Tíminn - 27.03.1990, Side 8

Tíminn - 27.03.1990, Side 8
8 Tíminn Þriðjudagur 27. mars 1990 Þriðjudagur 27. mars 1990 Tíminn 9 ákvarði Landbúnaðarráðherra segir að í nýjum búvörusamningi muni ríkið ekki ábyrgjast verð fýrír ákveðið magn af landbúnaðarvörum. Framleiðsla verði að taka mið af neyslu innanlands: Markaðurinn nve Steingrímur J. Sigfússon landbúnaöanráö- hena í faguríega útskomum ræðustól bændaskólans á Hvanneyrí. Nemendur á Bændaskólanum á Hvann- eyri gengust fyrir fundi um framtíð íslensk landbúnaðar í síðustu viku. Frummælendur á fúndinum voru Steingrímur Sigfússon landbúnaðarráðherra, Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda, Egill Jónsson alþingismaður og Torfi Jóhannes- son nemandi á Hvanneyri. Framleiðsla taki mið af markaöi Nú standa yfir samningar milli bænda og Landbúnaðarráðuneytisins um nýjan bú- vörusamning, en gildandi samningur rennur út árið 1992. Landbúnaðarráðherra sagði að efnisleg niðurstaða viðræðnanna þyrfti að liggja fyrir í haust. Vilji er fyrir því af hálfii beggja aðila að gera samning til næstu alda- móta. Menn eru sammála um að óæskilegt sé að gera samning til fárra ára, fyrst og ffemst vegna þess að í atvinnugrein eins og landbúnaði er mjög mikilvægt að þeir sem hann stunda viti við hvaða aðstæður þeir koma til með að búa í framtíðinni. Landbúnaðarráðherra tók skýrt fram að hann myndi ekki skrifa undir samning þar sem ríkisvaldið ábyrgðist verð á ákveðnu magni af kjöti eða mjólk. Taka yrði aukið til- lit til markaðarins. Ráðherra sagðist fylgj- andi því að setja inn í samninginn ákvæði um að framleiðsla tæki sjálfkrafa mið af sölu á innanlandsmarkaði. Ráðherra sagðist ekki geta farið út í hvemig þetta verður útfært í smáatriðum i samningnum, en talið er hugsanlegt að í mikið kjot ríkisvaldið skul i boraa honum felist að ríkið ábyrgist verð á fram- leiðslu sem nemur neyslu ársins á undan að viðbættu ákveðnu magni sem samningsaðil- ar skilgreina sem neysluaukning milli ára. Landbúnaðarráðherra sagði að erfiðasti hluti þessara viðræðna væri kindakjötsfram- leiðslan. A síðasta verðlagsári vom seld inn- anlands um 8500 tonn af kindakjöti. Fram- leiðsla var hins vegar 9500 tonn, en virkur eða óvirkur ffamleiðsluréttur bænda er um 12000 tonn. Ráðherra sagði ólíklegt að neysla á kindakjöti innanlands yrði mikið meiri en um 8500 tonn á næstu ámm. Hann sagðist efast um að því marki hefði verið náð á síðasta ári ef ekki hefði komið til sérstakt söluátak af hálfu ríkisvaldsins. Landbúnaðarráðherra sagði að í samn- ingaviðræðunum yrði lögð sérstök áhersla á það af sinni hálfú að festa í sessi einhvers konar svæðaskipulag á framleiðslunni. Taka yrði meira tillit til landkosta á hveijum stað. Hann benti á að í dag á sér stað viss svæða- skipting. Þannig stundar mikill meirihluti bænda á Suðurlandi og í Eyjafirði kúabú- skap. Meirihluti bænda á VestQörðum, Aust- fjörðum og í Þingeyjarsýslu stundar sauð- fjárbúskap. Ráðherra sagði að gera þyrfti nákvæmt landnýtingarkort þar sem m.a. yrði tekið tillit til gróðurvemdarsjónarmiða. Frjáls verslun með fullvirðisrétt I máli nokkurra fúndarmanna kom ffam ósk um að bændum yrði leyft