Tíminn - 20.03.1990, Qupperneq 7
Þriðjudagur 20. mars 1990
Tíminn 7
IIIIIllllllllllllllllílllllllllllllAÐ UTAN IlllllUlllllll llllllllll lllllllllllll llllllllll 1111 IIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII 1111 11111 lllllll wiiiiiiiimiiiiiii iiiiiiiiimiiiiu
Gyðingahatur kemur upp
á yfirborðið í Rúmeníu
Byltingarflóðið sem sópaði Nicolae Ceaus-
escu, rúmenska einræðisherranum, í burt
hefur fleytt á flot Ijótum sora. Eins og í Sov-
étríkjunum er Gyðingahatur aftur komið upp
á yfirborðið eftir að hafa legið í dvala í yfir
40 ár.
Einu sinni var gróskumikiö Gyóingalíf í
Búkarest. En í síðari heimsstyrjöldinni var
helmingur Gyðinga í landinu ýmist sendur í
útrýmingarbúðir nasista eða rúmensku
dauðasveitimar Jámvörðurinn önnuðust
drápin.
Moses Rosen, aðalrabbíni Rúmeníu setti sér þaö markmið að koma sem flestum Gyðingum úr landi.
Honum tókst að koma á góðu viðskiptasambandi við Ceausescu, sem færði hann nær markmiði sínu.
Nú er öldin önnur.
Gyðingar höfðu frið
á valdaárum Ceaus-
escus
Á valdaárum Ceausescus var
Gyðingahatrið, sem alltaf hefiir
fylgt Rúmenum, bælt niður og
Gyðingum var leyft að iðka trú sína
við tiltölulega rúmt frelsi. En eftir
byltinguna í desember hafa and-
gyðingleg viðhorf aftur komið upp
á yfirborðið þegar Rúmenar fá að
láta skoðanir sínar í ljós í fyrsta sinn
svo áratugum skiptir.
„Enn sem komið er hafa atvikin
verið fá og dreifð, og ef lánið er
með okkur verður það þannig
áfram,“ segir Moses Rosen, aðal-
rabbíni Gyðingasaffiaðarins, sem
nýlega hefur sjálfur fengið hótunar-
bréf frá að því er álitið vera endur-
lífgaður Jámvörður, með haka-
krossi og orðunum „Við erum
nærri“.
Fyrir nokkram vikum var brotist
inn í sýnagógu í Oradea í norður-
hluta Rúmeníu. Hurð og gluggar
voru brotnir, húsgögn mölvuð og
hebreskar bækur tættar í sundur.
Petre Roman, forsætisráðherra hafa
líka borist mótmæli en faðir hans
var Gyðingur.
Rabbíninn, sem orðinn er 77 ára,
segir valdatómarúmið eftir bylting-
una skapa möguleika á þvi að Gyð-
ingahatur komist aftur upp á yfir-
borðið. „Nú getur fólk sagt það sem
það varð að þegja yfir árum saman.
Það er kannski að grípa tækifærið
til að fá útrás og gleymir því síðan.
Ég vil ekki trúa að Gyðingahatur fái
aftur að blómstra, það væri ekki
bara glæpsamlegt heldur líka
heimskulegt. En ég er rabbíni, ekki
spámaður.“
Fyrstu merki þess að Gyðinga-
hatur sé farið að bæra á sér urðu
merkjanleg undir lok valdatíma Ce-
ausescus. í „ljóði" sem birt var í
æskulýðsdagblaði Kommúnista-
flokksins, var Gyðingum hótað því
að yrðu „enn einu sinni hengdir upp
á kjötkróka", tilvisun til ofsókn-
anna 1941 þegar Gyðingar voru
hengdir upp á kjötkróka í sláturhús-
inu í Búkarest og orðin „kosher
kjöt“ krössuð á þá.
Fyrrum blómlegt
Gyóingalíf í „litlu
París“
Einu sinni bjuggu 800,000 Gyð-
ingar í Búkarest. Hverfið þeirra,
Vacaresti, var völundarhús glæsi-
legra og litrikra stræta. Um alda-
mótin, þegar borgin var kölluð
„litla París“, voru þar verslanir,
kaffihús, sýnagógur og skólar.
