Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Laugardagur 17. febrúar 1990 RLR fór fram á að Steingrímur Njálsson yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald: DOMARIURSKURDAR UM GÆSLUVARDHALD í DAG í dag mun dómari úrskurða um það hvort ástæða sé til að halda Steingrími Njálssyni í gæsluvarðhaldi meðan rannsókn fer fram á háttalagi hans gagnvart sjö ára dreng sl. miðvikudag. Steingrímur, sem er margdæmdur kynferðisaf- brotamaður, var handtekinn eftir að hann hafði fengið sjö ára dreng inn á heimili sitt og afklætt hann úr yfirhöfn og gallbuxum. Stúlka kom auga á Steingrím er hann var á leiðinni með drenginn inn til sín en hún bar kennsl á Steingrím þar sem hún hafði séð mynd af honum í dagblaði. Móðir stúlkunnar hringdi á Iögregluna en fór síðan yfir í húsið sem Steingrímur býr og sótti drenginn. Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála- ráðherra, sagðist í samtali við Tím- ann í gær ekki vita hvort dómsmála- ráðuneytið sem slíkt gæti gert ýkja mikið í þessu máli eins og sakir stæðu. Ráðherrann vitnaði til þess að nú lægi fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á 22. kafla hegningarlag- anna, en sá kafli fjallar um viðurlög við kynferðisafbrotum. Frumvarpið var samið á grundvelli skýrslu nauðgunarmálanefndar sem gefin var út í fyrra. Frumvaip þetta var lagt fram af Halldóri Ásgrímssyni dómsmálaráðherra í fyrravetur, en hlaut ekki afgreiðslu þar sem ekki reyndist samstaða um málið í efri deild Alþingis. Kvaðst dómsmála- ráðherra vonast til að breytingar þessar næðu fram að ganga á þessu þingi, en í frumvarpinu er kveðið mun skýrar að orði varðandi afbrot eins og það sem hér um ræðir. Ekki er ljóst hvað fór fram á milli Steingríms og drengsins en skömmu eftir atvikið sagði drengurinn að það væri leyndarmál og mun Steingrímur hafa notað þau orð við drenginn. Þegar konan sem náði í drenginn spurði Steingrím afhverju hann hafi tekið drenginn inn til sín gaf hann þá skýringu að hann væri að þurrka af honum fötin. Lauk ekki hælisvistinni Sem fyrr segir er Steingrímur Njálsson margdæmdur kynferðisaf- brotamaður. Hefur hann aðallega brotið af sér gagnvart unglingspilt- um. Árið 1963 hlaut hann fyrst dóm vegna slíkra mála, var hann dæmdur vegna kynferðisafbrota á ellefu drengjum á aldrinum 9-13 ára. Síð- ast hlaut Steingrímur dóm í febrúar 1988 en þá dæmdi Hæstiréttur hann í 12 mánaða fangelsisvist og 15 mánaða vist á viðeigandi hæli fyrir kynferðisafbrot gagnvart ungum dreng. í því máli hafði Sakadómur dæmt hann í þriggja ára fangelsi haustið 1987. Hæstiréttur ógilti þann dóm stuttu síðar og var hann þá dæmdur í tveggja og hálfs árs fang- elsi. Þeim dómi var áfrýjað til Hæsta- réttar sem þá kvað upp fyrrnefndan dóm. Þau málaferli vöktu upp mikla umræðu þar sem lögfræðingur fórn- arlambsins fór fram á að Steingrímur yrði vanaður. Steingrímur afplánaði fangelsis- dóminn og var síðan sendur til Svíþjóðar á hæli þar sem stofnun fyrir afbrotamenn af þessu tagi er ekki til hér á landi. Hann kom til íslands 10 mánuðum síðar og lauk því ekki vistinni, ástæðan var sú að læknar í Svíþjóð töldu það ekki þjóna tilgangi læknisfræðilega að halda honum lengur á hælinu. Um það hve 's vegna Steingrímur Njálsson fékk að ganga laus eftir heimkomuna