Tíminn - 17.02.1990, Side 10

Tíminn - 17.02.1990, Side 10
10 HELGIN Laugardagur 17. febrúar 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Litlu leiksystumar voru óaðskiljan- SAKAMA Verjandinn hélt því fram að morðinginn hefði truflast á geðs- munum vegna álags í bardög- um í Víetnam. Það var ekki tek- iðtil greina. Dómarar láta iðulega í Ijós álit sitt á þeim málum sem þeir hafa fjallað um og sumir nota stór orð. Joseph Campbell, hœstaréttardómari í San Bernadino—sýslu, var einn þeirra. Hann sagði um tiltekið mál. —Þetta var eitt viðbjóðslegasta, fyrirlitlegasta, villimannlegasta og óhugnanlegasta mál sem ég hef ver- ið svo óheppinn að vinna að. Allir voru honum sammála. Hér var átt við mál sem í blöðum var kallað „leiksystramorðin". Þá voru tvœr telpur myrtar, sjö og tíu ára gamlar. Báðar gengu þœr í grunnskóla í þorpinu Yucaipa. Sú sjö ára hét Linda Christine Hubbard. Vinkona hennar, Teddy Elizabeth Engelman, var nýorðin tíu ára. Þœr gengu saman í skóla, léku sér alltaf saman og dóu saman þann 12. apríl 1980. Grimmur morðingi þessara fal- legu telpna gat ekki haldið verknað- inum leyndum nema skamma hrlð. Þá var það tilraun hans til að dylja glœpinn sem kom honum í fangelsi og þar með beindist athyglin að hon- um vegna morðannaÞann 12. apríl 1980 um kvöldmatarleytið var skrif- stofu lögreglustjóra í San Bemad- ino-sýslu gert viðvart um að telpn- anna vœri saknað frá heimilum sín- um í Calimesa. Þœr höfðu farið út um fjögurlcytið til að róla sér á ná- lœgum leikvelli en þegar tók að rökkva og þœr skiluðu sér ekki þá hjálpuðu börn á hjólum og brun- brettum foreldrunum við leitina. Frank Bland lögreglustjóri kall- aði til þijá fulltrúa sína og bað þá að sinna málinu með forgangi. — Von- andi verðum við jafnheppnir og í síðustu viku, sagði hann og átti þar við atburð sem varð nokkru norðan við Calimesa, í eyðimerkurþorpinu Highland. Þar var fimm ára stúlka í umsjá ömmu sinar að leika sér úti með þriggja ára bróður sínum þegar hún var Ibúar brugðust vel við kalli lögreglunnar um aðstoð og á þriðja hundrað manns leituðu, gangandi, ríðandi og í þyrlum í erfiðu lands- lagi. Sólarhringsleit bar engan ár- angur og lögreglan taldi nánast víst að telpan hefði orðið fórnarlamb glœpamanns. Þar sem hún var af bláfátœku fólki hafði henni tœpast verið rœnt til að krefjast lausnar- gjalds. Predikarí lét rœna baminu San Bemadino-sýsla er gríðar- stór og nœr inn í Mojave-eyðimörk- ina að landamœrum Nevada. Þama er óskaplega heitt og hafa margir lát- ið þar lífið við að leita að týndu fólki. I þetta sinn hrjáði hitinn leitar- fólk mjög. Margir örmögnuðust og legar, bœðií lífi og dauða varð að fá björgunarfólk til að koma þei Nokkmm dögum siðar var lög- reglustjóra sagt að 16 ára frœndi telpunnar hefði verið á pínugolfvelli í grenndinni með alla vasa fulla af peningum. Frést hafði að hann hefði gefið vinum sínum gjafir. Lögreglan gaf sig á tal við piltinn scm viðurkenndi fljótlega að til hans hefði leitað predikari nokkur, sem einnig var vel þekktur fasteignasali í Calimesa, og beðið sig að ná telp- unni. Honum Iíkaði ekki það um- hverfi sem hún byggi við og hann vildi gjarnan kenna henni sitt af hverju. Pilturinn sagðist í fyrstu hafa neitað að gera þetta fyrir 50 dollara en þegar upphœðin var orðin 230 dollarar þá stóðst hann ekki mátið. Samdœgurs var haft uppi á húsbil predikarans þar sem hann stóð utan við kaffistofú í Red Bluff i 900 km fjarlœgð. Predikarinn og telpan vom í fasta svefni. Maðurinn var hand- tekinn en telpan afhent yfirvöldum. Með þetta i huga fóra lögreglu- mennirnir