Tíminn - 20.03.1990, Side 3
':r,lr,it c
Tíminn 3
r .V 'i.r.-r.1', ,y(>■'
Þriöjudagur 20. mars 1990
Togararallinu senn að Ijúka. Rannsóknir á sjávarhita fyrir norðan land sýna að:
Sjórinn tveim gráðum
kaldari nú en í fyrra
Mun minna er nú af þorski úti fyrír Norðuríandi, en undanfarin
ár, en hins vegar er nú meira af þorski fýrír sunnan og suðvest-
an land. Þá virðist þorskstofninn úti fyrir Vestfjörðum að
minnsta kosti standa í stað frá síðasta árí. Komið hefur í Ijós að
sjórínn fýrír norðan land er um tveim gráðum kaldarí, en veríð
hefur undanfarin ár. Þetta eru frumniðurstöður togararallsins
svokallaða, sem senn er að Ijúka.
Fimm togarar tóku sem íyrr þátt í
togararallinu sem fram fer á grunn-
slóð í kring um landið. Fimm skip
lögðu úr höfn þann 5. mars sl. og
taka þau samtals 580 tog víðs vegar
á hafsvæðinu. Þrír þessara togara
luku sínum hluta í lok síðustu viku
og um helgina, en í gær voru tveir
togarar enn úti, annar Rauðinúpur
frá Raufarhöfn var á Vestfjarðamið-
um og hinn Amar frá Skagaströnd
fyrir norðan land og er áætlað að þau
ljúki sínum verkefnum um miðja
viku. Hinir þrír togararnir er þátt
tóku í togararallinu vom Bjartur frá
Neskaupstað, Ljósafell frá Fáskrúðs-
firði og Vestmannaey.
Að sögn Olafs Karvels Pálssonar
leiðangursstjóra á Rauðanúpi eru
þeir að rannsaka botnlæga fisk-
stofna, með aðaláherslu á þorsk-
stofninn og aðra helstu nytjastofna,
eins og ýsu og karfa.
Olafur sagði að ekki væri hægt að
segja með mikilli vissu um ffumnið-
urstöðurnar, en það sem nokkuð
augljóst væri sagði hann vera að
mun minna væri af þorski á norður-
og norðausturmiðum, en var í fyrra
og árin þar á undan. Þá virðist hins
vegar vera talsvert meira af þorski á
suðvesturmiðum, þá á hefðbundinni
hrygningarslóð. Auk þess sem nokk-
uð drjúgt er af þorski á sunnanverð-
um Vestfjarðamiðum, að minnst
kosti ekki minna en vanalega. Að-
spurður um skýringar á þessu, sagð-
ist Ólafúr ekki sjá neina aðra líklega
skýringu en að sá fiskur sem verið
hefúr fyrir norðan land leiti nú suður
til hrygningar. Hann sagði að þeir
hafi í um fimm til sex ár aðallega
verið að fylgjast með tveim þorskár-
göngum, þ.e. frá 1983 og 1984.
Þessi fiskur hefur verið að alast upp
fyrir norðan og norðaustan, en nú er
hann orðinn kynþroska að talsvert
miklu leiti og leitar því suðurum á
hrygningarslóð. Af þessum fiski var
talsvert minna fyrir norðan í fyrra en
árin áður og hefúr þróunin því hald-
ið áffam. „Þessu samhliða er talsvert
kaldara á norðursvæði núna, miðað
við fyrri ár, en ég veit ekki hversu
mikil áhrif það kann að hafa,“ sagði
Ólafúr. Hann sagði að verið væri að
tala um einnar til tveggja gráðu
kaldari sjó en áður var. Sjórinn er
því nú um ein gráða í stað tveggja til
þriggja áður.
