Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 16. febrúar 1990 Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar Komið í morgunkaffi með Stefáni Guðmunds- syni alþingismanni laugardaginn 17. febrúar kl. 10-12 í Framsóknarhúsinu, Sauðárkróki. Ferðaþjónusta framtíðaratvinnugrein Matarspjallsfundur Landssambands fram- sóknarkvenna verður haldinn þriðjudaginn 20. febr. n.k. kl. 19.30 í Lækjarbrekku. Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður ræðir ferðamálastefnuna. Fundarmönnum gefst kostur á að koma með fyrirspurnir. Umræður. Allt áhugafólk um ferðaþjónustu velkomið. L.F.K. Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisverðarfundur um stóriðju verður haldinn laugardaginn 24. febrúar n.k. á Glóðinni og hefst kl. 12.00. Frummælandi verður Guðmundur G. Þórarins- son, alþingismaður. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Björk félag framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni. Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 18. febrúar n.k. kl. 14 í Danshöllinni (Þórscafé) Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Aðgangseyrir kr. 400,- kaffiveitingar innifaldar. Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Kópavogur Fulltrúaráð framsóknarfélaganna er boðað til fundar mánudaginn 19. febrúar kl. 20.30 að Hamraborg 5. Dagskrá: 1. Tillögur uppstillinganefnda um framboðslista. 2. Undirbúningur kosningastarfs. 3. önnur mál. Stjórnin. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Guðmundur G. Þórarinsson r Unnur Stef ánsdóttir Biluðum bílum á að koma út fyrir vegarbrún! (UMFERÐAR RÁÐ lllll.Illllllli MINNINO ;'.:IMillllHllllllllliH.I.!' -iil'I^IIHHIIIIIIIIIIIll:l:; :!Illllllllllllllllllllllll;lii: WllllllllllllllllllllliliiI ■ ■ 11'llllllllllllllllllllllliLL., il:j Steinunn Matthíasdóttir húsfreyja á Hæli Fædd 8. október 1912 Dáin 6. febrúar 1990 í upphafi aldarinnar voru aðeins 30 jarðir í byggð í Gnúpverjahreppi og hélst það að mestu óbreytt fram yfir 1930. Heimilin voru mannmörg, sennilega til jafnaðar um 10 manns í heimili þegar fæst var, og þessi stóru heimili voru mörg regluleg menning- arsetur þar sem þókmenntir þjóðar- innar voru lesnar ofan í kjölinn og þær ræddar og gagnrýndar og til viðbótar var flest það sem gefið var út af þýddum bókmenntum einnig lesið með gagnrýnum huga og þann- ig léku nýir og þjóðlegir menningar- straumar um unga fólkið sem á þessum árum var að alast upp í sveitinni. Heimilið í Skarði var þar framar- lega í flokki og þar var forystan örugg því að hjónin, bæði Matthías Jónsson og Jóhanna Bjamadóttir, voru bæði fluggáfuð og bókhneigð. Ég kynntist þessum hjónum báðum vel og hef oft dáðst að því hve miklum andlegum þroska þau höfðu náð og það mátti að vísu segja um marga aðra jafnaldra þeirra í sveit- inni. Matthías var fæddur í Skarði og var hann sonarsonur Jóns Gísla- sonar frá Hæli og hefur fylgt þeim frændum að vera orðheppnir, fljótir til svara og hafa góða kímnigáfu og hafði Matthías alla þessa kosti til að bera í ríkum mæli. Jóhanna Bjama- dóttir var fædd í Glóru, næsta bæ við Skarð og var að allra dómi fluggáfuð og svo næm og minnug að hún kunni utanbókar flest það sem hún las og hafði mætur á. Steinunn, sem var fædd í Skarði árið 1912, var næstyngst fimm syst- kina, en Bjarni var þeirra elstur, fæddur 1907, og var hann með foreldrum sínum alla tíð og þau í skjóli hans eftir að hann og yngsta systir hans, Kristrún f. 1923, tóku við búinu, en fjölskyldan bjó á Fossi í Hrunamannahreppi frá 1936 til 1982. Næstelstur var dr. Haraldur, f. 1908, kennari á Laugarvatni og rit- höfundur, og síðan er Guðlaug, húsfreyja á Bjargi, Hrunamanna- hreppi, fædd 