Tíminn - 03.03.1990, Side 5

Tíminn - 03.03.1990, Side 5
OCi’ 3i<;ir P -i-ir»«'-nr;rii |-i i Laugardagur 3. mars 1990 nnitn’T a Tíminn 5 Menntamálaráöherra vísar því á bug að hann hafi svikið gefin loforð varðandi námslán og benti á að LÍN væri ekki einn í heiminum: Námsmenn verða að átta sig á efnahagslegum veruleika „Það kanna að vera að sumum þyki gott að geta sagt um mig: „Hann er alltaf að svíkja okkur.“ Menn er búnir að skrifa mikið og ræða mikið um að ég sé alltaf að svíkja eða þá a.m.k. alveg að fara að svíkja. Við skulu ekki vera að slá því föstu í fréttatilkynningum að menntamálaráðherra gangi um Ijúgandi og svíkjandi þegar ekkert er til í því,“ sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra á fúndi um Lánasjóð ílslenskra námsmanna sem námsmenn í Háskóla íslands héldu. Fram kom á fundinum að 45% af ráðstöfunarfé lánasjóðsins er lánsfé frá Ríkisábyrgðasjóði. Um 25% af fé sjóðsins fer í að greiða niður eldri lán. Það stefnir því í algjört óefni með rekstur sjóðsins ef ríkið eykur ekki enn framlag sitt til sjóðsins á næstu árum. Á þessu ári var framlag ríkisins aukið um 600 milljónir. Námsmenn gagnrýndu ráðherr- ann harðlega fyrir að hafa ekki staðið við það samkomulag sem hann gerði við þá um að bæta þeim upp skerðingu á námslánum sem gerð var á ráðherratíma Sverris Hermannssonar og Ragnhildar Helgadóttur. Menntamálaráðherra sagði að námsmenn yrðu að gera sér grein fyrir þeim efnahagslega veruleika sem þjóðin byggi við. Lánasjóður íslenskra námsmanna væri ekki einn í heiminum. Hann lagði fram tölur og línurit sem sýna að kaupmáttur námslána hefur hækkað frá árinu 1987 mun meira en kaupmáttur launa. Munurinn er nærri 20%. Hann benti einnig á að á síðasta ári hefðu veitt lán til sjóðsins hækkað um 52% og á þessu ári hækka þau um 23%. Ráðherra sagði erfitt fyrir sig að sækja aukið fjármagn til Alþingis því þar væri sér bent á þessar staðreyndir. „Ég er sannfærður um að miðað við pólitískt þanþol þjóðarinnar og Aiþingis erum við raunverulega með eins mikla fjármuni í lánasjóðnum og kostur er miðað við núverandi aðstæður. Þess vegna var gengið frá samkomulagi 14. desember síðast- liðinn þar sem segir að þriðji áfangi hækkunar lána umfram verðlag ætti að koma til framkvæmda svo fljótt sem auðið er. í þessum orðum, svo fljótt sem auðið er, taldi ég felast að menn vildu taka tillit til aðstæðna og skoða aðrar leiðir. Það erum við nú að gera,“ sagði Svavar. Framfærslugrunnur einstaklings Frá fundi menntamálaráðherra mei) námsmönnum í Háskóla íslands. Tímamynd Pjetur er nú 49 821 kr en hámarkslán til einstaklings er 46 836 kr. Námsmenn bentu á þessa staðreynd og ennfrem- ur þá staðreynd að í framfærslu- grunni lánasjóðsins er gert ráð fyrir að einstaklingurinn greiði um 7000 kr í húsnæði, sem allir eru sammála um að sé alltof lág tala. Þá bentu námsmenn á að í lögunum um lánasjóðinn stæði að námslán ættu að duga fyrir framfærslu. Svavar Gestsson benti á að í lögunum