að versla með fullvirðisrétt. Rökin fyrir þvi eru að við nú- verandi aðstæður er mikið um að bændur búi með of lítil bú og sitji uppi með vannýtta fjárfestingu. Margir bændur geta auðveld- lega stækkað þau með litlum tilkostnaði og þar með aukið ffamleiðni. Þessir bændur hafa sumir hveijir fjárhagslega getu til að kaupa framleiðslurétt af öðrum bændum. Sumir þessara smábænda eru í þeirri aðstöðu að þeir hvorki geta búið eða hætt búskap. Ef þeim væri gert kleift að selja framleiðslurétt sinn til þeirra sem vilja kaupa ættu þeir betri möguleika á að hætta búskap. Landbúnaðarráðherra sagði núverandi ástand í þessu máli vera tímabundið. Hann sagðist ekki vera fylgjandi þeirri stefnu að bændur yrðu i framtíðinni að búa við sömu aðstæður og afar þeirra og ömmur. Ráðherra benti hins vegar á að forsenda fyrir því að verslun með fullvirðisrétt yrði leyfð væri að samkomulag tækist um að núverandi skipu- lag á búvömframleiðslunni. „Ef ekki næst samkomulag um nýjan búvörusamning eftir 1992 verður enginn fúllvirðisréttur til. Hvað eru menn þá að versla með? Menn verða að átta sig á því að fullvirðisréttur er bara eitt- hvert hugtak sem búið hefúr verið til,“ sagði landbúnaðarráðherra. Steingrímur sagðist búast við að ákvörð- un yrði tekin um að leyfa einhvers konar verslun með fúllvirðisrétt í tengslum við bú- vörusamninginn sem að öllum líkindum mun taka gildi árið 1992. Hann sagðist vera andsnúinn algeru frelsi í viðskiphnn með fullvirðisrétt. Er loðdýraræktin gjaldþrota? Torfi Jóhannesson, nemandi á Hvann- eyri, sagðist telja loðdýraræktina gjaldþrota. Engin atvinnugrein gæti þolað markaðshrun að þeirri stærðargráðu sem loðdýraræktin hefúr orðið fyrir. Hann sagði loðdýraræktina vera tilraun sem hefði mistekist. Þar væri ekki við neinn einn aðila að sakast. Landbúnaðarráðherra sagði loðdýrarækt- ina ekki vera gjaldþrota. Hann sagðist enn vona að lífvænlegasti hluti greinarinnar gæti lifað erfiðleikana af. „Eg viðurkenni þó að ef ekki birtir til í þessari atvinnugrein innan eins til tveggja ára er þýðingarlaust að halda þessu áffarn. Ég held að ég sé ekki að greina frá neinu leyndarmáli þó að ég segi þetta hér,“ sagði Steingrímur. Útgjöld ríkis minnkaö um 4 milljarða á 10 árum Egill Jónsson, alþingismaður og fyrrver- andi héraðsráðunautur á Austurlandi, kom með inn á fúndinn athyglisverðar tölur um kostnað ríkisvaldsins vegna landbúnaðar. Arið 1979 voru útgjöld ríkisvaldsins vegna landbúnaðar rúmir átta milljarðar á verðlagi ársins 1989. Tíu árum síðar eru útgjöld ríkis- valdsins nánast þau sömu, en hins vegar hef- ur ríkið nú um fjögurra milljarða króna skatt- tekjur af landbúnaðinum. Þar kemur til hinn svo kallaði matarskattur. Nettó útgjöld ríkis- valdsins vegna landbúnaðar voru þvi um Qórir milljarðar á síðasta ári. Egill ræddi um þann samdrátt sem orðið hefúr á framleiðslu í hefðbundnum búgrein- um á síðustu árum. Árið 1978 voru fram- leidd 16000 tonn af kindakjöti, en í dag 9500 tonn. Arið 1978 var mjólkurffamleiðslan um 120 milljón lítra, en í dag um 100 milljón. Egill benti á að samdrátturinn í mjólkurfram- leiðslunni hefði orðið án þess að tekjur bænda hefðu