Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 1
Hetjur og hrakningar Á vorrí miklu tœkniöld er merkilegt að hugsa til þess að ekki eru nema 66 ár frá því er fýrsta flugvélin kom yfir Atlantshafid til íslands. Fáir atburðir hér hafa vakið meiri athygli, því efalaust skynjuðu menn að þau tímamót voru orðin, sem boðuðu að einangrun íslands vœri lokið. Það þótti meira að segja sérlega góðs viti að flugmaðurinn var Svíi og var það nú rifjað upp að einmitt sœnskur maður, Garðar Svavarsson, hafði fyrstur lagt upp að leita íslands. Það hlaut því að vera að ráði forsjónarinnar að sœnskur maður skyldi fyrstur koma um loftsins vegu til landsins. Hér segir nú af þessu flugi, sem lengi verður í minnum haft. Leiðangur majórsins Það var hinn 6. apríl 1924 að fjórar bandarískar flugvélar lögðu upp frá Seattle á vesturströnd N — Ameríku og var forinni heitið um- hverfis hnöttinn. I hverri vélanna voru aðeins tveir menn, flugstjóri og vélamaður. Sá hét Martin og var maj- ór að tign, sem forystu leiðangursins skyldi hafa á hendi. Flugleiðin var ákveðin þannig: Seattle, Alaska, yfir Kurileyjar til Japan, Siam, Burma, Indland, Persia, Mesopotamia, Sýr- land, Tyrkland, Rúmenía, Serbía, Austurriki, Þýskaland, Frakkland, England, Orkneyjar, ísland, Grœn- land, Labrador og loks til Seattle á ný. Undirbúningurinn var svo vand- aður, sem nokkur tök voru á og við- búnaður hafður á allri leiðinni til þess að leiðbeina og liðsinna flugmönn- unum. Miklir örðugleikar hlutust af því að fijúga varð yfir svœði, þar sem reginmunur var á lofthita. En hœttu- legasti kafii fiugsins var þó talinn frá Orkneyjum til Labrador. Þegar á fyrsta hluta leiðarinnar varð alvarlegasta slysið í ferðinni. Martin fiugstjóri rakst á fjall í óbyggðum Alaska og var hann talinn af um tíma. En hann og félagi hans fundust þó síðar og voru báðir lif- andi. En nú heltist Martin úr lestinni og tók því Smith flugmaður á vél númer 2 við stjórn. Hinir flugmenn- irnir voru Wade og Svíinn Eric Nel- son. Eftirvœnting Óvíða mun vélanna hafa verið beðið með meiri eftirvœntingu en hér á landi. Menn fylgdust grannt með ferðalaginu og þegar það fréttist að þœr vœru komnar til Kirkwall á Orkneyjum og vœru vœntanlegar á hverri stundu, greip spenningurinn alvarlega um sig. Ekki síst meðal blaðamanna, því yfir þá rigndi skeyt- um firá blöðum og fréttastofum víðs- vegar um heiminn, þar sem óskað var eftir fyrstu fréttum. Hér var einnig mikill viðbúnaður að taka á móti fluggörpunum. Þegar veturinn áður hafði Bandaríkjastjórn beðið Pétur Þ. J. Gunnarsson um að vera umboðsmann sinn hér og ráðu- naut, og nú kom sérstakur maður frá stjórninni, sem Crumrine hét og átti að taka á móti flugmönnunum. Danska skipið Gertrud Rask haföi verið sent til Angmagsalik með vara- hluti handa vélunum, en þar skyldi vera nœsti áfangastaður við Reykja- yík. Og á hafinu milli Englands og íslands voru fjögur bandarísk herskip á sveimi til þess að leiðbeina flug- mönnunum og aðstoða þá, ef með þyrfti. Flugmennirnir voru nokkra daga um kyrrt í Kirkwall og biðu byrjar yf- ir hafið. Fengu þeir stöðugt veður- skeyti héðan og símanum haldið opn- um fyrir þá allar nœtur. Ekki œtluðu þeir að fljúga í einum áfanga til Reykjavíkur, heldur koma við á Hornafirði. Þar var enda mikill við- búnaður. Lendingarsvœði var af- markað á firðinum fyrir utan Mikley og viðarkestir hlaðnir meðfram ströndinni, sem kveikja skyldi í er vélarnar kœmu, svo sjá mœtti vind- áttina af reyknum. Flaug fyrstur yfir hafið Laugardagmorguninn 2. ágúst kom skeyti um að flugmennirnir vœru farnir frá Kirkwall. En laust eft- ir hádegi kom annað skeyti og var það þess efhis að vélarnar heföu snú- ið við. Það voru vélar þeirra Smiths og Wade. En Nelson varð þessa ekki var, því hann haföi misst sjónar á þeim í þokunni. Hann hélt því áfram og frétti ekki fyrr en til Hornafjarðar kom að hinir höföu snúið til sama lands. Þannig vildi það til að hann varð fyrsti maður sem flaug yfir haf- ið til Islands. Daginn eftir var betra veður. Þá lögðu hinir af stað á ný. En er þeir voru komir miðja vegu milli Orkn- eyja og Fœreyja