1910. Öll eru þessu systkini mjög vel gefin bæði til munns og handa og í fremstu röð að hverju sem þau hafa gengið. Árið 1923 tók Ásaskóli til starfa og var það heimavistarskóli fyrir barnakennslu í sveitinni. Skólastjóri var Unnur Kjartansdóttir frá Hruna og var frænka hennar, Guðrún Har- aldsdóttir frá Hrafnkelsstöðum, lengst af þar matráðskona. Það kom fljótt í Ijós að Ásaskóli var ekki neinn venjulegur skóli, því að Unni tókst ásamt góðri barnakennslu að skapa hjá nemendum sínum svo jákvæða lífssýn að ég hygg að flestir sem stunduðu þar nám hafi búið að því alla ævi og að hluta má einnig þakka þetta Guðrúnu, frænku Unnar, því að hún var svo samstiga Unni í því merka skólastarfi sem þarna fór fram. Steinunn var á ellefta árinu þegar Ásaskóli tók til starfa og varð fljótt ein af bestu nemendunum þar. Hún var því eftir fjögurra vetra nám, eins og margir sem á þessum árum gengu í Ásaskóla, komin með drjúga þekk- ingu á víðu sviði sögu og bókmennta og svo það mikilsverðasta, jákvæða afstöðu til lífsins og þeirrar baráttu sem margur verður að heyja við óblíð örlög. Ég man vel eftir Steinunni frá þessum árum því að krakkarnir úr framsveitinni komu oft við á Hæli þegar þau voru að koma eða fara úr skólanum. Ég man að hún var þá bráðefnilegur unglingur, sviphrein og djarfmannleg og hvergi smeyk að taka þátt í hörðum leikjum við stráka jafnt og stelpur. Á þessum árum varð skólagangan yfirleitt ekki löng því að lífsbaráttan íeyfði ekki langa skólavist. Steinunn var þó einn vetur í Kvennaskólanum á Blönduósi og veit ég að hún taldi sig hafa aflað sér þar mikilsverðrar þekkingar sem hefði dugað henni vel á lífsleiðinni. Árið 1935 bundust þau Steinunn Matthíasdóttir og Steinþór bróðir minn á Hæli heitböndum. Móðir okkar hafði þá rekið bú í allmörg ár með okkur bömunum sínum, en þar sem þeir tveir eldri bræðurnir, Einar og Steinþór, höfðu nú hug á að fara að búa og stofna sjálfstæð heimili, var nú ákveðið að mamma eftirléti þeim jörðina og þeir byggðu svo nýtt tvíbýlishús þar sem gamla íbúðar- húsið var orðið gamalt og kalt. Steinunn og Steinþór giftu sig svo 12. júní 1937 og þann sama dag giftu þau sig einnig Einar bróðir minn og Halla Bjarnadóttir. Þann dag afhenti móðir mín ungu konunum öll umráð yfir heimilinu en þarna var fyrirhug- að mikið samstarf í húshaldinu, m.a. á þann veg að í upphafi notuðu bæði heimilin sömu eldavélina og að hluta var eldað í sama potti fyrir bæði heimilin. Ég undraðist það oft hve auðvelt það virtist fyrir móður mína að afhenda tengdadætrunum alla um- sýslu á búinu, jafnstjórnsöm og hún var. Mér þykir líklegt að þær Stein- unn og Halla hafi átt von á einhverj- um sambúðarerfiðleikum í þessu sambandi, bæði við móður mína og hvor við aðra, en aldrei varð ég var við neina slíka erfiðleika, en hér hafa eflaust allir aðilar sýnt fátíða tillitssemi. Ég vil því hér að leiðar- lokum færa innilegar þakkir til Stein- unnar fyrir hve góð og nærgætin hún var alla tíð við hana mömmu. Ég var kaupamaður hjá þeim Steinunni og Steinþóri annað árið sem þau bjuggu og kynntist því strax hve góð húsmóðir Steinunn var, alltaf með nærandi og vel tilbúinn mat og hún var einnig mjög dugleg við mjaltirnar og ekki síður þegar hún kom út að raka þegar mikið lá við í hirðingum. í búskap þeirra Steinunnar og Steinþórs skiptust á skin og skúrir á upphafsárum þeirra við búskapinn. Þannig var í nokkur ár stríð við fjárpestirnar, en svo komu vel heppnuð fjárskipti og síðan hefur allt gengið áfallalaust. Óþurrkasum- ur hafa komið og gerðu heyöflun næstum ómögulega en nú hafa menn um fleiri úrræði að velja til að bjarga uppskerunni. En stærsta breytingin