frá Svíþjóð, þrátt fyrir dóm Hæstaréttar vildi dómsmála- ráðherra ekki tjá sig og vísaði til þess að sú ákvörðun hefði verið tekin áður en að hann var skipaður í embættið. Ráðgjafamiðstöð í deiglunni Hinn 8. mars næstkomandi munu Samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi opna upplýsinga-, fræðslu- og ráðgjafamiðstöð. Hafa yfirvöld veitt 2.3 milljónum króna til þessa verkefnis. Að miðstöðinni standa fjórir hópar: Ráðgjafahópur og barnahópur Kvennaathvarfsins auk Kvennaráðgjafarinnar og Vinnu- hóps gegn sifjaspellum. Guðrún Túl- íníus sem vinnur að undirbúningi miðstöðvarinnar sagði að vegna fjár- skorts myndi miðstöðin fyrst um sinn einbeita sér að ráðgjafarhlut- verkinu sem fyrst og fremst felst í stuðningi við fórnarlömb kynferðis- afbrota. Aðspurð sagðist Guðrún ekki vita til þess að nokkuð væri í bígerð hjá stjómvöldum varðandi vistun kyn- ferðisafbrotamanna eins og Steing- ríms Njálssonar. SSH Úthlutun úr Kvikmyndasjóði: 16 f engu styrk, 74 var hafnað Úthlutunamefnd Kvikmynda- sjóðs íslands tilkynnti í gær um úthlutanir úr sjóðnum.. Alls bárust 90 umsóknir sem samtals hljóðuðu upp á 400 milljónir króna. Aðeins 16 umsækjendur fengu jákvætt svar, hinum 74 var hafnað. Fjárframlög til sjóðsins vom veru- lega skert á fjárlögum þessa árs. Til úthlutunar vom 66.750.000. Hæsta styrkinn fékk Friðrik Þór Friðriks- son, 25 milljónir króna, til að gera myndina Börn náttúrunnar. Er sá styrkur 37.5% af því fé sem til ráðstöfunar var. Tveir aðilar til við- bótar fengu styrk til gerðar bíó- mynda. - Hrif til að gera mynd um Pappírs Pésa, 5 milljónir króna og 2,5 milljóna króna lán. Þá fékk Verkstæðið fjögurra milljóna króna styrk og þriggja milljóna króna lán til gerðar á bílaverkstæði Badda. Hlutfall Kvikmyndastjóðs í heildar- framleiðslukostnaði þessara þriggja mynda er orðið sem hér segir: Börn náttúrunnar 59% Pappírs Pési 24% Bílaverkstæði Badda 63% Hafa ber í huga að styrkupphæðir vom ekki framreiknaðar við útreikn- ing hlutfallsins. Handrita- og undirbúningsstyrki vegna bíómynda fengu fjórir aðilar. F.I.L.M. vegna Píslarsögunnar, 4,5 milljónir, Túndra vegna Júpíters, 2 milljónir, Guðný Hatldórsdóttir vegna Kórsins, 600 þúsund, Hilmar Oddsson vegna Kaldaljóss, 600 þús- und krónur. Einn aðili, Umbi, fékk framhaldsstyrk, 3 milljónir, vegna myndarinnar Kristnihald undir jökli. Þess má geta að í fyrra hlutu 11 aðilar styrk, yfirleitt upp á 400 þúsund krónur, til handritagerðar en aðeins eitt þeirra handrita hefur skilað sér inn til áframhaldandi vinnslu hjá sjóðnum. Á frétta- mannafundi kom fram í máli Helga Skúlasonar, sem átti sæti í úthlutun- arnefndinni, að nefndin hafi vikið frá þeirri stefnu að veita styrki út á misjafnlega mótaðar hugmyndir utan úr bæ. Fimm framleiðslustyrkir voru veittir vegna heimildamynda. Sig- urður Sverrir Pálsson fékk 5,5 millj- Tveir þeirra sem styrk fengu, Friðrik Þór Friðriksson og Lárus Ýmir Óskarsson Tt'mamynd: Árni Bjama ónir vegna myndar sem ber heitið Á sjó. Árni Tryggvason hlaut 2,5 millj- ónir vegna Handfærasinfóníunnar, Magnús Magnússon 2 milljónir vegna Hafarnarins, Vilhjálmur Knudsen 1,8 milljón vegna Kröflu- elda og Hið íslenska kvikmyndafélag hlaut 1,2 milljónir vegna myndarinn- ar Jón Bjarki. Handrita- og undirbúningsstyrki