bilaði olíudœlan i flugvél Wade og varð hann að setjast á sjóinn. Sjógangur var meiri en hann haföi vœnst og munaði minnstu að vélin fœri um koll við lendinguna. Smith sá hverju fram fór, en gat að vonum enga beina hjálp veitt. Flaug hann nokkra hringi yfir staðnum og gat Wade skýrt honum frá því með merkjum hvað að vœri. Engin loft- skeytatœki voru í vélunum. Síðan hélt Smith áfram, uns hann kom að herskipinu Billingsby. Fleygði hann þá niður skýrslu um óhapp Wade og hvar hans vœri að leita. Bréfið kom niður rétt við síðu skipsins og fleygði einn sjóliðanna sér útbyrðis og náði í það. Sendi þá Billingsby skeyti til herskipsins Richmond og lagði af stað til aðstoðar fyrir fullu vélarafli. En Smith hélt fbr sinni áfram og komst til Hornafjarðar heilu og höldnu. Flugmönnunum var fagnað mjög innilega á Hornafirði og þó einkum Nelson, bœði af því að hann kom fyrstur og svo vegna norrœns upp- runa hans. Voru flugmennirnir nú í besta yfirlœti á Hornafirði allan mánudaginn. Sorglegt óhapp Það er af Wade að segja að hann og vélamaður hans voru lengi að velkjast á sjónum. Að lokum bar að enskan togara og œtlaði hann að draga vélina til Fœreyja, því þangað var styst. En drátturinn gekk ekki Flugvél Nelsons komin á þurrt land til eftirlits. Mikill mannsöfn- uður fylgist með. greiðlega, vegna þess hve illt var í sjó. Komu nú herskipin á vettvang og œtlaði Richmond að lyfta vélinni upp úr sjónum og hafa hana á þilfari. En svo slysalega tókst til að þegar vélin var komin á loft bilaði hleypiblökkin, sem taugin lék í. Við þetta féll flug- vélin í sjóinn, brotnaði þar og sökk. Gátu flugmennirnir vart tára bundist, þegar þeir sáu hana hverfa, eftir að hafa flogið henni svo langa leið. Mannsafnaður í Reykjavík Veðrið var gott á Hornafirði á þriðjudagsmorgun, en í Reykjavík var norðanstormur. Barst nú frétt þess efnis að flugvélarnar vœru lagð- ar af stað og kom Crumrine það al- veg á óvart. Gert haföi verið ráð fyrir að þœr skyldu lenda á ytri höfhinni, en nú var sjógangur slíkur að það var ekki viðlit. En hvar skyldu þeir þá setjast? Annaðhvort á Skerjafirði eða inni á Sundum. Crumrine fékk nú vélbáta hafhar- innar til afhota og sendi annan suður í Skerjafjörð, en fór á hinum inn að Viðey. Attu bátarnir að gefa merki Fyrir 66 árum varfyrst flogið yflr hafið til Islands. Þar voru stórhuga og djarfir menn áferð, sem urðufyrir margvíslegum áföllum um að ólendandi vceri á ytri höfninni og leiðbeina þeim til lendingar á öðr- um hvorum þessara staða. Fréttin um komu vélanna fór eins og eldur í sinu um allan bœinn. Fólk þyrptist saman á hœstu stöðum, Arn- arhólstúni, Skólavörðuholti, Hóla- velli og alls staðar þar sem það hélt sig geta séð til þeirra. Um klukkan 2 sáust þeir fyrst. Þá eygðu sjóngóðir menn tvo svarta díla, sem bar við hvít ský í vestrinu. Vélarnar höföu fylgt ströndinni alla leiðina og tafist nokkuð vegna mót- vinds við Vestmannaeyjar. Flugu þeir svo að segja samsiða og Smith þó heldur á undan. Þeir sáu bátana á Skjerjafirði og á Viðeyjarsundi og að ólendandi var á ytri höfhinni. En þeg- ar Smith flaug yfir bceinn sá hann að nokkurt opið svceði var í innri höfh- inni, og þar renndi hann sér hiklaust niður og Nelson þegar á eftir. Crumr- ine brá í brún. Fannst honum þetta fifldirfska og óttaðist að slys mundi hafa hlotist af. En þá haföi allt geng- ið að óskum, lendingin tekist vel og þarna voru fyrir menn frá hafhar- stjóra og voru að hjálpa þeim að binda vélarnar við festar. Fólkið þyrptist nú niður að höfn og haföi aldrei sést þar slíkt fjöl- menni áður. Og þegar flugmennirnir komu I land réðu menn sér vart fyrir fögnuði. Enginn þóttist hafa séð né heyrt slíka afreksmenn áður. Og und- ir niðri fundu menn það að þeir komu með nýja timann með sér, og það gerði fógnuðinn enn dýpri og inni- legri. Hér voru komnir fyrstu víking- ar loftsins, menn, sem unnið höföu sigur á óraíjarlœgðum jarðarinnar. Knud Ziemsen, borgarstjóri, tók á móti þeim á steinbryggjunni fram- an af Pósthússtrœti. Síðan var þeim ekið í bifreiðum til Álfheima, húss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.