Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 17. febrúar 1990 í nær aldarfjórðung hafa WESPER hitablásararnir verið í fararbroddi hér á landi, vegna gæða og hagstæðs verðs. Þeir eru sérhannaðir fyrir hitaveitu. Pípur í elementum eru nú smíðaðar úr nýrri málmblöndu, sem er snöggtum sterkari en áður. Eftirtaldar stærðir eru nú fyrirlíggjandi: 6235 k.cal. 900 sn/mín. 220 V 1 fasa. 8775 - - - - 15401/12670 k.cai 1400/900 sn/mín. 380V 3ja fasa 20727/16370 - - - - - 22384/18358 - - - - - 30104/24180 - - - - - Wésper umboðið Sólheimum 26,104 Reykjavík, sími 91-34932. NÝR RITSTJÓRI Una María Óskardóttir frá Laug- um í S-Þingeyjarsýslu hefur verið ráðin ritstjóri Skinfaxa, málgagns Ungmennafélags íslands og Frétta- bréfs UMFÍ. Hún er fyrsta konan sem ráðin er ritstjóri Skinfaxa, en blaðið hefur komið út í áttatíu ár. Una María er fædd 19. september 1962. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1983 og hefur lagt stund á lögfræði. Una María hefur starfað á skrifstofu UMFÍ í rúmt ár. Skinfaxi flytur fréttir af starfi ung- mennafélaga, til hinna 40 þúsund félagsmanna út um allt land. Una María Óskarsdóttir nýráðinn ritstjórí Skinfaxa. „Staðan í hálfleik" sýnd í Sjallanum „Staðan í hálfleik" heitir ný drifið, oe löeð áhersla á að hafa ný skemmtidagskrá sem frumsýnd verður í Sjallanum á Akureyri laug- ardaginn 17. febrúar. Dagskráin er byggð á tvítugum tónlistarferli Pálma Gunnarssonar söngvara með meiru. Höfundur og leikstjóri er Bjarni Hafþór Helgason sjónvarps- stjóri og kynnir verður Sigmundur Ernir Rúnarsson skáld og fréttamað- ur. Uppistaðan í sýningunni eru mörg af þeim vinsælu lögum sem Pálmi Gunnarsson hefur flutt í gegnum tíðina. Þar ber mest á lögum eftir Magnús Eiríksson en einnig verða flutt lög eftir Geirmund Valtýsson, Gunnar Þórðarson, Magnús Þór Sig- mundsson o.fl. Þá mun Sigmundur Ernir spjalla við söngvara sýningar- innar og gesti um eitt og annað skemmtilegt sem á daga þeirra hefur drifið, og lögð áhersla á að hafa yfirbragð kvöldsins létt og skemmti- legt. Heiðursgestir sýningarinnar eru hjónin Gróa Grenz og Önundur Grenz, sem leikin eru af Steinunni Ólafsdóttur og Einari Kristjánssyni. Pálmi Gunnarsson flytur sjálfur mikið af lögunum, en auk hans koma fram söngkonurnar Erna Gunnarsdóttir og Ellen Kristjáns- dóttir. Hljómsveit undir stjórn Atla Örvarssonar mun sjá um allan tón- listarflutning. Meðlimir hennar auk Atla eru: Jón Kjartan Ingólfsson, Rúnar Georgsson, Sigurður Reynis- son, Þórir Úlfarsson og Tryggvi Hiibner. „Staðan í hálfleik" verður sýnd í Sjallanum á laugardagskvöldum, svo lengi sem aðsókn leyfir. HIÁ - Akureyri. AKUREYSK UNG MENNI í VÍK- ING í SÍBERÍU Akureyri, Reykjavík, Kaup- mannahöfn, Moskva og loks fjög- urra daga ferð með Síberíulestinni til borgarinnar Ulan-Ube við Baik- alvatn. Þannig hljóðarferðaáætlun 16 ungmenna úr leikklúbbnum Sögu á Akureyri sem hyggjast sækja sovéska kollega sína heim í sumar. En það er fleira á döfinni hjá Sögufélagum. Leiksmiðja er komin í gang og undir stjóm Sigur- þórs A. Heimissonar leikara er Ieiklistarnámskeið að hefjast. Að sögn Hlyns Hallssonar for- manns Sögu er tilurð ferðarinnar sú að áhugaleikhópur í Ulan-Ube bauð 60 manns frá áhugaleikhóp- um á Norðurlöndunum að koma í heimsókn og setja upp sýningu í samvinnu við heimamenn. Þetta boð kemur í kjölfar Fenrissýning- arinnar sem ungmennaleikhópar frá öllum Norðurlöndunum stóðu að og sýndu víðs vegar á Norður- löndunum á síðasta ári. Sýningin var samin af krökkunum sjálfum, að mestum hluta byggð upp á látbragðsleik og tónlist. Sýningin vakti hvarvetna hrifningu og því vildu þeir sovésku athuga hvort þeir ættu ekki samleið með Norðurlandabúunum á þessu sviði. Sýndur verður hluti af Fenrisverk- efninu, auk þess em æft verður nýtt verkefni í samvinnu við Sovét- mennina til sýninga í Ulan-Ube og fleiri borgum. Hlynur sagði að þátttakendur yrðu sjálfir að greiða kostnað af ferðinni til Moskvu, en eftir það verður séð fyrir þeim og þau munu búa á heimilum sovésku þátttakendanna. Við leiksmiðju Sögu er sami háttur hafður á og við Fenrisverk- ið. Friðþjófur Sigurðsson umsjón- armaður leiksmiðjunnar segir að 15-20 manns standi að smiðjunni, og muni þau í sameiningu semja og setja upp sýningu. Þátttakendur komu með tillögur sem síðan er unnið útfrá og reynt að skapa heilsteypta sýningu. Ætlunin er að þegar verkið verður komið á skrið verði leikstjóri fenginn til að full- komna sköpunarverkið. HIÁ - Akureyri. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur kynnt nýtt frumvarp um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Frá hægrí; Jóhanna Sigurðardóttir, Ingi Valur Jóhannsson formaður nefndar sem frumvarpið samdi, Kristín Ástgcirsdóttir, einn nefndarmanna og Þorgerður Benediktsdóttir deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Tfmamynd; Ámi Bjarna. Umsvifamiklar breytingar á félagslega íbúðakerfinu og stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins boðaðar: Stjórnir verkamanna- bústaða lagðar niður „Ég skipaði nefnd í júlí 1989 sem hafði það verkefni að gera tillögur um endurskipulagningu og framtíðarskipan á félagslega hluta húsnæðiskerflsins. Nefndinni var falið að leggja fram tillögur um endurbætur á fyrirkomulagi lánveit- inga til félagslegra íbúðabygginga. Markmið tillagnanna skyldi vera að einfalda núverandi lánafyrirkomulag og auka sldlvirkni félagslega íbúðalánakerfisins.“ Þetta voru orð Jóhönnu Sigurðar- laginu. dóttur félagsmálaráðherra þegar hún kynnti nýtt frumvarp um Hús- næðisstofnun ríkisins. í nefndinni sem frumvarpið samdi sátu fulltrúar frá félagsmálaráðu- neytinu, Húsnæðisstofnun, ASÍ, BSRB, VMSÍ, samtökunum Þak yfir höfuðið, Sambandi ísl. sveitar- félaga, Alþýðuflokknum, Fram- sóknarflokknum og Alþýðubanda- Wesper SnyderGeneral Corporation HITA- BLÁS- ARAR Nefndin varð sammála um að gera m.a. tillögur um talsvert breytt skipulag hins félagslega hluta Hús- næðisstofnunar og á stjórn húsnæðis- mála i landinu. Hún gerði tillögur um húsaleigubætur, leigumiðlanir og aukið framboð af leiguhúsnæði sem haldast skyldu í hendur við hækkuð tekjumörk þeirra sem sækja um félagslegar íbúðir. Meðal breytinga sem nefndin leggur til er að lánaflokkum hjá Húsnæðisstofnun verði fækkað og flokkur sem ætlaður er til lána í þeim tilgangi að útrýma heilsuspillandi húsnæði verði lagður niður þar sem byggingasjóður verkamanna sér þegar um þau mál. Þá er lagt til að sjóður innan byggingasjóðs ríkisins sem ætlaður er til lána vegna al- mennra kaupleiguíbúða verði færð- ur til byggingasjóðs verkamanna. Lagt er til að vextir af lánum byggingasjóðs verkamanna lækki um 0,5-1%. Þó hækki greiðslubyrði hinna lægstlaunuðu ekki. Þá eru tekjumörk fyrir hjón hækkuð um 25% frá því sem nú er. Einnig er lagt til að tekjulágmark verði hækkað þannig að fyrirsjáanlegur húsnæðis- kostnaður fari ekki fram úr þriðjungi tekna. Lagt er til að hætt verði að lána allt að 100% til eignaíbúða í verka- mannabústaðakerfinu eins og heim- ilt er að gera nú. Þá skuli kaupendur greiða minnst 10% íbúðarverðs við afhendingu. Heimilt skal vera að endurskoða vexti af lánum og heim- ilt verði að hækka þá í það sama og hjá byggingasjóði ríkisins, hafi kjör kaupenda batnað umtalsvert. Nefndin leggur til róttækar breyt- ingar á stjóm félagslega húsnæðis- kerfisins. Hún leggur nefnilega til að stjómir verkamannabústaða og leigunefndir sveitarfélaga verði lagð- ar niður og húsnæðismál sveitarfé- laga verði settar undir sérstakar húsnæðisnefndir sveitarfélaganna sem skipað verði í að afloknum sveitastjórnakosningum. í .þessum nefndum skulu eiga sæti -fulltrúar sveitarfélagsins sem kjörnir verði af sveitarstjómum. Auk þeirra skulu stærstu launþegasamtök hvers sveit- arfélags skipa tvo fulltrúa í þessar nefndir. Nú er hámarksstærð verkamanna- bústaða 170 fermetrar. Lagt er til að hámarksstærð verði 130 fermetrar, eða sama og tíðkast um kaupleigu- íbúðir. Þá er lagt til að herða reglur um leigu á félagslegum eignaríbúð- um og að framkvæmdaaðili einn megi annast leigu á þeim. Ef vikist verði undan þessari reglu geti fram- kvæmdaaðili jafnvel afturkallað úth- lutun og leyst til sín íbúðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.