Tíminn - 27.03.1990, Page 2

Tíminn - 27.03.1990, Page 2
2 Tíminn Þriöjudagur 27. mars 1990 Bankaráð Seðlabankans vísar gagnrýni umboðsmanns Alþingis í Ávöxtun- armálum á bug og telur Bankaeftirlitið hafi starfað í anda þágildandi laga: Fullt traust á Bankaeftirlit „Lengst af þeim tíma sem Ávöxtun sf. starfaði, giltu ekki nein lög um fjármálastarfsemi af þessu tagi og bankaeftirlitið hafði engar sérstakar heimildir eða skyldur til þess að hafa afskipti af eða eftiriit með rekstrínum. Þetta segir í yíirlýsingu sem banka- ráð Seðlabankans lét frá sér fara fyrir helgi vegna gagnrýni umboðsmanns Alþingis á framgöngu bankaeftirlits Seðlabankans í málum Avöxtunar sf. Þann 5. mars sl. barst bankaráði Seðlabankans „Alit umboðsmanns Al- þingis í tilefni af kvörtunum vegna ófullnægjandi eftirlits viðskiptaráðu- neytis og bankaeftirlits Seðlabanka ís- lands með starfsemi Avöxtunar sf. og verðbréfasjóða tengdum fyrirtækinu.“ Bankaráðið fundaði um málið fyrir rúmri viku síðan og tók svo gagnrýni umboðsmannsins til lokaafgreiðslu á fostudag. Ráðið vísaði gagnrýni hans á bug í meginatriðum og lýsti yfir fullu trausti á störfum og starfsmönnum Bankaeftirlitsins. „Við teljum að Bankaeftirlitið hafi sinnt sínum störfum eðlilega miðað við þær heimildir sem það hafði á þessum tíma,“ sagði Ólafur B. Thors formaður bankaráðsins eftir fundinn i gær. Ólafur sagði að um væri að ræða tvö tímabil í starfsemi Avöxtunar: Annars vegar tímabilið fyrir gildistöku laga um verðbréfamiðlun árið 1986 en hins vegar eftir gildistöku þeirra. A þvi fyrmefnda hefði bankaeftir- litið engan aðgang haft að máli Ávöxt- unar utan það að ganga úr skugga um að fyrirtækið færi ekki inn á svið banka, sparisjóða og innlánsdeilda og tæki við peningum til ávöxtunar. Bankaeftirlitið hefði talið að Ávöxtun hefði einmitt gert þetta og kærði til rík- issaksóknara sem taldi ekki ástæðu til aðgerða. Eftir að lögin frá 1986 tóku gildi og fram til gildistöku núgildandi laga frá 1989 telur bankaráðið að eftirlitið hafi haft þau afskipti af Ávöxtun eins og við var að búast og ætlast mátti til sam- kvæmt þeim. I yfirlýsingu bankaráðs- ins segir að svo virðist sem umboðs- maður túlki heimildir Bankaeftirlitsins til afskipta á þessu tímabili miklu víð- tækar en eðlilegt getur talist. „Mismunurinn á okkar áliti og áliti umboðsmannsins sýnist okkur helst vera sá að hann telji lagaheimildir til afskipta hafa verið rýmri en við telj- um,“ sagði Ólafúr B. Thors formaður bankaráðs Seðlabanka íslands. —sá Gæludýrafóður frá Akureyri Á næstu dögum verða settar á þróun gæludýrafóðurs. Aðalhrá- markað hérlendis nokkrar tegundir efni verksmiðjunnar eru fiskimjöl gæludýrafóðurs, sem unnar eru og og mjólkurduft ásamt hvers kyns framleiddar hjá Dettifossi h.f á Ak- bætiefnum. Að sögn Lárusar hefur ureyri. Aðaláherslan verður lögð á framleiðslu verksmiðjunnar nú um framleiðslu fóðurs fyrir hunda og nokkurt skeið verið dreift til hóps ketti, en fóður fyrir nagdýr, gæludýraeigenda á Akureyri í til- hamstra og fugla verða eins konar raunaskyni, og hafa þær tilraunir hliðargreinar. Þá er hugmyndin að staðfest að framleiðslan er fyllilega gera tilraunir með nýjar tegundir, samkeppnisfær, og sambærileg við m.a. fyrir hesta. Þá verður í sumar innfluttar vörur. Lárus sagði enn- hafin framleiðsla á kattasandi. Til fremur að efnafræðingar hefðu að byrja með verður gæludýrafóðr- bent á að hollusta íslenska fóðurs- ið eingöngu sett á markað innan- ins væri mun meiri en þess inn- lands, en í framtíðinni er stefnt að flutta, þar sem hormónaefni eru útflutningi. Nokkrar tilraunasend- ckki notuð. Jafnframt hefðu þeir ingar hafa farið eriendis, og hafa bent á að í innfluttu gæludýrafóðri fengíst jákvæð viðbrögö m.a. ffá væru cfni sem bannað væri að Bandaríkjunum. Framleiðsla sem flytja til landsins, svo sem dýrafita. þessi á sér ekki hliðstæðu á íslandi, Dettifoss h.f. á nú I samstarfi og mun því alfarið keppa við inn- við Rannsóknarstofnun fiskiðnað- fluttar vörur. arins varðandí þróun á alhliða þurr- Dettífoss h.f. var stofhað í nóv- fóðri fyrir hunda og ketti. Sameig- ember s.l. og hefur síðan verið unn- inlega hafa þessir aðilar ásamt iö að vöruþróun og undirbúningi Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar sótt markaðsátaks. Rcyndar á vöruþró- um styrk til Rannsóloian-áðs ríkis- unin sér lengri sögu, því Lárus ins vegna þessa verkefnis, sem Hinriksson einn eigenda og aðal- áætlað er að standi í eitt ár. hvatamaðurinn að stofnun fyrir- hiá-akureyri. tækisins, hefúr í nokkur ár unnið að Sjóli tók niöri á grynningum Ferming- ar og áfengi eiga ekki samleið „Fermingar og áfengi eiga ekki samleið. Eyðileggjum ekki hátíð- leika fermingarinnar með neyslu áfengra drykkja. Munum að bjór er einnig áfengi.