fengu tveir aðilar. Ólafur Rögn- valdsson hlaut 1,8 milljón króna vegna myndarinnar Ásýnd þjóðar og Nýja bíó hlaut 1 milljón vegna myndar um Jón Leifs. Þá hlaut Kvikmyndaklúbbur ís- lands 750 þúsund krónur. SSH Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt í gærmorgun: Stefna meirihlutans stendur Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar var afgreidd við aðra umræðu á fundi sem hófst kl. 5 í fyrradag og lauk um áttaleytið í gærmorgun. Tólf ályktunartillögur frá borgarfull- trúum minnihlutaflokkanna í borg- arstjórn lágu fyrir fundinum sem allar voru felldar utan ein. Sú tillaga fjallaði um að könnuð yrði efnasam- setning skolps til þess að komast mætti hjá því að hættuleg eiturefni bærust í sjóinn. Aðrar tillögur borgarstjórnar- andstöðunnar fjölluðu um aukið framboð dagvistunar fyrir börn, um að stefna að því að skólar borgarinn- ar yrðu einsetnir fyrir 1994 og að reistur yrði tilraunaskóli í Húsa- hverfi þar sem jafnframt yrði rekið dagheimili, skóladagheimili og tón- listarskóli. Þá lá fyrir tillaga um málefni aldraðra í sex liðum. I henni var lagt til að borgin keypti tvö hús til að reka sambýli fyrir aldraða, keyptar yrðu 25 íbúðir í nágrenni þjónustu- miðstöðva aldraðra, hafinn yrði undirbúningur að nýju hjúkrunar- heimili og dagvistarheimili fyrir aldr- aða, lokið yrði B-álmu Borgarspítal- ans á næstu fjórum árum, helgar- þjónustu við aldraða og sjúka yrði komið á og loks að stofnsett yrði ferðaþjónusta við aldraða með því að semja við leigubílastöðvar um að inna hana af hendi. Þá voru tillögur um æskulýðs- og íþróttamál, um að kanna nýja val- kosti í almenningssamgöngum í höfuðborginni, um umferðarörygg- ismál, um að fjárhagsáætlun Reykja- víkurhafnar yrði endurskoðuð til þess að setja ofáætlaðan launakostn- að í endurbætur á gömlu trébryggj- unum í vesturhöfninni o.fl, um endurbætur á leik- og útivistarsvæð- um í eldri hverfunum o.fl. Allar þessar tillögur voru felldar af Sjálfstæðismeirihlutanum. í breytingartillögum borgarfull- trúa minnihlutaflokkanna við fjár- hagsáætlunina voru lagðar til róttæk- ar tilfærslur sem miðuðu að því að auka og bæta þjónustu bið íbúa borgarinnar á ýmsan hátt en draga úr mikilli áherslu meirihlutans á örfá risamannvirki. Þessar tillögur voru allar felldar utan tvær. Önnur þeirra var um 150 þús. kr. fjárveitingu eða styrk til kórs Langholtskirkju. Hin var um að hækka framlag til Félags áhuga- fólks um íþróttir aldraðra úr 115 þús. kr. í 300 þús. kr. í máli Davíðs Oddssonar við um- ræðurnar í fyrrinótt kom fram að virðisaukaskatturinn mun auka út- gjöld borgarinnar um 385 milljónir kr. Á móti því kemur að launakostn- aður mun lækka frá því sem gert var ráð fyrir um 430 milljónir króna eftir nýju kjarasamningana. sá Hækkun frestað Á fundi sínum á fimmtudag samþykkti stjórn Landsvirkjunar með hliðsjón af nýgerðum kjaras- amningum að fresta fyrirhugaðri gjaldskrárhækkun fyrirtækisins um óákvæðinn tíma og stuðla þannig fyrir sitt leyti að því að náð verði markmiðum kjara- samninga um stöðugt verðlag og gengi. Jafnframt er samþykkt þessi gerð í trausti þess að ekki verði lagðar skattaálögur á fyrir- tækið, sem leiði til þess að hækka þurfi rafmagnsverð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.