Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 17. febrúar 1990 FRETTAYFIRUT iniii AÐUTAN BEIRÚT - Hróp deyjandi borgara bergmáluðu í rústum Austur-Beirút, en þar hafa staðið yfir blóðugir bardagar í 17 daga milli kristinna Líbana. „Ain al-Roummaneh lítur úf eins og kirkjuqarður sem hefur orðið Tyrir jarðskjálfta," sagði vitni eftir að hafa ekið um bardagasvæðið þar sem her- sveitir Michel Aoun hershöfð- inaja hafa barist í tvo daga við að reyna að vinna viai I ibanska hersins. Talið er ao nærri 60 hafi látið lífið og um 200 særst í bardögum síéustu daga. PRAG - Brottflutningur sovéskra hersveita frá Tekkó- slóvakíu munu hefjast innan 10 daga að sögn dagblaðs kommunistaflokksins í Prag. Blaðið sagði að brottflutning- arnir myndu hefjast 26. febrúar og er ætlunin að Ijúka þeim fyrir maílok. Um 75.000 rúss- neskir hermenn verða fluttir frá landinu. MOSKVA - Kommúnista leiðtogar í Tajikistan í Mið- Asíu ræða saman annan dag- inn í röð um hvernig eigi að bregðast við eftir að leiðtogar flokksins sögðu af sér í kjölfar- ið á óeirðum sem kostuðu 18 manns lifið. BÚKAREST- „Kommún- ismi er úr sögunni í Rúmeníu", saqði Peter Roman forsætis- ráðherra landsins, en al- menningur i Rúmeníu virðist ekki vera viss. „Hvernig getur fólk sagt að við séu bara önnur kommunísk rikisstjórn þegar allar staðreyndir benda til annars?“ spurði Roman. „Kommúnistaflokkurinn og hugmyndafræði hans í Rúm- eniu eru úr sögunni. Aðgerðir stjórnarinnar hafa til þessa ver- ið í andstöðu við kommúnism- ann. Þær eru í andstöðu við Stalínisma og Bolshevisma." BRUSSEL-Stjórn Evrópu- bandalagsins hefur ákveðið að halda sérstakan leiðtogafund í Dublin snemma i apríl til að ræða sameiningu Þýskalands. Þetta fullyrða innanbúðarmenn í EB. Þeir segja hugsanlegt að þessi fundur verði jafnvel enn mikilvægari en hinn svokallaði laugardaqsfundur sem haldinn var í París f nóvember síðast- liðnum en þar voru sviptingarn- ar í Austur-Evrópu ræddar. NAIROBI - Utanríkisráð- herra Kenýa fannst látin nærri heimili sinu í vesturhluta Ken- ýa. Fullyrt er að líkið hafi verið brunnið þegar það fannst og virðist margt benda til að ráð- herrann hafi ekki dáið eðlileg— um dauðdaga. Hans hefur ver- ið saknað siðan á mánudag. BRUSSEL - Sprengja sprakk í háskóla í Brussel. 48 læknastúdentar særðust, þar af sjö alvarlega. Þetta var önn- ur sprengingin sem springur í háskóla í Brussel á þremur mánuðum. í desember særð- ust þrír menn þegar sprengja sem var komið fyrir í ferða- tösku sprakk í Brussels Free University. BELGRAD - Hundruð Alb- ana mótmæltu í Kosovo í suðurhluta Júgóslavíu, en þar létust 29 menn í uppþotum í siðasta mánuði. Um 500 Al- banir, uppfullir af þjóðernis- kennd, gengu í pegnum Titova Mitrovica og motmæltu. George Bush forseti Bandaríkjanna kom sprelllifandi heim frá Kólumbíu þar sem hann fundaði með leiðtogum helstu kókaínframleiðsluríkja og undirritaði Cartanegayfirlýsing- una, sem er nýtt skref í baráttunni gegn eiturlyfjavofunni: Samkomulag um aðgerðir gegn eiturlyfjahringum George Bush forseti Banda- ríkjanna kom sprelilifandi heim úr því sem fjölmiðlar í Banda- ríkjunum sögðu svaðilför til Kól- umbíu þar sem hann fundaði með leiðtogum Suður-Ameríku- ríkja sem stórtækust eru í fram- leiðslu kókaíns. Á