Er ekkert nýtt ungviði að koma upp
fyrir norðan í stað þess sem gegnið
er suður fyrir? „Það er mjög erfitt á
átta sig á þvi áður en búið er að
skoða gögnin í heild sinni. Það er
alla vega ekkert mjög áberandi. Við
verðum vissulega alltaf eitthvað var-
ir við uppvaxandi fisk, en það er erf-
itt að meta hvað það þýði í árganga-
styrk," sagði Ólafur. Hann sagði að
niðurstöður þeirra undanfarin ár
varðandi nýliðun hafi verið sú, að
þeir árgangar sem nú eru að vaxa
upp séu mjög lélegir. „Ég sé ekkert í
fljótu bragði sem breytir þeirri nið-
urstöðu út ffá því sem ég hef heyrt í
félögum mínum á hinum skipunum
og því sem komið hefur fram hjá
mér. Þetta verður að skoðast betur
eftir að við komum í land,“ sagði
Ólafúr.
—ABÓ
Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja 1990:
Betri afkoma
á árinu 1989
Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja var haldinn í Sam-
komuhúsinu í Sandgerði fyrir skömmu. í ræðu formanns,
Magnúsar Haraldssonar, kom m.a. fram að afkoman á árínu
1989 var mun betri en árið á undan, eða hagnaður kr. 7,4
milijónir, en áríð 1988 vartap félagsins um kr. 14 milljónir.
Þrátt fyrir þessa bættu afkomu
vantar því nokkuð á að tap fyrri ára
hafi unnist upp. Einnig kom ffam að
hagnaður af sölu eigna var svipaður
bæði árin.
Á árinu hætti KSK öllum verslun-
arrekstri í Grindavík og seldi bruna-
rústimar að Hafnargötu 30 i Kefla-
vík. Hefur verslunum félagsins því
fækkað um fjórar á þessum árum.
I skýrslu Kaupfélagsstjóra, Guð-
jóns Stefánssonar, kom fram að sala
ársins að frádregnum söluskatti var
rétt rúmur 1 milljarður og launa-
greiðslur félagsins um 15 milljónir.
Veltufjárhlutfall hefúr heldur batn-
að eða farið úr 0,98 í 1,01. Almennt
ríkti nokkur bjartsýni yfir þessum
upplýsingum á fúndinum þó ljóst sé
að ýtrustu varkárni og aðhalds sé
þörf sem endra nær.
Að loknum skýrslum formanns og
kaupfélagsstjóra flutti Ingólfúr Fals-
son, framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
húss Keflavíkur hf., skýrslu. í um-
ræðum um hana gætti ekki sömu
bjartsýni og höfðu fundarmenn
miklar áhyggjur af þeirri óheilla-
vænlegu þróun sem á sér stað í sjáv-
arútvegi og fiskvinnslu á Suðumesj-
um. Dökkar blikur eru á lofti varð-
andi rekstur HK eins og margra ann-
arra sjávarútvegsfyrirtækja á svæð-
inu.
Að loknu matarhléi flutti Gunnar
Hilmarsson, stjómarformaður At-
vinnutryggingarsjóðs, erindi er kall-
aðist „Atvinnutryggingarsjóður og
Suðumes“.
Að loknum umræðum um erindi
Gunnar fóm ffarn kosningar í stjóm
félagsins, kjörtími tveggja stjómar-
manna var úfrunninn og var Magnús
Haraldsson endurkjörinn í stjómina
og Guðbjörg Ingimundardóttir kosin
í stað Kristins heitins Björnssonar
sem átti sæti í stjóm Kaupfélagsins
um langt árabil. Þá var Pétur Þórar-
insson kosinn annar varamaður og
Óskar Guðjónsson þriðji varamaður.
Á fúndinum vom einnig kosnir 9
fulltrúar á aðalfund Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga og hlutu eft-
irtaldir kosningu: Guðjón Stefáns-
son, Magnús Haraldsson, Birgir
Guðnason, Guðbjörg Ingimundar-
dóttir, Jóhann Geirdal, Sigurður
Brynjólfsson, Sóveig Þórðardóttir,
Steindór Sigurðsson og Óskar Karls-
son.