Nú eru innan við 20,000 Gyðing-
ar eftir i Rúmeníu, og litaauðgin og
andblærinn heyrir ekki lengur til
hverfinu þeirra. Löngu yfirgefnir
rústabingir eru nú þar sem íbúða-
blokkir voru áður og þær fáu búðir
sem enn standa uppi eru tómar eða
Iokaðar.
Á valdaárum Ceausescus fluttu
yfir 300,000 Gyðingar til ísraels, að
mestum hluta að tilstuðlan Rosens
rabbína. Rosen tókst að tryggja
þeim öruggan brottflutning þeim
Gyðingum sem óskuðu að fara með
því að koma sér í mjúkinn hjá
stjómvöldum og aðstoða þau við að
koma á gróðavænlegum viðskipta-
samböndum erlendis.
Hvemig var sam-
vinnu þeirra Rosens
og Ceausescus
háttað?
En eflir byltinguna er Rosen orð-
inn umdeildur. Ákafi hans við að
kynna Ceausescu á Vesturlöndum
sem virðingarverða persónu gefur
sumum nú tilefni til að ýja að sam-
starfi þeirra tveggja. Sögusagnir
voru á kreiki um að fyrir hvem
Gyðing sem fór ffá Rúmeníu hefði
Ceausescu fengið borgað í reiðufé
allt ffá 3,000 dollurum til 25,000
dollara. Rosen vísar þessu algerlega
á bug.
Hann er líka reiður þegar gefið er
í skyn að hann hafi verið þjónn Ce-
ausescustjómarinnar og segir að
vopnahlé hans og stjómarinnar hafi
oft verið ótraust. Rosen segist hafa
verið í sömu spomm og Charles de
Gaulle og hvorki hafa átt vini né
óvini, aðeins hagsmuni. Hann seg-
ist hafa verið öraggur þegar svo
vildi til að hagsmunir hans og
stjómvalda fóra saman.
Rosen tókst að fá milljónir doll-
ara til Rúmeníu með því að ná góðu
sambandi við Gyðingafélög í
Bandaríkjunum og ísrael.
Rúmenar nutu aðstoðar Rosens
við að hafa þau áhrif á bandaríska
stjómmálamenn að Rúmenía fékk
sérstaka forréttindastöðu í viðskipt-
um við Bandaríkin 1975. Tolla-
lækkunin á viðskiptum, sem fylgdu
vora yfir 300 milljón dollara virði á
ári. Auk þessa flæddu milljónadoll-
ara gjafir til Rúmeníu, sem notaðar
vora til að reka elliheimili í Búkar-
est, endurreisa sýnagógur í landinu
og reka fræðslu í Hebreafræðum,
kaupa sérstakar matvörar og fatnað.
Mesta stolt rabbín-
ans að því sem
næst allir Gyðingar
eru famir
Á sama tíma og Gyðingar i
kommúnistarikjunum í grenndinni
vora hnepptir í fangelsi fyrir að
iðka trú sína eða sækja um vegabréf
gátu rúmenskir Gyðingar beðist
fyrir og, það sem meira er, var leyft
að yfirgefa landið. Gjaldið fýrir
bandaríska peninga var að Gyðing-
um skyldi leyft að flytjast úr landi.
Rosen segir það vera mesta stolt
lífs síns að nú era því sem næst eng-
ir Gyðingar lengur í Rúmeníu. „Ég
man slagorðin í blöðunum þegar ég
var ungur maður. Þar stóð „Skítugu
Gyðingar, farið til Palestínu". Því
hef ég aldrei gleymt,“ segir hann.