fundinum sem haldinn var í Cartagena í hjarta kókaínframleiðsluhéraði Kólumbíu gerðu leiðtogar Bandaríkjanna, Kólumbíu, Ból- ivíu og Perú með sér bandalag sem berjast á gegn hinum vold- ugu eiturlyfjahringum sem starfa á þessum slóðum. -Við höfum komið okkur saman um fyrstu almennu, raunhæfu al- þjóðlegu áætlunina um eiturlyfjaeft- irlit. Við höfum í raun stofnað fyrsta gagneiturlyfjahringinn, sagði Ge- orge Bush eftir fundinn með þeim Vicilio Barco forseta Kólumbíu, Alan García forseta Perú og Jaime Paz Zamora forseta Bólivíu. Sumir Bandaríkjamenn óttuðust að öryggi Bush í Kólumbíu yrði mun minna en annars staðar í heiminum þar sem eiturlyfjasmyglarar sem hafa mikil ítök í Kólumbíu höfðu hótað að myrða forsetann. En Bush ákvað að sýna Kólumbíumönnum og öðrum Suður-Aneríkubúum að hann væri hinn fullkomni „Macho'* eða karlmenni sem léti hótanir ekki á fá, með eflaust góðum árangri. Bush notaði einnig tækifærið og hrósaði Vicilio Barco og þeim Kól- umbíubúum sem lagt hafa til atlögu við hina voldugu eiturlyfjahringi með það góðum árangri að eitur- Hermaður í Perú fylgist með því að raikið magn kókalaufa brenni örugglega. Nú hafa forsetar Bandaríkjanna, Kólumbíu, Bólivíu og Perú undirritað samkomulag um samvinnu í baráttunni við eiturlyfjahringana og hefur samkomulagið hlotið nafnið Cartagenayfirlýsingin. Stefnt er að því að brenna eins mikið af kókaínlaufum og hægt er og reyna að ganga milli bols og höfuðs á eiturlyfjasmyglurum. lyfjabarónarnir eru famir að biðjast vægðar og segjast sumir hverjir reiðubúnir að láta af kókaínfram- leiðslu og eiturlyfjasmygli. -Ég kom hér í dag til að leggja á það eins skýra áherslu og mögulegt er að kólumbíska þjóðin stendur ekki ein og mun ekki standa ein í baráttunni við eiturlyfjahringana, sagði Bush áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna eftir vel heppnað- an fund. Samkomulag leiðtoganna fjögurra kveður meðal annars á um að stefnt verði að útrýmingu eiturlyfjafram- leiðslu með því að auka verulega á eftirlit og herða á framkvæmd þeirra laga er beinast gegn eiturlyfjasmygl- urum. Lýsa leiðtogamir því yfir að ríkin muni vinna náið saman í þess- ari baráttu. Bandaríkjamenn skuldbinda sig að veita ríkjunum þremur sem em helstu kókaínframleiðsluríki heims, dygga efnahagslega aðstoð til að þau geti framfylgt aðgerðum gegn rækt- un kókalaufa og úrvinnslu kókaíns. Bandaríkin er langstærsti markaður eiturlyfjasmyglarana og er kókaín- neysla í Bandarfkjunum orðið alvar- legasta samfélagsvandamál landsins. Hins vegar var ekkert kveðið á um að bandarískt herlið tæki þátt í baráttunni gegn eiturlyfjasmyglur- um í þessum þremur ríkjum Suður- Ameríku, en bandaríska ríkisstjórn- in hafði mikinn hug á að fá ríkin til að samþykkja slíkt. Bush gerði hins vegar ekkert til þess að fá leiðtogana til að samþykkja slíkar ráðstafanir að þessu sinni. Svíþjóð: Ríkisstjórnin segir af sér Rfkisstjórn jafnaðarmanna í Sví- þjóð sagði af sér á fimmtudaginn eftir að Riksdagen, sænska þingið, hafði fellt efnahagstillögur ríkis- stjórnarinnar. Ingvar Carlson for- sætisráðherra afhenti Thage Peter- son forseta þingsins afsögn sína og var hún snarlega samþykkt. Því virðist framundan stjórnarkreppa í Svíþjóð þar sem borgaraflokkarnir hafa