Majors, Colfer og McDonald til Calimesa og sögðu foreldram týndu telpnanna frá hinni sem týnst hafði og fundist heil á húfi viku áður. Þeir bœttu við að á meðan líkin fyndust ekki vœri full ástœða til að vona það besta. Fengin var lýsing á telpunum og prentuð á spjöld, sem síðan voru hengd upp á veggi og staura hvar- vetna. Linda Hubbard var 122 sm há og 28 kíló með sítt, dökkt hár og stór, brún augu. Þegar hún hvarf var hún klœdd blágrœnum smekkbux- um, appelsínugulum bómullarbol og hvítum strigaskóm. Teddy Engelman var einnig 122 sm, 37 kíló, ljóshœrð og bláeyg. Hún var í snjóþvegnum gallabuxum, hvítum bol og hvítum skóm. Faðir Lindu var miður sín þegar hann sagði lögreglunni að telpumar hefðu verið í bakgarðinum þegar hann og móðir Lindu hefðu ákveðið að skjótast út í búð. Þá spurðu telp- urnar hvort þœr mœttu skreppa á róluvöllinn á meðan. Þeim var leyft það ef þœr kœmu aftur eftir hálf- tíma. Líkin í ruslagámi Erfitt var að imynda sér að í samfélagi á stœrð við Calimesa, þar sem allir þekkja alla, hefði enginn séð telpurnar hvorki á leið á rólu- völlinn né til baka aftur. Þœr fóra út úr garðinum hjá Lindu og virtust svo gufa upp. Majors sagði að ekki mœtti gera ráð fyrir glœp en miðað við allar að- stœður vœri það því miður líklegasta Philip Lucero vafðist tunga um önn við að útskýra blóðið sem var um allt húsið sem hann reyndi að kveikja í. skýringin. Majors sneri aftur til skrifstofú sinnar í San Bemadino um níuleytið um kvöldið og var að hella sér í kaffibolla þegar hringt var. Hann svaraði í símann en kallaði svo út félaga sína, O’Rourke og Edm- onds, og bað þá að koma hið snar- asta. Klukkan tíu voru þrír svip- þungir lögreglumenn komnir til þorpsins Yucaipa, sem var í eyði- mörkinni, sjö km austar. Majors útskýrði á leiðinni að Floyd Tidwell, aðstoðarlögreglu- stjóri hefði hringt til sín og sagt sér að áldósasafhari hefði verið að róta i ruslagámi við Plaza-stórmarkaðinn með broddstaf og stungið á tveimur stóram plastpoktim. Þá rann blóð út um götin. Þegar dósasafnarinn reyndi að toga annan pokann nœr sér í gámn- um, rifnaði hann og lítill fótur féll út um rifuna. Maðurinn hrökk illilega við en hljóp inn i verslunina og sagði framkvœmdastjóranum frá fúndi sínum. Sá hringdi strax til Iög- reglunnar. Lögreglumennimir byrjuðu á að gera ráðstafanir til að enginn kœmi nálœgt gáminum. Majors talaði við dósasafnarann og síðan var svœðis- ins gœtt þar til rannsóknarlögreglan og tœknimenn komu á vettvang. Umhverfi gámsins var rannsakað vandlega og ljósmyndir teknar frá öllum sjónarhornum en síðan var plastpokunum lyft upp úr. Blóðið lak úr þeim og flugnager mikið fylgdi þeim. Enginn vafi lék á að í pokan- um vora lík. Ljóst var að sáralitlu munaði að líkin fyndust. Hefði dósasafnarinn ekki verið þama einmitt þá, hefðu liðið í mesta lagi sex klukkustundir þar til gámurinn var fjarlœgður og þá hefðu líkin fljótlega grafist undir mögum lestum af rusli. Þar með hefðu telpumar bœst í hóp hundraða fómarlamba sem hverfa gersamlega af yfirborði jarðar. Undaríeg íkveikja Það var farið að dimma þegar meinafrœðingur í San Bernadino klippti pokana utan af líkunum. Eftir Iýsingu foreldra telpnanna að dœma lék ekki minnsti vafi á að þetta vora liks Teddy Engelman og Lindu Hub- bard. Þœr voru fullklœddar og hafði verið stungið á höfuðið niður í pok- ana. Fljótlega varð ljóst að telpumar höfðu ekki verið kynferðislega áreittar. Á höfði Teddy var stórt, gapandi sár eins og hún hefði verið barin með beittu áhaldi, ef til vill brotinni flösku. För á hálsi Lindu bentu til þess að hún hefði verið kyrkt