„Alla mína ævi hef ég unnið að því
að koma fólkinu mínu í öryggi og
að vemda það á allan þann hátt sem
ég hef getað. Ceausescu var and-
Árleg fiskneysla á hvem íbúa í eft-
irtöldum löndum, skelfiskur með-
talinn, á áranum 1982-1984, var
sem hér segir: Island 88,4 kg, Nor-
egur 46,0 kg, Finnland 34,3 kg og
Svíþjóð 29,4 kg. Til fróðleiks má
geta þess að sömu tölur í Tékkó-
slóvakíu vora 4,6 kg, Ungverjalandi
4,7 kg, Austurríki 6,5 kg, Búlgaría
8,6 kg, Rúmenía 9,2 kg og Vestur-
Þýskaland 9,3 kg. Aðrar þjóðir vora
með 11-22 kg árlega neyslu á hvem
íbúa. Fyrr í vetur greindum við frá
hér í þættinum að Japanir væra
miklar fiskætur og neyttu um sem
svaraði 70 kg af fiski á ári.
Mannfjöldi í Norðvestur-Evrópu
gyðinglega sinnaður og hefði ekki
komið til hjálp og eftirlit frá útlönd-
um hefði hér orðið skelfilegt
ástand. Ég rétti Satan höndina en ég
seldi honum ekki sál mína. Ég er
enginn Fást.“
Roscn var ákveðinn i því að
koma fólki sínu frá Rúmeníu þegar
áður en Ceausescu komst til valda.
Hann varð aðalrabbíni 1948, þegar
kommúnistar í Austur-Evrópu vora
að hefjast handa um að afmá það
sem enn lifði af gyðinglegri menn-
ingu í löndum þeirra. Áram saman
hafði hann uppi áróður um að Gyð-
ingar flyttust úr landi og hvatti
söfnuð sinn til að sækja um vega-
bréf, jafnvel þó að margir misstu
fyrir það vinnuna og bömin þeirra
væra rekin úr skólum.
Brýnirtrúbræður
sína til árvekni
Hann kom á reglubundnum sam-
er um 182,1 milljón. Þau lönd sem
teljast til þessa svæðis era: Austur-
ríki, Finnland, Island, Noregur, Sví-
þjóð og Sviss, sem era aðilar að
EFTA, fríverslunarsamtökunum, en
mannfjöldi á þessu svæði er 31,6
milljónir. Þá era einnig á nefndu
svæði svonefnd EEC—lönd (Efna-
hagsbandalagið): Belgía, Danmörk,
Færeyjar, Vestur-Þýskaland, írland,
Holland og Bretland, en mannfjöldi
í þessum löndum er 150,7 milljónir.
Árleg aukning á mannQölda er um
1% í Færeyjum og á íslandi en lægri
í öðram löndum og nær engin í
Vestur-Þýskalandi.
Ibúar í löndum Vestur-Evrópu
skiptum við gyðinglegar stofnanir
erlendis. Þegar Ceausescu tók völd-
in, reyndi hann að telja stjómvöld-
um trú um að þeim stæði engin ógn
af Gyðingasamfélaginu. Viðskipta-
samböndin við Bandaríkin vora
hans stóri sigur og eftir 1975 gátu
Gyðingar flust úr landi án erfið-
leika.
Á fyrstu stjómaráram Ceausesc-
us, þá vora Rúmcnar í sárri þörf
fyrir erlendan gjaldeyri, vora yfir-
völd reiðubúin að leyfa Rosen að
ferðast til annarra landa til að afla
aðstoðar. Opinskátt Gyðingahatur
var bælt niður.
Nú er viðvöran Rosens sú að trú-
bræður hans séu á verði. „Nú búum
við við lýðræði en við megum ekki
gleyma að Hitler komst til valda í
lýðræðisríki. Við verðum að líta til
framtíðarinnar árvökulum augum.“
neyta bæði lax og silungs, eins og
Belgía, Danmörk, Vestur-Þýska-
land, Holland, Noregur, Svíþjóð,
Sviss og Bretar sem era með mesta
laxneyslu miðað við neyslu á hvem
íbúa. Neysla á niðursoðnum laxi
(Kyrrahafslaxi líklega) er sérstak-
lega mikil í Belgíu og reyndar einn-
ig í Hollandi og á Bretlandseyjum.
Regnbogasilungur hefur sterka
stöðu hvað neyslu snertir í Belgíu,
Finnlandi, Vestur-Þýskalandi, þar
sem Danir eiga sinn besta markað,
og á Bretlandseyjum.
eh.
(Heimild: FAO-rit)
Fiskneysla mest á íslandi