Tíminn - 20.03.1990, Page 4

Tíminn - 20.03.1990, Page 4
4 Tíminn Þriöjudagur 20. mars 1990 ÚTLÖND Austurþýskir jafnaðarmenn hafna boði um aðild að samsteypustjórn á breiðum grundvelli með hægrimönnum: Hægrimenn vinna stór- sigur í A-Þýskalandi Hægrimenn unnu óvæntan stórsigur í þingkosningunum í Austur-Þýskalandi á sunnudag og eru úrslitin túlkuð þannig að Austur-Þjóðverjar vilji hraða sameiningunni við Vestur- Þýskalands eins og kostur er. Gætu úrslitin jafnvel orðið til þess að allsherjarkosningar yrðu í Þýskalandi strax í desemb- er, en þá eru fyrirhugaðar þingkosningar í Vestur-Þýskalandi. Lotliar de Maiziere hinn hægláti formaður Kristilega lýðræðisflokksins leiddi flokk sinn til ótrúlegs sigurs í þingkosningunum í Austur-Þýskalandi á sunnudaginn. Litlu munaði að kosningabandalag hægri manna, dyggilega stutt af Helmut Kohl kanslara Vestur-Þýskalands næði hreinum meirihluta í Volkskammer, austurþýska þinginu. FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Fulltrúar Litháa gengu á fund Mikhaíls Gorbat- sjofs til að skýra honum frá því, að Litháar líti svo á, að lýðveld- ið sé sjálfstætt og lúti ekki yfirstjórn sovéska fulltrúa- þingsins. Gorbatsjof krafðist þess, að Litháar beygðu sig undir sovéska stjórn og var lögð áhersla á þá kröfu með því að halda heræfingu sov- éska hersins í Litháen. VIN - Sovétríkin og Banda- ríkin hófu fjögurra daga við- ræður, sem miða að því að rjúfa viðskiptahindranir á báða bóga og ganga frá stórum kornsölusamningi þeirra á millum. MOSKVA - Stjórnvöld í Sovétríkjunum hyggjast leggja fram róttæka efnahagsáætlun fyrir l.júlí. Er gert ráð fyrir grundvallarbreytingum á öllu efnahagslífi Sovétríkjanna í átt að blönduðu hagkerfi. ADDIS ABABA - Meng- istu Haile Mariam hefur lagt fram umbótaáætlun í stjórn- málum, þar sem gert er ráð fyrir fjölflokkakerfi í Eþíópíu um leið og marxismanum verð- ur sagt upp. Þá hyggst hann taka upp blandað hagkerfi og leyfa einkaframtakinu að spreyta sig við hlið ríkisins. PEKING - Kínverjar vöruðu mongólska minnihlutann í norðurhéruðum Kína við þjóð- ernisrembingi. Svo bregðast Kínverjar við lýðræðisþróun- inni í Mongólíu, þar sem kommúnisminn er að láta í minni pokann. LUSAKA - Háttsettir leiðtogar ýmissa Afrikuríkja hittust til bollalegginqa um hvort taka eigi upp viðræður við stjórnvöld í Suður-Afríku. Þeir vilja knýja á Suður-Afríku- stjórn um endalok aðskilnaðar- stefnunnar. Afríska þjóðarráð- ið hefur hvatt Einingarsamtök Afríku til þess arna. AMRITSAR - Herskáir Shikar hafa drepið 20 manns á einum sólarhring í baráttu sinni gegn yfirráðum Indverja í Punjab. NAIRÓBÍ - Friðarviðræður skæruliða í norðurhluta Eþíóp- íu og ríkisstjórnarinnar mun halda áfram í Róm í næstu viku, en yfirvofandi hungurs- neyð þrýstir á þessa aðila að semja frið. Minnstu munaði að kosninga- bandalag hægrimanna næði hreinum meirihluta í Volkskammer, þingi Austur-Þjóðverja. Hlaut kosninga- bandalagið, sem var komið á fót í janúarmánuði að undirlagi Helmuts Kohl kanslara Vestur-Þýskalands, 48,14% atkvæða og munaði þar mest um fylgi Kristilega lýðræðis- flokksins sem hlaut 40,91% at- kvæða. Jafnaðarmannaflokkurinn