Tíminn - 10.03.1990, Síða 5
Laugardagur 10. mars 1990
tíminn 5
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra kemur fram með róttækar tillögur
í rekstri ríkisins, er stuðla eiga að því að útgjöld og tekjur haldist í hendur:
Ekið á barn:
Fóraf
Leggur til byltingu í siysstað
meoferð nkisfiarmala
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra vill að fjárveit-
inganefnd Alþingis verði lögð niður og í stað hennar komi
fjárlaganefnd er fjalli bæði um útgjaldahlið og tekjuhlið
fjárlaga. Fjallað verði um útgjöld og tekjur ríkisins á sama
tíma og af sömu aðilum á Alþingi.
Fjármálaráðherra kynnti þessar
hugmyndir að skipulagsbreytingum,
við fyrstu umræðu í neðri deild
Alþingis um frumvarp til laga um
fjárgreiðslur úr ríkissjóði, sem flutt
er af Sighvati Björgvinssyni for-
manni fjárveitinganefndar og öðrum
meðlimum nefndarinnar. Tillögur
fjármálaráðherra um umbætur við
fjármálastjórn ríkisins og nýskipan í
samskiptum löggjafarvalds á vett-
vangi ríkisfjármála, eru í settar fram
í fjórtán liðum og eiga að stuðla að
auknu aðhaldi í ríkisrekstrinum. Til
þess að hægt sé að fjala um útgjalda-
hlið og tekjuhlið fjárlaga á sama
tíma á þingi þarf að breyta þingsköp-
Áætlunarflug
á milli Akureyrar
og Keflavíkur?
Stóriðjuflug
beint norður?
Flugleiðir íhuga nú að sækja um
heimild til áætlunarflugs milli Akur-
eyrar og Keflavíkur. Verði af upp-
byggingu stóriðju á Eyjafjarðar-
svæðinu telja forsvarsmenn félagsins
að markaður fyrir slíkt flug sé nægur.
Flugleiðir gera ráð fyrir að geta
hafið beint flug á milli Akureyrar og
Keflavíkur fyrirvaralaust og ef af því
verður mun það verða fyrsta flugleið
félagsins milli landshluta sem ekki
verður bundin við Reykjavík. Flug-
leiðir eru nú að Ijúka vinnu við
endurskipulagningu á rekstri innan-
landsflugsins. - ÁG
Byggingarnefnd
fjallar um
Réttarhálsbrunann:
Gagnrýna
arkitekt
Borin hefur verið fram tillaga í
byggingarnefnd Reykjavíkur um að
Ingimar Haukur Ingimarsson arki-
tekt verði áminntur. Ingimar hann-
aði hús Gúmmívinnustofunnar að
Réttarhálsi 2 sem brann til kaldra
kola á síðasta ári eins og kunnugt er.
1 skýrslu sem Brunamálastofnun
sendi frá sér í janúar síðastliðnum
um brunann á Réttarhálsi, er talað
um að arkitektinn hafi gert ákveðin
mistök við hönnun hússins. Þar segir
m.a.: „Einungis fáein atriði bruna-
varna eins og t.d. eldvarnarhurðir
hafa verið færð inn á teikningar
arkitekts og hefur hann ekki staðið,
að hönnun hússins eins og reglugerð-
ir krefjast."
Saksóknari hefur haft mál
Gúmmívinnustofunnar til meðferð-
ar í nærri heilt ár. Skrifstofustjóra
byggingarverkfræðings hefur verið
falið að grennslast fyrir um gang
málsins hjá saksóknaraembættinu.
-EÓ
um, en það er ein af tillögum
fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir
að ákveðin verði verkaskipting hinn-
ar nýju fjárlaganefndar og fasta-
nefndar þingsins, og nefndin hafi
það verkefni að fjalla um heildar-
gerð fjárlaganna og stærstu drættina
í gerð þeirra. Fagnefndir þingsins
fjalli aftur á móti um þann þátt er
snýr að þeirra vettvangi í gerð fjár-
laganna.
