Tíminn - 17.03.1990, Qupperneq 11
Laugardagur 17. mars 1990
HELGIN
21
SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL
Perúmaðurinn Roger Keller kvaðst
bara hafa hjálpað vini sem var orðinn
þreyttur á hegðan konu sinnar.
út til næstu lögregluumdæma.
Eina visbendingin sem vert þótti að
athuga nánar kom frá frænku Lisu.
Hún sagði að kvöldið áður en Lisa
hvarf hefði hún talað við hana í síma
og þá hefði Lisa sagt sér að Roger
væri staddur hjá henni. Konan nefndi
að Lisa hefði verið gröm því henni
var ekkert um Roger gefið.
Hver var svo Roger? Maður Lisu
kannaðist mæta vel við Roger Keller.
Þeir höfðu kynnst þremur mánuðum
áður á bókasafhi háskólans. Roger
var orðinn tíður gestur á heimilinu og
leit oft inn fjórum sinnum í viku.
Það er löngu sönnuð staðreynd að
meirihluti fómarlamba morðingja
þekkir morðingja sinn. Með það í
huga reyndi Olson að komast að sem
mestu um þennan Roger Max Keller.
Eftir útför Lisu sem var kostuð úr
sérstökum sjóði lögreglunnar fóru
Olson og félagi hans á vinnustað
Kellers til að ræða við yfirmann hans
og vinnufélaga.
Keller var 27 ára, dökkur og glæsi-
legur álitum og upprunninn í Perú.
Hann bjó í Santa Ana. — Hann er áh-
gætis náungi á meðan hann þegir,
sagði yfirmaður hans. — Hann var
góður verkmaður en alltaf að tala sér
til vandræða.
— Hvar er hann núna? vildi Olson
vita en yfirmaðurinn vissi það ekki.
Keller hefði ekki komið til vinnu í
nokkra daga og það væri ólíkt hon-
um. Að vísu ætti hann ættingja í
Houston í Texas.
Olson hafði samband við lögregluna
í Houston án þess að hafa neitt fyrir
sér í um að Keller hefði farið þangað,
en hann vildi finna manninn og ræða
við hann. Úr tölvu komu þær upplýs-
ingar að 2. nóvember hefði Keller
verið handtekinn fyrir að ryðjast inn
á heimili fyrrum konu sinnar þótt
honum hefði verið bannað með lög-
um að koma nálægt henni. Þá sagði
hann lögreglunni að hann hefði fok-
reiðst af því hann sá hana með öðrum
Að undirlagi eigin-
mannsins?
Lögreglan fór heim til Kellers og
fann þar allar eigur hans óhreyfðar
og bílinn á stæði sinu. Aðrir íbúar
hússins kváðust ekki hafa séð Keller
í nokkra daga. Eldsnemma að morgni
þess 18. nóvember fór sérsveit lög-
reglunnar til heimilis ættingja Kellers
í Houston og handtók hann þar á nátt-
fotunum. Við yfirheyrslur neitaði
Keller að hafa hitt Lisu Guardiola,
hvað þá að hann hefði myrt hana.
Þegar gengið var betur á hann viður-
kenndi hann þó að hafa hitt Lisu og
að þau hefðu meira að segja haft
samfarir í aftursæti bíls hans um-
rædda nótt en hún hefði farið úr bíln-
um nálægt heimili sínu og síðan
hefði hann ekki séð hana.
Saga Kellers reyndist afskaplega
gloppótt og lögreglumenn í Houston
trúðu varla einu orði. Þeir lásu Keller
rétt hans til að þegja og ákváðu að yf-
irheyra hann einu sinni enn, í þetta
sinn fyrir framan myndbandstökuvél.
Þá var sagan á þá leið að hann hefði
verið heima hjá Lisu með manni
hennar þegar hún kom seint heim
með öðrum manni og drukkin að
auki. Hún hefðu hreytt ónotum í
mann sinn fyrir að vera latur og geta
ekki unnið fyrir fjölskyldunni. — Ég
sagði manninum hennar að hann ætti
að skilja við bannsetta tæfiina. Hún
eyðilegði lif hans.
Að sögn Kellers hafði eiginmaður
Lisu samsinnt þessu, hann væri orð-
inn þreyttur á hegðan hennar en vissi
ekki hvemig hann ætti að losna við
hana. — Hann var hræddur um að
missa forræði bamanna af því hann
var ffá Kólumbíu.
Hann sagðist ekki vita hvemig hann
gæti losnað við hana, sagði Keller. —
Ég sagði honum að það væm margir
nánungar tilbúnir að taka hana fyrir
nokkra dollara. Hvaða dópisti sem
væri á svæðinu myndi gína við til-
boðinu. Þá bætti Keller því við að
maður Lisu hefði hallað sér fram yfir
eldhúsborðið og hvíslað: — Værir þú
til í að losa mig við hana? Ég sagðist
skyldu ganga frá þessu öllu.