sem var helsti keppinautur hægriflokk- anna hlauteinungis21,84% atkvæða sem var langtum minna, en það sem flokknum var spáð, en í skoðana- könnunum nýlega fékk flokkurinn rúmlega 35% fylgi. Andlitslyfting gamla kommúnistaflokksins gckk greinilega vel, því flokkurinn hlaut 16,33% atkvæða og er því þriðji stærsti flokkur landsins. Lothar de Maiziere hinn hægláti formaður Kristilega lýðræðisflokks- ins mun því án efa verða síðasti forsætisráðherra Austur-Þýskaland fyrir sameininguna. De Maiziere bauð Jafnaðarmannaflokknum og hinu frjálslynda Frjálsa lýðræðis- bandalagi að taka þátt í samsteypu- stjórn mcð flokkunum þremur er mynduðu kosningabandalag hægri- manna, Kristilega lýðræðisflokkn- um, Lýðræðislegri vakningu og Þýska jafnaðarbandalaginu. Vildi Maiziere mynda breiða samsteypu- stjórn sem hefði nægan þingstyrk til að koma á fót breytingum á stjórnar- skrá Austur-Þýskalands. Ibrahim Böhme leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins í Austur-Þýskalandi hafnaði þessu tilboði De Maiziere og sagði að flokkur sinn myndi standa við þau heit sem hann gaf fyrir kosningarnar, sem var að taka ekki þátt í samsteypustjórn mcð kosningabandalagi hægrimanna sem vilja sameinast Vestur-Þýskalandi Róttækir umbótasinnar virðast hafa náð meirihluta á borgarþinginu í Moskvu í kosningum, sem fram fóru á sunnudaginn. Þá hefur verið staðfest, að róttæklingar hafa náð meirihluta í stjórnum ýmissa stórra borga í Sovétríkjunum í sömu kosn- ingum. Þó að endanlegar tölur hafi ekki legið fyrir, þá skýrði sovéska síðdeg- isblaðið Izvestia frá því að samtök, sem kalla sig „Lýðræðisleg Rússíá“, hafi náð meirihluta þingsæta, en samtök þessi berjast fyrir mun rót- tækari umbótum í Sovétríkjunum, en sem Mikhaíl Gorbatsjof forseti hefur boðað. Þrátt fyrir slælegan árangur kommúnistaflokksins í kosningun- um, náðu Júrí Prokofiyev yfirmaður Moskvudeildar kommúnistaflokks- skilyrðislaust sem allra fyrst, né með gamla kommúnistaflokknum. Jafn- aðarmenn vilja rólega sameiningu við Vestur-Þýskaland og vilja að félagslegt öryggi Austur-Þjóðvcrja verði ekki lagt fyrir róða. Allar líkur eru því á að hið frjálslynda Frjálsa lýðræðisbandalag myndi meirihlutastjórn með kosn- ingabandalagi hægri manna, en slík ríkisstjórn hefði 215 þingmenn á bak við sig, en alls sitja 400 þingmenn í Volkskammer. Slík ríkisstjórn yrði spegilmynd ríkisstjórnar Helmuts Kohl í Vestur-Þýskalandi. Úrslit kosninganna eru túlkuð sem gífurlegur sigur fyrir Helmut Kohl kanslara Vestur-Þýskalands, en hann studdi dyggilega við bakið á kosningabandalagi hægrimanna. Mætti hann meðal annars á sex fjölmenna útifundi þeirra í Austur- Þýskalandi og hvatti til hraðrar sam- einingar ríkjanna tveggja. Talið er næsta víst að liðveisla Kohls hafi vegið þungt í kosningabaráttunni, ekki síst eftir að hann hét því að Vestur-Þjóðverjar myndu skipta öllu sparifé Austur-Þjóðverja f vest- urþýsk mörk á jafngengi eftir að myntbandalag ríkjanna væri komið á. Hefur Kohl verið sakaður um að hafa borið fé í dóminn með þessu loforði sínu og haft þannig áhrif á austurþýska kjósendur. Reyndar er talið að kosningaúr- slitin