stæði jafnframt að ráðherra gæti með reglugerð fellt niður hækk- anir á lán sem rekja má til verðlags- breytinga, en það gerðu Sverrir Hermannsson og Ragnhildur Helga- dóttir á sínum tíma. Svavar sagði að námsmenn ættu að reyna fá þessu ákvæði laganna breytt þannig að þeir ættu ekki sífellt yfir höfði sér skerðingu lána. Sveinn Andri Sveinsson, fram- bjóðandi Sjálfstæðismanna í borg- arstjórnarkosningunum í Reykja- vík, koni upp í ræðustól og gagn- rýndi ráðherrann fyrir að draga flokkspólitík inn í þetta mál. Mál- flutningur frambjóðandans fékk slæmar undirtektir og sá ráðherra ekki ástæðu til að svara honum. - EÓ Baðstrandaferðir í gæðaflokki Innifalið í verði er: Flug, KEF-LUX-VAR fram og til baka, KEF- CPH-SOF-VAR-LUX-KEF eða KEF-LUX-VAR-SOF-CPH- KEF, þarsem um slík flugeraðræða. Gistingáhótelum miðað við 2ja manna herbergi, en 4 á Villa Jug, með baði/sturtu, w.c.hálft fæði (matarmiða) leiðsögn ogaksturfráflugvelli í Vamaogáhótel við komu og öfugt við brottför. Flugvallarskattur og annað ótalið hér er ekki innifalið í verði. Verð eru miðuð við gengi US$ og flugverð per 30 nóvember 1989 og breytast fram til þess tíma er ferðinerað fullugreidd.miðað viðgengi íslenskrarkrónugagnvart US$ eða búlgörskum leva gagnvart USS og breytingu flugverða á sama tímabili.Barnaafsláttur er: Börn undir 2ja ára aldri greiða einungis 10% af flugverði en fáekki matarmiða. Bömáaldrinum 2ja-12 ára fá 50% afslátt af fullorðinsverði miðað við svokallað aukarúm. en 25 % afsláttur er veittur af gistingu miðað við „normar rúm. en 50% í flugi sem jafngildir um 40% afslætti frá fullorðinsverði. ^Grand Hótel Varna _ 19/05-26/05 02/06 09/06 16/06-11/08 18/08 25/08 01/09-25/09 ^ 2 vikur laugardaga 59.900- 59.900- 63.600- 70.900- 70.900- 67.200- 63.500- 3 vikur laugardaga 75.200- 82.600- 82.600- 89.900- 82.600- 82.500- 78.700- Dobrudja 07/04 28/04 22/05-29/05 05/06 12/06 19/06-14/08 21/08 28/08-25/09 2 vikur þriójudaga Engin ferð 49.500- 50.600- 54.200- 58.400- 56.900- 54.200- 3 vikur þriðjudaga 63.500- 60.100- 63.300- 66.800- 7 1.000- 66.800- 64.100- Slavianka 22/05-29/05 05/06-12/06 19/06-07/08 .... | 14/08 21/08-28/08 04/09-25/09 3 vikur þriðjudaga 55.800- 6 1.100- 66.200- 64.700- 60.500- 58.700- Kaliakra ! 2 vikur þriðjudaga 52.300- 57.600- 62.700- 61.200- 57.000- 55.200- 3 vikur þriðjudaga 55.800- 61.100- ! 66.200- 64.700- 60.500- 58.700- Bratislava 2 vikur þriðjudaga 42.000- 45.900- 50.900- 50.900- 49.800- 46.100- 3 vikur þriðjudaga 49.800- 54.700- 59.800- 58.300- 54.100- 52.300- Villa Jug 2 vikur þriöjudaga 46.000- 46.000- 49.600- 49.600- 49.600- 49.600- \J3 vikur þriðjudaga 54.300- 54.300- 57.900- 57.900- 57.900- 57.900- J 1990 Tekið er á móti pöntunum í ferða- skrifstofu okkar sem opin er alla virka daga frá 8-17 og laugardaga frá 9-12. f.h. Ferðaskrifstoi KJARTANS HELGASOh Gnoðarvogi 44, efri hæð (gengið inn frá Skeiðarvogi), sími 91 68 62 55.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.