ekki tiltækan þingstyrk til að mynda nýja ríkisstjórn og telja framámenn í atvinnulífi hættu á algerri ringulreið næstu vikurnar. Ríkisstjórn Carlsons var minni- hlutastjórn sem kommúnistar vörðu falli. Hins vegar sáu þingmenn kommúnistaflokksins sér ekki fært að samþykkja harðar efnahagsáætl- anir ríkisstjómar jafnaðarmanna, sem meðal annars fólu í sér bann á verkföllum, frystingu verðlags, launa og vaxta. Ríkisstjómin mun þó sitja sem starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við. Þingkosningar eiga að fara fram í september 1991, en ef þingið hafnar fjórum sinnum tilnefn- ingu um forsætisráðherra verður boðað til kosninga samkvæmt stjórn- arskránni. Slapp með kal og glóðarauga Vesturþýskur fallhlífahermaður slapp með kal, glóðarauga og skrekkinn þegar honum mistókst fallhlffastökk á heræfingu í Norður- Noregi. Fallhlíf hermannsins flæktist í flutningavélina sem flutti fallhlífa- hermennina á áfangastað og dangl- aði maðurinn í 20 mínútur utan á flugvélinni áður en áhöfn vélarinnar dró hann inn að nýju. Dvöl hermannsins hangandi utan á flugvélinni var frekar kuldaleg, enda 20 stiga frost sem bítur margfalt í kinnarnar þegar flugvélin flýgur á 250 km hraða á klukkustund. Enda var hermaðurinn, Michael Loeb hálfmeðvitundarlaus þegar hann var dreginn um borð. -Eg mun stökkva aftur eins fljót og ég fæ tækifæri til þess, sagði Michael eftir ævintýrið. Vesturþýskir hermenn taka nú þátt í heræfingum NATO í Noregi og er það í fyrsta sinn sem þýskar bardagasveitir stíga land í Noregi frá því Hitler lét hernema landið í síðari heimstyrjöldinni. UMSJÓN Sam Nujomba leiðtogi Swapo var kjörinn forseti Namibíu af stjórnlagaþingi landsins og mun hann formlega taka við forsetaembættinu þegar Namibía fær fullt sjálfstæði 21 .mars. Nujomba hefur um langt árabil verið leiðtogi Swapohreyfingarinnar sem barist hefur gegn yfirráðum Suður-Afríkustjórnar yfir Namibíu undanfarin 23 ár. Sapo sigraði örugglega í kosningum til stjórnlag- aþingsins sem fram fóru undir eftir- liti Sameinuðu þjóðanna í nóvem- bermánuði síðastliðnum. -Ég mun reyna mitt besta til að framfylgja stjórnarskrá Lýðveldisins Namibíu, sagði Nujomba í ræðu sinni á stjómlagaþinginu eftir að hann var kjörinn forseti. Stjórnlagaþingið sem skipað er 72 fulltrúum samþykkti stjórnarskrá fyrir Namibíu í síðustu viku. Mun þingið breytast í löggjafaþing þegar sjálfstæði landsins verður fullkomn- að. Sjálfstæði Namibíu byggist á sam- komulagi sem Suður-Afríkustjórn gerði við Angólastjórn og Kúbu- menn um að 50 þúsund kúbanskir hermenn sem nú eru í Angóla verði kallaðir heim, en Suður-Afríku- stjórn stendur mikill stuggur af vem Kúbumanna í suðurhiuta álfunnar. Nujomba sem er 60 ára gamall kom heim til Namibíu í haust eftir þriggja áratuga útlegð. Hann hefur Namibíu undanfarna mánuði komið bæði andstæðingum sínum og stuðning- smönnum mjög á óvart fyrir að vera raunsæismaður í stjórnmálum og náð sameina andstæðar fylkingar í Namibíu. Stangast það nokkuð á þá hörku sem Nujomba sýndi í skæm- hernaðinum gegn hermönnum Suð- ur-Afríku í Namibíu undanfarna tvo áratugi. Samkvæmt stjórnarskrá Namibíu • getur Nujomba einungis setið í for- setastól í tvö fimm ára kjörtímabil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.