tryggi, að myntbandalag þýsku ríkjanna verði orðið að veruleika í júnímánuði. Elmar Pieroth, sem er vesturþýskur stjórnmálamaður og sérfræðingur í efnahagsmálum mun að öllum líkindum verða efnahags- málaráðherra Austur-Þýskalands, en De Maiziere leiðtogi Kristilega lýðræðisflokksins útnefndi hann sem slíkan í gær. Pieroth sagði að mynt- bandalagi yrði komið á ekki síðar en 30.júní. ins og Valery Saikin borgarstjóri kjöri. I Leníngrad næststærstu borg Sov- étríkjanna unnu róttækir umbóta- sinna sigur. Samtökin „Lýðræðisleg- ar kosningar ’90“ hlútu 54% atkvæða til borgarráðs og 80% þeirra þing- sæta, sem Leníngrad hefur á þingi Rússneska ríkjasambandsins. Þrátt fyrir það, hélt borgarstjórinn Vla- dimir Khodyrev sæti sínu. Þá náðu fulltrúar Rukh, hinnar róttæku þjóðernishreyfingar Úkr- aínubúa, meirihluta í borgarráði Kiev, auk þess, sem þeir unnu 15 af 22, sætum sem Kiev hefur á þingi Úkraínu. Þá bendir allt til þess að hópar, sem berjast fyrir sjálfstæði Eistlands og Lettlands, hafi unnið stóra sigra í kosningunum þar. Stjórnvöld í Sovétríkjunum vör- uðu hina nýju valdhafa í Austur- Þýskalandi við gönuhlaup hvað sam- einingu þýsku ríkjanna varðar og undirstrikuðu þá skoðun Sovét- manna að ekki kæmi til greina að sameinað Þýskaland verði innan vé- banda Nato. - Við virðum val kjósenda, en búumst jafnframt við því að hin nýja ríkisstjórn í Austur-Þýskalandi muni virða skyldur sínar og hagsmuni okkar, sagði Gennadí Gerasimov talsmaður sovéska utanríkisráðu- Jimmy Carter fyrrum forseti Bandaríkjanna, sem nú er á för um löndin fyrir botni Miðjarðarhafs fordæmdi harðlega mannréttinda- brot ísraelsstjórnar í garð Palestínu- manna á hernumdu svæðunum. Car- ter fordæmdi fsraelsstjórn eftir fundi með ísraelskum mannréttindasam- tökum. Carter, sem alla sína forsetatíð setti mannréttindamál á oddinn, sagðist hafa verið illa snortinn af þeim upplýsingum, sem mannrétt- indasamtökin gáfu honum um grimmileg mannréttindabrot ísraela á Palestínumönnum. neytisins á blaðamannafundi eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Gerasimov sagðist sérstaklega hafa í huga með þessum orðum sínum að sameinað Þýskaland gæti aldrei orðið aðili að Nato þar sem slíkt myndi ógna valdajafnvægi Evr- ópu. Bandaríkjamenn telja hins vegar að kosningaúrslitin sýni það svart á hvítu að Austur-Þjóðverjar vilji sameinast Vestur-Þýskalandi hið fyrsta og að sameinað Þýskaland eigi að vera í Nato. - Hér hafið þið lýðræðislega ríkis- stjórn sem í nær 23 ár hefur borið ábyrgð á lífi þessa fólks. Það er enn verið að eyðileggja hús þeirra, það er enn verið að hneppa þá í fangavist án ákæru - þeir hafa ekki möguleika að sjá fjölskyldur sínar, þeir hafa ekki einu sinni möguleika að sjá andlit þeirra sem ásaka þá og þeir þurfa að dúsa í fangelsi í allt að því ár, sagði Carter. Rúmlega 800 Palestínumenn hafa verið drepnir á hernumdu svæðun- um frá því uppreisn þeirra hófst fyrir rúmum tveimur árum. 44 Gyðingar liggja einnig í valnum. Kosningar í Sovétríkjunum: Róttækir vinna Moskvu Carter fordæmir mannréttindabrot ísraelsstjórnar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.