Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. febrúar 1990 Tíminn 5 Gengið frá kaupum á 52% eignarhlut Sambandsins í Samvinnubankanum: Endahnúturnn rekinn í gær „Ég er ánægður með að þetta mál er nú um garð gengið en dráttur sá sem orðið hefur á málinu hefur orðið öllum til óþæginda. Ég er ánægður með og þakklátur þeim aðilum í Landsbankanum sem staðið hafa að þessum samningum eftir bestu getu og af heilindum,“ sagði Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga. I gær var formlega rekinn enda- hnúturinn á kaup Landsbankans á 52% hlutabréfa í Samvinnubankan- um en bréfin voru í eigu Sambands- ins. Guðjón B. Ólafsson sagði við Tímann að nú þegar þetta mál væri til lykta leitt væri í huga sér viss tregi út af því að Sambandið hafi þurft að standa að þessari aðgerð. Það hefði þó því miður verið nauðsynlegt vegna þeirrar skulda- stöðu sem Sambandið var komið í. Vegna hennar hefði ekki verið um annað að ræða en að selja eignir til að minnka skuldir og stuðla þannig að traustum rekstri Sambandsins í framtíðinni. „Að sjálfsögðu hefði mig langað til að eiga þátt í að byggja Samvinnubankann upp áfram. Þetta er góður banki sem staðið hefur sig vel og er vel rekinn og vel mannaður. Þó var hagræðing í bankakerfinu út af fyrir sig nauð- synleg og sjálfsögð og út frá því sjónarmiði er jákvætt að hafa átt þar hlut að máli,“ sagði Guðjón. Hann sagði að Sambandið muni fá þá vaxtaleiðréttingu sem untsamin var í sambandi við sölu hlutabréf- anna í bankanum. í trausti þess hefði endahnúturinn á sölu bréfanna verið rekinn í gær. Varðandi sölu á fleiri eignum Sambandsins sagði hann að hafnar væru viðræður um sölu á eignarhluta Regins h.f. í Isl. aðalverktökum en stefnt væri að því að eignarhlutur Regins minnkaði úr 25% í 11% eða þar um bil og ríkið eignaðist þar með meirihluta. Hann sagði að þessar viðræður væru enn skammt komnar. Mikið tap hefur verið á verslunar- deild Sambandsins um árabil. Guð- jón B. Ólafsson sagði að verulegar breytingar hefðu verið gerðar á deildinni sem þegar hefðu leitt til mun hagstæðari afkomu hennar en verið hefði undanfarin ár. Þá væru vonir bundnar við að væntanlegt nánara samstarf við smásöluaðila á Reykjavíkursvæðinu leiddi til betri afkomu beggja. Aðalfundur Starfsmannafélags Samvinnubankans sendi í gær frá sér ályktun þar sem hörmuð er sú ákvörðun stjórnar Sambandsins að selja hlut sinn í bankanum til Lands- bankans og undrun lýst á því að hluturinn skyldi ekki heldur seldur þeim aðilum sem stefnt hefðu að því að reka Samvinnubankans áfram í núverandi mynd. Guðjón B. Ólafsson sagði að í ályktun starfsmannafélagsins gætti Frá afliendingu hlutabréfanna í gær, Guðjón B. Ólafsson og Sverrir Hermannsson Tfmamynd Ami Bjarna * • X _,Æ PMJHL - j talsverðs misskilnings. Skiljanlegt væri að starfsfólkið vildi gjarnan halda áfram rekstri bankans óbreytt- um. Það hefði miður ekki verið mögulegt. Það hefði heldur ekki verið mögu- legt að selja öðrum félögum tengd- um Sambandinu umræddan eignar- hluta einfaldlega vegna þess að þar hefði verið um að ræða að færa til skuldir sem t.d. Samvinnusjóður íslands og fleiri tilnefndir hefðu ekki getað risið undir. Arðsemi bankans væri ekki nægjanleg til að standa undir fjármagnskostnaði vegna -kaupa á umræddum 52% eignarhlut. Auk þessa hefði með slíku móti ekkert nýtt fjármagn komið inn til -samvinnufélaganna. „Ég verð því miður að segja að jjessi ályktun er byggð á vanþekk- ingu. Hún ber þess vott að viðkom- midi aðilar hafa ekki leitað upplýs- inga um þær ástæður sem lágu til sölunnar,“ sagði Guðjón B. Ólafs- son að lokum. - sá Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir gagnrýni borgar- stjóra á fjárlagagerðina byggða á vanþekkingu og misskilningi: „Davíð leiðist og langar nú á þing“ Fjármálaráðuneytið mótmælir ummælum er Davíð Oddsson borg- arstjóri lét falla á fundi borgarstjórn- ar á fimmtudag, þar sem hann sagði spamað ríkisins vegna samninganna meiri heldur en útgjöldin. Sam- kvæmt upplýsingum ráðuneytisins skila breyttar verðlagsforsendur vegna kjarasamninganna ríkinu 100 miljónum minna í tekjur á þessu ári, til viðbótar þeim 1.300 milljónum sem felast í skuldbindingum vegna þeirra. „Davíð er nú greinilega farið að leiðast eitthvað þarna í borgarstjórn Reykjavíkur," sagði Óiafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra er Tím- inn innti hann eftir áliti á gagnrýni borgarstjórans á stjórnun ríkisfjár- mála. „Mér finnst þessi ræða hans sýna mikla löngun til þess að komast í þingflokk Sjálfstæðisflokksins og inn á Alþingi til þess að ræða um ríkisfjármálin og aðra þætti þjóð- málanna." Davíð Oddsson fullyrti á borgar- stjórnarfundinum á fimmtudag að niðurskurður ríkisins sem boðaður var í vikunni, stafi ekki vegna aukins kostnaðar vegna kjarasamninganna, heldur vegna þess að fjárlögin hafi ekki verið rétt saman sett er þau voru afgreidd. Með öðrum orðum niðurskurðurinn nú sé til kominn vegna þess að í fjárlögunum hafi verið falinn halli sem sé leiðréttur í nafni kjarasamninganna. Þessu er harðlega mótmælt í fréttatilkynnigu frá fjármálaráðu- neytinu í gær. Þar segir að forsendur nýgerðra kjarasamninga feli í sér 1,5-2,5% minni hækkun á verðlagi á milli ára en gert var ráð fyrir við samþykkt fjárlaga. Skýringin á þess- ari lækkun liggi í því, að stærsti hluti Ólafur Ragnar Grímsson, Qármála- ráðherra. tekna ríkissjóðs fylgi mjög náið breytingum launa og verðlags hverju sinni. Þannig lækki tekjur af óbein- um sköttum um 1.400 milljónir króna, þar af um tæpan milljarð vegna virðisaukaskatts. Vaxtatekjur lækki um hálfan milljarð og tekjur af staðgreiðsluskatti einstaklinga lækki um 400 milljónir króna. Ólafur Ragnar segir ummæli borg- arstjórans um fjárlögin og kjara- samningana byggð á misskilningi, sem helgist af því að annað hvort einhverjir embættismenn hans, eða hann sjálfur hafi ekki skoðað stað- reyndir málsins nægilega vel. „Það er rétt að taka pað tram sem borgarstjóri virðist ekki gera sér grein fyrir, að það er áformað að lækka öll útgjöld ríkisins um 1,5- 2,5% frá fjárlögum", sagði Ólafur Ragnar. „Þar til viðbótar kemur svo þessi sérstaka lækkun sem er vegna aukinna útgjalda í tengslum við kjarasamningana. Það verður að segja þá sögu eins og er að þessi ágætu menn hjá Reykjavíkurborg hafa ekki íhugað nægilega vel efnis- þætti málsins áður cn borgarstjóri ákvað að fullyrða á þann veg sem hann gerði.“ Á borgarstjórnarfundinum skýr- skotaði Davíð Oddsson til þess að útgjaldaauki borgarsjóðs vegna kjarasamninganna væri minni en sparnaður er kæmi á móti vegna lægra verðlags. Fjármálaráðherra segir að ekki sé hægt að yfirfæra þetta dæmi beint yfir á ríkissjóð, þar sem launa- og verðlagsbreytingar hafi ólík áhrif á tekjustofna ríkis- sjóðs og borgarsjóðs. Veðlagsbreyt- ingar hafi mikil og bein áhrif á afkomu ríkissjóðs, en talsverður hluti af tekjum borgarsjóðs sé hins vegar óháður breytingum á verðlagi eð launuih á fjárhagsárinu. Sam- bærileg og sjálfkrafa tekjuminnkun og gerist hjá ríkissjóði komi ekki fram hjá borgarsjóði, eða sjóðum annarra sveitarfélaga. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ákvað að beita sér fyrir vegna samn- inganna eru fólgnar í hækkun á niðurgreiðslum búvara um 800 mill- jónir króna, hækkun frítekjumarks um llXl rmlljónir, lækkun skatta er kosta ríkið 300 milljónir og hækkun vegna ríkisábyrgðar launa við gjald- þrot um 100 milljónir. Samtals gera þetta þær 1.300 milljónir sem nú er reynt að mæta með sérstökum niður- skurði. -ÁG R*1 *»< MÉ ÚTBOÐ Innkaupstotnun Reykjavíkurborgar f.h. gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboðum í kaup á umferðarmerkjum og umferðarskiltum. Heildarmagn: Umferðarmerki 870 stk. Umferðarskilti 40 stk. Fyrsti skiladagur umferðarmerkja er 30 dögum eftir að tilboði er tekið og fyrsti skiladagur umferðarskilta er 120 dögum eftir að tilboði er tekið. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 14. mars 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 m »*• ■*•*> h T ÚTBOÐ Innkaupstofnun Reykjavíkurborgar f.h. Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar o.fl. óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: 1) 13870 —16800 tonn af asfalti. 2) 110 -160 tonn af bindiefni fyrir asfalt (asphalt emulsion). Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn.27. mars 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirk|uvegi 3 - Simi 25800 Aðstoðarfólk Óskum eftir að ráða aðstoðarfólk og iærling í bókband. Upplýsingar hjá verkstjóra. Prentsmiðjan Edda Smiðjuvegi 3 Kópavogi Sími45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.