Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 17. febrúar 1990 DAGBÓK II Jazz í „Heita potUnumM Á sunnudagskvöld kl. 21.30 verða jazz tónleikar í „Heita pottinum" í Duus húsi. Það er „Forstjórafimman", kvartett Ólafs Stephensen og Friðriks Theódórssonar sem leikur. LITAÐ JÁRN Á ÞÖK OG VEGGI Galv. stál og stál til klæðningar innanhúss Gott verð Söluaðilar: Málmiðjan h.f. Salan s.f. 1 3,[ Sími 91-680940 Erindí í Neskitkju Dr. Gunnlaugur A. Jónsibn guð- fræðingur flytur erindi í safnaðarheimili Neskirkju tvo næstu sunnudaga, 18. og 25. febrúar. Fyrra erindið fjallar um þýðingu Har- alds Níelssonar á Gamla testamentinu um síðustu aldamót. Ýmsir voru ekki hrifnir af þýðingunni og brugðust nei- kvætt við henni. Síðara erindið fjallar um upphaf sögu- legra biblíurannsókna hér á landi. Jón Helgason, síðar biskup, var frumkvöðull þess hérlendis að farið var að beita texta Biblíunnar sömu rannsóknaraðferðum og önnur rit. Erindin hefjast að lokinni guðsþjón- ustu kl. 15.15. Veitingar verða á boðstól- um Öllum er að sjálfsögðu heimill að- gangur. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 á morgun, sunnudag. Kl. 14: Frjálst spil og tafl. Kl. 20: Dansað. Haldin verður skáldakynning að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18 nk. þriðjudag, 20. febrúar, kl. 15-17. Sveinn Skorri Hösk- uldsson, prófessor ræðir um Gest Pálsson skáld og lesið verður úr verkum hans. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Skaftfellingafélagið spilar félagsvist í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, sunnudaginn 18. febrúar. Byrjað verður.að spila kl. 14. Soerta leikur Sindur eftir Áskel Másson Slagverkshópurinn Snerta heldur síð- degistónleika í tónleikasal F.I.H., Rauðagerði 27, sunnudaginn 18. febrúar nk. kl. 17.00. Flutt verður „Sindur" fyrir fjóra slag- verksleikara, eftir Áskel Másson. Verkið var samið á vormánuðum 1989 eftir pöntun Snertu, og frumflutt í Þjóð- leikhúsinu 1. júní sl. Snerta vinnur nú að hljóðritun verksins fyrir RÚV og væntan- lega hljómplötu. Snerta er skipuð fjórum slagverks- i mönnum sem starfa sleitulalist að áslætti .á höfúðborgarsvæðinu. Þeir eru: Árni Áskelsson, Eggert Pálsson, Maarten Van Der Valk og Pétur Grétarsson. : Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabíl- 7 inn. Samejginleg messa Hafnarfjarðar- “ sóknar og Fríkirkjusafnaðarins í Hafpar- firði í Fríkirkjurini kl. 14, altarisganga. Séra Gunrtþór Ingason prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt séra Eínari Eyjólfs- syni. Kirkjukaffi í safnaðarheimili Frí- kirkjunnar eftir messu. Sóknarnefnd Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kvöldstund með tónskáldi f annað sinn verður Kvöldstund með tónskáldi í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Nú er það John Speight sem verður í eldlínunni og talar utn. tónsmfðar síuar undir yfir-, skriftinni Áðeins nokkrar linur. Hljöðfæraleikararnir Páll Eyjólfsson, Einar, Jóhannesson, Hafsteinn Guð- mundsson óg Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir munu leika verkin: Bergmál Orfeusar, Þrjár preíúdíur óg Verses and Cadenzas. Jafnframt veröur efnt til umræðna, þar sem gestum gefst kostur á að spyrja tónskáldið um hvaðeina sem þeim kann að liggja á hjarta varðandi tónsmíðaj hans. Sýning á verkum Johns verður á 2- hæð safnsins. Kvöldstund með tónskáldi er að þessu sinni styrkt af SPRON og Glitni hf. Frikirkjan í Reykjavík Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðs- þjónusta kl. 14.00. Skemmtikvöld kven- félagsins í Tcmplarahöllinni kl. 19.30. Miðvikudag morgunandakt kl. 7.30. Org- elleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson . Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í Áskirkju Sunnudaginn 18. febrúar heldur Kammersveit Reykjavíkur tónleika í Áskirkju og hefjast þeir kl. 17.00. Á efnisskránni á þessum þriðju tónleikum sveitarinnar á þessum vetri verða verk eftir L.v. Beethoven og F. Schubert. Eftir Beethoven verður leikinn Sextett op. 71 fyrir tvö klarinett, tvo Korn og tvö fagott og eru það Einar Jóhannesson, Sigurður I. Snorrason, Joseph Ognibene, Þorkell Jóelsson, Hafsteinn Guðmunds- son og Rúnar H. Vilbergsson sem leika. Eftir Schubert verður fluttur Strengja- kvintett í C-dúrop. 163. Hljóðfæraleikar- ar eru Rut Ingólfsdóttir og Júlíana E. Kjartansdóttir á fiðlur, Ingvar Jónasson á víólu, Inga Rós Ingólfsdóttir og Malgorz- ata Kuziemska-Sláwek á selló. Húnvetningafélagið: Félagsvist á laugardaginn Félagsvist verður spiluð laugardaginn 17. febrúar og hefst kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Fyrsti dagur í þriggja daga keþpni. Verðlaun og veitingar. Allir vel- komnir. MINNING Vilhelm Steinsen bóndi Fögrubrekku, Hrútafirði \uf Slökkvistöðin í Reykjavík auglýsir eftir starfsmönnum til starfa á næsta ári. Umsækjendur þurfa að vera á aldirnum 20-28 ára, hafa iðnmenntun eða samsvarandi menntun og meira próf bifreiðastjóra. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu slökkvistöðvarinnar. Umsóknarfrestur er til 5. mars, eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Fæddur 31. mars 1909 Dáinn 6. febrúar 1990 Það er enginn vandi að vera hetja þegar allt leikur í lyndi, þá fyrst þegar erfiðleikarnir steðja að reynir á manninn og dug hans til að mæta þeim með djörfung og vinna bug á þeim með skapfestu og sálarstyrk. Það er þessi þáttur í skapferli ís- lenska bóndans öðrum fremur sem er undirstaða íslensks þjóðlífs gegn- um aldirnar, allt fram á þennan dag og við mættum minnast með þakk- læti oftar en raun ber vitni, því á þessu byggist sjálfstæði okkar sem einstaklinga og styrkurinn til að standa á eigin fótum og bjarga sér þótt á móti blási. Þetta er dýrmætur arfur sem okkur ber að meta. Bókotílboð r Skjaldborjar Vikuna 18.-24. febrúar 1990 □ 1. Þrælaskipin - Torkild Hansenkr .499.- CH2. Þrælaströndin - Torkild Hansen kr. 499.- □ 3. Draumaráðningabókin - Þóra Elfa Björnsson kr. 699.- □ 4. Mannamunur - Jón Mýrdal kr. 499.- □ 5. Eltingaleikur á Atlantshafi - D.A. Rayne kr. 299.- □ 6. Dóttir innflytjandans - Howard Fast kr. 499.- □ 7. Of ung til að deyja - Denise Robins kr. 300.- jSkjaldborg Árrriúla23 - 108Reykjavík Símar: 67 24 00 67 24 01 31599 □ 8. Arnór bestur í Belgíu - Víðir Sigurðsson kr. 399.- □ 9. TværKátu-bækur- Barnabækur kr. 400.- (báðar) □10. Breiðholtsstrákur í vetrarvist kr. 249.- n Bókapakki: □ 4 bækur eftir Birgittu Halldórsdóttur: Inga — Háski á Hveravöllum - Gættu þín Helga - í greipum elds og ótta. Verð aðeins kr. 1.500 Sé verslað fyrir kr. 3000 ^ , eða meira fellur póstkröfu- 1®** kostnaður niður. PÖNTUNARSEÐILL: Vinsamlegast sendið mér þær bækur sem ég hef merkt við á þessum pöntunarseðli. GREIÐSLUHATTUR □ PÓSTKRAFA □ EUROCARD □ VISA □ SAMKORT KORTNÚMER: Heimili | Póstnr. Staður GILDISTÍMI: m m i Þessar hugleiðingar eru mér efst í huga þegar ég minnist tengdaföður mins, Vilhelms Steinssonar, bónda að Fögrubrekku í Hrútafirði, sem borinn er til moldar frá Staðarkirkju í dag, en hann andáðist á sjúkrahús- inu á Hvammstanga 6. febrúar sl. Vilhelm Steinsson fæddist á Bjargshóli í Núpsdal í Miðfirði þann 31. mars 1909, sonur hjónanna Val- gerðar Jónsdóttur og Steins Ás- mundssonar, sem þar bjuggu þá, en bjuggu lengst af að Litla Hvammi þar í sveit. Ríkidæmi var ekki á heimilinu, því að bamahópurinn var stór og þar á bæ lærðist fólki snemma að bjarga sér og standa á eigin fótum og það er þessi þróttmikla