Tíminn - 28.03.1990, Side 8

Tíminn - 28.03.1990, Side 8
8 Tíminn Miðvikudagur 28. mars 1990 Miðvikudagur 28. mars 1990 Tíminn 9 Guðmundur Bjarnason heilbrigöisráöherra kynnir manneldis- og neyslustefnuna fyrir starfsfolki heilsugæslustoðva Manneldis* og neyslustefna gegn kyrrsetu Eftir Agnar Óskarsson og óhollu fæði Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra mun á næstu vikum og mánuðum heimsækja ýmsar heilbrigðisstoínanir landsins, ásamt fulltrúum Manneldisráðs, til að kynna mann- eldis- og neyslustefnu. En á siðasta ári sam- þykkti Alþingi þingsályktun um opinbera steíhu í þessum málum. Ráðherra mun kynna stefhuna, ræða ein- staka þætti hennar og skapa vettvang til skoðanaskipta um hana, enda er fyrirsjáan- legt að stefha þessi getur haft mikil áhrif á störf starfsfólks i heilbrigðisþjónustunni á næstu árum. Farið er út í þessa viðamiklu kynningu í þeim tilgangi að fá starfsfólk heilbrigðisstofnana til samstarfs um að ná ffam þeim markmiðum sem sett eru. Jafhffamt er starfsfólkið hvatt til að taka þátt í hugmyndabanka, sem starfræktur verð- ur á þann hátt að starfsfólk sendir inn tillög- ur og ábendingar um útfærslu manneldis- stefnimnar og á þann hátt beðið um að taka virkan þátt í verkefhinu. I tilefhi kynningarherferðarinnar hefur heil- brigðisráðuneytið í samvinnu við Manneld- isráð gefíð út kynningarbækling sem ber heitið „Borðar þú nógu góðan mat?“. Bæk- lingurinn verður fyrst í stað sendur starfs- fólki heilbrigðisstétta en þar er bent á leiðir til hollara mataræðis og hvemig ná megi manneldismarkmiðum á sem auðveldastan hátt. I samstarfssamningi núverandi ríkisstjómar er kveðið á um að mótuð skuli manneldis- og neyslustefna. Það kom því í hlut heilbrigðis- ráðherra að fylgja því máli eftir. Tíu manna starfshópi, fhlltrúar frá Manneldisráði og fulltrúar ffá fimm ráðuneytum, var komið á fót til að vinna að stefnumótun manneldis- og neyslustefnu. Síðan fór málið fyrir þingið og var þingsályktunartillaga um manneldis- og neyslustefnu samþykkt þaðan 19. maí 1989. Á kynningarfundi í Hafnarfirði Tíminn fylgdist með einum þessara kynn- ingarfunda á Heilsugæslustöðinni í Hafnar- firði á mánudag. Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra sagði í stuttu ávarpi, sem hann hélt á fundi með starfsfólkinu, að ætl- unin með þessu kynningarátaki væri að fá starfsfólk heilbrigðisstofhana í lið með heil- brigðisyfirvöldum til að fá almenning til að hugsa ofurlítið um heilsu sína og velferð, um heilsufar og sjúkdómavamir, og hvemig það getur sjálft tekið þátt í að bæta heilsu sína og vellíðan. Ráðherra minnti á að ýmsir aðrir aðilar í þjóðfélaginu væm að vinna á þessu sviði, hvað varðar heilbrigða lífshætti og hefur ver- ið reynt að fá Ungmennafélag Islands og íþróttasamband íslands til samstarfs við að koma boðskapnum á ffamfæri. Þá er Krabba- meinsfélag Islands einnig með herferð í gangi í dag, og hefur félagið auglýst „Heilsu- boðorðin 10“, sem tengjast einnig þeim áherslum sem manneldis- og neyslustefhan leggur. Annað forvamarstarf, er einnig lýtur að heilbrigðari lífsháttum og verið er að vinna að, em áfengisvamir, tóbaksvamir, tannvemd, forvamir langvinnra sjúkdóma og alnæmisvamir. En af hveiju er verið að leggja svo mikla áherslu á þessi mál nú? Þessu svaraði ráð- herra á þann veg að lífshættir fólks hafi breyst mjög. Við emm meira kyrrsetufólk miðað við sem áður var og þurfum því að breyta fæðuvalinu. Þá hafa vinnuaðstæður breyst. Sífellt færri fara heim í hádegi til að fá sér að borða og fólk nýtir sér nú meira svokallað skyndifæði, s.s. samlokur og ann- að þess háttar. Fyrir hvetja em þessi manneldismarkmið og til hverra er ætlunin að ná með þeim? Guðmundur sagði að hér væm fýrst og fremst á ferðinni ábendingar fyrir yfirvöld, fyrir heilbrigðisþjónustuna og einnig fyrir matvælaframleiðendur og almenning í land- inu. Meginmarkmiðið með þessu átaki er að minnka notkun mettaðrar fitu, sykur- og salt- neyslu, en auka grænmetis- og grófmetis- neyslu. Ráðherra vildi þó undirstrika að mik- ilvægast væri að fæðuvalið væri fjölbreytt, en ekki að banna neyslu á einstaka tegimdum og boða neyslu annarra tegunda. „Þetta em leiðbeiningar en ekki boð og bönn,“ sagði Guðmundur. Leiðir að hollara mataræði Samhliða kynningarátakinu hefur verið gef- inn út bæklingurinn „Borðar þú nógu góðan mat?