Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 8
8 Tfmirm Laugardagur 17. febrúar 1990 ISúdan gilda lög kóransins: lllllllllllllllllllllllll FÓLK ^ ' : ^ Þessi unga og sviphreina ijöl- skylda, sem vildi vinna að fríði í heim- inum, var stödd á röngum stað á röng- um tíma og galt fýrír með lífi sínu. Nú eiga œttingjar þeirra kost á að ráða því hvaða öríög bana- maður þeirra skuli hljóta. Ættingjar fómarlambanna ráða örlögum ódœðismannanna Á mollulegu vorkvöldi 1988 kastaði palestínskur hryðjuverkamaður tennistösku, fullri af sprengiefni, inn í matsal Acropole hótelsins í Khartúm, höfuð- borg Súdan. Sprengingin reif þakið af bygg- ingunni og drap sjö manns, þ.á m. Chris Rolfe, 35 ára breskan mann sem sinnti hjálparstarfi, konu hans Clare og böm þeirra tvö, eins og þriggja ára gömul. Nú hafa foreldrar Chris Rolfe verið beðin að taka ákvörðun um hvort hryðjuverkamaðurinn og samverkamenn hans eigi að halda lífi eða deyja. íslömsk löggjöf gildir i Súdan, kölluð „sharia", og skv. henni eiga „blóðarfar" þess sem myrtur hefur verið þriggja kosta völ. Þeir geta krafíst aftöku morðingjans, tekið fram hvaða skaöabótaupphœð þeir vilji fá eða fyrirgefið banamannin- um, sem þá er fíjáls ferða sinna og laus allra mála. Samkvœmt „shar- ia“ löggjöfínni verður dómstóllinn að fallast á ákvörðun œttingjanna. Þessi lagabálkur hefúr lika gert hreintrúarmðnnunum i rikisstjóm Súdan kleift að framfylgja svo hryllilegum dómum sem opinberri aflimun, hýðingum og jafnvel krossfestingu eftir aftöku með hengingu. Bresk Ijölskylda hefur öríög banamanns sonar fhendisér Faðir hins látna, John Rolfe, íymim yfirmaður hjá Mobil en nú kominn á eftirlaun, hafði aldrei heyrt „sharia“ nefnt fyrr en hryðju- verkamennimir höfðu verið teluiir höndum og settir i fangelsi. Þá gerðist það rétt fyrir siðustu jól að hann fékk upphringingu á heimili sitt í Berkshire f Englandi. Hœsti- réttur Súdan leitaði eftir áliti hans, ásamt annarra „blóðarfa“ fómar- lamba hryðjuverkamannanna á þvi hvaða örlög fimrn Palestinumenn skyldu hljóta, en þeir hefðu verið sakfelldir fyrir rétti vegna sprengju- árásarinnar á Hótel Acropole og samtimis árás á breskan ldúbb i grenndinni. Dómsúrskurðurinn verður tilkynntur i réttarsal i Khart- úm 4. mars. Rolfe-hjónin kœra sig ekki um að rœða niðurstöðu sina áður en hún kemur ffam i réttinum, en þau segja hana byggjast á skoðunum sonar sins og tengdadóttur. „Lif þeirra var svo hreint og tcert að eng- inn vafí leikur á hvað þau hefðu viljað," segir Rolfe. Ungu hjónin kvekarar og vildu því afnema dauðarefsingu Chris og Clare Rolfe vora lcvek- arar, en kvekarar hafa leitast við að afhema dauðarefsingu i 300 ár. Jafnvel áður en Chris tók upp kvek- aratrú hreifst hann af málstað þeirra sem afheita ofbeldi. John Rolfe deildi oft á ffiðarást sonar sins. „Ég sagði oft: Chris, hvað hefðir þú gert ef þú vœrir á minum aldri og hefðir orðið að horfast i augu við siðari heimsstyij- ðldina?" rifjar hann upp. En engu að siður studdi hann ákvarðanir sonar sins, jafnvel þegar þœr stöng- uðust á við vilja skólastjóra Chris. „Chris sagði við skólastjórann: Faðir minn er á sama máli og þú, en hann stendur samt með mér. Chris var alinn upp til að leita sinna eigin leiða," segir faðir hans stoltur. Þœr leiðir