Svo eins og hendi væri veifað hætti hann að taka, það urðu sporðaköst um allan sjó og hann var farinn. Þetta er alveg óskiljanlegt, en stórkostleg sjón. Nú, sjórinn togar alltaf eins og með karlinn í þessu verki. Hann fer á sjóinn aftur því hann helst ekki við í landi. En þá er hann líka orðinn sáttur við allt. Þú hefur leikið hér á Akureyri áður? Já, ég kom hér 1980 og lék í Ámi Tryggvason, leikari og sjósóknari, ásamt konu sinni, Kristínu Nikulásdóttur. „Beðið eftir Godot“. 1985-1986 lék ég í „Jólaævintýri" og „Silfur- tunglinu". Ég er hér núna í Þorsk- inum og verð í næsta verkefni líka. Mér líkar vel að vera á Akureyri núorðið. Akureyri var aldrei neitt sérstök í mínum huga. Ég held að ástæðan sé sú að þegar ég var 10 ára klemmdi ég mig á eina bílnum sem til var í Hrísey og þurfti að vera hér í sex vikur. Ég held að ég hafi grenjað mig í svefn á hverju kvöldi út af leiðindum. Það eimdi lengi eftir af þessu en ég er farinn að kunna ágætlega við mig núna. Akureyri er fallegur staður og kyrrðin hérna og lognið er alveg dásamlegt. Konunni minni hefur hins vegar alltaf líkað vel hérna og gæti vel hugsað sér að setjast hér að. Hún fylgir mér alltaf í svona útilegur og ég tek helst ekki að mér svona verkefni nema hún komi með. Ertu hættur hjá Þjóðleikhúsinu? Já, ég er hættur þar sem fastráð- inn leikari. Ég er búinn að vera þar í 30 ár, en í heildina held ég að þetta sé 45. leikárið mitt. Ég er ekki hættur að leika en vil gjarnan hafa eitthvert val. Fastráðnir leikarar hafa ekkert val. Ef þeim er sagt að leika hund þá verða þeir að leika hund þótt þeir hafi ekkert gaman af því. Við höfum fram að þessu verið við róðra yfir sumar- tímann. Þessi trilla var keypt sem nokkurs konar elliheimili og ætlun- in var að þegar færi að hægjast um hjá mér yrðum við í Hrísey helm- inginn af árinu og fyrir sunnan hinn helminginn. Við viljum gjarnan vera þarna á sumrin og veiða meðan við getum og erum við góða heilsu. Ef við fáum þá leyfi hjá því opinbera, því nú ætla þeir að fara að herða eitthvað að sportveiði- mönnum og leyfa okkur ekki að veiða nema bara í soðið. Vanir sjómenn eiga náttúrlega erfitt með að sætta sig við það. Að kaupa leyfi fyrir nokkur þúsund krónur og fá svo bara að veiða í soðið. Mér finnst það út í hött. Ég er ekki að segja að við ættum að fá að veiða alveg ótakmarkað en það er ekki hægt að stoppa mann alveg. Þetta er ekkert magn sem maður veiðir og það er margt fullorðið fólk sem hefur lagt út í trillukaup til að hafa eitthvað við að vera en svo á bara að stoppa það af. Þetta er rugl þegar vitað er að nýtanlegum fiski er kastað fyrir borð af togurunum og stærri bátunum. Þetta er viður- kennt bæði af skipstjórum og f f| yfí:- öðrum. Svo það eru ekki trillukarl- arnir sem eru að tortíma stofnun- um, því við sleppum aftur smáfiski, svo fremi sem hann er fær um að bjarga sér. En maður vonar að úr rætist. Það að geta komist norður í kyrrð- ina á vorin og farið á skak hefur bjargað miklu fyrir mig. Þetta er svo mikil afslöppun því maður er vægast sagt útbrunninn eftir leikár- ið. Ég efast um að fólk sem sér fullbúna leiksýningu geri sér grein fyrir hversu mikill darraðardans hefur átt sér stað á meðan verið er að móta hana. Nú Hrísey er að miklu leyti mínar æskuslóðir og við stöndum okkur að því hjónin að segja heim ef við erum að lala um Hrísey. HIÁ - Akureyri Jörð óskast til kaups Leitum að jörð á vestanverðu landinu með eða án fullvirðisréttar, góðu íbúðarhúsi en útihús mega vera léleg eða jafnvel engin. Hlunnindi til útivistar æskileg. Örar greiðslur fyrir góða eign. Hafið samband í síma 91-54995. r - Grímuböll 30 gerðir af grímubúningum. T.d. Batman, Superman, Zorro, Ninja, Sjoræningja, Hróa, Trúða, Hjúkrunar, Strápils, Fanga, Indíána, Kúreka, Kokka, Sveppa, Músa. Hattar: Kúlu, Töfra, Pípu, Bast, Mexikana, Indíána. Einnig: Fjaðrir, bogar, byssur, sverð, gieraugu, andlitslitir o.fl. o.fl. Pantið tímanlega fyrir öskudaginn. Póstsendum. Leikfangahúsið, Skólavörðustíg 8. S. 14806. MÁLMHÚS Ert þú að hugsa um að byggja t.d. iðnaðarhúsnæði, verkstæði, áhaldahús, gripahús, bílskúr eða eitthvað annað? Þá eigum við efnið fyrir þig. Uppistöður, þakbitar og lang- bönd eru valsaðir stálbitar og allt boltað saman á byggingar- stað. Engin suðuvinna, ekkert timbur. Allt efni í málmgrind galvaniserað. Upplýsingai gefa: MÁLMIÐJAN HF. SALAN HF. Sími 91-680640 w—m^^mmmmm* Búgjngar og höfuðföt í yfir 20 gerðum ásamt miklu úrvali af byssum og bogum. Einnig grínvörur í úrvali Sendum í póstkröfu um land allt. VERSLUNIN UNDRALAND Glæsibæ, Reykjavík Sími: 91681640

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.