Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 4
KS 4 «¦ HELGIN Laugardagur 17. febrúar 1990 Ágúst Sigurðsson: LANDARA HAFNARSLOÐ . Guðrún Eiríksdóttir. Guðrún Eiríksdóttir Orye Gíslína Guðrún er Árnesingur að ætt og uppruna, fædd að Syðri-Sýrlæk í Viilinga- holtshreppi, hinn 10. febrúar 1919, en ólst upp í Arabæ í Gaulverjabæjarhreppi, þar sem foreldrar hennar bjuggu. Eiríkur tré- smiður faðir hennar var af Bolholtsætt, Magnússon Magnússonar frá Traustholts- hólum í Þjórsá Guðmundssonar, er frá segir í bók Guðmundar G. Guðmundssonar, Vaskir menn (Rvík, 1968). Var Magnús Magnússon, afi Guðrúnar, siðasta barnið sem fæddist í Traustholtshólma, en Magnús Guðmundsson síðasti ábúandi þar. - Móðir Guðrúnar var Þorkelína Sigrún Þorkelsdótt saumakona er m.a. lagði stund á peysufata- saum. Var hún einnig Árnesingur. Bjuggu þau að Syðri-Sýrlæk en síðan í Arabæ, sem var hluti gamla Traustholts, en fóru til Reykjavíkur þegar þau brugðu búi 1937. Voru þau bæði hög á hönd og er þess sérstaklega getið að Eiríkur smíðaði sér harmoníum. Börn þeirra voru Kristján, frkvstj. hjá Jóni Loftssyni í Reykjavík, Magnús, skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi, Jóhanna í Reykjavík, þá Gíslína Guðrún og yngst Þóra er átti Jón Jónasson, járnsmið í Reykjavík. Guðrún Eiríksdóttir fór til Danmerkur 1939 og réðst til vinnu á kjólasaumastofu Peters Bonde í Lyngby norðan Kaupmanna- hafnar. Vann hún þar í fimm ár en lét af störfum ári eftir að hún giftist þegar einka- sonur þeirra Knuds Orye járnsmiðs fæddist 1944. Tveimur árum síðar ákváðu þau hjónin að flytjast til íslands um sinn. Dvöldu þau í Reykjavík í hálft fjórða ár frá 1946 og var Knud þann tíma starfandi vélvirki í Landsmiðjunni. Er þau voru komin aftur til Danmerkur settust þau að í Hvidovre og suðurhluta Stór-Kaupmannahafnar og búa þar síðan í skemmtilegu einbýlishúsi á friðsælum stað og vinna mjög að garðrækt. Alla tíð hefur Guðrún setið meira og minna að saumum þótt ekki hafi hún ráðist á saumastofu síðan 1944. Frank Henry, sonur Guðrúnar og Knuds, er útlærður bankamaður og tók hann út- flutningsviðskipti að sérgrein. Var hann um tveggja ára skeið við tvítugsaldur starfandi í Landsbankanum í Reykjavík en síðar við störf í Algeirsborg og svo í Frankfurt, en er nú búsettur með konu sinni og tveimur börnum í Randers á Jótlandi og vinnur fyrir Remitex. Guðrún Eiríksdóttir Orye heimsækir vini og vandamenn á íslandi við og við, nú síðast á vorinu 1989, en á þeim árum er Frank var búsettur í Norður-Afríku gerði hún góðar ferðir þangað. Hildur Grimsdóttir. Hildur Grímsdóttir Hildur er fædd á fsafirði hinn 21. apríl 1912 og voru foreldrar hennar Grímur Jónsson frá Gilsbakka í Hvítársíðu prests Hjörtssonar, prestaskólakandidat og skóla- stjóri á ísafirði, og Kristín Kristjana Guð- finna Eiríksdóttir bónda á Hóli í önundar- firði Kristjánssonar. Var Grímur skólastjóri fæddur á Krossi í Landeyjum 1855 en faðir hans var þá prestur í Landeyjaþingum. Hann lést í Reykjavík 1919 aðeins 64 ára. Varð ekkjudómur Kristínar langur en hún dó 1980, fullra 96 ára. Hafði flust til