Sú breyting er jafnframt lögð til,
að fjárveitinganefnd, eða hin nýja
fjárlaganefnd verði gerð að heilsárs-
nefnd er hafi sjálfstæða starfsmenn.
Þessi skipan á að létta af því bráð-
abirgðaástandi að starfsmönnum
ríkisendurskoðunar sé gert að taka
þátt í daglegum störfum löggjafans
eins og nú er.
I>á er í tillögum fjármálaráðherra
reiknað með að hlutverk, markmið
og starfshættir allra ríkisstofnana
verði metin árlega frá grunni. Með
slíkum hætti verði að finna réttlæt-
ingu fyrir öllum útgjaldaliðum við-
komandi stofnana á reglulegu árbili
og skera þá niður ella. Með því að
taka fimmtung ríkisstofnana fyrir
með þessum hætti á ári, yrði tryggt
að ríkiskerfið yrði allt endurmetið á
einum áratug.
Ólafur Ragnar gerir ráð fyrir í
tillögum sínum að gerð verði sérstök
fjárlagaáætlun til þriggja ára í senn.
Þessi áætlun verði rædd og samþykkt
af Alþingi og notuð sem viðmiðun
og grundvöllur fyrir fjárlagagerð
hvers árs. Til að tryggja vandaða
meðferð Alþingis á fjárlögum, fjár-
aukalögum og öðrum skyldum frum-
vörpum sé nauðsynlegt að annað
hvort verði fjárlagaárinu breitt, eða
þingið komi fyrr saman en nú, t.d. í
byrjun septembermánaðar. Fjár-
lagagerðin fari fram á grundvelli
rammafjárlaga þar sem að heildar-
upphæð fyrir hvert ráðuneyti verði
ákveðin fyrirfram og ráðuneytunum
falið að gera tillögur um útgjöld
innan þess ramma. Allar greiðslur
úr ríkissjóði verði síðan annaðhvort
samkvæmt heimildum í fjárlögum
eða fjáraukalögum, en aukafjárveit-
ingar verði lagðar af.
Með hverju því þingmáli, sem
leitt gæti til aukinna útgjalda fylgi
tillaga eða greinargerð um það
hvernig þeirra viðbótarútgjalda skuli
aflað með breytingum á skattalögum
eða með niðurskurði á öðrum ríkis-
útgjöldum. Þannig verði dregið úr
þeirri þróun að auka sífellt ríkisút-
gjöldin með setningu laga án tilsvar-
andi tekjuöflunar. - ÁG
ÍA.HiW*"'
Stórveldaslagurinn hafinn
Stórveldaslagurinn í skák hófst
klukkan fimm síðdegis í gær á því
að Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra lék fyrsta leik fyrir
Agdesteine. En á fyrsta borði
leiddu þeir Agdestein frá Noregi,
er teflir fyrir sveit Norðurlanda og
Yusupov frá Sovétríkjunum, sam-
an hesta sína. Stórveldaslagurinn í
skák fer fram í hinni nýju skákmið-
stöð Taflfélags Reykjavíkur og
Skáksambands íslands að Faxafeni
12. -ABÓ/Tímamynd Ámi Bjama
Ekið var á fimm ára gamlan dreng
í Suðurfelli, móts við Nönnufell í
Breiðholti um klukkan sex í gær-
kvöldi. Barnið hlaut höfuðáverka
auk annarra meiðsla og var það flutt
á slysadeild. Ökumaður bílsins ók
þegar af vettvangi, en að sögn sjón-
arvotts var um að ræða rauðan
fólksbíl, líklegast af japanskri gerð.