“ Svo hljóðar yfirlýs- ing frá sex félagasamtökum sem sjá sig knúin til að vekja athygli á þessu máli, nú rétt fyrir fermingar. Þessi sex samtök eru Vímulaus æska, Hús- mæðrafélag Reykjavíkur, Prestafé- lag íslands, Áfengisvamarráð, Átak til ábyrgðar og íslenskir ungtemplar- ar. Erlendur Garðarsson talsmaður Átaks til ábyrgðar sagði í samtali við Tímann, aðspurður hvers vegna fé- lagasamtökin sjái sig knúin til að minna á þetta, að í fyrra hafi borið á þvi að bjór hafi verið borinn fram í fermingarveislum. Hann sagði að það hafi kannski verið vegna þess að herferðin, að bjór væri einnig áfengi, hafi ekki verið komin á fullt skrið. „Við höfum það á tilfinningunni að á of mörgum stöðum hafi bjórinn komið inn á fermingarveisluborðin, sem drykkur til að drekka með veislufongum. Trúlega hefúr það ekki verið í hugum fólks að það.væri að bjóða áfengi," sagði Erlendur. Hann sagði að bjór væri líka áfengi og þó að margir hverjir geti vel með farið, þá eigi áfengur drykkur ekki heima í fermingarveislu. í þjóðarátaki skömmu fyrir 1960 tókst að gera áfengi útlægt úr ferm- ingarveislum. „Við vitum það að fólki dytti ekki í hug í dag að bjóða upp á sterka drykki eða vín með matnum i fcrmingarveislum. Við viljum bara vekja athygli á þessu núna, svo bjórinn komist ekki ómeð- vitað inn á veisluborðin vegna þess að fólk hafi gleymt því að hann sé áfengur," sagði Erlendur. —ABÓ Sjóli HF 1, strandaði þegar skipið var á útleið frá Hafnarfirði síðdegis á sunnudag. Tilkynning um strandið barst lögreglu kl. 15.45. Þegar tekist hafði að losa Sjóla af strandstað var Boðuð hefur verið stofnun sérstaks bæjarmálafélags til þess að bera fram nýtt framboð til bæjarstjómar á Sel- tjamamesi í vor. Það em félagar í Al- þýðubandalagi, Alþýðuflokki, Borgara- flokki, Framsóknarflokki, Kvennalista og fólk óháð stjómmálaflokkum, sem honum siglt á ný til Hafnarfjarðar. Kafari var fcnginn til að kanna skemmdir á botni skipsins og kom í Ijós að þær vom minni en óttast var í fyrstu. Á útsiglingunni þurfa skip að standa að framboðinu. I fféttatilkynningu ffá hinu nýja ffamboði, sem væntanlega mun bera heitið Nýtt afl, segir að bæjarmálafélag- ið skuli vera nýr vettvangur fyrir þá sem vilja breytingar á stjóm Seltjamames- bæjar, aðra forgangsröð verkeína og fylgja tiltölulega þröngri rennu, og em grynningar á báða bóga. Skip sem kom að skömmu eftir að Sjóli strand- aði setti taug á milli og hélt Sjóla kyrr- um þar til fallið hafði undir hann og lýðræðislegri stjómunarhætti en hafi tíðkast. Nýtt afl mun efna til opins prófkjörs um skipan ffamboðslista dagana 6. og 7. april næst komandi. Frestur til þess að skila inn ffamboðum er til hádegis fostudaginn 30. þessa mánaðar - ÁG losnaði hann þá af strandstað. Myndin sýnir Sjóla á leið inn til hafriar í Hafn- arfirði, skömmu eftir að hann losnaði af strandstað. Skipið hélt til veiða á sunnudagskvöld. Timamynd Pjetur Opið hús í Borgar- leikhúsinu: Ljóða- og söngvadagskrá Boðið verður upp á ljóða- og söngva- dagskrá í Borgarleikhúsinu þann í kvöld. Meðal þeirra sem ffam koma em Valgeir Skagfjörð, Bubbi Morthens, Jón Sigurbjömsson, Laufey Sigurðardóttir, Grettir Bjömsson, Edward Frederiksen, Þorsteinn frá Hamri, Leikfélagskórinn ásamt fleirum. Umsjón með dagskránni hefur Eyvindur Erlendsson. Dagskráin hefst kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Fyrir mánuði var boðið upp á ljóðadag- skrá sem þessa í leikhúsinu og þurftu þá margir frá að hverfa. Nýtt afl, sameiginlegt framboð á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar: Eitt framboð gegn Sjálfstæðisflokki

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.