með sinni eigin hálsfesti. Áverkar á úlnliðum hennar bentu til að hún hefði einnig verið bundin. I ljós kom eftir leit i gámnum að skó Teddy vantaði alveg. Öll önnur föt telpnanna voru á sinum stað. Hvers vegna voru aðeins skórnir fjarlœgðir? Tidwell gat sér þess til að einhver hefði tekið telpurnar upp í bíl og œtlað að ráðast á Teddy en hún veitt mótspymu. Þá hafi árásarmaðurinn slegið hana i höfuðið en orðið hrœddur þegar honum varð ljóst að hún var látin. — Hann gœti þá hafa myrt hina svo hún þekkti hann ekki aftur, átti Majors við. Majors og O’Rourke urðu eftir við verslunarmiðstöðina og rœddu þar við fólk. Enginn hafði séð neinn fleygja plastpokunum í gáminn. Önnur spuming vafðist mikið fyrir lögreglunni: Telpumar höfðu verið numdar brott um hábjartan dag á al- mannafœri en samt virtist enginn hafa séð þœr. Calimesa er svo lítill bœr að þar er ekki einu sinni slökkvilið og skógarverðir sjá um þá hlið mála. Því var það Jere Lord, yfirmaður í skógareldadeildinni, sem vakti O’Rourke af vœrum blundi um nótt- ina og tilkynnti honum um íkveikju. O’Rourke hélt að slíkt gœti hœg- lega beðið til morguns en Lord kvaðst hafa haldið að hann vildi vita þetta strax því hann teldi ikveikjuna tengjast morði litlu telpnanna tveggja. Bensín og blóð Um sexleytið var O’Rourke bú- inn að skýra fyrir Tidwell og Majors það sem Jere Lord hafði sagt honum Teddy Engelman (að ofan) og Linda Hubbard. Þær voru tíu og sjö ára þegar morðingi lokkaði þær inn til sín og fleygði síðan líkunum til greina. í símann. Eldurinn kom upp í svefn- herbergi í hvítu timburhúsi sem stóð við almenningsgarðinn í Calimesa. Nágrannar höfðu orðið hans varir um ellefuleytið um kvöldið. Þegar slökkvilið kom á vettvang var húsið mikið skemmt. Lord, sem var þaul- vanur eldi af öllu tagi, kvaðst viss um að hann hefði fúndið bensínlykt. Rannsókn i svefnherberginu leiddi í ljós að eldfimum vökva hafði verið stökkt þar um allt. — Þetta er áreiðanlega íkveikja, fullyrti hann. Eigandi hússins var hinn 34 ára gamli Philip Louis Lucero sem kvaðst vera vélgœslumaður hjá fyr- irtœki i Redlands. Kona hans og fimm ára sonur vora í heimsókn hjá œttingjum í öðrum bœ. Lucero kvaðst hafa fengið sér neðan í því og sofhað með sígarettu. Hann vaknaði þegar reykurinn œtlaði að kœfa hann og þá var húsið fúllt af reyk. — Þetta var heimskulegt af mér, sagði hann og lögreglumenn vora sammála en þeir áttu við allt annað. Sígaretta kveikir aðeins í á einum stað en ekki mörgum og ummerkin era allt öðruvísi. Hér var vel Ijóst að kveikt hafði verið í eldfimum vökva. Við nánari rannsókn fannst stór blóðblettur í gólfteppinu i dagstof- unni. Þá tók rannsóknin aðra stefnu og farið var að leita að meira blóði. Það fannst í rúmteppinu og dýnunni í svefhherberginu. Lucero skýTði það með því að hann hefði verið að reyna að slökkva eldinn þegar hund- urinn þvœldist fyrir honum. Líklega hefði hann óvart slegið hundinn og blóðið hlyti að vera úr honum. Hundurinn, risaskepna af St. Bemhards-kyni, var úti í bakgarðin- um ásamt nokkrum hœnum og önd- um. Ekki var neinn minnsta áverka að sjá á honum. — Þá hlýt ég bara að hafa fengið blóðnasir, sagði Luc- ero. — Eg var víst svo drukkinn að ég man þetta varla. Þrátt fyrir að húsið vœri rannsak- að hátt og lágt og œ fleira kœmi fram sem mœlti gegn því, þá hélt Lucero statt og stöðugt við það að annaðhvort hefði blœtt úr hundinum eða nefi hans sjálfs. Gabbaðar inn í húsið I svefnherberginu fann O’Rourke hvíta strigaskó og velti fyrir sér hvort frú Lucero gœti átt þá. Þá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.