sjálfsbjargarvið- leitni sem einkennt hefur afkomend- ur Valgerðar og Steins æ síðan og komið fram í dugnaði, heiðarleika og reglusemi. Systkinin voru þrettán talsins. í dag eru á lífi þau Áslaug, f. 1907, Kristín, f. 1910, Ágúst, f.1912, Herdís, f. 1914, Gunnhildur, f. 1919, Halldór, f. 1920, og Fjóla, f. 1923. Látin eru auk Vilhelms, Friðjón, f. 1914, Eyjólfur, f. 1911, Sigrún, f. 1916, Jónas, f. 1918, og Skúli f. 1924. Á heimili foreldra sinna gekk Vilhelm að öllum bústörfum og öðlaðist dýrmæta reynslu sem fylgdi honum er hann hleypti heimdragan- um um tvítugt og hóf búskap með heitkonu sinni, Iðunni Kristjáns- dóttur (f. 24. júní 1913, d. 10. nóvember 1979). Árið 1932 settust þau að á Dalgeirsstöðum í Vestur- árdal og þar fæddist þeim sonurinn Valgeir árið 1933. Á næsta ári, 1934, flytjast þau að Fossi í Hrútafirði og þar eru fæddar dætur þeirra tvær, Þuríður Svein- björg, f. 1937, og Hrafnhildur, f. 1940. í Hrútafirðinum undi Vilhelm hag sínum þótt hann flytti sig um set, fyrst að Óspaksstaðaseli, sem hann keypti árið 1941, en þar bjó hann til ársins 1943 er hann keypti Fögru- brekku og bjó þar æ síðan. Þau Iðunn slitu samvistum eftir nokkurn búskap að Fögrubrekku og fluttist hún þá þaðan. Þann 16. september 1954 gekk Vilhelm að eiga Hólmfríði Þor- steinsdóttur (f. 18. nóv. 1921, d. 22. sept. 1980) ættaða úr Reykjavík. Bjuggu þau alla sína búskapartíð á Fögrubrekku. Þar fæddust synir þeirra tveir, Guðmundur, f. 1955, og Eyjólfur, f. 1956, svo og dóttirin Þórunn, f. 1959, en hún lést rúmlega ársgömul. Þá gekk Vilhelm í föður- stað syni Hólmfríðar, Hafsteini Þor- finni Júlíussyni, f. 1946, og ól hann upp sem sinn eigin son. Búskaparárin að Fögrubrekku voru Vilhelm á margan hátt erfið og markaði heilsuleysi Hólmfríðar þung spor og reyndi mjög á manndóm þeirra feðga sem þá kom svo glöggt í ljós. Afkomendur Vilhelms eru margir og mannvænlegir. Valgeir er búsettur í Kópavogi, kvæntur Sigurlaugu Þorleifsdóttur Synir þeirra eru Stefán Þór, Tryggvi og Bragi. Sonur Tryggva er Kristján Steinar og dóttir Braga er Anna Eir. Þuríður býr í Reykjavík, gift Baldri Hólmgeirssyni. Þeirra synir eru Hólmgeir og Birgir Ragnar og sonur Hólmgeirs er Gísli Freyr. Hrafnhildur býr í Reykjavík, gift Sigmundi Franz Kristjánssyni. Þeirra börn eru Vilhelm Sigfús og Harpa Iðunn. Hafsteinn er búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans er Laufey S. Þor- móðsdóttir og börn þeirra eru Þór- unn Gyða og Hafþór Finnur. ' Guðmundur er búsettur á Hvammstanga, kvæntur Sigurðu Ágústsdóttur. Börn þeirra eru Frið- bjöm ívar Níelsson, 'Hólmfríður Birna, Elísa Sigríður og Jóhann Teitur. Eyjólfur býr á Hvammstanga ásamt sambýíiskonu sinni, Önnu Maríu Egilsdóttur. Að leiðarlokum kveð ég vin minn með hlýjum huga og þakklæti fyrir ánægjuíeg kynni og samverustund- irnar, sem hefðu mátt vera fleiri því jafnan sóttum við ánægju í samver- una og ræddum margt. Vilhelm var glöggur maður og til hinstu stundar var minnið óbilað og með ólíkind- um, svo birtist í mörgum myndum. Hann hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og haggaðist lítt þótt á væri deilt. Hann var manna fjárgleggstur og hafði sér- stakt yndi af fjárbúskap, en gekk að öllum störfum þótt heilsu færi hrak- andi síðustu árin og lét aldrei bilbug á sér finna. Æðruleysi hans og dugnaður í þeim erfiðleikum er aðdáunarvert og í hinstu sjúkrahús- legunni var hugurinn jafnan heima á Fögrubrekku og þangað ætlaði hann sér að fara sem fyrst og hefja störf sín að nýju. En enginn má sköpum renna og Vilhelm Steinssyni fylgja einlægar bænir og ástúð inn á lendur ódauð- leikans. Guð blessi gamlan vin og góðan. Baldur Hólmgeirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.