versnað mikið. Verðum að búa okkur undir innflutning Nokkrir ræðumenn á fúndinum komu inn á umræður um innflutning á búvörum. Torfi Jóhannesson sagðist efast um að inn- flutningur á búvörum væri eins mikil ógn við íslenskan landbúnað og margir vilja vera láta. Hann sagði að landbúnaðurinn yrði að búa sig undir innflutning og að bændur yrðu að taka þátt í umræðunni og reyna að hafa áhrif á hana. Landbúnaðarráðherra sagðist hafa verið beittur mjög miklum þrýstingi við gerð síð- ustu kjarasamninga af aðilum sem vilja leyfa innflutning á svina- og kjúklingakjöti. Hann sagði að þrýstingur í þessa átt yrði áfram. „Eina svarið sem landbúnaðurinn á við þessu er aukin hagkvæmni og aukin framleiðni. Með því móti munum við standa betur að vígi ef leyfður verður innflutningur á búvör- um einhvem tímann í framtíðinni,“ sagði Steingrímur. Landbúnaðarráðherra sagði að menn yrðu að leita allra leiða til að auka hag- kvæmni. Menn gætu ekki leyft sér að undan- skilja neinn þátt framleiðslunnar. í þessu sambandi minntist ráðherra á skýrslu um hagræðingu í rekstri innan mjólkuriðnaðar- ins. 1 skýrslunni er lagt til að mjólkurbúum verði fækkað. Landbúnaðarráðherra sagði að eftir að skýrslan kom út hefði rignt yfir sig mótmælum alls staðar af landinu. Hann sagðist að vísu skilja vel þau mótmæli, en menn yrðu samt að skoða alla hluti. GATT-viðræðumar geta haft áhrif á landbúnaðar- stefnu íslendinga Landbúnaðarráðherra og Haukur Hall- dórsson, formaður Stéttarsambands bænda, ræddu lítillega um GATT-viðræðumar og þær breytingar sem verða á viðskiptum með vömr í Evrópu á komandi árum. Þeir sögðu hugsanlegt að GATT- viðræðumar myndu hafa í for með sér einhveijar breytingar á þeirri landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið hér á landi. Haukur sagði t.d. hugsan- legt að breyta yrði niðurgreiðslum í beinar greiðslur til bænda. Breytingamar í Austur-Evrópu komu einnig til umræðu. Haukur Halldórsson sagðist telja að ein af ástæðum fyrir því að þjóðskipulag kommúnismans hmndi í Aust- ur-Evrópu væri að þjóðimar gátu ekki brauð- fætt sig. Hann sagði hugsanlegt að þar myndi á næstu ámm skapast markaður fyrir landbúnaðarvömr. Landbúnaðarráðherra benti hins vegar á að þessi lönd væm mjög góð landbúnaðarlönd og búast mætti við að innan fárra ára fæm þau að flytja út matvæli. Merki þessa em þegar farin að sjást því að Ungveijaland er eitt af þeim ríkjum sem vilja ganga hvað lengst í átt til fijálsra viðskipta með landbúnaðarvömr. Landbúnaðarráðherra sagði margar þjóð- ir krefjast ftjálsra viðskipta með landbúnað- arvömr. Hann sagði að sterkustu rök íslend- inga fyrir að fijálsræðið næði ekki til þeirra væm að Island er eyja sem vill komast hjá erlendum smitsjúkdómum. Haukur Halldórsson tók undir þetta og sagði markaðinn sífellt leggja meira upp úr hollum og góðum matvælum. „Takist íslend- ingum í ffamtíðinni að framleiða hollan og góðan mat þurfúm við ekki að hafa áhyggjur af framtíð íslensks landbúnaðar," sagði Haukur. Frá fundinum á Hvanneyrí. Haukur Halldórsson formaður Stéttasambands bænda ávarpar gesti. TlmamyndirÁmi ÐJama

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.