Barnið lenti á vinstri hlið bílsins,
þ.e. ökumannsmegin og brotnaði
hliðarspegill, en brot fundust á
slysstað. Lögreglan leitaði bílsins og
ökumannsins í gærkvöldi og óskaði
eftir vitnum. Um átta leitið í gær-
kvöldi var ekki búið að hafa upp á
ökumanninum. -ÁBÓ
Veröa 10 milljónir
í boöi?:
Potturinn
fjórfaldur
Fjórfaldur pottur er í Getraunum
og stefnir allt í að fyrsti vinningur
fari í sjö til átta milljónir. Búist er
við að heildarvinningsupphæð verði
í kringum tíu milljónir, en það mun
endanlega ráðast á morgun þegar
sölukerfi getrauna verður lokað.
Fyrir tæpu ári síðan var einnig
fjórfaldur pottur og þá var heildar-
vinningur 11.386.992. Afgreiðslu-
fjöldi var 44.327 sem þýðir að rnilli
35- 40 þúsund tipparar tóku þátt í
leiknum. Sex voru þá með 12 rétta
og fengu rúmlega eina og hálfa
milljón í vinning. -EÓ
Sendibílstjórar
halda áfram aö mót-
mæla um helgina:
Akafarþegum
ókeypis heim
Sendibílstjórar hafa ákveðið að
halda áfram aðgerðum gegn leigu-
bílstjórum og aka fólki frítt heim á
aðfararnótt laugardags og sunnu-
dags. Tekið verður við frjálsum
framlögum frá farþegum, en engin
krafinn um greiðslu.
Aðgerðir sendibílstjóra munu
hefjast á miðnætti bæði kvöldin og
standa til klukkan sjö að morgni. í
svari við fyrirspurn Guðmundar
Ágústssonar alþingismanns til sam-
gönguráðherra, sem flutt var á
fimmtudag, kom fram að ekki stend-
ur til að breyta reglugerð er varðar
verkaskiptingu leigubtla ogsendibíl-
stjóra. - ÁG
Sjópróf vegna strandsins við Grindavík fóru fram í gær:
Stýrimaðurinn svaf í brúnni
þegar Höfrungur II strandaði
Við sjópróf í gær vegna strands
Höfrungs II í fyrradag kom fram að
ástæður strandsins séu vegna þess að
stýrimaður sofnaði, en hann var
einn á vakt í brúnni. Þá var slökkt á
svokölluðum vökustaur, sem gefur
frá sér hljóðmerki með ákveðnu
millibili til að menn sofni ekki.
Höfrungur II fór til veiða á mið-
vikudag um klukkan fimm síðdegis
til að vitja neta. Um klukkan sex
morguninn eftir, þ.e. morguninn
sem skipið strandaði, var búið að
gera að aflanum og stefnan tekin á
Grindavík og sjálfstýring sett á. Við
sjópróf kom fram að stýrimaður var
einn á vakt í brúnni og 2. vélstjóri á
vakt í vélarrúmi. Um klukkan 7.40
hringir stýrimaður í veiðarfærastjór-
ann í landi og eftir samtalið fer hann
niður að fá sér kaffi sem hann hefur
síðan með sér upp í brú. Eftir að
hafa drukkið nokkuð af því, veit
hann ekki af sér fyrr en skipi er
strandað, um kl. 8.10.
Um borð í skipinu er vökustaur
sem gefur frá sér hljóð á þriggja til
fjögurra mínútna millibili. Þeim
fannst það of mikið og mun vöku-
staurinn ekki alltaf hafa verið í lagi
að þeim fannst, þannig að ekki var
kveikt á honum. Áður hafði verið
um borð vökustaur sem pípti með
um 15 mínútna millibili er þeim
líkaði betur, en sá var bilaður.
Sjópróf stóðu frá klukkan tvö til
fjögur sfðdegis og komu skipstjóri,
stýrimaður og 2. vélstjóri fyrir
réttinn. Sjópróf fór fram hjá bæjar-
fógetanum í Keflavík, en þeim
stjórnaði Ásgeir Eiríksson fulltrúi
sýslumannsins í Grindavík. -ABÓ