“ Þar kemur ffam að sumir haldi að hollt fæði sé einhliða og ólystugt. Það er hins veg- ar mesti misskilningur, þvi úrvalið af hollum mat er svo mikið að allir geta valið hann eft- ir smekk. í bæklingnum er bent á nokkur at- Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra gæðir sér á „heilsufæði" á heilsugæslustöðinni í Hafnarfirði þannig sykumeysluna. Að síðustu er varað við of mikilli saltnotkun, en hún hefur verið tengd háum blóðþrýstingi. I stað saltsins er bent á að nota bragðmikinn mat, eins og t.d. lauk, gulrætur og selleri, til að krydda kjöt og fisk. Þá er mælt með að nota kryddin í krydd- hillunni á sem fjölbreyttastan hátt. Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra sagði að það að fara í heilsugæsluna væri upphafið að kynningarstarfinu, en ætlunin væri að halda því áffam. Gert er ráð fyrir að þá nái kynningarstarfið til skólafólks og for- eldra, starfsfólks í mötuneytum og skyndi- bitastöðum svo dæmi séu tekin, auk þess sem ætlunin er að ná samstarfi við ffamleið- endur um framleiðslu á vörum sem hneigjast að manneldismarkmiðunum. Könnun á neysluvenjum þjóöarinnar Könnun á neysluvenjum þjóðarinnar hófst í þessum mánuði og er gert ráð fyrir að gagna- söfnun hennar ljúki síðla á þessu ári. Könn- unin er svokölluð viðtalskönnun, þar sem farið er heim til fólks eða á vinnustaði þess og rætt við það um neysluvenjur þess. Urtak- ið er 1700 manns og hefur spyrlunum verið vel tekið til þessa, sagði dr. Laufey Stein- grímsdóttir næringarfræðingur á kynningar- fundinum. Könnun á neysluvenjum fólks hefur ekki verið gerð hér á landi áður. Hing- að til hefur verið stuðst við innflutnings- og ffamleiðslutölur innlendra framleiðenda og meðal-Jóninn reiknaður út. Könnun þessi ætti að geta gefið mismunandi neysluhætti fólks, ef því er að skipta, víðs vegar á land- inu, svo dæmi sé tekið. Hjá starfsfólkinu kom ffam ánægja með kynninguna og bent á að bæklingur sá, er nú hefur verið gefmn út, sé kærkominn leið- beiningarbæklingur til að benda á leiðir að bættu mataræði. Heilbrigðisráðherra mun á næstu vikum Tímamynd Ami Bjama heimsækja heilsugæslustöðvar í Reykjavík og nágrenni, og í maí er gert ráð fyrir að heilsugæslustöðvar annars staðar á landinu verði heimsóttar. riði sem vert er að hafa í huga þegar við fá- um okkur að borða. Hvemig við smyijum brauðið er m.a. lykillinn að hollu mataræði. Þar segir að ef brauðið eða kexið er smurt með þykku lagi af smjöri eða smjörlíki þá geta bæst mörg hundruð hitaeiningar við fæðuna á hverjum degi. Auðveldasta og áhrifamesta aðferðin að minnka fitu við slík- ar aðstæður er að smyija þynnra lagi á brauð- ið eða jafnvel engu. Þá er einnig hægt að velja fituminna viðbit á brauðið. Annar lykill að hollara mataræði er að velja fituminni mjólk og mjólkurafurðir. Mjólkur- vörur eru ríkar af kalki, próteinum og B- vít- amínum. Þessi matvæli teljast því til mikil- vægustu næringargjafa í daglegu fæði okkar. I fituskertum mjólkurvörum er jafnmikið af kalki, próteinum og B-vítamíni og í þeim fituríku. Þá er í bæklingnum lögð áhersla á neyslu grænmetis með heitum mat og brauðmáltíð- um. Grænmeti er fitusnauð matvæli, en auð- ug af trefjaefnum, sem m.a. bæta melting- una. Kartöflur, hrísgijón og pasta eru fitusnauðar og kolvetnaríkar matvörur sem eru gott meðlæti með kjöti og fiski. Auk þess sem í þeim er mikil orka, þá innihalda þau vítamín og steinefhi. A það er bent að skynsamlegra er að laga fituminni sósur, sem eru allt eins bragðgóðar og fituríkar. I bæklingnum er bent á að al- gengur skammtur af kokteilsósu með ham- borgara á skyndibitastað tvöfaldar hitaein- ingamar í máltíðinni. Með kaffinu borðum við gjaman vínar- brauð, ijómatertur og súkkulaðikex, en þetta meðlæti er fituríkt. Bent er á brauð, hrökk- brauð, hafrakex, bollur og snúða með kaffinu í stað vínarbrauðs og annars feitmetis. Þá er bent á að drekka vatn á milli mála í staðinn fyrir kaffi og gosdrykki og minnka

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.