— Ég veit að ég myrti hana, bætti
hann við. — Það næsta sem ég vissi
var að ég var að aka á hraðbrautinni
og hún var dauð.
Á leið til Kalifomíu í gæslu lögregl-
unnar breytti Keller enn framburði
sínum og sagðist alls ekki hafa myrt
Lisu og því síður fyrir beiðni eigin-
manns hennar.
Sannanir og vitni
Lögreglan einbeitti sér nú að því að
koma saman staðgóðu máli gegn
Keller til að formlega yrði hægt að
ákæra hann fyrir morðið. Einna besta
sönnunargagnið var ljósblár efri hluti
bafðata sem fannst undir líkinu. Á
honum fundust leifar sama efnis og
Keller notaði mikið í vinnunni. Að
auki vom trefjar á skóm Lisu sem
rekja mátti til gólfteppisins í Monte
Carlo-bíl Kellers.
Loks fann lögreglan vitni sem var
reiðubúið að sveija fyrir rétti að hafa
séð Keller með konu í bíl sínum um
það bil klukkustundu áður en líkið
fannst. Vitnið staðhæfði að konan
hefði verið Lisa Guardiola.
Sama dag þegar tveir iögreglumenn
yfirheyrðu Roger Keller um morð á
sex bama móður, þvemeitaði hann
skyndilega að vita nokkuð um það.
Hann heimsótti ættingja sinn en
hringdi síðan til lögreglunnar til að
benda á viss atriði en seinna sagðist
hann hafa logið þeim upp líka.
Lisa gat ekki hafa vitað hvaða örlög
biðu hennar. Kannski hún hafi farið
fús í ökuferð með kunningja sínum
en hann gæti líka hafa neytt hana út.
Rifust þau? Það veit enginn nema
Lisa og morðinginn.
Þann 22. júní 1989 komst kviðdóm-
ur einróma að þeirri niðurstöðu að
Roger Max Keller hefði myrt Lisu
Mariu Guardiola og fleygt líki henn-
ar við innganginn að Region-
al—garðinum. Þótt tíu af kviðdóm-
endum vildu saka hann um morð að
yfirlögðu ráði, fengust tveir ekki til
að ganga lengra en að manndrápi.
Munurinn er 10 ára fangelsi en þeir
sem fangelsaðir em fyrir manndráp
sitja sjaldnast lengur inni en helming
lágmarksrefsingar, eða 7 ár.
Þegar dómarinn kvað upp 15 ára
fangelsisdóm yfir Keller sagði hann
að náðun kæmi ekki til greina á þeim
tima vegna þess hve glæpurinn hefði
verið óhugnanlegur. — Þetta var allt
saman afleiðing fátæktar, menntun-
arskorts og óreglu, sagði hann. —
Hér var um að ræða bandariskan
harmleik.
Guardiola flutti fljótlega til ættingja
sinna í heimalandinu, Kólumbíu með
bömin sín sex.
Háskóli íslands
Uthlutun styrkja
úr Sáttmálasjóði
Umsóknir um utanfararstyrki og verkefnastyrki úr
Sáttmálasjóði Háskóla íslands, stílaðartil háskóla-
ráðs, skulu hafa borist skrifstofu rektors í síðasta
lagi 30. apríl n.k.
Tilgangi sjóðsins er lýst í 2. gr. skipulagsskrár frá
29. júní 1919, sem birt er í Árbók Háskóla íslands
1918-1919, bls. 52.
Umsóknareyðublöð og nánari úthlutunarreglur,
samþykktar af háskólaráði, liggja frammi á skrif-
stofu Háskóla íslands hjá ritara rektors.
Um virðisauka-
skattskylda vöru
Athygli framleiöenda, heildsala og annarra sem
selja virðisaukaskattskylda vöru til endurseljenda
er vakin á því að á sölunótu skal ávallt koma fram
einingarverð vöru án virðisaukaskatts. Virðisauka-
skattur af andvirði sölu skal koma fram aðgreind
upphæð á sölunótu.
Reykjavík, 13. mars 1990
Verðiagsstofnun
Kransar, krossar, kistu-
skreytingar, samúðarvendir
og samúðarskreytingar.
Sendum um allt land á opnunartíma
frá kl. 10-21 alla daga vikunnar.
tmííBMÉLw
MIKLUBRAUT 68 o 13630
VARAHLUTAÞJONUSTA
[Ijtrac
lcut
Um árabil höfum við þjónað stórum
hópi verktaka með flesta þá hluti sem
tiiheyra undirvögnum á jarðýtum, belta-
gröfum og öðrum þungavinnuvélum,
s.s. belti, beltarúllur, keðjuhjól o.fl.
Rippertennur, slitblöð og
horn á jarðýtutennur.
Skóflutennur af ýmsum
gerðum
Þéttingar í vökvatjakka.
Hafið samband, leitið upp-
lýsinga
VÉLAR&
ÞJÓNUSTAHF
Járnhálsi 2 Sími 673225110 Rvk.
Pósthólf 10180.