lágu eftir bugðóttum vegi ffá lífffœðiprófí ffá háskólan- um i York til starfa við félagslega aðstoð við þá sem minna mega sin. Og það var i þvf starfi sem hann kynntist konunni sinni. Skömmu eftir að þau giftu sig fóru þau að starfa á vegum Friðar- og þjónustu- stofnunar kvekara i Sómalíu. í þijú og hálff ár bjuggu þau í moldar og spýtukofa og aðstoðuðu flóttamenn við að setja upp smáfyrirtœki. Þetta tókst þeim svo vel að American Agency for Intemational Develop- ment fékk þau til að starfa á sínum vegum um skeið sem ráðunautar. Þegar ungu hjónin komu aftur til Englands skrifuðu þau bók um dvöl sina f Sómaliu og þá Hfsreynslu sem þau viðuðu að sér þar. Þau fluttu líka fyrirlestra um hið sama hjá kvekarasöfnuðum. En þau vora bœði áköf f að hverfa aftur að þvi sem þau kölluðu „hið raunveralega Iíf‘ — vihnunni með flóttamönn- unum sem þeim þótti ákaflega vœnt um. Til starfaí Súdan — en m....» « »» -- ijam smosaROKum John Rolfe varð áhyggjufullur þegar hann komst að því að þau hefðu i huga að taka til starfa við súdanskar flóttamannabúðir. Hann spurði þau hvort þau gerðu sér ekki grein fyrir að andstyggileg og grimmdarleg borgarastyijöld fœri frarn þar. En Clare svaraði honum þvi að hann skyldi ekki hafa áhyggjur af þvi. „Striðið er i suður- hluta landsins — ( 600 mflna fjar- lœgð frá staðnum þar sem við verð- um,“ sagði hún. Það átti eftir að koma á daginn að það vora enn fjarlœgari styijald- arátök sem áttu eftir að kosta þau lifið. Imad Ahmed var ekki nema 16 ára þegar hann fékk inngöngu i þjálfiinarbúðir fyrir hermdarverka- menn i Bekaa-dalnum i Libanon. Það var á árinu 1982 og israelski herinn hafði umkringt hinn mús- limska vesturhluta Beirút. Dag og nótt reyndu ísraelar að afmá siðasta vigi PLO með eilífú sprengjuregni. Af þeim fáu brotum af œvisögu Ahmeds ,sem upplýst vora i réttar- höldunum yfir honum, má gera sér mynd af ungum Palestinumanni sem hefúr einsett sér að leita heinda. Hann varð að biða i sex ár áður en hann fékk sitt fyrsta tœki- fœri. Erindið sem hann átti að koma til skila var óljóst Ásamt fjórum fé- lögum úr þjálfúnarbúðunum var honum afhent vegabréf þar sem hann var ranglega skráður sem Líb- ani. Vegabréfin vora stimpluð með súdanskri áritun í Damskus og hóp- urinn flaug frá Beirút til Khartúm. Þegar þangað var komið verkeftii þeirra að bera kennsl á hœfileg skotmörk af vestrœnu bergi brotin, sérstaklega Bandarikjamenn, Breta eða Vestur-Þjóðveija, en riki þeirra era álitin sérstaklega hliðholl Israel. Súdönsku öryggisþjónustunni fannst Ahmed ekki trúverðugur en leidd i villu af líbanska þjóðeminu sem skráð var í vegabréfið, dró hún vitlausa ályktun um liklegt fómar- lamb. í venjubundnu öryggiseftir- liti var Ahmed tekinn i gœslu og haldið þar meðan á heimsókn þá- verandi líbanska forsetans Amins Gemayel stóð i febrúar 1988. Hermdarverfcamenním- lr völdu sér auðvelda bráö Mánuðum saman undibjuggu hryðjuverkamennimir œtlunarverk sitt. Þeir athuguðu vandlega þau skotmörk sem til greina koemu og völdu og höfhuðu. T.d. útilokuðu þeir breska sendiráðið þar sem þess vœri of vel gœtt. En auðveldar bráðir vora líka fyrir hendi s.s. Súd- an- klúbburinn, niðumíddar leifar frá lúxustímum breska nýlendu- veldisins, þar sem breskir útlagar og gestir þeirra