Reykjavíkur 1923 með börnum þeirra Gríms: Hildi og tvíburabróður hennar Grími, er varð prestur í Sauðlauksdal og síðar í Ásprestakalli, og Kristínu er átti Áka Pétursson hagstofufulltrúa. Hildur fór til Hafnar 1935 og m.a. vegna þess að Grímur bróðir hennar var þar fyrir, en hann hafði stundað nám við Niels Brocks verslunarskólann og vann síðan um hríð í Kaupmannahöfn. Ilentist Hildur í Höfn, enda trúlofaðist hún brátt og giftist á öðru utanveruári sínu dr. Jens Hald lyfjafræðingi, skilin við fyrri mann sinn Gunnar Kaaber lyfsala. Varð hjónaband Hildar og dr. Jens langt og farsælt en hann lést hinn 17. júlí 1988. Var hann fæddur í Thisted á Norðvest- ur-Jótlandi 1905, sonurHaldsskólastjóraog stofnanda hins merka Thistedsafns. Lauk Jens lyfjafræðinámi en gast ekki að rekstrar- kvöð apótekara heldur vann að vísindum í fræðigrein sinni og fann hann upp lyfið antabus. Varð hann doktor í lyfjafræði og hafði mikið álit. Einbýlishús þeirra dr. Jens stendur norður undir Holte, fallega prýtt og býr Hildur þar ein nú og ræktar stóran garðinn af alúð, heilsugóð og ungleg álitum og í anda. f vinahópi hennar eru margir rosknir landar sem njóta góðs af félagslyndi hennar og lífsgleði. Ágústina Munck. Þórunn Thorsteinsson Thostrup Dóttir Steingríms Thorsteinssonar, skálds og rektors Reykjavíkurskóla, og síðari konu hans, Guðríðar Eiríksdóttur frá Stöðlakoti í Reykjavík. Þórunn er fædd í Reykjavík hinn 9. mars 1893 og því orðin 96 ára. Steingrímur skáld var fæddur á Arnarstapa í Breiðuvik, þar sem faðir hans, Bjarni amtmaður Þorsteinsson, sat, vorið 1831, en Bjarni var fæddur 1781 suður í Álftaveri, bróðursonur síra Jóns Steingrímssonar, eld- klerksins sem svo er nefndur, og var frá Þverá í Blönduhlíð. Eru fádæmi þess, sem hér getur, að 3 ættliðir taki til meira en 200 ára en sé talið frá fæðingu Þorsteins Stein- grímssonar 1732, langafa Þórunnar, er tími fjögurra ættliða 257 ár. Systkini Þórunnar eru öll dáin, Bjarni, læknir á Friðriksbergi, sem var hálfbróðir af fyrra hjónabandi föður þeirra, 1911, en Axel, blaðamaður og rithöfundur, 1986 og var hann yngstur. Steinunn, systir Þórunnar, var ljósmyndari í Reykjavík og gerði hún margar ferðir til Hafnar og heimsótti hana. Hvorug þeirra systra nam í Menntaskólan- um, þó að væru rektorsdætur, enda mjög sjaldgæft um og laust eftir aldamót að stúlku næmu þar eða tækju stúdentspróf. Naut Þórunn samt hinna mikilhæfu kennara, t.d. Jóns Jenssonar og Þórhalls biskups og í þýsku Jóns Ófeigssonar, en í einkatímum og á kvöldnámskeiðum. Fór hún síðar tíl Kaup- mannahafnar og nam við leikfimiskólann á Tagensvej 1916-1918. Heim komin á ný varð hún um sinn íþróttakennari stúlkna, bæði hjá íþróttafélagi Reykjavíkur og í M.R. en þá voru nokkrar stúlkur sestar að námi í skólanum. Varð samt stutt í kennslustörfum Þórunnar er hún giftist 1919 dönskum manni sem hún kynntist á íslandi, Theodor Thos- trup sjóslysafræðingi. Bjuggu þau í Skálholti í Reykjavík fyrstu búskaparárin og eru öll 3 börn þeirra fædd þar: Finnur Steingrímur, fv. yfirhöfuðsmaður í flotadeild danska hersins, Atli Þorsteinn