var þegar ræktun túna og akra var komin á það stig að engjaheyskapur var lagður niður. Sú mikla ógæfa henti að húsið sem byggt var á Hæli 1936 brann til kaldra kola í janúar 1959 og einnig öll búslóð þeirra hjóna. Með góðri aðstoð margra manna var þegar um vorið ráðist í að reisa tvö sambyggð íbúðarhús, eitt fyrir hvora fjöl- skyldu, og nú var ekki lengur eldað í sama potti en góð og mikil sam- vinna hélst þó áfram á ýmsum svið- um og á stórhátíðum borðuðu oft allir yið sama borð og oft var mikill og góður söngur á Hæli þegar fólkið á báðum bæjum og hópur gesta sameinuðust í einum kór um réttir eða á einhverri annarri fjölskyldu- hátíð. Þeim tókst það Steinunni og Stein- þóri að viðhalda mikilli glaðværð á heimilinu, bæði hversdags með heimilisfólkinu og þó sérstaklega þegar gerður var sér dagamunur af ýmsu tilefni. Vegna starfa heimilis- föðurins, sem var mestallan sinn búskap annaðhvort oddviti eða al- þingismaður, var mjög mikill gesta- gangur á Hæli og get ég borið um það að Steinunn var sérstaklega gestrisin og meðan heilsan leyfði þá unni hún sér ekki hvíldar og oft var þetta álag meira en góðu hófi gegndi. Þau Steinunn og Steinþór hafa haft mikið bamalán. Bömin em 5 og hafa þau öll stofnað sín heimili. Þau eru: 1. Jóhanna, f. 1938, skóiastjóri í Ásaskóla, Gnúpverjahreppi, var gift Birgi Sigurðssyni rithöfundi, en þau skildu og áttu þau 3 börn. 2. Gestur, f. 1941, skattstjóri í Reykjavík, kvæntur Drífu Pálsdótt- ur lögfræðingi, þau eiga 3 böm. 3. Aðalsteinn, f. 1943, starfsmað- ur hjá Byko, kvæntur Hólmbjörgu Vilhjálmsdóttur, þau eiga 3 böm. 4. Margrét, f. 1946, giftist Kára Sigurðssyni, en hann lést, og áttu þau 3 börn, seinni maður Már Har- aldsson, bóndi í Háholti, og eiga þau 2 börn. 5. Sigurður, f. 1954, bóndi í Hæli, kvæntur Bolette Höeg Koch, þau eiga 2 böm. Steinunn var lengi fram eftir ævi ágætlega heilsuhraúSTog hafði mikið vinnuþrek. Hún var eðlishlédræg og naut sín best í litlum hópi, en hún hafði mikið skopskyn og var oft mjög glöð og kát í þröngum hópi. Hún las alltaf mikið góðar bækur og mundi það sem hún hafði lesið og var mjög sýnt um að leggja bók- menntalegt mat á þær bækur sem hún las. Hún veiktist af alvarlegum sjúkdómi fyrir allmörgum árum en vann samt sín verk lengi vel, eða á meðan það var henni mögulegt. Hún sýndi einstakt æðruleysi og sálarþrek í þessum veikindum, en þetta er búið að vera langt stríð og hún hefur nú síðustu árin þurft að njóta mikillar og góðrar hjúkrunar. Hér hafa margir í hennar stóru fjölskyldu hjálpað til en mest hefur þó Steinþór lagt af mörkum við að annast konu sína og áreiðanlega eins lengi og það var honum mögulegt. Eg vil svo hér að leiðarlokum færa Steinunni innilegar þakkir fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína, fyrir dætur mínar Unni og Margréti, og ekki minnst fyrir dreng- ina mína tvo, Ólaf og Gest, sem voru báðir hjá þeim á Hæli sumar- langt snúningadrengir frá því þeir gátu farið að hjálpa til og þangað til þeir voru komnir um fermingu. Þetta var þeim dýrmætur skóli og Steinunn var þeim sem besta móðir. Ég vil svo fyrir okkur hjónin færa Steinþóri bróður og allri hans fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur með kæru þakklæti fyrir svo margt sem er svo gott að minnast frá ykkar góða og oftast glaða heimili. Þrátt fyrir þungbær veikindi nú síðustu árin þá auðnaðist Steinunni að ljúka miklu og gjöfulu ævistarfi sem hús- móðir á stóru sveitaheimili og ala upp hóp af börnum á jafnheilbrigðan hátt og henni var lagið. Blessuð sé minningin um Stein- unni Matthíasdóttur, húsfreyju á Hæli. Hjaiti Gestsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.