eyða ffistundum við að dreypa á gosdrykkjum eða synda. Og Acropole hótelið, litið og vinalegt ódýrt hótel sem er mikið gist af góðgerðastarfsmönnum og blaðamönnum. Að kvöldi 15. mai raddust tveir Palestinumannanna inn um hlið Súdan- klúbbsins og skutu í allar áttir af vélbyssum og fleygðu hand- sprengjum. Ahmed var einn að verki á Acropole hótelinu. Hann gekk óáreittur upp stigana að mat- salnum, klœddur súdönskum síðum hvitum kufli, henti ffá sér töskunni sinni sem geymdi i sér dauðann og flúði af hólmi. Það var auðvelt verk að góma alla Palestinumennina. Fyrir réttinum sögðust þeir vera i Htt þekktum hópi sem kallaðist Arabisku byltingarsellumar. Galal Ali Loutfi, lögffœðingur hryðju- verkamannanna, hélt því fram að fimmmenningamir œttu ekki að fá sömu meðferð og morðingjar. „Þeir eru mujaheddin (heilagir stríðsmenn) og landi þeirra hefur verið rœnt,“ sagði hann. „Þeir era félagar í löglegum samtökum sem eiga sér stoð i alþjóðlegum lögum." Hann sagði sakbomingana 5 harma dauða Súdananna tveggja i Acro- pole sprengjuárásinni, starfsmanns á hótelinu og liðsforingja í hemum. Viðstaddir i dómsalnum segja að enga iðrun hafi verið að sjá eða heyra vegna dauða Rolfe- fjöl- skyldunnar og Sally Rockett, 32 ára breskrar kennslukonu, sem lika starfaði með flóttamönnunum. Þeg- ar sakfellingardómurinn var lesinn, segja viðstaddir að Palestínumenn- imir hafi brosað og hrópað: „Bylt- ing til sigurs“. í augum Johns og Dinahs Rolfe felst hin bitra kaldhœðni ekki sist i þvi, i ljósi þess að hryðjuverka- mennimir virðast ekki sýna hin minnstu merki iðrunar, að sonur þeirra, sem hafði helgað sig ffiði, skyldi hafa orðið á vegi Ahmeds, sem hafði ajgerlega helgað sig of- beldi. Rolfe-hjónin eldri vona að dóm- urinn sem súdanski dómstóllinn fellir, taki tillit til skoðana sonar þeirra. Paul bróðir hans segir: „Ég veit að hann hefði ekki viljað dauðarefsingu. Hann kynni jafúvel að hafa verið sá sem hefði gefið þeim frelsi.“ John Rolfe hins vegar álitur að hollusta sonar hans við of- beldisleysi vœri ekki rétt skilin með þvi að sleppa strax lausum hryðju- verkamönnum sem kynnu að taka til við manndráp á ný. Enn óvissa um úrsHtin — en samviska Bretanna hrein Sérffœðingar i lögunum „shar- ia“ era ekki á einu máli um hvort gefinn sé kostur á fangelsisvist skv. súdanska lagabálkinum. Flestir þeirra hafa hins vegar trú á að það yrði að fá einróma stuðning allra fjölskyldnanna sem hafa séð á eftir ástvini til að náðun komi til greina. Ef á hinn bóginn fjölskylda eins fómarlambsins kýs dauðadóm, standi allar líkur til þess að hryðju- verkamennimir verði teknir af Hfi. Þó að Rolfe segi að bresku fjöl- skyldumar séu i stórum dráttum á sama máli, er ekki enn vitað um álit súdönsku fjölskyldnanna. Engin ákvörðun verður gerð opinber fyrr en dómstóllinn tilkynnir dómsorð- ið. Rolfe segist vera feginn að hafa séð sér fœrt að láta álit sitt í ljós við dómstólinn. Hann segir að eins og aðrir vestrœnir menn Hti hann og fjölskylda hans svo á að lögin séu „Qarlœg, hlutlaus, óumbreytanleg“. Aftur á móti sé aðferð „sharia“ gjörólík. „En þegar ég hugsa mig um held ég að það sé betra að við voram spurð. Samviska okkar er hrein, hvað sem nú á eftir að ger- ast.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.