verkfræðingur og Inger Þórunn, tónlistarkennari á Fjóni. Eftir 8 ára búsetu í Skálholti flutti fjöl- skyldan til Danmerkur um áramótin 1927- 28. Hefur Þórunn búið þar í nær 61 ár, nú síðast á elliheimilinu Bakkegaarden í Bagsværd, skammt norðvestan Kaupmanna- hafnar, en þar búa synir hennar hið næsta. Lengst stóð heimili hennar á Brönshöj f vesturhluta Kaupmannahafnar og á Bell- isvej, einnig í áraraðir eftir að maður hennar lést 1957. Vegna hins háa aldurs frú Þórunnar Thorsteinsson Thostrup er ástæða til að geta þess að hún hefur verið við góða heilsu fram undir þetta, er hún þarf stöku sinnum til tveggja daga sjúkrahússmeðferðar, en and- lega heldur hún sér svo vel að fatast í engu við upprifjun horfins tíma í báðum löndum og veit á nöfnum skil og aldri einnig hinnar yngstu kynslóðar. Jóhannes Ólafsson. Jóhannes Ólafsson Fæddur að Ásgarði í Miðneshreppi 10. júlí 1925, þriðja barn hjónanna Vilborgar Eiríksdóttur og Ólafs Jóhannesar Guðlaugs- sonar sýslumanns Guðmundssonar. Börn þeirra Vilborgar urðu fimm og dó hún frá þeim ungum um 1930 en Ólafur réðst til mágs síns, Jóhannesar á Borg í Reykjavík. Jóhannes Ólafsson fór í fyrstu bernsku til frú Ásdísar föðursystur sinnar og síra Friðriks Rafnars er fluttu frá Útskálum í Garði 1927 til Akureyrar og þar ólst Jóhannes upp. Á unglingsárunum var hann við sumarstörf á Hótel Gullfossi en hóf snemma að vinna á rafvélaverkstæðum með námi, en tvítugur lauk hann sveinsprófi í rafvélavirkjun frá Iðnskólanum á Akureyri. Framhaldsnám sótti hann til Kaupmannahafnar á árunum 1948-1951 er hann vann að háspennutækni- smíði og tók meistarapróf. Kvæntist hann danskri konu, Karen Margarethe Breslöw, er var upp alin í Kaupmannahöfn. Eftir 15 ára störf hjá Gefjun á Akureyri fluttu þau hjónin til Hafnar og hefur Jóhannes verið þar samfellt síðan, í 23 ár, og starfað hjá LK við rafvirkjun, töflusmíði og aðra nýsmíði lengst af, auk viðgerða, bæði í Haraldsgade og Ballerup, en hjá LK fyrirtækinu var hann áður við framhaldsnámið. Synir Jóhannesar og Karenar 'eru Ólafur, framkvæmdastjóri skiltagerðarinnar Marco- merki í Reykjavík, og Friðrik J. Ólafsson, vélsmiður í Kaupmannahöfn, báðir kvæntir fjölskyldumenn. Jóhannes Ólafsson er dverghagur maður og skal sérstaklega getið skipslikana hans. í heilt ár vann hann í frístundum að smíði Samsonar, þrímastra barkskips, sem er í Akureyrarkirkju, minningargjöf um fóstur- foreldra hans, en síra Friðrik vígslubiskup lést 1959, frú Ásdís ári síðar. Samson er2,26 metra langur og vegur 12,5 kg. í Útskála- kirkju er María, þrímastra reiðari, 1 m að iengd, gjöf til kirkjunnar í tilefni 90 ára afmælis ömmu Jóhannesar, Guðrúnar Sveinsdóttur. - Enn hefur Jóhannes fullbúið skip, sem óvíst er hvar verður í kirkju en töluvert um spurt, auk margra fagurra smíðisgripa og nákvæmra eftirlíkinga sem hann á í fórum sínum. Árið 1987 lét Jóhannes af störfum hjá LK, eftir alls 26 ár, en býr áfram í Kaupmanna- höfn, eftirlaunamaður, ungur í sjón og raun og önnum kafinn við hvers konar ná- kvæmnismíði og uppfinningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.