Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 16
 jpvjMpnRpMqi RÍKISSKIP NTJTÍMA FIXJTNINGAR Hatnartiúsinu v/Tryggvagötu, a 28822 Múlakaffi ALLTAF I LEIÐINNI 37737 38737 9 Tíminn LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990 Hefur bæði Cadillac og Paiero jeppa til umráða Davíð Oddsson borgarstjóri hefur tvo bfla til umráða, sem báðir eru í eigu borgarinnar. Það er annars vegar Cadillac Fleetwood R - 612, metinn á um 5,4 milljónir og hins vegar MMC Pajero, JC-126, langur, bensín AT, sem kostar 2.243.000 krónur, samkvæmt upplýsingum frá sölumönnum Heklu hf. Samtals er því bílafloti sá er borgarstjóri hefur afnot af metinn langt á áttundu milljón. Fyrir utan þessa tvo bfla er borgarstjóri hefur afnot af, á hann einkabifreið. Jón G. Tómasson borgarritari sagði í samtali við Tímann að jeppinn væri notaður þegar ófærð væri á götunum, því embættið vildi gjarnan fara vel með Cadill- acinn. Hann sagði aðspurður að til væri gömul samþykkt um að borgarstjóri skyldi hafa bifreið til umráða. „En mér vitanlega hafa aldrei verið settar neinar reglur um það.“ sagði Jón. Hann benti á að þegar jeppinn væri ekki í notkun af borgarstjóra væri hann notaður fyrir borgarskrifstofurnar í sendiferðir og annað tilfallandi. Þriðji bíllinn er einnig í rekstri hjá borgarskrifstofum, en sá bíll er að sögn Jóns eingöngu notaður fyrir sendiferðir. Þegar borgarstjóri notar Pajero jeppann er Cadillacnum lagt, og Jón G. Tómasson benti á að þá er ekki greidd leiga af þeim bíl til Vélamiðstöðvar Reykjavíkur- borgar. Borgarstjórnaskrifstof- urnar hafa þann hátt á og reyndar allt borgarkerfið að einstök farar- tæki eru leigð af Vélamiðstöðinni. Eftir stendur að borgarstjóri hefur afnot af tveimur glæsivögn- um og virðast þau afnot ekki takmörkuð. Það er einsdæmi að embættismaður, þó háttsettur sé, hafi yfir tveimur bílum að ráða. í Ijósi þess að borgarstjóri hefur tvo bíla til umráða vakna spurn- ingar hvort embættið sé undan- þegið því að telja fram tekjur samkvæmt skattmati af bifreiða- hlunnindum. Og hvernig skatt- lagningu er háttað þegar um tvo bíla er að ræða. Ríkisskattstjóri, Garðar Valdi- marsson, fullyrðir að engar undantekningar sé að finna í reglugerð um skattskyldar tekjur af bifreiðahlunnindum. Hins veg- ar kveða lög á um að forseti íslands sé undanþeginn. Hvað varðar skattmat á tveimur bifreiðum segir ríkisskattstjóri að slíkt tilvik hafi ekki komið inn á sitt borð og að öll tilvik séu könnuð sérstaklega. Það má því ljóst vera að borg- arstjórinn f Reykjavík verður að telja fram tekjur a.m.k. af afnot- um af annarri bifreiðinni. „Hinn borgarstjórabfllinn.“ MMC Pajero fyrir utan heimili Davíðs Oddssonar í gær. Tfmamynd: Aml Bjama Engin fyrirspurn hefur borist frá borgarstjóraembættinu til ríkisskattstjóra varðandi hvernig beri að telja hlunnindin fram, eftir því sem Tíminn kemst næst. Þess má geta að forsætisráðuneytið sendi fyrirspum til ríkisskattstjóra í október, þar sem leitað var eftir upplýsingum um hvernig bæri að telja fram bifreiðahlunnindi ráð- herra. Tíminn sneri sér til Garðars Valdimarssonar ríkisskattstjóra og spurði; Er það þitt mat að reglur sem gilda um skattmat á bifreiðahlunnindum borgarstjóra- embættisins séu sambærilegar við þær reglur er gilda um afnot ráðherra af bifreiðum? „Ég hef ekki séð neinar reglur um not borgarstjóra á bifreið í eigu borgarinnar. Það hlýtur að hafa komið fram á undanfömum dögum að enginn er undanþeginn skattmatinu." sagði Garðar. Hafi borgarstjóri ekki talið fram bifreiðahlunnindin gæti hann átt von á verulegri aukaálagningu á miðju þessu ári, þegar álagninga- seðlar verða sendir út. - ES Bílahlunnindi Davíðs Oddssonar borgarstjóra sennilega einsdæmi meðal æðstu embættimanna þjóðarinnar: Fyrrumofsóttur í heimalandisínuog marg fangelsaðurog beittur öðru ofbeldi af stjórnvöldum. Nú forseti Tékkóslóvakíu: Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri gagnrýnir niðurskurð til skólans: Havel kemur í dag „Verðum að senda stúdentana heimu Leikritahöfundurinn sem á örfá- um dögum varð - í stað þess að vera pólitískur fangi og ofsóttur af yfir- völdum - forseti Tékkóslóvakíu; Václav Havel kemur til íslands í hádeginu í dag. Flugvél hans lendir á Keflavíkurflugvelli kl 12.30 og þar taka á móti honum forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra. Vigdís Finnbogadóttir var að vísu með hálsbólgu og því frá vinnu í gær en verður væntanlega það heil heilsu í dag að hún geti tekið á móti starfsbróður sínum ásamt íslensku ráðherrunum. Václav Havel og kona hans Olga munu gista á Hótel Sögu og þangað koma þau og fylgdarlið frá Keflavík um kl. 13.20. Tæpum hálftíma síðar munu þau snæða hádegisverð ásamt Vigdísi Finnbogadóttur forseta, Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra og frú og Jóni Baldvin Hannibalssyni og frú, forsætis- og utanríkisviðskiptaráðherrum og sendiherra Tékkóslóvakíu og kon- um þeirra o.fl. Kl. 17 hefst í Þjóðleikhúsinu sér- stök hátíðarsýning á leikriti Havels; Endurbyggingunni. Havel og Olga kona hans munu sitja á sjöunda bekk fyrir miðju ásamt forseta ís- lands og fleira stórmenni. Forseti Islands hefur sérstaklega valið sætin. Á næsta bekk fyrir framan Havel verða fimm sæti auð svo að útsýni hans til sviðsins verði eins og best verður á kosið og sjónlína hans órofin. Öryggisgæsla verður mjög öflug og mun fjöldi vopnaðra örygg- isvarða úr víkingasveit lögreglunnar auk lífvarða Havels verða dreifðir um allt Þjóðleikhúsið meðan á sýn- ingu stendur. Fyrir sýninguna hefur að venju verið gefin út leikskrá en fyrir þessa sýningu fær Havel og fylgdarlið hans sérprentaðan útdrátt úr leikskránni á tékknesku en í honum er auk þess annað efni sem unnið hefur verið að tilhlutan ' tékkneska sendiráðsins. Þeir sem unnið hafa þetta sérfylgirit leikskrárinnar eru Baldur Sigurðs- son, Olga María Franzdóttir, Ari Liebermann og fleiri. Jóhann G. Jóhannsson hjá útlend- ingaeftirliti lögreglunnar sagði að öryggisgæsla í sambandi við heim- sókn Havels væri með venjulegum hætti og hvorki meiri né minni en við heimsóknir af þessu tagi. Þegar þjóðhöfðingjar sæktu ísland heim væru ákveðið vinnulag viðhaft. Það væri hins vegar regla að gefa ekkert upp um í hverju það fælist. Vitað er þó að í 80 manna fylgdar- liði Havels eru a.m.k. 6 öryggisverð- ir eða lífverðir hans. - sá „Ef að þessi fjárveiting verður skorin niður þá verður að segja upp fólki og senda stúdenta heim. Ég trúi því ekki að þessi niður- skurðartillaga muni standa," sagði Haraldur Bessason, rektor Háskól- ans á Akureyri, þegar hann var spurður um hvaða áhrif boðaður niðurskurður á fjárframlagi til skólans hefði á starfsemi hans. í niðurskurðartillögum fjármála- ráðherra er gert ráð fyrir að fjár- veiting til skólans verði 15 milljónir í ár í stað 20 milljóna eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum. Niður- skurðinum er beint gegn nýstofn- aðri sjávarútvegsdeild. Haraldur sagði að það hefðu margir aðilar staðið að stofnun sjávarútvegsdeildar við skólann, þar á meðal fjórir ráðherra. Hann sagði að menntamálaráðherra og sjávarútvegsráðherra vissu ná- kvæmlega hvemig mál stæðu við skólann. Haraldur sagði að búið væri að leggja mikla vinnu í að koma sjávarútvegsdeildinni á fót. Kennsla og rannsóknir hófust við deildina fyrir mánuði síðan og við það tækifæri var haldin hátíð þar sem ráðherrar og þingmenn fögnuðu nýjum áfanga í mennta- málum þjóðarinnar og hétu stuðn- ingi við deildina. Haraldur sagðist trú þeim orðum sem menntamála- ráðherra lét falla við opnun sjávar- útvegsdeildarinnar. Þá sagði ráð- herrann m.a. að fjölmiðlar hefðu verið fullir svartsýnir um að deildin færu af stað, en við skyldum aldrei trúa því sem í fjölmiðlum stæði. - EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.