Fundarstjórar á aðalfúndinum vom
Jóhann Einvarðsson og Óskar Guð-
jónsson og ritarar Guðbjörg Ingi-
mundardóttir og Þorbjörg Friðriks-
dóttir.
S SUMMIT (
BÚNAÐARBANKAMÓTIÐ, 14. Reykjavíkurskákmótið hófst á laugardag í húsakynnum Skáksam-
bandsins í Faxafeni í Reykjavík. Önnur umferð var tefld á sunnudag og þriðja umferð í gær.
Frammistaða íslensku skákmannanna hefur verið með ágætum og einkum vakti frammistaða ungra og lítt
reyndra skákmanna athygli í fyrstu umferðinni. Þeir Davíð Ólafsson og Grétar Einarsson frá Bolungarvík
unnu skákir sínar gegn sovésku stórmeisturunum og liðstjórum úr Stórveldaslagnum þeim E. Gcller (2515
ELO stig) og Y. Razuvaev (2545 ELO stig).
Á myndinni má sjá þegar Davíð Oddsson borgarstjóri leikur fyrsta leikinn í mótinu i skák þeirra Þrastar
Þórhallssonar og L. Polugaevskys, en Polugaevsky vann þá skák. Timamynd: Pjsiur
Forsætisráðherra skipar nefnd til að gera fimm ára áætlum.
Hvemig á aö kynna ísland
og efla jákvæöa ímynd þess?
Forsætisráherra hefur skipað fimm manna nefnd sem ætlað
er að kynna (sland á erlendum vettvangi.og efla jákvæða
ímynd þess. Nefndin á að vinna í samráði við íslenska og er-
lenda aðila á sviði útflutnings, ferðamála, þjónustu, svo og
ráðuneyti er málinu tengjast
Auk þessa skal nefndin setja sam-
an tillögur um hvemig samvinnu Út-
flutningsráðs Islands og Ferðamála-
ráðs íslands verði háttað í framtíð-
inni. Stefnt er að því að nefndin skili
lokaskýrslu og ljúki störfúm 31.des-
ember 1990, en skili á starfstíman-
um mánaðarlegum yfirlitsskýrslum
til forsætisráðherra.
í fréttatilkynningu frá forsætisráðu-
neytinu segir um meginmarkmið
neftidarinnar.
Nefndinni ber að undirbúa fimm ára
áætlun um kynningu íslands á al-
þjóðavettvangi, gera kostnaðaráætl-
un um verkið, og finna út hvar afla
megi fjármagns. Kanna ber hvort ís-
land geti orðið ímynd gæða, hrein-
leika og heilbrigðs umhverfis og
mannlífs, og hvaða svið hérlendis
þjóni best þeirri ímynd. Þá á að
kanna áhuga á að halda hér á landi
alþjóðlegar ráðstefnur í samráði við
erlenda og innlenda sérfræðinga.
Einnig á að hrinda í framkvæmd í
samráði við Útflutningsráð og er-
lenda ráðgjafa sex mánaða tilrauna-
átaki í Bretlandi til kynningar á ís-
landi, vörum, þjónustu, landi og
þjóð. Að því loknu verði árangur
metinn og grunnur lagður að frekari
kynningu Islands á erlendum vett-
vangi.
Formaður nefúdarinnar er Baldvin
Jónsson auglýsingastjóri. hiá.
15ARA STULKA LEST
Fimmtán ára stúlka, Rakel Bára
Davíðsdóttir lést, er bifreið sem hún
var farþegi í fór út af veginum og
valt, skammt vestan við Stokkseyri
um klukkan eitt á sunnudag. Öku-
maðurinn sem var kvenmaður slas-
aðist lítillega og var flutt á sjúkra-
húsið á Selfossi. Tildrög slysins eru
ekki að fúllu ljós.
Rakel Bára átti heima að Eyjaseli
6, Stokkseyri. Hún var fædd 2.9
1974. —ABÓ